Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 44
56 imm LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 adidas ^nT EVA miflsúli - Torsion - adíPRENE stuöpúöar ti|ij siomoon '<^> EVA miasáli - Torsion - adiPRENE stuOpúði - PODS ítfc'll 1**1 EVA miösQlí - arijPHENL stuðpufli - Torsian Équ Trident 0B BwiU'nr VbIiBvví EVA miðsöli - Torsinn - adiPREPJE stuðpúðE Galany 3 EVA miðsóli - adiPRENE stuðpúðí - Torsian 't Wfc* Falcon Dorf EVA mrösúli - Torsian 'S* J \\\ KRINGLAN Miklar framfarir - hlaupara úr hópi byrjenda sem tóku þátt í Fióahlaupinu Laugardaginn 28. febrúar birtist umfjöllun á Trimm- siöunni um hóp byrjenda sem voru nýfarnir að æfa skokk undir handleiðslu Péturs Inga Frantzsonar hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Þar kom fram að 8 hlauparar höfðu byrjað æfingar stuttu eftir síðustu ára- mót. Enginn þeirra hafði á þeim tíma sem viðtalið var tekið helst úr lestinni. Tveir hlauparar í hópnum, Hrafn Óttarsson og Kristín Björg Guðmundsdóttir, voru tekn- ir tali og sögðu í nokkrum orðum frá ástæðum þess að þeir hófu æfingar. Stefán Jasonarson var elsti þátttakandinn í Flóahlaupinu (83 ára) en hann hljóp 5 km. DV-myndir Pétur Ingi Þessi duglegi hópur æfir enn af fullum krafti og ekkert uppgjafarhljóð er í neinum. Um síðustu helgi fór fram 20. Flóahlaup Samhygðar sem nánar er greint frá hér til hliðar á síðunni. Allur hópur byrjendanna frá Námsflokkunum (að ein- um skokkara undan- skildum) var meðal þátttakenda í því hlaupi. Þjálfari þeirra, Pétur Ingi, var að sjálfsögðu einnig og hann hafnaði i öðru sæti karla í opn- um flokki i 5 km (á tímanum 21.20). „Kristín og Hrafn hafa tekið ótrúleg- \ um framför- j um og eru búin að sprengja all- ar áætlanir mínar sem ég gerði handa þeim í upphafi. Kristín hafn- aði í þriðja sæti kvenna á aldrinum 15-39 ára í 5 km á fínum tíma (28.38). Hrafn endaði í sjöunda sæti karla í opnum flokki í 5 km, einnig á prýðileg- um tíma (31.14). Þau höfðu ótrúlega gaman af þvi að vera með í þessu hlaupi og eru strax farin að ræða þátttöku í fleiri keppnis- hlaupum. Ég var búinn að setja öllum hlaupurunum frá NámsfLokkunum tíma í rútunni á leiðinni á mótstað. Tímaáætlunina hafði ég frekar á bjartsýnni nótunum," sagði Pétur Ingi. „Það var enginn sem fór eftir mér, það hlupu all- ir úr hópnum á betri tíma en ég hafði sett. Það gerðu þau þrátt fyrir að hafa hlaupið í mótvindi. Ég hef aldrei haft eins jákvæðan hóp áður, enda virðist ekki vera nema eitt orð til hjá þeim í orðabókinni - já," sagði Pétur Ingi. Hrafn Óttarsson úr skokkhópi hjá Náms- flokkum Reykjavíkur tók þátt í sínu fyrsta keppn- ishlaupi um sí&ustu helgi. KRINGLUNNI B - 12. S: 5B0 SD10 World Class-hlaupið: Hlaup í kapp við tíma I marsmánuði fór fram hlaupa- keppni á hlaupabrettum í líkams- ræktarstöðinni World Class þar sem hlaupið var í kapp við klukk- una. Markmiðið var að hlaupa sem lengsta vegalengd á fyrirfram ákveðnum tíma. Flestir þekktustu trimmarar landsins tóku þátt í þessari skemmtilegu keppni og var baráttan hörð um efstu sætin. Úrslitakeppnin fór fram þann 14. mars og það voru þrír þekktir kappar sem enduðu í þremur efstu verðlaunasætunum. Sigurvegari varð Sveinn Mar- geirsson sem náði að hlaupa 6.310 metra, Daníel Smári Guðmunds- son hafnaði í öðru sæti með 6.310 metra og Björn, bróðir Sveins, endaði í því þriðja með 6.201 metra. Fyrstu þrír keppendurnir í karla- og kvennaflokki fengu veg- leg verðlaun frá Leppin sport og Adidas. Þeir sem vilja afia sér frekari upplýsinga um hlaupið og hafa aðgang að Netinu geta skoðað þær á; www.media.is/hlaup . Þátttökumet í Flóahlaupi Síðastliðinn laugardag, 21. mars, fór fram tuttugasta Flóahlaup Sam- hygðar í Gaulverjabæjarhreppi. Vegalengdir i hlaupinu voru 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku og flokkaskipting fyrir bæði kyn. Jón M. ívarsson var einn skipuleggj- enda hlaupsins. „Veður var allgott í hlaupinu, 5 stiga hiti og snjólaus jörð en kaldi var af suðvestri og fengu hlaupar- arnir því drjúgan mótvind síðari helming hlaupsins á öllum vega- lengdum. Sett var þátttökumet því 73 hlauparar lögðu af stað og allir luku keppni. Flestir hlauparanna voru frá Námsflokkum Reykjavík- ur, 18. Frá íþróttafélagi Reykjavíkur voru 16 og síðan áttu ungmennafé- lag Selfoss og ungmennafélag heimamanna, Samhygð, 9 keppend- ur hvort," sagði Jón. „Keppt var í þremur vegalengd- um, 3 km og 5 km, þar sem haldið var norður Gaulverjabæjarveg og snúið þar við og hlaupið aftur að Fé- lagslundi og svo var hið hefðbundna 10 km hringhlaup sem hefst við Fé- lagslund og lýkur þar við vegamót- in. Markúsarbikarinn fyrir sigur i karlaflokki hlaut Daniel Smári Guð- mundsson, ÍR, í annað sinn en kvennabikarinn hlaut Jóna Ágústa Hafsteinsdóttir, Umf. G., í fyrsta sinn eftir harða keppni við móður sína, Ágústu H. Gisladóttur, sem vann bikarinn i fyrra. Sérstaka at- hygli vakti einnig árangur hinnar tólf ára gömlu Rakelar Ingólfsdóttur sem tók þátt í 10 km hlaupinu og sigraði í opnum flokki kvenna." „Eftir hlaupið voru verðlaun af- hent í kaffiboði Samhygðar. Þar var saga hlaupsins og öll skráð úrslit til sýnis á salarvegg í Félagslundi. Ég tók þau saman í tilefni þess að nú var hlaupið í 20. sinn. Ingvar Garð- arsson, sem hefur tekið þátt í öllum hlaupunum nema einu, afhenti þar Markúsi ívarssyni viðurkenningu fyrir að hafa staðið að hlaupinu öll þessi ár. Þeir tveir hafa hlaupið oft- ast. Markús hefur hlaupið 12 sinn- um en Ingvar 19 sinnum. Elsti þátt- takandinn í Flóahlaupinu var hyllt- ur sérstaklega en það var Stefán Jasonarson sem lét sig ekki muna um að hlaupa 5 km 83 ára gamall. Geri aðrir betur," sagði Jón M. ívarsson. Mars-maraþon fer fram í dag: Á þriðja tug þátttakenda í dag fer fram fyrsta heilm- araþonkeppnin sem hér hefur verið haldin að vetrarlagi, Mars-maraþon. Skipuleggjend- ur hlaupsins segja það koma á óvart hve margir hafi skráð sig til keppni i þessu hlaupi en um leið sýni það vaxandi áhuga al- mennings á langhlaupum. Bú- ist er við að keppendur verði vel á þriðja tuginn en það er með ólíkindum há tala miðað við þennan tíma árs. Allt verður gert til þess að gera hlaupið áhugavert fyrir áhorfendur. Hlaupaleiðin var birt í Fjörkálfi DV í gær og þar eru meðal annars merktar inn drykkjarstöðvarnar. Upplagt er að fylgjast með hlaupurunum frá einhverjum drykkjarstöðv- anna eða frá Ægisíðunni, þar sem verður upplýsingarúta þar sem fylgst verður með stöðunni með hjálp farsíma. Hlaupurun- um er það mikils virði að fá hvatningu frá áhorfendum á leiðinni. Hlaupið hefst klukkan 11.00 á Seltjarnarnesi og búast má við að fyrstu keppendur komi í markið þegar eitthvað er liðið á þriðju klukkustundina frá því að ræst er. Umsjón (sak Örn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.