Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 14
14
rir 15 árum
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 DV
Unnu í myndasamkeppni Reykingavarnanefndar fyrir 15 árum:
Fyrir nákvæmlega 15 árum, eða
þann 18. apríl 1983, var í DV sagt
frá verðlaunaafhendingu í mynda-
samkeppni Reykingavarnanefnd-
ar, nú Tóbaksvarnanefndar, á
meðal grunnskólabama. Mark-
miðið var að gefa krökkum sem
væru á móti reykingum tækifæri
til að „teikna hug sinn“ eins og
haft var eftir formanni nefndar-
innar, Guðrúnu Guðlaugsdóttur.
Um tvö þúsund myndir bámst í
samkeppnina og 18 myndir voru
verðlaunaðar. Aðalverölaunin
hlutu tveir drengir úr Fossvogs-
skóla, þeir Sig-
urður Sævar
Sigurðs-
son og Bjöm Darri Sigurðs-
son, sem vom þá á áttunda ald-
ursári. Þeir skiptu á milli sín
fyrstu verðlaununum, 7500 krón-
um, sem á núvirði eru hátt í 50
þúsund krónur.
í DV mánudaginn 18. apríl 1983
segir m.a.:
,,„Ég átti hugmyndina aö þessari
teikningu, “ sagöi Björn Darri Sig-
urösson, sem var viðstaddur verö-
launaajhendinguna og tók á móti
verölaunum fyrir hönd þeirrafélaga.
„Siguröur Sœvar teiknaói svo mynd-
ina. Ég teiknaöi líka aöra mynd en
húnfékk ekki verölaun."
Björn Darri sagðist vera mikiö á
móti reykingum og hugmyndin á
myndinni vœri aö betra vœri að
Björn Darri Sigurösson og Siguröur Sævar Sigurðsson höfðu ekki hist í mörg ár
þegar DV kom þeim saman á ný, 15 árum eftir að þeir tóku við verðlaunum í mynda-
samkeppni Reykingavarnaráðs, nú Tóbaksvarnanefndar. Hér benda þeir hroöugir á
myndirnar af sér, ungum og saklausum!
DV-mynd ÞÖK
ganga á sígarettunum en reykja
þœr. Verölaunamyndin sýnir tvo fœt-
ur sem troöa á sígarettustubbum."
Vegna inflúensu gat Sigurður
Sævar ekki verið viðstaddur af-
hendinguna en í símasamtali við
DV sagðist hann hafa verið um það
bil eina viku að teikna myndina.
Hann sagðist teikna mikið og vera á
móti reykingum líkt og Bjöm Darri.
Hvar skyldu kappamir vera svo
niðurkomnir í dag, á 23. aldursári?
Eftir nokkra eftirgrennslan
komumst við að því að þeir eru enn
búsettir í Reykjavik en hafa ekki
hist í mörg ár. Við komum þeim
saman á ný í vikunni og það voru
að sanni góðir endurfundir.
Þeir höfðu gaman af því að rifja
þetta upp. Fátt var um svör er þeir
voru spurðir hvort þeir reyktu í
dag. Skiptu fljótlega um umræðu-
efni! Sögðu það vissulega hafa verið
óvænt að vinna í samkeppninni.
Fimmtán árum seinna viðurkenna
þeir að bekkjarkennarinn, hún
Magnea, hafi átt stóran þátt í
sigrinum!
Framtíðin óráðin
Bjöm Darri lauk barnaskóla-
náminu í Fossvogsskóla og fór
þaðan í Réttarholtsskóla. Að því
loknu tók við framhaldsnám í
Menntaskólanum við Sund þaðan
sem hann lauk stúdentsprófi vorið
1995. Nú stundar Björn nám í tölv-
unarfræðum við Háskóla íslands.
Framtíðin óráðin
Sigurður Sævar flutti úr Foss-
voginum í Árbæinn er hann var
11 ára. Þar sem ekki var skóla-
pláss þar varð hann að klára
barnaskólann í Laugarnesskóla og
tók gagnfræðastigið í Laugalækj-
arskóla. Sigurður lauk stúdents-
prófi í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti um siðustu áramót eftir
að hafa tekiö sér nokkrar pásur
vegna dvalar erlendis. Hann er ný-
lega kominn heim eftir að hafa
starfað sem flugþjónn hjá Atlanta
í Saudi-Arabíu. Þessa dagana
starfar hann hjá bróður sínum í
fyrirtækinu Augljósri merkingu
en aðspurður taldi hann það ekki
útilokað að fara aftur í flugþjóns-
starfið.
Þeir sögðu framtíðina vera að
mörgu leyti óráðna. í spjalli okkar
kom í ljós að á sínum tíma voru
þeir báðir að spá í kennaranám en
ólíklegt að af því verði í bráð. Þeir
em báðir lausir og liðugir og til í
allt... -bjb
bókaormurinn______________________________
María Jóhanna Lárusdóttir, íslenskukennari í Versló:
Sannkallaður bókaormur
„Já, það er satt ég er sannkallað-
ur bókaormur. Mín hugmynd um
frí og slökun er gott umhverfi, næði
og bókastafli. Ég les jöfnum hönd-
um alls konar bækur, sakamálasög-
ur, skáldsögur, ævisögur og fræði-
bækur - allt eftir þvi hvemig liggur
á mér og við hvaö ég er að fást þá
stundina. Það vill svo vel til að starf
mitt felst í að miðla bókmenntum til
ungs fólks en ég er íslenskukennari
í Verslunarskóla íslands og segi
stundum að skemmtiiegra starf sé
ekki til - þótt ég viðurkenni nátt-
úrulega að það væri enn skemmti-
legra ef það væri hægt að brauð-
fæða sig lfka með því að kenna - en
það er nú önnur saga!“ segir María
Jóhanna Lárusdóttir, bókaormur
vikunnar.
„Á náttborðinu mínu em bækur
sem fara ekki þaðan nema þá í seil-
ingarfjarlægð, bækur sem mér
finnst alltaf gott að grípa til og
verða aldrei fulllesnar. Þar á meðal
er Biblían sem ég sæki í andlega
næringu en er líka makalaust bók-
menntaverk sem skáld og hugsuðir
byggja á. Sakna ég þess oft hvað
nemendur mínir kunna lítið af því
sem viö kölluðum biblíusögur hér i
eina tíð. Grískar, norrænar og
irskar goðsagnir eru í þessum
stafla, jógaheimspekirit ásamt ljóða-
bókum og í vetur bættist í þennan
flokk Leitin að tilgangi lífsins.eftir
Victor E. Frankl. Sölku Völku og
Sjálfstætt fólk eftir Laxness er ég að
lesa með nemendum mínum þessa
dagana. Það er einstaklega ánægju-
legt að skiptast á skoðunum við
ungt fólk um viðfangsefni þessara
verka og finna að persónurnar taka
á sig nýja mynd með árunum ekki
síst Bjartur í Sumarhúsum sem sáði
í akur óvinar síns alla sína ævi og
ég var svo reið við þegar ég var ung
en skil betur núna.
Nær Evrópusögunni
Ég hef verið að kenna 20. aldar
bókmenntir seinni hluta vetrar og
mér finnst ég færast nær sögu Evr-
ópu og skilja margt betur en ella
með því að lesa Veröld sem var eft-
ir Stefán Zweig. Hann skrifaði bók-
ina í útlegö og eftir minni skömmu
fyrir andlát sitt í lok seinni heim-
styrjaldarinnar og lýsir þar upp-
vaxtarárum sínum og þeirri Evrópu
sem hann man. Meistarinn og
Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov
rataði líka aftur upp á náttborðið
mitt hér á dögunum en það er ein af
mínum uppáhaldsbókum. Hún ger-
ist í Moskvu á dögum Stalíns þar
sem dularöfl ýmiss konar fara á
kreik í því skini að hreinsa til og
skáldskapurinn og mannleg örlög
fléttast saman í endurskini píslar-
sögu Krists. Kassöndru eftir Christu
Wolf tók ég út úr bókaskápn-
um mínum þegar ég hlust-
aði á frábæran lestur
Krisjáns Ámasonar á
Illionskviðu í útvarpinu.
Kassandra, dóttir Trojukon-
ungs hafði þegið þá náðar-
gáfu frá guðunum að sjá fyr-
ir um óorðna atburði en var
undir þeim álögum að geta ekki
spornað við ógæfu sinni eða ann-
arra því enginn tók hana trúanlega.
Þessi bók er meistaralega vel skrif-
uð og sögð frá öðru sjónarhomi en
þvi sem kemur fram í Hómerskvið-
um og vekur þvi hjá lesanda spurn-
ingar um sannleiksgildi sagnfræð-
innar.
Bókakörfur Steinunnar
Ég læt vera að fjalla um nýút-
komnar íslenskar skáld-
sögur, það hafa aðrir
gert svo ágætlega
en ég get ekki
látið hjá líða að
minnast á
Vatnsfólkið
eftir Gyrði Elí-
asson sem ég
las mér til mik-
illar
ánægju
núna
ný-
ver-
ið.
Af
er-
lendum skáldsögum sem
ið að lesa í vetur og get mælt með
era skáldsögurnar Crossing to
Safety eftir bandaríska höfundinn
Wallace Stegner, Worst Fears eftir
Fay Weldon, Part of the Fumiture
eftir Mary Wesley, Evening Class
eftir írsku skáldkonuna Maeve
Binchy og Beach Music eftir banda-
ríska höfundinn Pat Conroy. Að lok-
um mæli ég með bókakörfum á borð
við þær sem okkar ágæti bókavörð-
ur, Steinunn, hefur komið fyrir vítt
og breitt um skólann og allir geta
sótt í og skipst á lesefni. Ég var beð-
in að útnefna nýjan bókaorm og
varð fyrstur fyrir mér sonur
minn, Lárus PáÚ Ólafsson, heim-
spekingur og bókaunnandi. Hann
mun vafaflaust auðga lesendur DV
með því að lýsa þeim bókum sem
hann hefur mætur á, að minnsta
kosti er náttborðið hans nógu
girnilegt á að líta fyrir bóka-
orma!“
METSÖLUBÆKUR
BRETLAND
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Kate Atkinson: Human Croquet.
2. Charles Frazier: Cold Mountain.
3. Helen Fieldlng: Bridget Jone’s Diary.
4. John Grlsham: The Partner.
5. Danielle Steel: The Ranch.
6. PD James: A Certain Justice.
7. Louls de Bernieres: Captain Corelli's
Mandolin. ---
8. Arabella Welr: Does My Bum Look Big
in This?
9. Patrlcia Cornwell: Hornet’s Nest.
10. Donald James: Monstrum.
RIT ALM. EöLIS - KIUUR:
1. Paul Wilson: The Little Book of Calm.
2. Ed Marsh & Douglas Klrkland: James
Cameron’s Titanic.
3. Frank McCourt: Angela’s Ashes.
4. Ýmsir: The Diving-Bell & The Butterfly
Jean-Dominique Bauby.
5. John Gray: Men Are from Mars, Women
Are from Venus.
6. Adellne Yen mah: Falling Leaves.
7. Bill Bryson: Notes from a Small Island.
8. Vlolet Joseph & J. Graham: Titanic
Survivor.
9. John Pllger: Hldden Agendas.
10. Bill Bryson: The Lost Continent.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. John Grisham: The Street Lawyer.
2. Nlck Hornby: About a Boy.
3. Jackie Colllns: Thrilll
4. Joanna Trollope: Other People’s
Children.
5. Danielle Steel: The Long Road Home.
INNBUNDIN RIT ALM. EöLIS:
1. Peter Ackroyd: The Life of Thomas
More.
2. Ted Hughes: Birthday Letters.
3. Dava Sobel: Longitude.
4. Dlckie Blrd: My Autobiography.
5. Blll Bryson: A Walk in the Woods.
(Byggt á The Sunday Times)
BANDARÍKIN
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Alicla Hoffman: Here on Earth.
2. Taml Hoag: A Thin Dark Line.
3. John Grlsham: The Partner.
4. John Case: The Genesis Code.
5. Maeve Blnchy: Evening Class.
6. Rebecca Wells: Divine Secrets of the
Ya-Ya„Sisterhood.
7. Robln Cook: Chromosome 6.
8. Nora Roberts: Puplic Secrets.
9. Anonymous: Primary Colours.
10. Joseph Kanon: Los Alomos.
RIT ALM. EöLIS - KIUUR:
1. Rlchard Carlson: Don’t Sweat the
Small Stuff.
2. Les & Sue Fox: The Beanie Baby
Handbook.
3. Robert Atkin: Dr. Atkins’ New Diet
Revolution.
4. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun.
5. Tyra Banks & Vanessa Thomas Bush:
Tyra’s Beauty Inside.
6. Ýmslr: Chicken Soup for the Teenage
Soul.
7. Grace Catalano: Leonardo: Modern Day
Romeo.
8. Walter Lord: A Night to Remember.
9. Rlchard Carlson: Don’t Sweat the
Small Stuff with Your Family.
10. Dave Pelzer: A Child Called ,lt“.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Danlelle Steel: The Long Road Home.
2. John Grlsham: The Street Lawyer.
3. Anne Rlce: Pandora: New Tales of the
Vampires.
4. Charles Frazler: Cold Mountain.
5. Mlchael Connelly: Blood Work.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Suzy Orman: The 9 Steps to Financial
Freedom: Practical and Spiritual Steps
So You Can Stop Worrying.
2. Andrew Well: Eight Weeks to Optimum
Health.
3. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie.
4. James Van Praagh: Talking to Heaven.
5. Howard Kurtz: Spin Cycle: Inside the
Clinton Propaganda Machine.
(Byggt á Washington Post)