Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 41
JLlV LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 tþnlist 53^ Annað kvöld Músíktilrauna Tónabæjar og ÍTR: Rokk og tölvur til skiptis Einkablálfun ... allt frá endurhæfingu til afreksíþrótta... Fitubrennsla, styrkur, úthald, liðleiki, fjölþrek ofl. S:554 3040.554 5095.896 7080 Guð skapaöi vélrænan tilraunagraut. Annaö kvöld Músíktilrauna 1 Tónabæ var á fimmtudagskvöld er tíu hljómsveitir stigu á stokk og spiluðu þrjú frumsamin lög hver. Samtals er 41 hljómsveit í tilraun- unum í ár og gæðin hingað til bera vott um mikla grósku í skúrunum. Þetta kvöld tókust hefðbundnar rokksveitir á við menn með tölvur. Milli hljómsveita mátti því sjá starfsmenn rogast inn og út með græjuhlaðin tölvuskrifborð. Fyrsta hljómsveitin, kvartettinn Mímir frá Hafnarfirði, var vel spil- andi og öguð og lék einhvers konar djassað og ósungið reikningsrokk með mikilli innlifun og andlitsgrett- um. Þeir félagar komust oft á gott flug í flæðandi grúfi, eins og í öðru laginu (eða „verkinu" öllu heldur) sem var best, en á köflum urðu sóló- in fulllöng og gamalkunn. Þá var komið aö tölvustrákum; Dúnmjúkar kanínur kölluðu tveir ungir strákar sig og grúfðu sig nú yfir tækjunum, feimnislegir i skræpóttum ferming- arfötum. Þeir spiluðu frumstætt en sjarmerandi tölvupopp, byrjuðu á 3ja hljóma kirkjuteknói en enduðu í þyngri pælingum. Fínt láttgrugg Aftur í rokkið; Kvintettinn Cupid úr Mosfellsbæ hefur ágætis tilfinn- ingu fyrir poppmelódíum og byrjaði á fínu léttgruggi, lag númer tvö var slappara en í þriðja laginu fóru þeir félagar í ballöðusmiðju Radiohead og drógu upp ágætis spangólsrokk. í heild var hljómsveitin þétt og Eg- ill Húbner er efnileg söngpípa og stóð sig vel í framlínunni. Meiri tölvur; fyrir dúettinum Guð fór Halldór M. Jónsson, mikill tölvugúrú sem segist eiga 800 lög á lager. Miðað við afköstin dugir Halldóri ekkert minna en að vera í 4 hljómsveitum í Músíktilraunum í ár, þ.á m. Mad Method sem komst áfram úr fyrsta tilraunakvöldinu. Með Guði var hann þó að gera frek- ar leiðinlega hluti, kaldranalegur tilraunagrauturinn var vélrænn og tilfinningalaus. Skemmtilegasta há- vaðamengunin Bisund, 18 ára strákar úr Garða- bæ og Reykjavík, komu næstir og dældu skemmtilegustu hávaða- mengun kvöldsins yfir gesti. Þeir spila drullugrugg af þyngstu gerð og krydda stundum með dauðarokkstilburðum. Þeir voru kæruleysislega þéttir. Fyrsta lagið hét „Betri heimur" en söngvarinn gleymdi hvað næstu tvö lög hétu. Hávaði og bjögun var í algleymingi og gott að fá hlé eftir lögin þrjú því stutt var í að eitthvað færi að gefa sig í eyrunum. Tveir tölvunördar Það getur verið leiðinlegt til lengdar að glápa á tvo tölvunörda ýta á „Enter“ takkann og bíða svo eftir að lagið klárist. Þetta vissu þeir í Læderskurkene, fyrsta bandi hverft skak, buðu upp á ljósasjó úr jólaseríu, léku á ástralskt frum- byggjarör og dönsuöu breik af mikl- um móð. Tilraunakennd tölvutón- listin var loftkennd og mátulega leikræn fyrir sviðsframkomuna. Mest „artí“ band kvöldsins. Strákarnir í kvartettinum Frances eru 16 ára og eiga eftir að þéttast mun betur saman. Þeir spila bitlalegt Nirvanagrugg, dálítið lit- laust enn sem komið er en efnilegt. Aftur var einmenningstölva borin á svið og Phantasmagoria, tveir Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 23. maí 1998 hefst næstkomandi mánudag, 30. mars, og fer fyrst um sinn fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, mánudag, til föstudaga frá kl. 9.30 til 15.30. Kjósendum er bent á að þeir þurfa að gera grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Sýslumaburinn í Reykjavík Sigurvegarar kvöldsins, Bisund, buöu upp á blæðandi eyrnasár DV-myndir Hilmar Þór Salurinn ruggaði sár Það var fargi af mörgum létt er kvintettinn Fussumsvei birtist með kassagítara. Sjálfir segjast þeir fé- lagar spila „órafmagnaða ættar- mótatónlist" sem smellpassar því salurinn var farinn að rugga sér eft- ir fyrstu tónana. Þetta var ágætis Dúnmjúkar kanínur; frumstætt og feimnislegt. grínband, grínið dugði vel á meðan á því stóð og félagarnir eiga fína framtíð í skemmtiatriðabransanum eða jafnvel sem upphitunarhljóm- sveit fyrir Súkkat. Tölvugúrúinn Halldór Jónsson mætti nú aftur og átti síðasta orðið með tölvudúettinum Gleðibankan- um. Bankinn bauð upp á sinfónískt flæði, geðveikislega takta og hrein- ræktað Evrórusl. Ágætis sýnis- hornahljómsveit og ef ég réði ein- hverju um lagaval á „Reif i“ serí- unni fengi ég síðasta lag Gleðibank- ans á næstu plötu. Nú var spennan gifurleg og áhorf- endur ærir af spenningi. Á meðan dómnefnd réð ráðum sínum og at- kvæðaseðlar voru taldir spilaði Stjömukisi. Hin gestahljómsveitin, Subterranean, hafði skemmt fyrr um kvöldið. Upp úr kafinu kom loks að salurinn valdi hávaðasveitina Bi- sund til að komast áfram í úrslit en dómnefnd tók tillit til fimi og flugs djassrokkaranna í Mími og sendi þá áfram líka. -glh eftir hlé, sem fá prik fyrir líflegustu sviðsframkomu kvöldsins. Tvær listaspírur með húfur sýndu inn- feimnir úr Kópavogi grúfðu sig ofan í lyklaborðið og ýttu á „Enter“. Ekk- ert datt úr sambandi svo einhæft Junglið" flæddi óhindrað um sal- inn. „Þetta er alveg trjálaust ,jungle““, vildi einhver meina er hann gekk út en það var ekki laust við að síðasta lagið, „Óður til Ind- lands“, væri skemmtilegt. Þar glitti í frumleika en annars hljómaði tón- listin eins og upp úr handbók. IzjsjjÁ TM - HÚSGÖGN I Er • auglýsingastofur 7.000 íslenskar ljósmyndir á geisladiski • I’rfnts.miðjur Myndasaín með yfir 22.000 myndir • u'iglflndqr Ný heimasíða: www.islandia.is/pg íslenska Ljósmyndaþjónustan, s: 554 3911 GSM 898 3911 SPORT TEC 2000-Hágæða heilsuvörur fyrir alia. „Mínar heilsuvörur síðan 1995“ Jón Arnar Magnússon SportShake, NitroMax4000, MuscleTurbo 100, SPílRT Muscle FoodóOOO, Fjölefni, Kreatín,Vítamín ofl TEC 2000 Dreifing & sala: SportHöllin Smidjuvegi I Pósts. S. 554 5095, 896 7080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.