Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 36
, 48 ís <u ffl crq O Q^ O) C/q . fe> :/ £/ Lesíu blaðið og taktuþátt íleiknum! 550 OOOO Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal \é . «fec ~^v ~J Ijjj1 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 greind efni í borginni New York. í safninu verður bæði boðið upp á myndlist og vid- eólist en Gluck hafnar því að nokkurt klám verði að finna í safninu. I garði Lúðvíks XIV Vinsældir Versala hafa aldrei verið minni en allra síðustu ár. Nú heimsækja um 9 milljónir manna konungshöllina árlega en hún er staðsett skammt utan Parísar. En forráöamenn Ver- sala eru ekki dauðir úr öllum æðum því þeir hafa undanfarið unnið hörðum höndum að því að opna fimm nýja sali sem hafa veriö lokaðir síðan í seinna stríði. Það sem vekur þó mesta eftirtekt er að í fyrsta sinn í 250 ár fá gestir að skoða hinn gullna brunn sem er í garðinum þar sem Loðvík XIV hélt flestar sínar veislur. Það er von manna að endurbæturnar skili fleiri ferðamönnum til Versala. Líkklæði Krists Klæðin sem menn telja lík- klæði Krists eru nú til sýnis 1 Safni hinna helgu klæða í Tórínó á Ítalíu. Nú þegar hafa um 900 þúsund manns pantað miða á sýninguna en reiknað er með að um 3 til 4 milljónir muni hafa sótt sýninguna þegar henni lýkur um miðjan júní- mánuð. Meðal annars er von á Jóhannesi Páli II páfa en hann Iverður staddur í borginni þann 24. maí næstkomandi. Glæpum fækkar Frá Flórída í Bandaríkjunum berast nú þær fregnir að dregið hafi úr glæpum í fylkinu um 2,6% á siðasta ári. Glæpatíðnin Snæfellsnes paradís ferðamannsins: Sá sem kemur einu sinni kemur aftur og aftur DV, Vesturlandi: Snæfellsnes er einstaklega hríf- andi landsvæði sem geymir óteljandi náttúruperlur til sjávar og sveita. Fjölbreytileiki landsins er mikill og auðvelt að komast í nálægð við þau djásn sem þar er að finna. Þar eru grösugar sveitir sunnan heiða, sem horfa vel við sól, í skjóli fyrir norð- lægum vindum, og ströndin er brydduð gulum ægisandi. Norðan fjalla er ströndin vogskor- in og viða sæbrött, eyjar fyrir utan og nokkur fjöll þverhnípt í sjó fram, eins og Enni og Búlandshöfði. Þar eru lík Drápuhlíðarfjall, Kirkjufell og hið magnaða Helgafell. Sunnan við fjallgarðinn má líka nefna hina landsþekktu Eldborg. Á láglendi skiptast á engjar og ræktarlönd, mómýrar og fenjaflóar eða hraunflákar, sumir gróðursælir. Margt er þar silungsvatna og veiði- ár margar. Fuglalíf er fjölbreytt, allt frá músarindli og keldusvíni til branduglu, fálka og arnar. Gjöful- ustu fiskimið landsins hafa löngum verið við utanvert nesið. Sá sem ætlar að ferðast um nesið verður ekki svikinn af því sem ferðaþjónustuaðilar á nesinu bjóða, hvort sem á að fara í skipulagðar ferðir, gönguferðir, útsýnisferðir eða bara að skoða umhverfið sem óviða er fegurra. Með tilkomu Hvalfjarðarganga styttist leiðin fyrir þá sem ætla að ferðast um Nesið frá höfuðborgar- svæðinu og það er því ekki úr vegi að nota helgarrúntinn eða sumarfrí- ið til þess. Ströndin í kringum Nesið er afar margbreytileg. Þar eru langar, mjúkar sandfjörur, stórkostlegar klettamyndir, hellar og fuglabjörg. Fjöllin á Nesinu, stór og smá, ögra göngumanninum og af þeim er víð- sýnt og fagurt um að lítast. Einnig eru hin dæmigerðu sjávarpláss við ströndina mjög áhugaverð og mann- líf þar fjölskrúöugt og í sterkum tengslum við islenska sögu. Margar gönguleiðir Um Snæfellsnes eru fjölmargar göngu- og akstursleiðir. Gisting er í boði viö allra hæfi um allt Nesið, allt frá tjaldsvæðum og svefnpoka- plássi til bestu hótela. Ekki má gleyma hinni rómuðu matargerðar- list heimamanna sem nota ferskt sjávarfang til þess að kitla bragð- lauka gestanna eða hinni frægu „skelfiskvinnslu" á Breiðafirði þar sem kræsinganna er neytt jafnharð- an og þær koma upp úr trollinu. Ævintýri á Jökli Á Snæfellsnesi bjóðast margvís- legir kostir til ferðalaga, langra sem stuttra, og þar er gnótt viðfangsefna fyrir útivistarfólk. Óvíða á landinu eru veiðisvæði jafnfalleg og tilbreytingarrík og sjó- stangaveiöi er stunduð frá sjávar- plássum. Snæfellsjökull hefur á sér ljóma ævintýra, dulúðar og kynngi. Besta leiðin fyrir þá sem vilja komast í ná- vígi við þessa frægu náttúrusmíð er að fara í skipulagða göngu- eða Bárður Snæfellsáss í allri sinni dýrö. Verkiö er eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara. DV-mynd ísak sleðaferð. Frá HeUnum er einnig boðið upp á grasaferðir. Hákarlahjallar og öl- keldur Möguleiki er á ýmsum skoðunar- ferðum um Nesið, svo sem hesta- ferðum um Löngufjörur í fylgd staðkunnra leiösögumanna. Þeir sem vilja reyna eitthvað nýtt og óvenjulegt bregða sér í hákarla- hjaUa og fá sér smakk eða heim- sækja ölkeldu og bergja af hinu heUsusamlega vatni. Þá er að flnna hestaleigur, vélsleðaleigur, golfveUi, sundlaugar og íþróttasvæði. Mikið er um menningcU- og sögu- minjar á þessu svæði. Nægir að nefna byggða- og sjóminjasöfn á Hellissandi, í Ólafsvík, Stykkis- hólmi og staði eins og írskrabrunn og flskbyrgin hjá Gufuskálum. í Flatey eru mörg gömul og faUeg hús sem geyma sögu fyrri alda. Sjóminjasafnið á Hellissandi. f safninu er að finna marga muni frá eldri tíö, þar á meöal áraskipiö Ólaf sem er yfir 100 ára gamalt. Þá hefur veriö endur- byggö sjóbúö sem lengst stóö uppi á Hellissandi. DV-mynd ísak Paradís fuglaskoðara Breiðafjörður og eyjarnar ótelj- andi eru hreinasta paradís fyrir fuglaskoðara og raunar alla sem unna náttúru þessa lands. Ferðir bjóðast yfir fjörðinn með viðkomu í Flatey og styttri siglingar á miUi eyj- anna tU fugla- og náttúruskoðunar. Einnig hvalaskoðunarferðir frá Arn- arstapa, Ólafsvík og Stykkishólmi. Það er ljóst að Snæfellsnes hefur margt að bjóða útivistarfólki og öll- um þeim sem unna fagurri og fjöl- breyttri náttúru. -DVÓ hefur ekki verið lægri frá því árið 1933 en fyrir fimm árum urðu morð á níu evrópskum ferðamönnum til að sverta ímynd fylkisins með þeim af- leiðingum að ferðamönnum fækkaði. Ferðafrömuðir í Flór- ída eru þó vart á flæðiskeri staddir því í fyrra voru ferða- mennimir alls 47 milljónir og er búist við svipuðum fjölda í ár. Franskir bændur mótmæla Um síðustu helgi mótmæltu franskir bændur lækkun á blómkálsverði með því að trufla lestarferðir um Bretagneskag- ann. Bændurnir skemmdu tals- vert af lestarteinum og tóku viðgerðir nokkra daga en á Imeðan var öU áætlun úr skorð- um, ferðamönnum og öðrum tU mikiUa óþæginda. Kynlífssafn í NewYork Kynlíf og trúarbrögð, kynlíf og pólitík, kynlíf og heimspeki, kynlíf og vísindi og svo mætti lengi telja. Þetta eru hugðarefni bandarísks viðskiptajöfurs, Gluck að nafni, sem hyggst opna heljarmikið safn um ofan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.