Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 31
JjV LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 31 Námsbraut í hestamennsku komin í Framhaldsskólann í Skógum: Allt stefndi í lokun DV,Vík:__________________________ „I fyrsta lagi þurftum viö að skapa skólanum einhverja sérstöðu. Það var nokkuð ljóst að við gátum ekki haldið nemendafjöldanum eða fjölgað þeim eins og við þurftum nema við gerðum eitthvað í þá átt, miðuðum okkur inn á einhverja braut sem væri það spennandi að við fengjum fleiri nemendur," sagði Sverrir Magnússonm, skólameistari framhaldsskólans í Skógum, í samtali við DV. í haust hófst í Skógum kennsla á tveggja ára námsbraut er nefnist hesta- braut. Þar var haldin kynning á námsbrautinni 11. mars sl. Um er að ræða 71 einingar nám, Helmingurinn er í hestagreinum og það er bæði verk- hestaeign. Það eru hvergi fleiri hross en í Rangárvallasýslu og í sjálfu sér eðlilegt að slík námsbraut sé starfrækt hér. Þekking heima- manna er nýtt á námsbrautinni. Við fengum einnig til liðs við okkur mjög færan mann á þessu sviði, Magnús Lárusson, sem var kennari á Hólum og byggði upp hestabraut- ina þar. Eftir það fór hann til náms í Bandaríkjunum og lauk 2. mastersnámi í hestafræðum. Hann lagði til að þetta yrði gert á fagleg- um grunni þannig að þetta yrði alvörubraut sem væri hægt að meta inn í búnaðarskóla og aðra framhaldsskóla,“ sagði Sverrir. Þessa dagana er verið að vinna að því að fá þetta nám viðurkennt af menntamála- ráðuneytinu til eininga í framhaldsskólunum og þeg- ar sú viðurkenning er í höfn verður þetta eini skólinn á landinu sem getur boðið upp á þessa námsbraut með almennu framhalds- Sverrir Magnússon skólameistari. legt og bóklegt. Bóklega kennslan fer öll fram í Skógum en verklega kennslan er í Skálakoti, sem er einnig undir Eyjafjöllum, og er hún í samvinnu við Reiðskóla íslands sem þar starfar. í haust byrjuðu 12 nemendur á brautinni sem var hámarksaðsókn og ætla sjö þeirra að halda áfram næsta ár á öðru ári brautarinnar. Strax eru famar að berast umsókn- ir fyrir næsta haust. Sverrir segir að nú þegar séu umsóknirnar orðn- ar það margar að reiknað sé með að kenna í tveim 12 manna hópum. Innan um hestamenn „Það sem gerði að verkum að þessi braut var valin er fyrst og fremst staðsetningin. Við erum hér innan um hestamenn og mikla Skógum eru í dag 30 nemendur. Auk hestabrautarinnar er þar al- menn bóknámsbraut. Aðsóknin að henni var orðin það lítil að það stefndi allt í að skólanum yrði lok- að. „Þegar menn sáu hvað var góð svörun við þessari hestabraut fóru menn að endurskoða hug sinn og þá var ákveðið að reyna að halda áfram og byggja upp þessa verklegu braut og fjölga nemendum," sagði Sverrir ennfremur. Stórafmæli á næsta ári Á næsta ári verður Skógaskóli 50 ára. Fyrst var hann héraðsskóli á gagnfræða- og landsprófsstigi. Árið 1974 hófst kennsla á framhalds- skólastigi með efstu bekkjum grunnskóla, 1991 var skólanum síð- an breytt í framhaldsskóla. „Við viljum halda áfram að skapa okkur sérstöðu og þá hafa menn verið að líta aftur til staðsetningar skólans. Okkur hefur dottið í hug, út frá mikilli náttúrufegurð hér undir Eyjafjöllum og i Mýrdal, að hér þyrfti að vera starfrækt braut í umhverfis- og náttúrufræðum. Þetta er mikið verkefni og verður ekki gert nema í náinni samvinnu við ákveðna aðila eins og landgræðslu, skógrækt, landbúnaðarráðuneytið og hugsanlega einhverja einkaað- ila,“ sagði Sverrir sem er bjartsýnn á framtíð skólans. -NH Magnús Lárusson, hestabrautarinnar. aöalkennari EVROPA BÍLASALA FAXAFENI 8 SÍMI 581 1560 NÝ BÍLASALA • 600 m2 innisalur • gott útisvæöi þjónusta OPIÐ ALLA DAGA Mán. - föstud Laugardaga Sunnudaga 8.30 8.30 13.00 18.30 16.00 16.00 Krakkar af hestabrautinni í Skógum í verknámi í Skálakoti. DV-myndir Njöröur GYM v i r k a r! Cróbikk Fitubrcnnsla Hjólaþjólfun (Spinning) Jeet kune do (Kickbox) Toi Ji Quan (Kfnversk leikfimi) Toe Kuiondo Tækjasalur Næringaráögjöf €inkaþjálfun Ný fitubrennslunámskeið hefjost fimmtudaginn 2. opríl. .Vinningshafar á síðast Margrét missti 11 kg. €vq missti 7 kg. Suðurlandsbraut ó (Bakhús) • Sími 588 8383 • Fax 568 7017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.