Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Síða 44
LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 irimm Miklar framfarir - hlaupara úr hópi byrjenda sem tóku þátt í Flóahlaupinu Stefán Jasonarson var elsti þátttakandinn í Flóahlaupinu (83 ára) en hann hljóp 5 km. DV-myndir Pétur Ingi Laugardaginn 28. febrúar birtist umfjöllun á Trimm- síðunni um hóp byrjenda sem voru nýfarnir að æfa skokk undir handleiðslu Péturs Inga Frantzsonar hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Þar kom fram að 8 hlauparar höfðu byrjað æfingar stuttu eftir síðustu ára- mót. Enginn þeirra hafði á þeim tíma sem viðtalið var tekið helst úr lestinni. Tveir hlauparar í hópnum, Hrafn Óttarsson og Kristín Björg Guðmundsdóttir, voru tekn- ir tali og sögðu í nokkrum orðum frá ástæðum þess að þeir hófu æfingar. Þessi duglegi hópur æfir enn af fullum krafti og ekkert uppgjafarhljóð er í neinum. Um síðustu helgi fór fram 20. Flóahlaup Samhygðar sem nánar er greint frá hér til hliðar á síðunni. Allur hópur bjrrjendanna frá Námsflokkunum (að ein- um skokkara undan- skildum) var meðal þátttakenda í því hlaupi. Þjálfari þeirra, Pétur Ingi, var að sjálfsögðu einnig og hann hafnaði í öðru sæti karla í opn- um flokki í 5 km (á tímanum 21.20). „Kristín og Hrafn hafa tekið ótrúleg- ( um framför- um og eru búin að sprengja all- ar áætlanir mínar sem ég gerði handa þeim í upphafi. Kristín hafn- aði í þriðja sæti kvenna á aldrinum 15-39 ára i 5 km á finum tíma (28.38). Hrafn endaði í sjöunda sæti karla í opnum flokki í 5 km, einnig á prýðileg- um tíma (31.14). Þau höfðu ótrúlega gaman af þvi að vera með í þessu hlaupi og eru strax farin að ræða þátttöku i fleiri keppnis- hlaupum. Ég var búinn að setja öllum hlaupurunum frá Námsflokkunum tíma í rútunni á leiðinni á mótstað. Tímaáætlunina hafði ég frekar á bjartsýnni nótunum," sagði Pétur Ingi. „Það var enginn sem fór eftir mér, það hlupu all- ir úr hópnum á betri tíma en ég hafði sett. Það gerðu þau þrátt fyrir að hafa hlaupið í mótvindi. Ég hef aldrei haft eins jákvæðan hóp áður, enda virðist ekki vera nema eitt orð til hjá þeim í orðabókinni - já,” sagði Pétur Ingi. Hrafn Óttarsson úr skokkhópi hjá Náms- flokkum Reykjavíkur tók þátt í sínu fyrsta keppn- ishlaupi um síöustu helgi. World Class-hlaupið: Hlaup í kapp viðtíma í marsmánuði fór fram hlaupa- keppni á hlaupabrettum í líkams- ræktarstöðinni World Class þar sem hlaupið var í kapp við klukk- una. Markmiðið var að hlaupa sem lengsta vegalengd á fyrirfram ákveðnum tíma. Flestir þekktustu trimmarar landsins tóku þátt í þessari skemmtilegu keppni og var baráttan hörð um efstu sætin. Úrslitakeppnin fór fram þann 14. mars og það voru þrír þekktir kappar sem enduðu í þremur efstu verðlaunasætunum. Sigurvegari varð Sveinn Mar- geirsson sem náði að hlaupa 6.310 metra, Daníel Smári Guðmunds- son hafnaði í öðru sæti með 6.310 metra og Björn, bróðir Sveins, endaði í því þriðja með 6.201 metra. Fyrstu þrír keppendurnir í karla- og kvennaflokki fengu veg- leg verðlaun frá Leppin sport og Adidas. Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um hlaupið og hafa aðgang að Netinu geta skoðað þær á; www.media.is/hlaup . Þátttökumet í Flóahlaupi Síðastliðinn laugardag, 21. mars, fór fram tuttugasta Flóahlaup Sam- hygðar í Gaulverjabæjarhreppi. Vegalengdir í hlaupinu voru 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku og flokkaskipting fyrir bæði kyn. Jón M. ívarsson var einn skipuleggj- enda hlaupsins. „Veður var allgott í hlaupinu, 5 stiga hiti og snjólaus jörð en kaldi var af suðvestri og fengu hlaupar- arnir því drjúgan mótvind síðari helming hlaupsins á öllum vega- lengdum. Sett var þátttökumet því 73 hlauparar lögðu af stað og allir luku keppni. Flestir hlauparanna voru frá Námsflokkum Reykjavík- ur, 18. Frá íþróttafélagi Reykjavíkur voru 16 og síðan áttu ungmennafé- lag Selfoss og ungmennafélag heimamanna, Samhygð, 9 keppend- ur hvort,“ sagði Jón. „Keppt var í þremur vegalengd- um, 3 km og 5 km, þar sem haldið var norður Gaulverjabæjarveg og snúið þar við og hlaupið aftur að Fé- lagslundi og svo var hið hefðbundna 10 km hringhlaup sem hefst við Fé- lagslund og lýkur þar við vegamót- in. Markúsarbikarinn fyrir sigur i karlaflokki hlaut Daníel Smári Guð- mundsson, ÍR, í annað sinn en kvennabikarinn hlaut Jóna Ágústa Hafsteinsdóttir, Umf. G., í fyrsta sinn eftir harða keppni við móður sína, Ágústu H. Gisladóttur, sem vann bikarinn í fyrra. Sérstaka at- hygli vakti einnig árangur hinnar tólf ára gömlu Rakelar Ingólfsdóttur sem tók þátt í 10 km hlaupinu og sigraði í opnum flokki kvenna." „Eftir hlaupið voru verðlaun af- hent í kaffiboði Samhygðar. Þar var saga hlaupsins og öO skráð úrslit til sýnis á salarvegg í Félagslundi. Ég tók þau saman í tilefni þess að nú var hlaupið í 20. sinn. Ingvar Garð- arsson, sem hefur tekið þátt í öllum hlaupunum nema einu, afhenti þar Markúsi ívarssyni viðurkenningu fyrir að hafa staðið að hlaupinu öll þessi ár. Þeir tveir hafa hlaupið oft- ast. Markús hefur hlaupið 12 sinn- um en Ingvar 19 sinnum. Elsti þátt- takandinn í Flóahlaupinu var hyllt- ur sérstaklega en það var Stefán Jasonarson sem lét sig ekki muna um að hlaupa 5 km 83 ára gamall. Geri aðrir betur,“ sagði Jón M. ívarsson. Mars-maraþon fer fram í dag: Á þriðja tug þátttakenda í dag fer fram fyrsta heilm- araþonkeppnin sem hér hefur verið haldin að vetrarlagi, Mars-maraþon. Skipuleggjend- ur hlaupsins segja það koma á óvart hve margir hafi skráð sig til keppni í þessu hlaupi en um leið sýni það vaxandi áhuga al- mennings á langhlaupum. Bú- ist er við að keppendur verði vel á þriðja tuginn en það er með ólíkindum há tala miðað við þennan tíma árs. Allt verður gert til þess að gera hlaupið áhugavert fyrir áhorfendur. Hlaupaleiðin var birt í Fjörkálfl DV í gær og þar eru meðal annars merktar inn drykkjarstöðvarnar. Upplagt er að fylgjast með hlaupurunum frá einhverjum drykkjarstöðv- anna eða frá Ægisíðunni, þar sem verður upplýsingarúta þar sem fylgst verður með stöðunni með hjálp farsíma. Hlaupurun- um er það mikils viröi að fá hvatningu frá áhorfendum á leiðinni. Hlaupið hefst klukkan 11.00 á Seltjarnamesi og búast má við að fyrstu keppendur komi í markið þegar eitthvað er liðið á þriðju klukkustundina frá þvi að ræst er. Umsjón ísak Örn Sigurðsson nHMNHEMMMMi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.