Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 56
".;•¦ 68 idge LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni: Islandsmeistararnir knmust ekki í úrslit Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni lauk um sl. helgi með nokkuð óvæntum úrslitum í tveimur riðlanna. Sveit íslandsmeistaranna, Kaupþing Norðurlands, náði ekki að tryggja sér sæti i úrslitin og varð að sætta sig við fjórða sæti i sinum riðli. Umsjón Stefán Guðjohnsen Önnur óvænt úrslit urðu í B-riðli, en þar mátti sveit Stillingar sætta sig við þriðja sætið og missa þannig af úrslitasæti. Hetjur B-riðilsins voru hins vegar Keflyíkingar, sem spiluðu undir merki VÍS Keflavík. Þótt þeir séu að spila í fyrsta sinn í úrslitum ís- landsmótsins eru þeir engir nýgræð- ingar, hafa unnið allt sem hægt er að skák vinna á Suðurnesjum. Hin sveitin, sem kemur ný í úrslitakeppnina, er sveit íslensku útflutningsmiðstöðvar- innar, skipuð ungum bridgemeistur- um og gömlum baráttujöxlum í bland. Verður fróðlegt að fylgjast með frammistöðu þessara tveggja sveita um bænadagana. Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina, eins og maðurinn sagði, en 80% árangur er ekki svo slæmt. Þetta er sagt vegna spádóma minna um úrslitasæti í síðasta þætti. Reynd- ar stóð það tæpt í nokkrum riðlum og sveit Marvins flaut inn á jafnri stiga- tölu við sveit Olís í D-riðli. í úisli i uin spila því eftirtaldar sveitir: 1. Örn Arnþórsson 2. Eurocard 3. VÍS Keflavík 4. Ásgrímur Sigurbjörnsson 5. Samvinnuferðir/Landsýn 6. Roche 7. Grandi 8. Marvin 9. Landsbréf 10. Isl. útflutningsmiðstöðin í fjölsveitaútreikningi, sem fylgir þegar allar sveitir spila sömu spil, urðu efstir bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir, í sveit Roche, með 18,28. í öðru sæti voru Garðar Garðarsson og Gunnlaugur Sævars- son i sveit VÍS Keflavík með 17,80 og þriðju Ásmundur Pálsson og Jakob Kristinsson i sveit Arnar með 17,77. Við skulum að lokum skoða eitt spil frá undankeppninni sem mörg- um gekk illa að ráða við. S/A-V * ÁDG82 »10643 * 62 * 104 * 7 *»eyða * ÁKG9753 * G8753 N * 10542 f ÁK972 •?•108 # ÁK * K96 "DG85 * D4 * D962 I leik Arnar og Eurocard græddu liðsmenn Arnar 1 óverðskuldaðan impa á þvi að spila þrjú grönd á spil a-v. Með Björn Theodórsson og Jón Hjaltason í n-s, en Jaköb Kristinsson og Ásmund Pálsson i a-v, gengu sagnir á þessa leið : Arnþórsson. Hörður kaus að segja pass i upphafi: Vestur Norður Austur Dass 1 * pass pass 3 * 5 ? Suður pass pass 2** 3 ? pass 4 * pass Ailir pass. Suður Vestur pass 2 * Allir pass. Norður Austur pass 3 * Jakob Kristinsson, eini „leiftur life- master" íslendinga. Tveir spaðar sýndu lágliti og ef til vill var það einungis leti hjá Jakobi að stökkva í þrjú grönd. Hann slapp þó með skrekkinn þegar suður spil- aði út hjarta. Við hitt borðið sátu n-s Guðlaug- ur R. Jóhannsson og Örn Arnþórs- son, en a-v undirritaður og Hörður Guðlaugur reynir að grugga vatn- ið, Örn spyr um opnunarstyrkinn með tveimur laufum og Hörður kemur sterkur inn á þremur tiglum. Austur kannar með spaðafyrir- stöðu, en stekkur síðan í fimm tígla þegar hún er ekki fyrir hendi. Eins og spilið liggur vinnast alltaf sex og reyndar vann Hörður sjö þegar Guð- laugur kaus að spila út hjarta. Valur Sigurðsson og Guðmundur Sveinsson voru hins vegar ekki í vandræðum með að ná slemmunni þótt þeir væru í vandræðum með að ná úrslitasæti: Suður Vestur Norður Austur pass 2 * pass 3 " 4 ? pass 6 ? allir pass. 5 ? pass pass pass Engin mélkisa, Valur Sigurðsson og 13 impar græddir. Skákir frá Reykjavíkurmótinu - Bragi og Björgvin í baráttu gegn erlendum stórmeisturum Frammistaða íslensku stórmeist- aranna á 18. Reykjavíkurskákmót- inu, sem lauk á dögunum, olli nokkrum vonbrigðum en engum þeirra tókst að blanda sér i barátt- una um efstu sætin. Einstakar skák- ir tefldu þeir þó býsna vel, saman- ber sigur Þrastar Þórhallssonar gegn Ivan Sokolov, sem við röktum í DV fyrir viku. Bandariski stór- meistarinn Larry Christiansen, sem hreppti efsta sætið óskipt, taldi hana bestu skákina á mótinu. Stigalausir skákmenn voru alln- okkrir á mótinu og í þeirra hópi ungir íslendingar, sem margir voru að fá sina eldskírn á svo sterku sjon Jón L Arnason móti. Eins og nærri má geta var taflmennskan ekki alltaf dans á rós- um en mótið áreiðanlega dýrmæt reynsla. íslendingar hafa goldið þess að tækifæri til alþjóðlegrar skákiðkunar eru færri en gerist annars staðar í álfunni en töluvert hefur raunar áunnist í þeim efnum hin síðari ár. Reykjavíkurmótið hefur ætíð haft sérstakan sess í hugum skákunn- enda. Mörgum finnst að vanda þurfi sérstaklega til þess og telja að þeir sem yngri og óreyndari eru, læri ekki síður á því að fylgjast með meisturunum að tafli, heldur en að tefla sjálflr - jafhvel af veikum mætti. Þeir segja að stigalausir skákmenn eigi alls ekki að taka þátt i Reykjavíkurskákmótinu. Mörgum finnst einnig tími til kominn að halda hér lokað alvörumót í stað þess að hafa mótið opið. Og ekki bætir úr skák að mótið nú var ein- ungis 9 umferðir „eins og hvert ann- að opið mót" í stað þess að vera 11 umferðir með a.m.k. tveimur frídög- um, eins og áður var. Undir þessi sjónarmið má vissu- lega taka en engu að síður var Reykjavíkurskákmótið bráð- skemmtilegt á að horfa. Sérstaklega var gaman að fylgjast með eldri og reyndari titillausum íslendingum glíma við þekkta erlenda stórmeist- ara. Stundum sluppu stórmeistar- arnir með skrekkinn, eins og t.d. Tony Miles, sem Bragi Halldórsson missti úr klónum, eftir að hafa leik- ið sundur og saman. Aðrir voru ekki eins heppnir. Skoðum tvær skákir íslenskra skákmanna við erlenda stórmeist- ara, þar sem skiptast á skin og skúr- ir. Lítum fyrst á hvernig Bragi yflr- spilar enska stórmeistarann Stuart Conquest. Hvltt: Stuart Conquest Svart: Bragi Halldórsson Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Dc2 Rbd7 6. Rf3 Be7 7. b3 0- 0 8. Bd3 b6 9. g4!? Rxg4 10. Bxh7+ Kh8 11. h3 RgfB 12. Bd3 Bb4 13. Bb2 De7 14. Hgl Bb7 15. Kfl? Þetta er afleitur leikur. Enski stórmeistarinn ætlar sér að leggja til atlögu á miðborðinu, en með þeim aðgerðum stefnir hann öryggi kóngsins í háska. Betra er að hróka langt. 15. - Bd6 16. Hel c5 17. e4? cxd4 18. Rxd4 dxc4 19. Bxc4 Re5 20. Bb5 a6 21. Be2 Hac8 22. Dd2 Rg6! Nú koma veilurnar í hvítu stöð- unni vel í ljós. Á einfaldan hátt hef- ur Braga tekist að yfirspila stór- meistarann. Til greina kemur einnig 22. - Bb4 en hins vegar er 22. - Rxe4 23. Rxe4 Bxe4 24. Bxa6 lak- ara. 23. Bd3 Bf4 24. Ddl Hfd8 25. Rce2 Be5 26. Dbl Rh5! 27. Hg4 Gætir sín ekki á því að síðasti leikur svarts fól í sér lævísa hótun en trúlega eru góð ráð dýr. T.d. 27. Bc2 Df6 28. Hdl Rhf4 með vinnings- stöðu. 27. - DfB! Hótar 28. - Hxd4 og gegn því er hvítur úrræðalaus. Hvíta staðan er í molum. 28. Bc2 Hxd4 29. Bxd4 Bxd4 30. Rxd4 Dxd4 31. e5 Rgf4 32. Be4 Dd2! 33. Hh4 Ef 33. Bxb7 Hc2 og hvítur verður að láta drottninguna af hendi. 33. - Bxe4 34. Dxe4 Hcl! - Og hvítur gafst upp. I þessari sömu umferð vann Jón Viktor Gunnarsson norska stór- meistarann Rune Djurhuus í lag- legri fórnarskák og Björgvin Jóns- son lagði danska stórmeistarann Er- ling Mortensen að velli. Björgvin var aðsópsmikill á mótinu, setti einnig enska stórmeistarann Nigel Davies á kné og var nálægt því að halda sínu gegn Miles. Honum tókst einnig að bjarga sér skemmtilega úr vandasamri stöðu gegn sænska stór- meistaranum Ralf Akesson en þegar jafhtefli var í sjónmáli lék hann af sér og tapaði. Þetta var ein ævin- týralegasta skákin á mótinu. Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Ralf Akesson Siklleyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 d6 6. g4 b5 í þessari sömu stöðu á mótinu lék Nigel Davies hér 6. - Re7 gegn Björgvin. 7. Be3 Bb7 8. Bg2 Rd7 9. f4?! Hér er varlegra að leika 9. a3. Hinn gerði leikur felur i sér tvíeggj- aða peðsfórn. 9. - b4 10. Rce2 Rgf6 11. Rg3 Rc5 12. f5 e5 13. Rb3 Rcxe4! Betra en 13. - Rfxe4 14. Rxc5 Rxc5 15. Bxb7 Rxb7 16. Dd5 með færum fyrir peðið. Hann hlýtur að hafa séð fyrir snjallt svariö við næsta leik hvíts. 14. g5 Dc7! Hins vegar ekki 14. - Rxg3 15. Bxb7 Rxhl 16. gxfB og riddarinn í horninu á ekki afturkvæmt. Leikur Svíans er skemmtilegur; ef nú 15. gxfB? Rxg3 og hvítur tapar liði og 15. Rxe4 Rxe4 er heldur ekki í þágu hvíts. En Björgvin er ekki af baki dottinn. Hann bregst við ógninni á afar frumlegan hátt. 15. Ra5!? Dxa5 16. gxfB b3+! Óþægilegur millileikur, því að svarið við 17. c3 yrði að bragði 17. - Rxc3! Næstu leikir eru því þvingað- ir. 17. Bd2 Rxd2 18. Bxb7 RÍ3+ 19. Kf2 Db6+ 20. Kg2 Betra en 20. Kxf3 Dxb7+ en hvítur sækir á brattann. 20. - Rh4+ Nú átti svartur völ á einfaldari leið: 20. - Dxb7 21. Dxf3 Dxf3+ 22. Kxf3 Hc8 og svarta staðan er væn- leg. Freistandi er að halda drottn- ingunum á borðinu vegna þess hve hvíta kóngsstaðan er ótrygg. 21. Kh3 Dxb7 22. Kxh4 g5+ Svíinn leggur óþarflega mikið á stöðuna með þessum og næstu leikj- um. Titillausu íslensku skákmennirnir stóöu sig vel gegn erlendu stórmeistur- unum á 18. Reykjavíkurskákmótinu. 23. Kh5! bxc2 24. Dg4 Ekki má taka peðið - ef 24. Dxc2 Df3+ og mátar. 24. - d5?! Betra er einfaldlega 24. - Hc8. 25. Hhel Bd6 26. Da4+ Dd7 27. Dxc2 Hc8 28. Dd2 Da4 29. Re4! Hc2! 30. Dxd5 Hxh2+ 31. Kg4 0-0! 32. b3 Da3 33. Dxd6? Eftir að hafa varist mjög vel leik- ur Björgvin af sér og nú verður tafl- inu ekki bjargað. Eftir 33. Rxd6! Db2 34. Rxf7! Hg2+ 35. Kh5 Hxf7 36. Hxe5 virðist svartur ekkert eiga betra en þráskák með hróknum á g2 og h2. 33. - Db2 Nú er hins vegar enga vörn að sjá. 34. Dd3 h5+! 35. Kxg5 Kh7! - Og Björgvin varð að leggja nið- ur vopn, því að hótunin 36. - Hg8 mát er óviðráðanleg. Ævintýraleg skák! Daði Örn endurkjörinn Daði Örn Jónsson var einróma endurkjörinn formaður Taflfélags- ins Hellis, á aðalfundi félagsins, sem fram fór á fimmtudagskvöld. Með honum í stjórn félagsins voru kjörn- ir Gunnar Björnsson, Halldór Grét- ar Einarsson, Kristján Eðvarðsson, Þorftnnur Björnsson, Vigfus Óðinn Vigfusson, Björn Þorfinnsson, Bjarni Benediktsson og Kjartan Ingvason. Fram kom á fundinum að starf- semi félagsins jókst mikið á síðasta ári. Félagið stóð m.a. fyrir 2. alþjóð- lega Hellismótinu og sveit félagsins komst í 8-liða úrslit Evrópukeppni taflfélaga. Þá hefur félagið lagt mikla áherslu á unglingastarfsemi með vikulegum skákæfingum, jafh- framt því að brydda upp á ýmiss konar nýbreytni, eins og keppni í netskák oJL Úrslit fyrirtækjakeppni Hellis í hraðskák fara fram á mánudags- kvöld, 30. mars kl. 20. Mótið er öll- um opið og er þátttaka ókeypis. Veitt verða þrenn verðlaun, 1. 10.000, 2. 6.000 og 3. 4.000, auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir bestan samanlagðan árangur úr þremur mótum. Þar er efstur Jón G. Viðars- son með 36,5 v., í 2. sæti er Áskell Örn Kárason með 30 v. og Stefán Kristjánsson er þriðji með 29 v. Starfsemi Hellis fer fram í Hellis- heimilinu, Þönglabakka 1 i Mjódd (gengið inn hjá Bridgesambandinu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.