Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 62
^^74*' lyndbönd LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Nothing to Lose: Ölíkir félagar Auglýsingahönnuðurinn Nick Beam (Tim Robbins) er á grænni grein. Hann er vel metinn í fyrir- tækinu og býr í ástríku hjónabandi, ... eða hvað? Einn daginn kemur hann snemma heim úr vinnunni og kemur að konu sinni í heitum ástar- leikjum með yfirmanni sínum og veröld hans hrynur. Hann keyrir burt í örvinglan og þar sem hann bíður á rauðu ljósi sest smáglæpa- maðurinn T. Paul (Martin Lawrence) inn í bílinn hans og mið- ar á hann byssu. Andlegt ástand Nicks Beams er slíkt að hann skeyt- ir engu um líf sitt og snýr dæminu við, keyrir af stað á ofsahraða og tekur þannig ræningja sinn í gísl- ingu. Þetta verður upphafið að fjör- legu ferðalagi þeirra tveggja. Þeir eru eins ólíkir og hægt er að hugsa sér en smám saman þróast með þeim vinátta og þeir sameina krafta sína í fífldjarfri áætlun um að hefna sín á yfirmanni Nicks Beams og ræna hann í leiðinni. Jafnvígur á grín og al- vöru Tim Robbins vann til óskarsverð- launa fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina Dead Man Walking en þar var hann einnig handritshöfundur og meðframleiðandi. Áður hafði hann leikstýrt háðsádeilunni Bob Roberts, ásamt þvi að skrifa handritið, leika aðalhlutverkið og semja hluta af tónlistinni. Sama ár lék hann í mynd Robert Altmans, The Player, en hann virðist jafhvígur á dramatisk og kó- misk hlutverk, eins og sjá má á myndun- um tveimur sem hann lék í árið 1994, I.Q. og The Shawshank Redemption. Áður hafði hann leikið í myndum eins og Short Cuts, The Hudsucker Proxy, Jacob's Ladder, Bull Dur- ham, Cadillac Man, The Sure Thing, Erik the Viking, Top Gun og Jungle Fever. Martin Lawrence vakti mikla lukku í stórsmellinum Bad Boys þar sem hann lék á móti Will Smith. Hann fylgdi henni eftir með því að leikstýra og leika aðalhlut- verkið í A Thin Line between Love and Hate, ásamt því að vera einn handritshöf- unda og framleið- enda. Fyrsta hlut- verk hans var í mynd Spikes Lee, Do the Right Thing, en hann hefur einnig leikið í House Party, House Party 2 og Boomerang. I uppá- haldi hjá Oliver Stone og Spike Lee í helstu auka- v hlutverkum eru I John C. McG- inley og Giancarlo Esposito en þeir leika tvo hættulega og grimma glæpamenn sem verða á vegi Nicks Beams og T. Pauls og gera þeim marga skráveifuna. John C. McG- inley var á sínum tíma uppgötvaður af Oliver Stone sem veitti honum fyrsta kvikmyndahlutverk hans í Platoon. Hann er nánast fastaleikari hjá Oliver Stone og hefur leikið fyr- ir hann í Wall Street, Talk Radio, Born on the Fourth of July og Nixon. Hann hefur nýlega leikið í The Rock og Seven en meðal annarra mynda hans eru Wa- gon's East, L On Deadly l Ground, Set It Off, Point Break og sú nýjasta, Truth or Con- sequences N.M. Gi- ancarlo Tim Robbins leikur auglýsingahönnuðinn Nick Beam sem týnir áttum einn daginn. Félagarnir Nick Beam (Tim Robbins) og T. Paul (Martin Lawrence) eru sjaldan sammála. Esposito aftur á móti hefur verið í uppáhaldi hjá Spike Lee og leikið fyrir hann í Do the Right Thing, School Daze, Mo' Better Blues og Malcolm X. Nýjustu myndir hans eru The Usual Suspects, Fresh og Waiting to Exhale en meðal annarra má nefna Night on Earth, Bob Ro- berts, Smoke, Blue in the Face og Amos and Andrew. Nothing to Lose er önnur mynd leikstjórans Steves Oedekerks sem hóf leikstjórnarferil sinn með fram- haldsmyndinni Ace Ventura: When Nature Calls. Hann hóf feril sinn sem uppistandsgrinari. Hann komst síðan i kynni við Jim Carrey þegar hann vann sem brandarasmiður við sjónvarpsþættina In Living Color og var einn handritshöfunda Ace Ventura, Pet Detective. Hann skrif- aði handritin að báðum myndunum sínum og á einnig handritið að The Nutty Professor og væntanlegri mynd með Robin Williams sem kall- ast Patch. -PJ UPPAHALDS MYNDBANDID MITT Kristín Ólafsdóttir. umsjónarmaður Radars Raunsœi QMeggjun $3& Ég sé hið full komna vídeókvöld fyrir mér þannig að ég stilli upp tveimur sjónvörpum og vídeótækj- um hlið við hlið. Síðan horfi ég á Woody Allen-myndina Husbands and Wifes öðrum megin og myndina True Romance, sem Tony Scott leikstýrði, hinum meg- in. Þannig yrði til góð blanda af raunsæi úr þeirri fyrrnefndu og geggjun úr True Romance. í raun má samt segja að ef hægt væri einhvern veginn að setja Woody Allen inn í True Romance þá yrði til hin fullkomna mynd. Þetta eru e óllkar myndir en þær eiga það sameigin- legt aö handrit- in eru mjög góð. Það finnst mér alltaf skipta mestu máli til að bíómynd verði áhuga- verð. Það er ekki nóg fyrir mig að horfa á myndir sem eru bara augnakonfekt ef handritið er ekki gott. Ég hef engan áhuga á spreng- ingamyndum. Þær eru hins vegar gott svefnmeðal fyrir mig. Svo ég nefni síðan aðrar uppáhaldsmyndir þá er t| Breaking fhe waves eftir ^^ Danann Lars von Trier frábær. Svo kemst ég ekki hjá því að nefna trílógíu Kieslowskis, Bláan, Hvítan og Rauðan sem eru í miklu uppáhaldi. í fram- tíðinni er svo stefnan að kynna sér betur verk leik- stjórans Andrew Blake. - KJA M Money Talks Eddie The Brave Money Talks er blanda af spennu og gríni þar sem þeir Charlíe Sheen og Chris Tucker sjá um skemmtun- ina að miklu __ leyti mimcui cmiuTmhi Tucker, sem HKHMfhllííÖ er nýtt nafn í kvikmynda- heiminum, leikur Frankie Hatchett, tungulipran svindlara af smærri gerð- inni sem stöðugt er með lögregluna á hælunum. Þegar myndin hefst er strax ljóst að þetta er ekki happa- dagur Hatchetts. Dagurinn byrjar með því að lögreglunni tekst loks að standa hann að svindli og hand- sama hann. Á leiðinni í fangelsið er hann enn óheppnari að vera hand- járnaður við stórglæponinn Villard, smyglara sem er með fióttaáætlun í pokahorninu sem reynist ekki hættulaus. Þar sem þeir eru hand- iárnaðir saman fylgir Hatchett með á flóttanum. Honum tekst að sleppa en þá fer ekki betur en svo að lög- reglan heldur að hann hafi skipu- lagt flóttann svo nú er hann bæði með lögregluna og glæpamenn á hælunum. Hatchet ákveður því að leita ráða hjá blaðamanninum Russ- ell sem hafði átt þáft í að koma hon- um í steininn ... Myndform gefur út Money Talks og er hún leyfð öllum aldurshóp- um. Útgáfudagur er 31. mars. ,Mmi rpDmjraf 3B2 Whoopi Goldberg er vinsæl gam- anleikkona sem á sínar góðu stund- ir en myndir hennar hafa verið mis- góðar. Eddie er ein af hennar nýrri myndum og leikur hún í henni konu sem fær draum sinn uppfylltan. Edwina „Eddie" Frank- lin er kjaftfor bílstjóri í New York sem auk þess er aðdá- andi körfu- boltaliðsins New York Nicks eins og allir farþeg- ar hennar fá vitneskju um. Þegar gengi liðsins hennar er ekki nógu gott efnir eigandinn til samkepþni í auglýsingaskyni. Sá sem vinnur samkeppnina fær að vera heiðurs- þjálfari liðsins. Þetta er að sjálfsögðu ekki meint í alvöru en annað verður uppi á teningnum þegar í ljós kemur að Eddie vinnur samkeppnina. Öfugt við það sem ætlað var tekur Eddie hlutverk sitt alvarlega og þá fara málin að vandast. Með önnur hlutverk í myndinni fara Frank Langella, Dennis Farina og Richard Jenkins. Auk þeirra koma fram í myndinni margir þekktir körfuboltaleikmenn sem keppa i NBA-deildinni í Bandaríkj- unum. Leikstjóri er Steve Rash. Háskólabíó gefur Eddie út og er hún leyfð öllum aldurshópum. Út- gáfudagur er 31. mars. The Brave var ein þeirra kvik- mynda sem sýnd var á kvikmynda- hátíð í haust og er myndin sú fyrsta sem leikarinn kunni, Johnny Depp, leikstýrir og leikur hann einnig aðalhlut- verkið. Depp leikur indíánann Raph- ael sem býr ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur börn- um, í sárri fá- tækt. Dag einn þegar Raphael er í enn einni at- vinnuleitarferð hittir hann fyrir mann að nafni Larry sem segir að hann hafi kannski vinnu handa honum. Hann kynnir hann fyrir öðrum manni, McCarthy. Það kem- ur í ljós að sá maður er framleið- andi svokallaðra „snuff'-mynda sem ganga út á það að sýna raun- verulegar pyntingar og jafnvel dráp. Raphael fær tilboð um 50.000 dollara laun vilji hann leika í einni þeirra og láta drepa sig í lokin. Hann tek- ur tilboðinu og snýr heim með full- ar hendur fjár, fær hann eina viku til að kveðja fjölskylduna ... Auk Johnny Depp leikur í mynd- inni stórleikarinn Marlon Brando en hann og Depp eru hinir mestu mátar. Skífan gefur út The Brave og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur 31. mars. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.