Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 11
JO"V LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 11 Á Grænlandi uröu til tvær íslenskar nýlendur í kjölfar þess að róstuseggurinn Eiríkur rauði Þorvaldsson og ættbogi hans gerði Brattahlíð að höfuðbóli sínu fyrir árið 1000. Báðar voru staðsettar á austurströnd Græn-lands. Hin syðri hét Vestribyggð en um 500 kílómetrum norðar lá Eystribyggð. Hófsamir fræðimenn telja að þegar flest var íslendinga á Grænlandi hafi þeir talið verið 4- 6000 manns. Glatkista sögunnar Hundruð híbýlarústa norrænna manna eru þekktar á Grænlandi, fæstar rannsakaðar til hlítar. Þær sýna að snemma á ferli nýlendnanna var furðulega stórbýlt hjá íslendingunum. Rústir fjósa sem rúmuðu allt að 50 kýr hafa fundist. Leifar vegleg- ustu bygginga landnemanna í Grænlandi sýna að þær standast að stærð fyllilega samjöfnuð við híbýli konunga í nyrðri hluta Evrópu á þeim tíma. Fatnaður á líkum norrænna manna í kirkjugörðum nýlendn- anna birtir evrópska fatatísku er sýnir að þeir voru lífs fram undir lok fimmtándu aldarinnar. Það ásamt öðru sannar að nýlend- urnar hjörðu því ótvírætt að minnsta kosti framundir 1500. Afdrif þeirra eru ókunn. Hvarf íslendinganna á Grænlandi er liklega mesti harmleikurinn í samanlagðri sögu Norðurland- anna. Með vissum hætti er það líka harmsefni hversu íslands- sagan hefur algerlega gleymt grænlenskum frændum okkar sem á frera Grænlands hurfu óbættir inn í móðuna. Um haf innan Nú hefur loks stigið fram fræðimaður sem með einni bók hefur rifið Grænland á yerðskuldaðan stað inn í miðju íslandssögunnar. Það er Helgi Guðmundsson, málfræðingur, sem á síðasta ári sendi frá sér ritið Um haf innan. Það er eitthvert merkilegasta rit sem lengi hefur komið út hér á landi. Bókin fjallar um ýmis áhrif sem hingað komu vestan um haf. Hún á efalítið eftir að verða meðal sígildra höfuðrita um rann-sóknir á landnámi íslands og kringumstæðunum sem leiddu til samningu burðarrita íslendinga- sagnanna. í ritinu er nefnilega að finna byltingarkennda sýn á mikilvægi Grænlands fyrir ritmenningu íslands. Hvítabirnir og svörður Hin frábæra kenning Helga skýrir því hvernig verslun við Grænland skapaði auðinn sem stóð undir gerð handritanna og bjó jafnframt til farveg fyrir erlenda menningarstrauma. Hvorutveggja var forsenda þess að ritmenning náði hér að þróast með þeim hætti sem varð. Mjög dýrmætur varningur fékkst í Grænlandi í formi tanna rostungsins, sem íslendingarnir skáru úr töfl sem seld voru dýrum dómum. Reipi úr sverði, skinni rostungsins, voru einnig eftirsótt i skipsreiða. Ógetið er þá felda hvítabjarna sem seldust dýrum dómum. Hvítir veiðifálkar voru einnig meðal útflutningsins á þessum tíma. í Jarteinabók Þorláks helga er greint frá húnagildrum. Leifar þeirra er enn að finna í Grænlandi. Lifandi, tamdir hvítabirnir voru nefnilega virði þyngdar sinnar í silfri. Heimildir eru til um þá á miðöldum við hirðir konunga og keisara i Evrópu og allt suður til norðurafrískra soldána. Þessar vörur voru mjög eftirsóttar og skiluðu geysilegum hagnaði til íslensku og orkneysku kaupmannannna sem stunduðu verslunina með þær. Tennur náhvelanna Langdýrasti varningurinn voru þó liklega tennur náhvelanna. Ein tanna hvalsins stendur 2-3 metra fram úr efra skolti og var öldum saman álitin horn goðsagna- verunnar sem nefnd var einhyrn- ingur. Um hana segir í Konungs- skuggsjá: „Hún er fögur og vel vaxin og svo rétt sem laukur. Hún er sjö álna löng, sú er lengst kann að verða, og snúin öll svo sem hún sé með tólum ger." Dýrleiki tannanna var ótrú- legur. Á fimmtándu öld var útskorin tönn náhvelis í eigu auðkýfings í Flórens metin á meira en fimmtán kíló gulls! Náhvelin veiddust hins vegar aðeins norðan heimsskauts-baugs. Helgi telur að þangað hafi íslensku Grænlendingarnir haldið til að veiða náhvelið eða kaupa tennur þess af inúítum. Vaðmálsbúturinn Norsk-kanadískur leiðangur var um 1980 að kanna fornminjar inúíta á Bache skaga á Ellesmere eyju langt norðan heimsskauts- baugs. Á þessum slóðum voru helstu vöður náhvelanna að vorlagi. í rústunum fundust munir af evrópskum uppruna. Þar á meðal Mikilvæqi Grænlands Kenning Helga Helgi Guðmundsson færir rök að því að íslendingar hafl stundað verslun við nýlendurnar í Grænlandi allt fram á miðja þrettándu öld. Þeir hafi haldið úti kaupskipum til að kaupa af þeim margskonar torgætan og dýr- mætan varning, sem þeir hafi flutt til Evrópu og selt á margföldu verði. ísland hafi þannig verið eins- konar umskipunarhöfn fyrir grænlenskan varning, og versl- unin með hann úti í löndum Evrópu hafi leitt til mikils hagn- aðar íslendinga. Þetta rlkidæmi, segir Helgi, gerði íslendingum mögulegt að standa straum af þeim mikla kostnaði sem stafaði af gerð hand- ritanna. Þannig voru nýlendur islendinga á Grænlandi í bók- stafiegum skilningi forsenda þess að ritmenning á íslandi þróaðist með þeim hætti sem varð. Höfundurinn bendir ennfremur á að miðstöð Grænlandsverslun- arinnar stóð á Vesturlandi, aðallega við Breiðafjörð þaðan sem Eiríkur rauði fór upphaflega til Grænlands. Fram á miðja þrettándu öld, meðan verslunin var við lýði, voru íslensk rit einkum samin á vestanverðu landinu, á svæðinu frá Odda í suðri að Þingeyrum i norðri. Milli verslunararðsins á Vesturlandi og ritunar handritanna voru því bein tengsl. Erlendir straumar Kenning Helga er þó enn marg- brotnari og fegurri. Hann getur þess að smám saman sé að koma í ljós að mjög mikið hafi verið til af erlendum bókum í landinu á þessum tíma. Skrá yfir eignir klaustursins i Helgafelli sýnir til dæmis að fjórtán árum eftir stofnun þess, eða árið 1186, hafi Laugardagspistill Össur Skarphéömsson ritstjórí verið í eigu þess yfir hundrað bækur. Áhriferlendrabóka á innlenda sagnaritun voru jafnframt meiri en menn hafa skilið. Því til staðfestu nefnir Helgi m.a. hinn fræga kafia islendingabókar þar sem getið er bagla, bóka og bjaiina sem papar skildu eftir og rekur til erlendra texta. Hvaðan komu erlendar bækur til landsins á þessum tíma? Svarið teygir sig í raun til Grænlands köldu kletta. Þær komu nefnilega með skipunum, sem fluttu grænlenska varning-inn til Björgvinjar og Staðar í Noregi, Dyfiinnar í írlandi auk hafna í Frakklandi og viðar. Skipin tóku líka efnispilta sem rikismenn sendu utan til mennta. Þannig leiðir Helgi getum að því að Sæmundur fróði Sigfússon hafi farið með slíku skipi til náms, og fært heim franska hámenningu frá fræðasetrinu í Anjou. bútur af kápu úr grófu vaðmáli. Danskir sérfræðingar röktu hann til sérkennilegs vaðmáls sem aðeins var ofið í Vestribyggð. Munirnir, ekki síst vaðmálið úr Vestribyggð, sýnir að úr nýlendum íslendinga í Grænlandi fóru menn þúsundir kilómetra í norður og jafnvel yfir til Kanada til að kaupa hinar dýru tennur náhvela. Þetta skýtur stoð úr óvæntri átt undir kenningu Helga Guðmundssonar. Hann hefur sýnt fram á að nýlendur íslendinga i Grænlandi voru ekki afgangs- stærð í íslandssögunni, heldur ein af þungamiðjum hennar. Án þeirra hefði ritmenning okkar ekki þróast með þeim hætti og gerðist. Sjálfsmynd okkar væri því önnur í dag hefði Grænlands ekki notið við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.