Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 sviðsljós 67 V Sigurður Pálsson, kenndur við Felguna á Patró, rekur veitingastað á Spáni: Ekki þetta lífsgæðakapphlaup Hann var mjög áberandi í fjölmiðl- um fyrir rúmu ári. Þá stóð hann í stappi við bæjaryfirvöld á Patreks- firði vegna deilna um veitingastað í bænum, stappi sem fór svo hátt að hvert mannsbarn á íslandi vissi að vestur á fjörðum deildu menn um hvort hann ætti að fá að halda áfram að reka staðinn í húsnæði bæjarins eða ekki. Dramatíkin var alls ráðandi. Bera átti manninn út en hann sá við andstæðingum sínum og læsti sig inni á veitingastaðnum. Maðurinn er Sig- urður Pálsson, kenndur við veitinga- staðinn Felguna á Patreksfirði. Felgu- málinu er ekki lokið þvi nú fjalla lög- lærðir menn um bætur og kröfur á hendur þeim mönnum sem deildu við Sigurð á sínum tíma. Sigurður hefur hins vegar kvatt vini sína í vestrinu og haldið á vit ævintýra á suðrænum slóðum. DV frétti af Sigurði þar sem hann er ásamt syni sínum og frænda að reka veitingastað á Spáni. „Ætli ég geti ekki skýrt veru mina hér með hinni hefðbundnu ævintýra- þrá islendingsins. Ég hafði staðið í þessu stappi heima á Patreksfirði og þótt ég hafi ekki farið beinlínis vegna þess varð það að minnsta kosti ekki til þess að lerja mig þegar mér bauðst vinna á þessum stað," segir Sigurður sem rak Felguna fram i júli á síðasta 13. september sl. Sigurður segir stað- inn vera uppi í sveit, fjarri sjávar- og strandlífinu. Veitingastaðurinn er í Pozo Estrecho, nærri Oasis, svæði þar sem íslendingar eiga sumarhús. „Við erum nánast eingöngu að elda ofan í Spánverja, fólk sem vinnur hérna í kringum okkur og kemur á morgnana og í hádeginu til þess að fá sér í gogginn. Þetta er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast heima og til marks um það get ég nefnt að heima drekka menn kaffi og það er bara kaffi. Hér erum við með allt að 15 teg- undir af kaffi sem bera allt að 30-40 nöfn og eins og nærri má geta vildi þetta vefjast svolítið fyrir okkur fyrstu vikurnar. Eins er það svo að eina reynslan sem nýtist okkur í eld- húsi þegar verið er að elda hér mat fyrir heimamenn er það hvernig mað- ur harðsýður egg. Annað skiptir litlu máli því matarvenjur eru harla ólíkar því sem við eigum að venjast að heim- an." íslenskur bragur Sigurður segir að þótt íslendingar séu vitaskuld velkomnir séu þeir ekki algengir gestir. Hann segir að reynt hafi verið að hafa örlítið ís- lenskan brag á hlutunum, bjóða upp Viö barinn, Siguröur og kona hans, Margrét Þór. Meö þeim á myndinni er kunningjakona þeirra, Edil Jensdóttir. DV-myndir JKS lýsing, spænska kjötsúpu og síðan eru Spánverjarnir mikið fyrir svína- kjöt og kjúkling. Þá eru kaninur mikið borðaðar og fiskurinn alltaf vinsæll. Siguröur ásamt starfsfólki veitingastaöarins. Myndin er tekin þegar staöurinn var opnaöur í september síöastliðn- um. ári en dreif sig svo út til Spánar með konuna og tvo syni. Konan og yngrí sonurinn fóru að vísu heim aftur þar sem strákurinn er að Ijúka tíunda bekk i vor. Eldar ofan í Spánverja Mágur Sigurðar og svilkona eiga umræddan veitingastað á Spáni. Þau eru enn búsett á Patreksfirði en vant- aði einhvern til þess að reka staðinn og Sigurður sló til. Ævintýrið byrjaði á hangikjöt fyrir þá sem hefðu áhuga á að prófa, 50-60 íslendingar hefðu komið á þorrablót sem haldið hafi verið og jólaglögg hafi verið vel sótt. „Það er ekkert um það að tala að vera að keyra á einhverjum íslensk- um mat þar sem við erum stödd. Þetta eru fyrst og fremst vinnukarl- ar sem vilja fá mat sinn og engar refjar, mikið af honum og það strax." Sem dæmi um það sem er á mat- seðli íslendinganna má nefha linsu- baunasúpu, glóðarsteiktan sverðfisk, Aðspurður hvernig honum líði á Spáni segist Fdgumaðurinn ekkert vera á leiðinni heim. Þeim hafi ver- ið mjög vel tekið og allar aðstæður þeirra séu mjög ákjósanlegar. Úlíkt hugarfar „Eg held að helstu kostirnir við að vera hér innan um Spánverjana séu fólgnir í hugarfarinu. Spánverjar vinna til að lifa en íslendingar lifa til að vinna. Á þessu er mikill munur og endurspeglast í því að hér hefur fólk allt aðra sýn á hlutina. Hér gefa menn sér tíma til að hittast og gleðjast. Fjöl- skyldur koma oft saman og halda upp á hátíðir og tyllidaga. Við gleymum okkur hins vegar í gengdarlausu lífs- gæðakapphlaupi og höldum að það eitt skipti máli að vinna fyrir nýju sjónvarpi eða nýrri bíl." Sigurður segir að vitaskuld skipti líka máli að ódýrara sé að lifa á Spáni. Grænmeti, ávextir og hvað eina mat- arkyns kosti aðeins brot af því sem það kosti heima á Fróni og því þurfi fólk ekki að hafa eins mikið af pening- um handa á milli til þess að komast af. Hjarta úr gulli „Okkur hefur gengið mjög vel að koma okkur fyrir og við höfum nú þegar eignast fjölmarga vini með hjarta úr gulli. Mér var t.d. síðast- liðinn sunnudag boðið að gerast bróðir í flamingódans- og söngvasamfélagi sem mér flnnst mjög spennandi. Þeir kalla mig alltaf víkinginn og hafa gaman af því. Ég er trúlega fyrsti íslenski vik- ingurinn sem boðið er í samfélag heimamanna sem hefur það að meg- inmarkmiði að syngja og dansa í flamingótakti." Sigurður ljóstrar því upp við DV að hann sé órlítið að gutla á gítar og syngja á hóteli þar ytra og segist á góðum stundum vera beðinn að gefa innfæddum sýnishorn af íslenskri tónlist. Þá spili hann gjarna Sprengisand og Suðurnesjamenn við góðar undirtektir. „Megináherslan er vitaskuld á veitingastaðnum. Hér vinnum við langan vinnudag, líklega um 12-13 tíma á dag alla daga. Við höfum haft gaman af þessu og meðan svo er höldum við áfram hér úti," segir Sigurður Pálsson. CB-STANIAR .Tfcfcfc KRAFAN ER EINFOLD ÞAU VERÖA Afl VIRKA , _______r^_____ Kr. 281900,- Rafhlöðuborvél • PES 14.4T •Tværrafhlöður «38 Nm«13 mmpatrtna Kr.JL9.900 Slipirokkur • AG1500/125 •125mmskffa •1500W Stingsög JSEP500 • 500W Rafhlöðuborvél • PES12T /tUasCbpCO •Tvær rafhlöður «31,7Nm»13mm patróna BRÆÐURNIR [©IQRMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 533 2800 . ," 9 Reykjavík Ellingsen. Verbúðin, Hafnarfirði Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfiroir: Geirseyjarbúöin, P"""«¦"•" Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð Byggingav. Sauöárkróki. KEA, Akureyri. KEA, Dalvík. KEA, Ólafsfiröi. KEA, Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Vopnfiröinga. KASK, Djúpavogi. KASK, Höfn. Suöurland: Árvakinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Klakkur, Vik. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell. Keflavlk. Rafborg, Grindavík.____________________________________________________________________________________________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.