Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 DV Fangasamfálagið á Litla-Hrauni harmi slegið vegna sjálfsvíga: Er skautadrottning á þínu lieimili? UTILIF w Glæsibæ, sími 581 2922 Enginn geðlæknir Aöeins nokkrum vikum áður hafði hann tekið inn lyf og þá tókst að bjarga honum í tima og dæla upp úr honum. Móðir mannsins gagnrýndi í DV harkalega að kerfið skyldi ekki bregðast við í tíma þar sem um lang- an tíma hefðu verið ótvíræð merki um að svona kynni að fara. Helgi Hjartarson, sálfræðingur á Litla- Hrauni, sagði á málþingi Vemdar um fanga að geðlækningamál á Litla- Hrauni væra í molum eftir að heil- brigðisráðuneytið tók þennan mála- flokk yfir um sl. áramót. Hann vísaði til þess að enginn geðlæknir hefði ver- ið á staðnum síðan um áramót og oft væru lausnir fólgnar í því að setja fár- sjúka menn í einangrun. Ummæli sál- fræðingsins eru áfellisdómur yfir þeim sem ábyrgð bera á geðlækning- um í fangelsinu. I bréfi sem fangar sendu frá sér eftir ógnaratburði síð- ustu vikna er komið inn á þennan Orðrómur um læknadóp Margir telja nauðsynlegt að geð- læknir sé til staðar í þessu 80 manna samfélagi þar sem einstaklingar glíma eðli málsins samkvæmt við alls kyns hugsýki sem dregið geti til al- varlegra geðsjúkdóma. Tveir sálfræð- ingar hafa starfað við vinnuhælið sl. átta mánuði en áður var einn. Nú er annar þeirra, áðumefhdur Helgi Hjartarson, á fórum í næstu viku til annarra starfa og ekki hefur tekist að fylla skarð hans enn sem komið er. Sálfræðingamir eru á ábyrgð Fangels- ismálastofnunar en önnur læknis- þjónusta er á ábyrgð heilbrigðisráðu- neytisins. Sá orðrómur er sterkur að læknadóp flæði um ganga fangelsisins en raunveruleg aðstoð sé í ailtof litl- um mæli. Það liggur fyrir að nú stendur upp á kerfið að svara því hvað hafi farið úr skorðum í fangelsinu og hvort hugsanlega hefði mátt koma í veg fyr- ir þá ógæfu sem dundi yfir. Svo er að sjá að meðferð fanga sem glíma við geðsjúkdóma sé engin og þær aðferðir sem kerfið notar til að bregðast við uppákomum vegna geðsjúkra einstak- linga geri aðeins illt verra. Fangar á Litla-Hrauni er harmi slegnir vegna atburða sem orðið hafa á undanfómum vikum þar sem tveir þeirra frömdu sjálfsvíg með aðeins 6 daga miilibili. Þá gerði þriðji fanginn tilraun til sjálfsvígs á þeim dögum sem liðu á milli atburðanna tveggja. Hin opinbera skýring þessara ógnar- atburða er sú að um persónulega harmleiki, sem ekki hafi verið hægt að fyrirbyggja, sé að ræða. Það viðhorf er þó útbreitt meðal samfanga og aðstandenda hinna látnu að þau teikn hafi verið á lofti hjá a.m.k. öðrum þeirra að til sjálfsvígs gæti dregið. Þar hefðu yfirvöld átt að bregðast við og fyrirbyggja að atburð- urinn yrði. Fyrri fanginn, sem var 35 ára, tók. líf sitt sunnudaginn 15. mars eftir að hafa gert í sama tilgangi margar til- raunir áður. í seinna tilvikinu var utn. að ræða 19 ára ungling sem fyrirfór sér þann 21. mars. sitt, var um langvarandi þunglyndi að ræða í framhaldi af sjálfsvígi eigin- konu fangans fyrir rúmu ári. Þeir að- standendur og fangar sem DV hefur rætt við segja að yfirvöld hefðu ekki átt að fara í neinar grafgötur um að fanginn hefði glimt við slíka hugsýki að aðstoö yrði að koma til. Þessu var ekki sinnt og því sé ábyrgðin kerfis- ins sem brást. DV hefur undir hönd- um bréf þar sem dómsmálaráðuneytið hafnaði beiðni fangans um náðun á grundvelli umsagnar geðlæknis. Bréf- ið er dagsett þann 3. febrúar og í því er reifuð umsögn geðlæknis sem lýsir því að sjúklingur sinn hafi glímt við áleitnar dauðahugsanir og áríðandi sé að hann fái viðkomandi meðferð. í úr- skurði náðunamefhdar þann 3 febrú- ar segir að nefndin telji „ekki komin fram næg rök til að mæla með náð- un“. Ráðuneytið hafnaði því náðun og rúmum mánuði seinna var fanginn allur eftir að hafa stytt líf sitt. Tvö sjálfsvíg fanga á Litla-Hrauni á rúmri viku hafa hrist upp í fólki og nú stendur sú krafa á kerfinu að verja aöferð- ir sínar til aö lækna geðjúka fanga og tryggja öryggi þeirra. Subaru Legacy 2,2 sedan 4x4, árg. 1993 til sölu, 5 g., rafdr. rúð- ur, gler- topplúga, 2x álfelgur, sumar- og vetr- ardekk, ek. 88 þús. km. Verð 1.250 þús. Uppl. í síma 899-8435 þátt og framburður sálfræðingsins staðfestir í raun gagnrýni fanganna á fyrirkomulagið. í viðtali DV við móð- ur fyrri fangans sem framdi sjálfsvíg kom fram að óeðlilegt væri að engin sjúkradeild væri á Hrauninu. í þessu samhengi benda fangamir á það í bréfi sínu að gula sé útbreidd meðal fanganna og margir séu sýktir af þeim sjúkdómi. Ekkert sé gert til að hefta útbreiðsluna og þannig séu sýkt- ir og ósýktir hvergi skildir að. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við DV að ráðuneyti hennar væri meðvitað um þann lög- bundna rétt fanga að þeir nytu sömu læknisþjónustu og aðrir landsmenn. Þar á bæ væri nú unnið að lausnum á heilbrigðismálum fanga. Þá væra at- burðir síðustu vikna til sérstakrar skoðunar hjá Landlæknisenbættinu. „Hver fangi sem þarf á læknisað- stoð að halda á skýlausan rétt á slíku samkvæmt lögum sem tóku gildi um áramót. Landlæknir er nú að skoða þessi mál á Litla-Hrauni og i hvetju sé ábótavant og hvemig sé hægt að bæta úr. Það er greinilegt á öllu að hægt er að bæta úr mörgu,“ segir Ingibjörg. Sú staðreynd að tveir fangar af þeim 80 sem dvelja á Litla-Hrauni hafa fyrirfarið sér hlýtur að kalla á mjög nákvæma skoðun á því hvað sé að. Fangelsismálastofnun hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um þessi mál þar sem fyrst og fremst sé um persónulega harmleiki að ræða. Framburður sálfræðingsins bendir þó til þess að kerfið hafi lítið gert til að forða fóngunum frá því að stíga sein- asta skrefið fram af brúninni. Þannig virðist fangelsiö hafa það ráð eitt að setja sársjúka menn í einangrun í því skyni að láta brá af þeim. Allar líkur era til þess að þeir sem veikir em á geði megi síst af öllu við því að vera einir meö hugsanir sínar lokaðir af. Það er álit margra að eina leiðin til að ná mönnum upp úr hyldýpi hugsýk- innar sé að gefa þeim tækifæri til að tjá sig og tala við þá. Þeir þurfi fyrst og fremst félagsskap og megi síst við því að vera einir í svartnættinu. Innlent fréttaljós Reynir Traustason Vilhjálmur Grímsson, formaður fangahjálparinnar Vemdar, segir samtök sín fýlgjast vel með málum austur á Litla-Hrauni og hann óttist mjög að um sé að ræða faraldur. í tilviki fyrri fangans, sem tók líf Sjálfsmorð í skosku kvennafangelsi: Þegar dauðinn virð- ist eina leiðin út Sjö konur á aldrinum 17-26 ára frömdu sjálfsmorð í Comton Vale, skosku kvennafangelsi fyrir utan Glasgow, á árunum 1995-1997. í út- tekt Sunday Times Magazine um síðustu helgi á sjálfsvígum kvenn- anna kemst greinarhöfúndur að þeirri niðurstöðu að kerfið hafi bragðist þessum konum, bæði utan og innan veggja fangelsisins. Reynslan þar sýnir að sá vandi sem blasir við í fangelsum hérlend- is virðist alþjóðlegt vandamál sem taka verður á. Fengu enga hjálp Ungu konumar sjö áttu allar við vímuefnavanda að stríða eða per- sónuleikatruflanir af einhveiju tagi. Þær fengu þó enga hjálp í fangelsinu við vandamálum sínum, hvorki fikniefnameðferð né sál- fræöiaðstoð. Fangelsisyfirvöldum var í flestum tilfellum kunnugt um að þær vora í sjálfsvígshugleiöing- um. í slikum tilfellum er fongum komið fyrir í einangrun líkt og tíðkast hér og er sú ráðstöfún harð- lega gagnrýnd. Geðlæknar segja fráleitt að loka einstakling í slikum hugleiðingum einan inni. Á slíkum stundum verði að sitja og ræða við þá því í einsemdinni fmnist þeim allir hafa afneitað sér. Einnig er harðlega gagnrýnd sú tilhneiging að nota fangelsi til að hýsa fólk sem lifir á útjaðri samfé- lagsins. Um er að ræða einstak- linga sem era veikastir fyrir og þurfa oft á tíðum á sérfræðilegri hjálp að halda. Þá er lagður haröur dómur á fábreytileikann sem bíður fanga í vistinni því fátt eitt er gert til að virkja þá til aö takast á við sinnuleysið og tilbreytingarleysið frá degi til dags. -sól Bylgja sjálfsvíga? Önnur skýring á ógnaratburðunum á Litla-Hrauni er sú að lítið sé hægt að gera þar sem um sé að ræða bylgju sjálfsmorða sem skotið hafi sér niður í samfélag fanganna á nákvæmlega sama hátt og gerst hafi í einstökum byggðarlögum um allt land. Þannig hafi þessi bylgja bytjaö á Austfjöröum fyrir nokkrum árum og siðan haldið norður um land og sé nú i hámarki á Litla-Hrauni. Þetta sé eins konar far- aldur þar sem sjálfsvíg eins verði til að fleiri grípi til sömu óyndisúrræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.