Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 18
18 , gur í lífi LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Æfingabúðadagur í lífi Jóns Stefánssonar, stjórnanda Langholtskirkjukórsins: Máttlaus í hnjánum „Það er laugardagur 21. mars. Undarlegt að vakna á mínútunni 7.30 klukkulaus. Á sömu mínú- tunni og ég er vanur að fara i hest- húsið. En nú er ég staddur í nota- legum sumarbústað í Úthlíð og fram undan er þolæfing á Mattheusarpassiunni. Ég skelli mér í sturtu og byrja síðan að taka til morgunmatinn. Lýsi, egg, skyr- hræringur (hátíðarútgáfa með rjómaskyri og tveim dósum af sýrðum rjóma), súrt slátur og lifr- arpylsa ásamt rauðu greipaldini. Sambýlingar mínir eru komnir til leiks meö sitt tillegg. Séra Jón Helgi og Margrét með brauð og fjölbreytt álegg og frænkur mínar, Begga og Solla, með expresso-kaffi og annað góðgæti. Þegar sest er að snæðingi er reynt að telja réttina. Yfir fimmtán - sjö stjörnu morg- unverður! Brandarar fjúka Það er hressandi að ganga í rok- inu og rigningunni til glæstra sal- arkynna Björns bónda þar sem flestir kórfélagar eru mættir og Halldóra (kroppatemjari) byrjar á morgunleikfimi á mínútunni níu. Sendur er út leiðangur til að vekja í einu húsi en þaðan er enginn mættur. Sendiboðinn mætir þeim í útidyrum. Allir eru i góðu skapi og brandarar byrja að fjúka. Kvöldið áður (en æfingabúðirnar byrjuðu þá) hafði skemmtinemdin úthlutað öllum leynivini og átt að sýna honum notalegheit með hjálp milliliðs. Um kvöldið átti siðan að upplýsa leyndardóminn. Dularfull- ar sendingar eru í gangi fram eft- ir morgni. Glas af ávaxtasafa, birkivönd- ur, einn sópran fékk axlanudd og önnur ástarsöng í hléi. Þegar upphituninni er lokið eru allir tilbúnir og eínu sinni enn er kenningin um að erfitt sé að syngja á morgnana afsönnuð. Mattheusarpassian, eitt magnaðasta kór- verk allra tíma. Þegar farið er í æfingabúðir er kórinn á því stigi að búið er að læra raddirnar að mestu og hægt að fara að fín- pússa. Stór hluti verksins er fyrir tví- skiptan kór, átta radd- ir. Þetta eru margar nótur, sem allar þurfa að hljóma rétt. Það er mikill munur að vinna svona verk í annað sinn en við Mattheusarpassíuna „En nú er ég staddur í notalegum sumarbústab í Uthlío og fram undan er þolæfing á Mattheusarpassfunni," segir Jón m.a. í pistli sínum um æfingabú&irnar í Úthlíö. fluttum árið '92. Núna verður textinn áleitnari og þegar kaflarnir eru orðnir eins og ég vil hafa þá kemur oft fyrir að ég verð máttlaus í hnjánum og fæ gæsahúð. Snilldin hjá Bach er slík að manni fallast næstum hendur og hugsar með sér: „Hvað hef ég unnið til þess að fá að flytja þetta." Veðrið tekur þátt í dramanu. Stundum framkallar rokið úti ótrúlega hjáróma tóna með hjálp gluggafaganna. En þegar við syngjum „Sind Blitze, sind Donn- er" dynur slík haglhryöja á hús- inu að allt ætlar um koll að keyra. Eftir góða vinnu í hálfan annan tíma sláum við á léttari strengi. Ég tek alltaf með nokkur lög til að brjóta upp. Nú dreifi ég lagi eftir hinn sænska jass-snilling Svend Asmussen og brátt hljómar „Scandinavian Shuffle" og hinn margræði texti: „Lam da ba du ba dam bam bah". Úthlíðarhjónin, sem bíða með rjúkandi kaffið, taka nokkur létt spor. Kaffi, spjall, hlátrasköll og fleiri gjafir fyrir leynivini, spennan eykst. Æfa meira. Klukkan tólf er gefinn rúmur klukkutími í mat og síðan aftur æfing. Það er ótrúlegt hvað vinnst vel í svona æfingabúðum. Ég hef haldið því fram að þær jafnist á við sex vikna æfingar í bænum. Klukkan hálffjögur er ég farinn að merkja þreytu hjá kórnum. Kröf- urnar hjá Bach eru miskunnar- lausar. Raddsviðið er mikið og auk þess er nútímastilling hálftóni hærri en á tímum Bachs. Það er gefið siðasta kaffihlé. Einhver byrjar að gefa félaga axlanudd. Annar kemur að og fer að nudda þann sem byrjaði og áður en varir verður sagan um Tvíbjörn, Ein- björn, karl, kerlingu og kálfsróf- una ljóslifandi. Klukkan tæplega hálfsex hætt- um við loksins. Enda er einbeit- ingin farin að gefa sig og kórinn orðinn óþolinmóður því nú eiga raddirnar eftir að ljuka við aðalæf- ingu á skemmtiatriðum fyrir árs- hátiðina sem hefst kl. átta. Þær safnast saman í húsum en ég fæ kærkomið hlé. Heiti potturinn í okkar húsi hefur ekki náð að hitna í rokinu en við skellum okk- ur í pottinn í næsta húsi. Það er með ólíkindum hvað tekur stuttan tíma að safna kröftum aftur. Mak- ar kórfélaga byrja að koma og mikil eftirvænting í loftinu því árshátíð KL er með glæsilegri samkomum. Sungið milli rétta Klukkan átta er salurinn orðinn þéttskipaður prúðbúnum gestum. Glæsilegt veisluhlaðborð frá Múla- kaffi setur munnvatnsframleiðsl- una í gang. Á milli rétta er sungið. Já, ótrúlegt! Það er búið að æfa af mikilli einbeitingu í níu og hálfan tíma en samt er haldið áfram að syngja. Svo koma skemmtiatriðin. Hver röddímeð sitt. Oft er gaman- ið á kostnað hinna raddanna og söngstjórinn fær að sjálfsögðu sinn skammt. Gott ef ekki prestur- inn líka. Svo er Diskótekið Dísa mætt og það er byrjað á „Gamla marsinum" með valhoppi, undir og yfir, sextúr, hringbroti og fleiri gömlum og góðum kúnstum og áður en varir er klukkan orðin tólf og dagurinn sem ég er að segja frá liðinn. Árshátíð KL var hins vegar langt í frá búin en ég átti jú bara að segja frá laugardeginum!" %nm breytingar Finnur þú fimm breytíngar? 456 „Hvafi myndi kosta aö láta stilla hann, setja diskabremsur f hann og kannski beina innspýtingu?" Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun nr. 454 eru: 1. verðlaun: Daníel Óli Úlafsson, Skeljatanga 37, 270 Mosfellsbæ. 2. verðlaurv Lára Sigurðardóttjr. Ásgarðsvegi 7. 640 Húsavík. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðrium birtum við nöfn sigurvegar- anna. I.verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá - Sjón- varpsmiöstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftír David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 456 c/oDV,pósthólf5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.