Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1998
Fijálst, óháð dagblað
Útgáfuféíag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Augiýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Siðvæðing Landsbankans
Upplýsingar síðustu viku um fáheyrða sóun á
almannafé í laxveiðar og risnu örfárra yfirmanna
Landsbankans hafa staðfest langvarandi ásakanir um
munaðarlíf háttsettra embættismanna í stjómsýslunni á
kostnað almennings.
Afsögn bankastjóranna þriggja var óhjákvæmileg.
Hún staðfestir að stjómvöldum var full alvara þegar sagt
var að þeir myndu axla ábyrgð sem ábyrgðina eiga að
bera. Öllum spumingum í sambandi við ábyrgð í þessu
dapurlega máli er þó fráleitt svarað.
Það er að sjálfsögðu misnotkun á almannafé þegar
yfirmenn láta skattborgarann greiða kostnað við
veiðiferðir vina og kunningja. DV hefur upplýst að fast
að helmingi þeirra 40 milljóna, sem bankinn eyddi í
laxveiðar, var sólundað með þeim hætti.
Það er hins vegar tímabært að skoða þær vinnureglur
sem bankaráðið setti stjórnendum bankans. Því er
þannig staðfastlega haldið fram af Halldóri Guðbjama-
syni, sem nú er fýrrverandi bankastjóri, að ráðið hafi
ekki alfarið bannað laxveiðar á kostnað bankans.
Halldór hefur staðhæft að stjómendur bankans hafi
haft heimild til að veiða lax á kostnað bankans svo fremi
það væri fallið til að efla hagsmuni stofnunarinnar.
Vinnuregla af þessum toga vekur að sjálfsögðu áleitnar
siðferðilegar spumingar.
Er hægt að fallast á að yfirmönnum banka sé heimilt
að bjóða viðskiptamönnum eða áhrifamönnum í lax á
kostnað banka eða fyrirtækis á hans vegum? Vitanlega
má rökstyðja að það kunni að auka vild viðkomandi
áhrifamanns gagnvart bankanum.
Hér er hins vegar komið út á glerhálan ís. Aðferðir af
þessu tagi er erfitt að flokka undir annað en mútur. Er
það veijanlegt að bankar eða aðrar opinberar stofnanir
kaupi sér einhvers konar vild með þeim hætti? Því hljóta
menn að svara neitandi.
í fyrsta lagi býður slík regla upp á misnotkun. í öðm
lagi em þetta vinnubrögð sem íslendingar hafna. Þau
em lýsandi dæmi um siðferði sem á ekki að tíðkast í
opinberri stjómsýslu. Þess vegna er ekki hægt að sættast
á að íslensk bankaráð leyfi þau.
Halldór Guðbjamason bankastjóri segir hins vegar
ótvírætt að það hafi bankaráðið gert. Verði sú fullyrðing
ekki hrakin er erfitt að sjá hvemig bankaráðsmenn, sem
sátu meðan slíkar veiðiferðir vom famar, geta kastað af
sér allri ábyrgð.
Viðskiptaráðherra var spurður á Alþingi hvort hann
teldi að bankaráðið hefði brotið gegn starfsskyldu sinni í
laxveiðimálinu eða varðandi eftirlit með risnu-, ferða- og
bílakostnaði. Hann svaraði því til að hann hefði á þeim
tímapunkti ekki næg gögn til að svara spumingunni.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar liggur nú fyrir og þá er
nauðsynlegt að svör viðskiptaráðherra við ofangreindu
komi fram. Það verður að hafa hugfast að bankaráðið á
samkvæmt lögum, sem gilda um viðskiptabanka, að hafa
almennt eftirlit með rekstri síns banka.
Sé staðan sú að bankaráðið hafi vitað um óheimila
eyðslu getur það ekki hliðrað sér alfarið hjá ábyrgð að
málinu. Hafi það hins vegar ekki haft vitneskju um
stöðuna er erfitt að komast hjá þeirri ályktun að það hafi
ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni.
Milli Landsbankans og þjóðarinnar ríkir trúnaðar-
brestur. Bankinn verður ekki siðvæddur nema öll kurl
komi til grafar. Til að svo verði skortir enn svör við
mikilvægum spumingum um ábyrgð á þeirri stöðu sem
upp kom. Össur Skarphéðinsson
„Aðalvinningurinn var ferð til Varna í Búlgaríu þar sem fólk gat sleikt sólskinið á meðan það beið eftir að fá
splunkunýjan góm, en aukavinningarnir vöruúttekt hjá KRON og pólskar saumavélar með sikksakkspori."
Jólin í vor
27. febrúar bárust
þúsundum Reykvík-
inga venjulegu tíu
miðarnir í Jólahapp-
drætti Þjóðviljans. Þó
það sem fylgdi áður
fæðingarhátíð Frels-
arans kæmi seint í ár,
að fá að fóma sér fyr-
ir málstaðinn með því
að kaupa miða, fogn-
uðu þeir sem lifa í
vonargeiranum og
töldu boða sigur Ingi-
bjargar Sólrúnar í
borginni. Aðalvinn-
ingurinn var ferð til
Vama í Búlgaríu þar
sem fólk gat sleikt sól-
skinið á meðan það
beið eftir að fá
splunkunýjan góm, en
aukavinningarnir
vöruúttekt hjá KRON
og pólskar saumavél-
ar með sikksakkspori.
Menn fóru strax í
pósthúsið til að greiða
miðana og ætluðu svo
að eyða nokkrum
gleðiríkum veikinda-
dögum, lausir við
magapínu af sektar-
kennd, af því íslensk
húsbóndahollusta hef-
ur farið í öfugan gír ™-
og færst þannig yfir á
atvinnurekendur. En þegar til
kastanna kom tókst tölvukonum
í pósthúsinu ekki að innfæra
greiðslumar.
Kjallarinn
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Við fáum alltaf
sama svar frá
harða diski Þjóð-
viljans: Skjalið er
varið, sögðu þær.
Það er í fyrsta sinn
á íslandi að komið
hafi verið upp
þannig vörnum.
Allir horfðu undr-
andi á skjáinn og
ekki fleira gert í
pósthúsinu þann
daginn.
Nú vöknuðu við
vondan draum þús-
undir kjósenda í
væntanlegum borg-
arstjórnarkosning-
um í vor. Þeir þótt-
ust sjá að nýtt dag-
„Menn fóru strax í pósthúsið til að
greiða miðana og ætluðu svo að
eyða nokkrum gleðiríkum veik-
indadögum, lausir við magapínu af
sektarkennd, af því íslensk hús-
bóndahollusta hefur farið í öfugan
gír og færst þannig yfír á atvinnu-
rekendur.“
blað með nafni Þjóðviljans yrði
ekki stofnað og sett undir rit-
stjóm sífellt sömu manna sem
tóku þau bestu próf sem tekin
hafa verið hér heima og urðu síð-
an pennaglaðir i Alþýðulýðveld-
unum horfnu.
Hinn 1. mars gerðist það, að
Ingibjörg Sólrún kom ljómandi
inn í draum þúsunda Reykvík-
inga. Hún stóð á skýstrokki frá
Flórída og sagði:
Kæru stuðningskonur af báð-
um kynjum! Það væri fýsilegri
kostur að auglýsa eftir útfarar-
en ritstjóra nýs vinstrablaðs,
jafnvel áður en það er stofnað.
Til er reynsla af þessu. Útfarar-
stjórum vinstriblaða vegnar bet-
ur en ritstjóram. Ég tek dæmi.
(Hún kemur sífellt með dæmi og
líkist þannig góðri orðabók.
Orðabók án dæma stendur ekki
undir nafni.) Tveir fyrrum rit- og
útfararstjórar Þjóðviljans, en
annar Alþýðublaðsins að
auki, gera það gott sem rit-
stjórar á DV. Þeir munu
byggja þá Gullinbrú sem ég
geng yfir í embættið á ný,
þótt ég kunni tvö orð i hag-
fræði innkaupatöskunnar en
eitt dúndrandi loforð R-list-
ans: Það verða aukajól í vor.
Ég hef minna en hundsvit á
brúarsmíð en gott lag á að
hnykla brúnir sem skilar sér
jafnt í borgarstjórn og barna-
skóla. Með því vinnur telpan
sér nýjan góm og tungutak
og skilar Kvennalistanum
pínlegu saumavélinni frá vondu
árunum með sikksakksporinu:
Áfram stelpur!
Guðbergur Bergsson
Skoðanir annarra
Byltingarkenndar breytingar
„Félagslegt öryggi eigenda félagslegra eignaríbúða
er horfið með samþykkt þessa frumvarps! En í stað
þess er komið allt að 70% húsbréfalán og 20% viðbót-
arlán frá íbúðarlánasjóði, við sérstakar aðstæður!
Frumvarp félagsmálaráðherra til lausnar á vanda-
málum, aðallega tengdum Byggingarsjóði verka-
manna, er mikilvægt mál. Og snertir okkur öll og
vonandi vakna einhverjir og láta skoðanir sínar í
ljós áður en hæstvirt Alþingi afgreiðir framvarp
þetta og það verður að lögum. Hér er verið að bylta
félagslega íbúðarlánakerfinu þar sem litlaer en bylt-
ingarkenndar breytingar til einfóldunar og sæm-
ræmingar í núverandi kerfi hefðu dugað betur.“
Percy B. Stefánsson í DV 14. apríl
Vanþekking eða sýndarmennska?
„Meö ímynd hins framsýna nútímamanns sveif
Helgi í fyrsta sætið hjá R-listanum. Það er gott að
vera opinn fyrir nýjum hugmyndum - en menn
verða líka að hafa fætuma á jörðinni. Heimurinn er
morandi í tækninýjungum og það þarf kunnáttu til
að velja og hafna. Þróun tæknimála í Reykjavík er
ekkert punt fyrir unga menn á framabraut sem lang-
cir að sýnast nútímalegir. Hver er drifkrafturinn að
baki ákvörðun um að setja tuttugu milljónirnar af
almannafé í tilraunaverkefni sem engar líkur eru á
að skili neinu? Vanþekking eða sýndarmennska?"
Guðrún Pétursdóttir í Mbl. 8. apríl
Baráttugenið
„Er ekki verðugt verkefni fyrir Kára Stefánsson
að finna genið sem alltaf virðist halda Völsuram á
floti þegar mest liggur við. Svona baráttugen gæti
nýst víða. Síðan mætti Kári finna gen sem lengir
langtímaminni. Með þessi tvö gen að vopni gæti
þjóðarsálin orðið það afl sem veitti ráðamönnum að-
hald sem greinilega er þörf á og þjóöfélagið þróast í
átt að hugtökum eins og réttsýni, heiðarleika og
sanngirni."
Helgi Haraldsson í Degi 9. apríl