Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 14
14 ir %rir 15 árum LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Joseph Ognibene, ítalsk/bandarískur hornleikari, skaut rótum á íslandi Sinfóníuást „Ég nýt þess að starfa hér. Nú hef ég búið og starfað á íslandi i tvö ár, er trúlofaður islenskri stúlku og við vih- um gjarnan gera einhverjar framtíð- aráætlanir." Þetta voru meðal þeirra orða sem Joseph Ognibene, hinn ítalsk/banda- ríski hornleikari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við DV þriðjudaginn 22. mars 1983, fyrir um 15 árum. Tilefnið var að framundan voru einleikstónleikar hans með Sinfóníuhljómsveitinni, þeir fyrstu eftir að hann hafði verið meðlimur hennar og 1. hornleikari frá haustdögum 1981. Hingað kom hann 23 ára frá Los Angeles, þaðan sem hann ólst upp. Og enn er Joseph i sveitinni, orð- inn íslenskur ríkisborgari og „ís- lenska stúlkan" sem hann talaði um í viðtalinu hefur verið eiginkonan hans frá því í september 1983. Það er Júlí- ana Elín Kjartansdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveitinni. Þau kynntust að sjálfsögðu á þeim vett- vangi. Þetta var ást við fyrstu sýn. „Ég kom auga á hana strax á fyrsta degi þegar ég kom til íslands," sagði Joseph í samtali við helgarblaðið í vikunni. Nú eiga þau Júlíana tvo syni. „Það kemur sér vel að við spilum bæði í hljómsveitinni. Við erum held- ur alls ekki einu hjónin í henni," sagði Joseph og greinilegt að ástin blómstrar í Sinfóníunni. Meira íslenskur Joseph fékk íslenskan ríkisborgara- rétt árið 1991. „Það var kominn tími til. Mér fannst ég vera orðinn meira íslenskur en útlenskur. Þetta var eðli- leg þróun." Undanfarin 17 ár hefur Joseph leik- ið sleitulaust með hljómsveitinni ef undan er skilið nokkurra mánaða starfsleyfi fyrir tveimur árum. Einnig hefur hann leikið með Blásarakvintett Reykjavík sem hefur verið að gera góða hluti undanfarin misseri. „Ég sagði í þessu viðtali fyrir 15 árum að útlitið væri gott með verk- •k .'*'" I 'ÍR ^k'l bokaormunnn efni. Það hefur gengið eftir og tæk- ifærin hafa verið mörg. Ég hef marg- sinnis komið fram sem einleikari og tekið þátt í mörgum upptökum, bæði fyrir útvarpið og til útgáfu á geisla- diskum. Einu reiknaði ég þó ekki með þarna árið 1983 og hefur komið mér skemmtilega á óvart. Að íslenskir tón- listarmenn myndu verða jafn áber- andi á alþjóðlegum tónlistarmarkaði og þeir hafa verið," sagði Joseph og nefndi sem dæmi að tvisvar sinnum hefði hann, sem íslendingur, spilað í Carnegie Hall í New York, einu sinni með hljómsveitinni en i hitt skiptið með kvintettinum. Ef hann hefði á sínum tíma ekki tekið boði um að koma til íslands væri t.d. ekki öruggt að hann hefði náð þessum áfanga. Joseph Ognibene í faömi fjölskyldunnar, meö sonunum Kjartani, 6 ára, og Arthuri Geir, 12 ára, og eiginkonunni, Júlíönu Elinu Kjartansdóttur fi&luleik- ara. DV-mynd Hilmar Pór Islands og Petri Sakari. Þegar ég kom í Tower Records plötubúðina sá ég nokkra diska með okkur og i einni matvöruverslun sá ég ís- Fjárfesting í tonlist skílar sér „Ég hef alltaf dáðst aö því að þessi fámenna þjóð skuli halda uppi sinfóníu- hljómsveit. Sem dæmi um hvað slík fjárfesting I menn- ingu skilar sér get ég sagt frá því að fjór- um eða fimm sinn- um heyrði ég minnst á ísland þegar ég var staddur í New York nýlega. Á sjónvarps- stöðinni MTV var alltaf verið að tala um Bjórk. Einn morguninn var ég að koma úr baði þegar ég heyrði tónlist eft- ir Grieg hljóma í út- varpinu. Mér fannst þetta hljóma vel og hugsaði með mér að við hefðum líka tek- ið þetta verk upp á íslandi. Síðan þegar verkið var afkynnt kom I ljós að þetta var upptaka með Sinfóníuhljómsveit Menning Menning Menning Sinfóníuhljómsveit íslands tekst oft afburða vel upp —segir fyrsti hornleikari hennar, Joseph Ognibene Fyrír tvcimur anira var Sirifoníu. hljömsvcít lsUnd* i fwnn vrpnn 80 Itggja af slai i tónlciltafcrc. tll Attstar- riv.is. cn tiráítvantaði hornlciaara," U(S( Jnacptt Oitnibrnr. acm nú cr lyrili horrjtiltafi hljc.rravcitarintur. :!:,.l1a var llcrmann Baumann atatidur hcr, halal verift cínlclkari mco hljccn- svctiHiniotthannbentiarnli:. Svovildl ncfnilcita til aO éf, enlaöi tti Þýsaa- lands um þcr mundir. lil þras a& Ijúka Irarnhaidsnaml hja haium og eat vcltckifiþcttaaðmtr. Ci: för hvi mcatil Atistiimaia oc aa tonicikaror þeirri lokittni var mcr boc4» ao haida áfram hiá hljemsveitinnl ao náttn loknu. Petla var I mars e-l, uti fuustsð kcen es hai.Mð ttl surfa - og hcrcrcKcna £tí cr frá Kalifomiu, Los Aneclcs. og tcl afl a Islandt seu rnun luciri mo£u- lcikar ttl þcss ao þcuakast scm ton- Ifatarmavur hcUur ctt þar. rler er um tvo mtkta ijötbreytnl að r*oa. Maour Rettir leajö vtrkan þött I 6Hu mdati- | lcgut ksmtncTlónlist. óperutOnUst, lesaft ct&leik ~ þreaktut - án þesa a& eyoa traUura hluu lima sms l 00 feraastámiIStUBa. £a cr I !ib*jr*kvinielt HeyklaYÍIcur -£ hei eiíanctnn aiwyu aí þvt Við bóf. uffl tutaia Itelciaa tl vesTtm Muatca Sova. Myrt.ru rnú.vu.dijía. lUskðlaits. KaatmertnúsikklubUtns. vf; *ttam I ú.'.k-ÍÁfeti td Isafi&tAar l tursta :, rastwft I li>tifcri!ái vuro Srjtftar. :' tt-ao svo itHtant kaiotr við siha fostu vtanu. auur veein bcttrör o& þar íraBt etttr ííktttivatt, að rnítno tttril vaartít ttl þe*í aa rtwat nctfta umlram lenskan fisk til sölu. Eftir þetta fannst mér að starf mitt hér hefði ekki verið til einskis siðustu sautján árin. íslensk tónlist, hvort sem það er Sinfónían eða Björk, er jákvæð fjárfesting og góð aug- lýsing fyrir land og þjóð," sagði Joseph. Hann á sér drauma hvað framtíðina snert- ir. Meðal annars stefn- ir hann að útgáfu geisladisks með upp- tökum af einleiksverk- um sem hann hefur leikið með með Sinfón- íuhljómsveitinni. Þá á hann sér þann draum að tónlistarhús rísi á íslandi. Frábær árang- ur Sinfóníuhljómsveit- arinnar sé í raun kraftaverk miðað við þá aðstöðu sem henni er skópuð. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hús- næðismál hljómsveitar- irmar. Þetta er eins og að eiga góðan Benz en tíma ekki að kaupa dekk undir hann! Nú virðist loksins vera kominn skriður á mál- ið, sem eru mikil gleði- tíðindi." -bjb Urklippa úr DV frá 22. mars 1983 þegar Joseph var í viötali í til- efni af fyrstu einleikstónleikum hans me& Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Fjölbreytnin ræður nkjum - hjá Auði Guðjónsdóttur, íslenskukennara í FB „Það er alltaf stafli á náttborðinu hjá mér og þar ræður fjölbreytnin ríkjum. Ég les vitaskuld mikið vegna vinnunnar en að því slepptu get ég nefnt að í staflanum eru barnabækur eins og Bróðir minn Ijónshjarta og Emil í Kattholti. Þær er ég að lesa fyrir 4 ára dóttur mína. Ég hef mikið dálæti á Astrid Lind- gren og hlakka til að lesa fyrir stelp- una aðrar bækur eftir Lindgren, t.d. Elsku Míó minn og Ronju ræningja- dóttur," segir Auður Guðjónsdóttir, íslenskukennari í FB, þegar hún er spurð hvaða bækur séu helstar á lestrarlistanum hennar. Auður segist lesa töluvert af fræðibókum ýmiss konar og nefnir tvær um lesblindu. Önnur heitir This Book dosn't make Sense og er eftir breska konu, Jean Augur. Hún átti þrjá syni sem allir voru með lesblindu og lýsir sagan reynslu hennar af því að uppgötva lesblinduna og hvernig henni gekk að glíma viö hana. Hin er The Gift of Dyslexia eftir Ronald Davis, bandarískan rithöfund, og nefnir hann fyrst kostina við það að vera lesblindur. Sem dæmi um lesblinda nefnir hann Albert Einstein og H. C. Andersen. Heimsljós og íslands- klukkan „Ég hef hugsað það nokkuð hvort einhver ein bók sé í uppáhaldi hjá mér en hef komist að því að svo er ekki. Hins vegar get ég nefnt tvær ólíkar en frábærar sögur Laxness, íslandsklukkuna og Heimsljós, sem ég held mikið upp á. Ég nýt þess í hvert sinn sem ég gríp í þær, segir Auður og bætir við að ný- verið hafi hún lesið litla bók eftir þjóð- skáldið, Dagur hjá munkum, sem hann hafi skrifað í dagbókarstíl um timann þegar hann var í Cler- veaux- klaustrinu á sínum tima. Auður segist einnig hafa gaman af því að lesa sagn- fræði. Nú sé hún að lesa Age ? of Extreme, skemmtilega bók um 20. óld- ina eftir breska sagnfræðinginn Eric Hobsbawn. Hún segir sagn- fræðinginn fara yfir helstu at- burði aldar- innar, lýsa þeim skemmtilega og þannig að bókin spennandi aflestrar. se Les líka Ijóð Aðspurð um Islensku skáldsagna- höfundana segist hún hafa haft gaman af Guðbergi Bergssyni frá því að Tómas Jónsson metsölubók kom út en aðrir standi henni ekki eins nærri og þeir Laxness. Af er- lendum skáldsagnahöfundum segist hún hafa gaman af því að lesa P. D. James og Sue Grafton, þýddar ef því er að skipta. „Ég hef líka gaman af að lesa ævi- sögur og gríp niður í ljóð við og við. Mér fmnst best að lesa ljóð á kvöld- in ef mig langar til þess að lesa eitt- hvað en þó ekki of mikið. Ég held upp á Snorra Hjartarson og get nefnt Ljóðasafn Vilborgar Davíðs- dóttur og Tíundir Jóhanns S. Hann- essonar, skólameistara á Laugar- vatni, sem tvær bækur sem koma strax upp i hugann af þeim ljóða- bókum sem ég hef lesið," segir Auð- ur Guðjónsdóttir. Hún skorar á Ey- stein Björnsson, rithöfund og kenn- ara, að vera næsti bókaormur. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Catheríne Cookson: Bondage of Love. 2. Patrlcla Comwell: Hornet's Nest. 3. John Grisham: The Partner. 4. Helen Relding: Bridget Jone's Diary. 5. Mlnette Walters: The Echo. 6. Lesley Pearse: Rosie. 7. Marlan Keyes: Rachel's Holiday. 8. Arabella Weir: Does My Bum Look Big in This? 9. Gerald Seymour: Killing Ground. 10. Louis de Bcrnleres: Captain Corelli's Mandolin. RIT ALM. EÐLIS - KILJUR: 1. Paul Wllson: The Llttle Book of Calm. 2. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Fiank McCourt: Angela's Ashes. 5. Brlan J. Robb: The Leonardo DiCaprio Album. 6. Griff Rhys Jones: The Nation's Favourite Poems. 7. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. 8. Violet Joseph & J. Graham: Titanic Survivor. 9. Roberd Ballard & Rlck Archbold: Discovery of the Titanic. 10. Penelope Sachs: Take Care of Yourself. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Joanna Trollope: Other People's Children. 2. Cathertne Cookson: The Solace of Sin. 3. Wllllam Boyd: Armadillo. 4. Kathy Relchs: Déja Dead. 5. Dorothy L. Sayers/JIII Paton Walsh: Thrones Dominations. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Ted Hughes: Birthday Letters. 2. Peter Ackroyd: The Life of Thomas More. 3. Dava Sobel: Longitude. 4. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 5. Dlckle Blrd: My Autobiography. (Byggt á The Sunday Times) BANDARIKIN SKALDSÖGUR - KIUUR: 1. Alicla Hoffman: Here on Earth. 2. John Grisham: The Partner. 3. Maeve Blnchy: Evening Class. 4. John Case: The Genesis Cotle. 5. Mlchael Conneily: Trunk Music. 6. Nlcholas Sparks: The Notebook. 7. Jeffery Deaver: The Bone Collector. 8. Joseph Canon: Los Alomos. 9. Anonymous: Primary Colours. 10. Catherine Coulter: The Maze. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 2. Les & Sue Fox: The Beanie Baby Handbook. 3. Robert Atkln: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 4. Walter Lord: A Night to Remember. 5. Grace Catalano: Leonardo DiCaprio: Modern Day Romeo. 6. Ric Edelman: The Truth About Money. 7. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 8. James McBride: The Color of Water. 9. Ýmsir: Chicken Soup for the Teenage Soul. 10. Dan Lynch: Titanic: An lllustrated History. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Anne Rice: Pandora: New Tales of the Vampires. 2. John Grlsham: The Street Lawyer. 3. Tony Morrison: Paradise. 4. Bebe Moore Campbell: Singing in the Comeback Choir. 5. Charies Frazier: Cold Mountain. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. James Van Praagh: Talking to Heaven. 2. Sarah Ban Breathnach: Simple Abun- dance. 3. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 4. Rlc Edelman: The New Rules of Money. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. (Byggt á Washlngton Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.