Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 25
I>'V' LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 25 Heljiir Vestfjarða með augum Spessa Ljósmyndarinn Spessi, Sigurþór Hallbjörnsson, hefur að undanförnu sýnt ljósmyndir i gamla Tjöruhús- inu í Neðstakaupstað á ísafirði. Sýn- ingin ber yfirskriftina Hetjur og hef- ur að geyma ljósmyndir af 19 vest- firskum konum sem Spessi hefur tekið á síðustu misserum. Sýningin er opin á morgun, sunnudag, en verður síðan ekki opnuð fyrr en um miðjan maí þegar Byggðasafnið tek- ur til starfa. Reiknað er með að myndirnar standi upp fram á sum- ar. Spessi er þarna á heimavelli þar sem hann er fæddur á ísafirði. Sýn- ingin hefur vakið mikla athygli heimamanna. Til marks um það þá komu ríflega 500 manns fyrstu sýn- ingarhelgina. „Þetta hefur verið virkilega skemmtilegt verkefni. Það spurðist út þegar ég var að taka myndir af konunum og myndaðist mikill spenningur áður en sýningin var opnuð,“ segir Spessi sem fyrir tveimur árum var með svipaða sýn- ingu á ísafirði. Þá sýndi hann ljós- myndir sínar af vestfirskum sjó- mönnum. í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að taka myndir af vest- firskum kjarnakonum sem Spessi segir að séu sannar hetjur. Spessi hefur það á stefnuskránni að koma öllum þessum ljósmyndum í eina bók. Hér að ofan getur að líta eina af myndunum á sýningunni. Umhverfisslys Pamela Anderson er öllum að góðu kunn. Hún hefur á síðustu misserum gengið í gegnum mikla erfiðleika í samlífinu með Tómasi Lee, fyrrum eiginmanni sinum. Hún yfirgaf afstyrmið fyrir skemmstu eftir að hann hafði látið högg dynja á dýrlegum skrokki gyðjunnar. Eftir viðskilnaðinn við viðundrið hefur sjálfstraust Pamelu legið í hnipri eins og barinn hundur og hún því þurft að leita nýrra leiða til að draga það fram úr skugganum. Hún hefur leitað til hönnuðarins Marc Bouwer. Hann sagði henni í stórum dráttum að kasta fataskáp sínum út í ystu myrkur, losa sig við stutt pils og þrönga toppa og taka upp virðulegri klæðnað. Hyggnir menn sjá að þarna er á ferðinni um- hverfisslys sem þorri manna mun ekki líða. Louvresafninu má loka en ekki Pamelu. Sigrún Brynjólfsdóttir, eiginkona aflahæsta skipstjóra Islandssögunnar, Geira á Guggunni, er meöal þeirra kvenna sem Spessi myndaöi. Vorútsala '98 Útsalan verður haldin 18. og 19. apríl í vörumóttöku Olís, Sundagörðum 8, frá kl. 10 til 16 báða dagana. Frábær verð - allt á að seljast. Fyrstir koma - fyrstir fá. Leðurhanskar, jogging-gallar, gönguskór, regnsett, kuldagallar, reiðhjólahjálmar, bíla- vörur, leikföng, sokkar, wc-pappír, íþrótta- buxur, vinnuúlpur og margt margt fleira. Heitt á könnunni. MYNDBANDS UPPTÖKUVÉLAR 14x sjálfv. aðdráttur (Digit.) Ljósnæmi 0,3 Lux Gleiðhornslinsa Sjálfvirk stilling á focus og mynd Program AE 3 stillingar Crystal Clear myndstilling gjpm 17x stillanl. aðdráttur (Digit.) Ljósnæmi 0,3 Lux 3"Litaskjár Gleiðhornslinsa Sjálfvirk stilling á focus og mynd Program AE 3 stillingar Crystal Clear myndstilling Fjarstýring ■ itWj JAPIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.