Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Page 8
8 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 I>"V isælkerinn réttur án lax - að hætti Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanns og „konu vikunnar" „Ég hef notað þennan rétt oft sem spari. Þetta er einn af þessum góðu fiskréttum sem sjaldan bregst. Það er nú reyndar orðið svolítið langt síðan ég eldaði hann. Kannski að ég fari að gefa mér tíma til þess á næstunni," sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður og óumdeilan- lega kona vikunnar fyrir fram- göngu hennar í Landsbankamálinu, en hún gaf sér tíma frá umræðun- um á Alþingi til að gefa okkur góm- sæta sælkerauppskrift að sparifisk- rétti. Við byrjum á að fá uppskriftina sjálfa, sem hentar fyrir 4-6 manns. smjör til steikingar 1 laukur 1 tsk. karrí 60 g paprika 60 g sveppir 60 g sellerí 60 g fennel (má sleppa) 2-3 hvítlauksrif 50 g tómatpúrra 2 dl rjómi 2-3 dl hvítvín picanta-krydd (14 tsk. eða eftir smekk) 800 g lúða (skorin í bita) y2 flaska súrsæt sósa (eða eftir smekk) Má hafa skelfisk Jóhanna segir að í staðinn fyrir lúðu megi einnig hafa í réttinum blandaðan skelfisk eins og humar, hörpuskel eða rækjur. Allt fari þetta eftir smekk hvers og eins. Lax passar engan veginn! Einnig segir hún að nota megi annað grænmeti eftir hentugleika. Laukur er fyrst látinn krauma í smjörinu og karríi bætt við. Græn- meti er bætt á pönnuna og síðan hvítlauk. Tómatpúrrunni og rjóm- anum er hrært saman og sú blanda sett út á pönnuna. Loks er hvítvíni og súrsætu sósunni bætt við. Fisknum er að síðustu bætt sam- an við grænmetissósuna og látið krauma á pönnunni i 5-10 mínútur. Jóhanna segir að hægt sé búa græn- metissósuna til á undan ef það henti betur. Sósuna megi þá hita upp og fisknum bætt saman við með sama hætti. Sem meðlæti mælir Jóhanna með hrísgrjónum og heitu snittu- brauði og e.t.v. hrásalati. Verði ykkur að góðu! -bjb I Kjúklingur í gráðostasósu Hér er ein uppskrift fyrir bragðlaukana. 30 g kúrennur 1 brauösneið 100 ml mjólk 60 g gráðaostur 60 g gæsa- eða andalifrarpaté 1 kjúklingur (1,5 - 2 kg) 60 g smjör 1 msk koníak 60 ml þurrt hvítvín salt nýmalaður svartur pipar 100 ml rjómi Aðferð: Setjið kúrennumar í volgt vatn og látið liggja í klukku- tíma. Bleytið brauðið í nyólk- Iinni. Kreistið brauðið og þurrkið kúrennurnar. Búið til fyllingu meö því að blanda saman gráðostinum, gæsa- eða andalifrarpatéinu, brauðinu og helmingnum af kúrennun- um. Fyllið kjúklinginn með þessu og saumið fyrir fuglinn. Bræöið smjörið í stórum eldföstum potti. Þegar smjörið er orðið mjög heitt á að brúna kjúklinginn allan. Hellið kon- íakinu yfir, látið það hitna og kveikið í þvl. Á meðan logar er hvítvíninu hellt yfir og kjúklingurinn kryddaöur. Setj- ið lok á pottinn og eldið á lág- um hita i eina og hálfa klukku- stund. Þegar tíu mínútur eru eftir af eldunartímanum er rjóman- um bætt út á og afganginum af kúrennunum. Bætið kryddi við sósuna ef þörf er á. Berist fram mjög heitt. fyiatgæðingur vikunnar___________________ Valgeir Skagfjörð, leikari með meiru: Grænt og grennandi lasagna Pastadeigið í pastadeigið notar Valgeir eftir farandi: 500 g hveiti 2 egg 1)4 msk. græna ólífuolíu y2 tsk. salt „Mörgum þykja pastaréttir ekki vera matur, sérstaklega karlmönn- um. Fyrir nokkrum árum fóru þó að renna á mig tvær grímur hvað varð- ar mataræði og heilsu. Því miður virðast menn ekki átta sig á þessu fyrr en seint og um síðir og þá oftar en ekki eiga þeir orðið við melting- arfærasjúkdóma að striða eða a.m.k. minni háttar maga-, skeifugarnar- eða ristilvandamál," segir Valgeir Skagfiörð, leikari og matgæðingur vikunnar, sem býður okkur græn- metislasagna. Hann segir réttinn vera einfaldan, fljótlegan en umfram allt meinhollan og auðmeltan. Valgeir býr til sitt eig- ið pastadeig. „Ýmsum kann að vaxa það í augum en í raun er það sára- einfalt. Engin sérstök amboð þarf. Bara kökukefli og vöðvastyrk í með- allagi,“ segir Valgeir og hefst þá lýs- ingin: 3 væn knippi af spergilkáli 4-5 meðalstórar gulrætur 1 zucchini 1 stór laukur 1 rauðlaukur 4 hvítlauksgeirar 1 bolli nýmabaunir 'A dós niðursoðnir tómatar 1 krukka Hunt’s Italian vegatable tómatsósa Grænmetiskraftur (Plantforche) Krydd, t.d. ítalskt eðalkrydd frá Pottagöldrum, og að auki basilikum og oregano. Ostasósan: 200 g rjómaostur matargerðar 75 g gráðostur 14 1 mjólk græn olífuolía 1 tsk. sykur. „Með réttinum ber ég fram brauð sem ég baka í brauðvél en annars er gott að bera fram ítölsk smábrauð. Ég byrja á því að útbúa pastadeigið. Mynda lítið útbrunnið hveitieldfiall á borðinu. Ekki gleyma að strá hveiti á borðið (Vesuvius t.d.). Ég slæ eggin í litla skál og hræri saltinu og oliunni saman við, helli blönd- unni hægt og rólega niður í kólnað- an eldgíginn og hnoða efnið upp í kúlu. (Gætið þess að deigið verði ekki of blautt, annars vill það kless- ast). Þegar deigið er fullhnoðað (5-7 mínútur) er gott að skipta því i tvo hluta og geyma í ískápnum á meðan unnið er með grænmetið. Fletjið siðan út á borðinu tvær þunnar plötur. Gott er að hafa plöt- una jafnbreiða kökukeflinu. Látið bíða í 30-40 mínútur. Næst skola ég og snyrti grænmet- ið, léttsýð gulrætumar og spergilkál- ið, hita síöan ólífuoliuna á pönnu og mýki laukinn, rauðlaukinn og zuc- chinið, kreisti hvítlaukinn saman við og krydda með ítölsku eðal- kryddi, basilikum og or- ega- no eftir smekk. Því næst helli ég tómötunum út í og mer þá saman við. Þá fer sósan í. Ég læt þetta krauma í nokkrar mínútur áður en ég læt smátt skomar gulrætumar og spergilkálið út í. Nýrnabaunirnar fara saman við rétt áður en heila klabbið fer í ofninn. Ostasósan er einfold. Hálfum lítra af mjólk er hellt í pott, osturinn lát- inn saman við og hitað rólega. Sykri stráð yfir og þykkt með maisena- mjöli ef vill. Örlítil skvetta af olíu sett saman við til að klára, eða smjör. Nú smyr ég eldfast form með olíu og helli þunnu lagi af ostasósunni til að þekja botninn. Svo sker ég pastað til. (Það stjómast auðvitað af lögun eldfasta formsins). Til að skera pa- stað nota ég pitsuskera. Kleinujárn gerir sama gagn, nú eða bara hnífur. Ég legg lasagnaplötu ofan á ostasós- una í botninum. Neðst fer grænmet- iskássan og svo nýtt lag af lasagna- plötum. Aftur grænmetiskássa og restin af plötunum. Ostasósan efst og gjarnan strái ég mozarellaosti yfir í lokin. Þetta set ég í 200 gráða heitan ofn í 20-30 mínútur. Boriö fram með brauði og hrásal- ati ef óskað er. Best er að drekka ís- lenskt blávatn með sítrónusneið með.“ Valgeir skorar á Helgu Kress, bók- menntafræðing og forseta heimspeki- deildar, að vera næsta matgæðing. til Valgeir Skagfjörð er í hollustunni og býður okkur grænmetislasagna. DV-mynd Pjetur Nýr heilsu- og matreiðsluklúbbur: IAf bestu lyst Vaka-Helgafell hefur stofnað nýjan heilsu- og matreiðsluklúbb sem nefnist Af bestu lyst. Grunn- hugmyndin að stofnun klúbbsins tengist matreiðslubókinni Af bestu lyst sem Vaka-Helgafell gaf út fyrir nokkrum árum og fékk frábærar viðtökur. í fréttatilkynningu frá Vöku- Helgafelli segir að markmið Iklúbbsins sé að veita almenningi greiðan aðgang að fiölbreyttum, hollum og góðum mataruppskrift- um sem geti stuðlað að því að draga úr tíðni þeirra hjartasjúk- dóma og krabbameins sem hægt er að rekja til mataræðis. Klúbb- urinn er starfræktur í samstarfi við sérfróða aðila. Hann hefur sér- stakan næringarfræðing og Manneldisráð reiknar út næring- argildi einstakra rétta. Allir réttir eru prófaðir í til- raunaeldhúsi og þar fara Björg Siguröardóttir, ritstjóri upp- skrifta, og Hörður Héðinsson, matreiðslumeistari klúbbsins, yfir öll smáatriði varðandi Imatseld. Uppskriftimar eru allar alislenskar. Þeir sem ganga í klúbbinn fá í hverjum mánuði uppskriftir og fréttabréf sent heim til sín. í byrj- un fá þeir einnig möppu og Fjöl- skyldukortið og þeir sem gerast strax meðlimir fá að auki bók um næringargildi matvæla og þurfa eingöngu að borga hálfvirði fyrir fyrsta pakkann. Allt efnið er ein- göngu á boðstólum fyrir klúbbfé- laga og verður því ekki til sölu á almennum markaði. Til gamans birtum við hér eina ljúffenga og litríka uppskrift úr fyrsta pakkanum sem klúbburinn býður upp á. Pastaréttur með kræklingi, tómötum og spergilkáli 500 g pastaslaufur 300 g spergilkál 1 msk. ólífuolía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 dós niðursoðnir tómatar 1 lítil dós tómatkraftur 1 dós kræklingur (425 g) 14 tsk. salt % tsk. pipar 2 msk. parmesanostur Aðferðin: Sjóðið pastaslaufúr skv. leið- beiningum á pakka. Skolið spergUkálið og skiptið því í grein- ar. Setjið út í léttsaltað sjóðandi vatn og sjóöiö í 5 mínútur. Saxið lauk og hvítlauk og mýk- Siö í olíu í potti. Hellið niðursoðn- um tómötum og tómatkrafti sam- an við. Hleypið upp suðu og bætið kræklingum út í. Bragðbætið með salti og pipar. I ■ Helliö sósunni yfir soðnu pastaslaufurnar og látið spergilkálið þar yfir. Blandið vel , saman. Borið fram með rifnum parmesanosti og grófu brauði. -sm 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.