Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 2
k •k •étt/r LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Landsmót í Eyjafiröi eða alls ekki neitt - segja forráðamenn landsmótsins á Melgerðismelum Dy Akureyri: „Það verður aldrei gert aö flytja landsmótið. Það er engin heimild til fyrir þvi og það kemur aldrei til," segir Sigfús Ólafur Helgason, for- maður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, eins félaganna sem standa að landsmóti hestamanna á Melgerð- ismelum sem hefst 8. júlí. Fékk 12 milljóna króna sekt: Dæmdur án þessað mæta fyrir dómara Maður, sem sinnti ekki boðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að mæta i réttarhald, hefur verið dæmdur til að greiða ríkissjóði 12 milljónir króna í sekt - ella sæti hann varðhaldi í eitt ár. Hér er um að ræða svokallaðan útivistardóm sem þýðir að mæti ákærði eða stefndi ekki fyrir dóm til að halda uppi vörnum er heimilt að dæma viðkomandi og mið tekið af því að hann hafi játaö allar sakargiftir. í þessu tilviki var umræddur mað- ur ákærður fyrir 7,3 miHjóna króna vanskil á viröisaukaskatti á árunum 1993-95. Honum var jafnframt geflð að sök að hafa ekki staðið skil á 2,3 miHj- ónum króna af staðgreiðslu starfs- manna sinna á tveggja ára tímabili. Maðurinn rak verktakafyrirtæki í Reykjavík. Málið fór sína heföbundnu leið í skattakerfinu og síðan til lögreglu. Þar viðurkenndi maðurinn umrædd vanskil til ríkissjóðs. Ákæra var síð- an gefin út hjá rfkislögreglusrjóra. Þegar ákæran fór fyrir dóm var maö- urinn boðaður til aö svara fyrir ákæru en hann sinnti ekki fyrirköll- um. Hann boðaði heldur ekki forföll. Þar sem maðurinn mætti ekki var kveöinn upp útivistardómur. Auk vanskilanna er mannmum gert að greiða hátt í þrjár milljónir króna. Sektin er samtals 12 milljónir króna. Greiðist hún ekki þarf maður- inn að sæta varðhaldi i eitt ár. -Ótt Einhverjar raddir hafa heyrst sem segja að nú eigi að fara að huga að því að flytja landsmótið til Suðurlands. Þar verði hrossasóttin gengin yfir þegar kemur fram á sumarið en óvíst sé hvort svo verði fyrir norðan. Norð- anmenn mótmæla þessu hástöfum. „Ég tel ekki að þessi umræða sé á meðal manna sem tala af einhverri ábyrgð. Ef einhverjar varnarlínur verða í gildi þegar kemur að lands- móti þá verður emfaldlega ekkert landsmót. Ef einhverjir landshlutar yerða einangraðir þá verður ekkert landsmót, hvorki fyrir sunnan eða hér fyrir norðan. Norðlendingar eða aðrir fara ekki yfir neinar varnarlín- ur til að fara á landsmót á Suður- landi, ekki frekar en Sunnlendingar til að fara á landsmót fyrir norðan. Þessi umræða er því út í hött," segir Jón Ólafur Sigfússon, formaður framkvæmdanefndar landsmótsins á Melgerðismelum. „Það verður aldrei að einn eða annar taki landsmótiö frá okkur eða það verði ekki haldiö. Mótið hefst 8. júlí á Melgerðismelum og þangað eru allir velkomnir," segir Jón Ólafur, formaður Léttis. -gk Svo þröngt er á bókasafninu að allar geymslur eru sprungnar. Tímaritin eru við salernisdymar. Gífurleg þrengsli hjá Bókasafni Hafnarfjarðar: Tímarit geymd við salernin - hrikalegt ástand, segir yfirbókavörður „Þetta er hrikalegt ástand hér. Við erum löngu sprung- in á plássi. Nú er svo komið að nýlega færðum við hill- urnar fyrir tímarit og blöð inn á ganginn hjá salernun- um. Við höfum verið að grinast með það að þetta sé ágætt fyrir marga kúnnana því nú sé auðvelt að taka tímaritin með sér á salernið," segir Anna Sigríður Einarsdóttir, yfirbókavörður á bókasafni Hafnarfjarðar. Gífurleg þrengsU eru á bókasafninu en húsnæðið hefur verið óbreytt í 40 ár. „Við erum í vandræðum hvar við eigum að setja hlut- ina því húsnæðið er algerlega sprungið hvað varðar pláss. Við mætum því miður litlum skilningi hjá bæjar- yfirvöldum. Fyrir um 15 árum var talað um að flytja safnið í stærra húsnæði en það hefur ekkert verið gert. Ég hef verið að grínast við bæjarstjórann um að við þyrftum að fá útikamar því þá gætum við sett bókahill- ur inn á sjálf salernin," segir Anna Sigriður. -RR Formaður framkvæmdanefndar landsmóts hestamanna: Veikin komin til að vera og mun fara um landið allt DV, Akuœyri: „Ég hef ekki gefið upp mina per- sónulegu afstööu í þessu máli vegna þess að framkvæmdanefndin hefur ekki skipt sér af málinu opinberlega. Það eru hins vegar ýmsar bollalegg- ingar i gangi og svo virðist sem menn standi frammi fyrir tveimur valkostum í stöðunni," segir Jón Ólafur Sigfússon, formaður fram- kvæmdanefndar landsmóts hesta- manna, sem fram á að fara á Mel- gerðismelum í Eyjaflrði í júlí, um þá stöðu sem upp er komin í hrossasótt- armálinu. Svo virðist sem þeir, sem harðast hafa gengið fram í því að allar reglur um umgengni hestamanna og því sem þeim tUheyrir milli landshluta væru sem harðastar, séu að linast í afstöðu sinni. Menn hafi séð að veikin sé ekki bráðdrepandi, hún muni fara um land- ið og því liggi beinast við að taka upp eðli- legar samgöng- ur miili manna og hesta svo veikin gangi sem fljótast yflr allt landið. „Það voru settar upp varnarlinur til að hindra útbreiðslu veikinnar en síðan kom í ljós að veikin Hrossaveikin er fremur væg. er ekki nándar nærri eins hættuleg og álitið var í fyrstu sem breytir stööunni eitthvað. Menn virðast líka vera að átta sig á því að veikin er komin til að vera og að hún eigi eft- ir að breiðast út um allt land," segir Jón Ólafur. Hann segir þá spurningu þvl hafa vaknað hvort það sé ekki í rauninni betra af tvennu illu að fá veikina í hrossin núna um allt land heldur en í sumar. „Varnarlínur halda ekki og þegar menn sleppa hrossum af hús- um í vor, fara að fara með stóðhesta og hryssur út um allt land og með ferðamenn um allar trissur, þá er veikin komin um allt land. Við get- um ekki horft fram hjá þessari stað- reynd. Þvi segja sumir að það sé betra að fá þetta í hrossin núna meðan þau eru á húsi og umsjón höfð með þeim. Það sé betra en aö fá veikina í hross- in í vor þegar hryssur hafa kastað eða í sumar þegar menn eru farnir að fara I ferðalög og.hrossin fara að hrynja niður í miðjum ferðalögum. Þá segja menn að það sé afleitt að sleppa á afrétt hrossum sem ekki hafa fengið veikina, en t.d. á Norður- landi og reyndar víðar eru hross rek- in á afrétt og þau höfð eftirlitslaus í vikur eða mánuði. Það eru þessir hlutir sem menn eru að velta fyrir sér í dag," segir Jón Ölafur. -gk stuttar fréttir Verkfallsbrot rannsakað Skipverjar á frystitogaranum Hersi ÁR, sem liggur bundinn við bryggju á Akureyri, gengu frá borði á fóstudag þannig að skipið gat ekki haldið til veiða eins og ráð var fyrir gert. Togarlnn Ljósavfk, sem er í eigu sömu útgerðar, hélt til veiða á fóstudagsmorgun og verður það kært til Félagsdóms, enda er talið aö um verkfallsbrot sé um að ræða. Geir brátt ráöherra Menn hafa lengið beðið eftir ráðherraskiptum eftir að Davíð Oddsson lýsti því yflr fyrir ára- mót að breytingar yrðu á ríkis- srjórninni. Stöð 2 taldi sig í gær- kvóld hafa heimildir fyrir því að Geir Haarde tæki við embætti fjármálaráöherra af Friðriki Sophussyni um miðjan apríl. Árhafsins Rlkisstjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu I til- efniafþvíaðárið 1998 er ár hafs- ins. Henni er ætlað að vera verkfæri fyrir þá sem halda uppi málstað íslend- inga I málum sem tengjast hafmu. í yfirlýsingunni eru taldar upp áherslur íslendinga I sambandi við vernd hafsins og nýtingu auðlinda þess og bent á hversu íslendingar eigi mikið undir sjávarutvegi. Yfir- lýsingin er aðgengileg á vefsiðu sjávarútvegsráðuneytisins. Þor- steinn Pálsson er sjávarútvegsráð- herra. Uppsagnir Líkur eru á því að átta af hverj- um tíu hjúkrunafræðingum á stóru sjúkrahúsunum muni segja upp störfum fyrir mánaðamót. Á flest- um minni sjúkrahúsum úti á lands- byggðinni verða ekki uppsagnir. Ríkisútvarpið greindi frá. Listaverk rannsökuð Hafin er lög- reglurannsókn á meintum fölsun- um á íslenskum listaverkum I Danmörku. ís- lenskur lista- verkasafnari í Kaupmannahöfn hefur kært falsan- ir á sextán verkum sem hann keypti af dönskum aðila og hefur lögregla nú þessi verk í vörslu sinnL Þau eru öll merkt Svavari Guðnasyni listmálara. RÚV sagði frá. Banna frystitogara Frumvarp, sem bannar veiðar frystitogara, var tekið fyrir í full- truadeild bandaríska þingsins á fóstudag. Verði frumvarpið að lóg- um mun það þýða að óheimilt er að flyrja inn fisk til Bandaríkjanna sem veiddur hefur verið af frysti- togurum og á það einnig við um is- lensk skip. Bylgjan sagði frá. Vilja aftur á sjó Feðgarnir tveir, sem bjargað var á flmmtudagskvöld eftir að trilla þeirra sökk úti fyrir Selvogsvita, vilja komast sem fyrst aftur út á sjó. Trilla þeirra náðist að landi á föstudag og er ekki illa farin. Bylgj- an greindi frá. Vaka mótmælir Sjómannadeild Verkalýðsfélags Vöku á Siglufirði mótmælir þeim áformum ríkissrjórnar að breyta hlutaskiptaákvæðurn sem gilda fyrir kjarasamninga rækjusjómanna. Vökumenn segja að þetta leiði til 10% launalækkunar fyrir rækjusjómenn. Damon í í slenska mynd Hugsanlega mun breska popp- stjarnan Damon Albarn leika I ís- lensku kvikmynd- inni Symbiosis sem byggð verður á bókinni 101 Reykjavík eftir Hallgrim Helgason. Damon hefur kynnt sér handritið að myndinni og að sögn Bylgjunnar leist honum vel á. Baltasar Kor- makur mun leikstýra Symbiosis. -JHÞ b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.