Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 viðtal ** ★---- Leikhús ímyndunaraflsins ■ ■ / rætt við Sigurð Sigurjónsson leikstjóra og Orn Árnason leikara um Gamansama harmleikinn og þá sjálfa „Þaö er skemmtileg pœling aö persónur séu til áöur en þœr eru skrifaöar; aö þaö sé ein- hver annar heimur þar sem allar persónurnar eru tilbún- ar. Hamlet er þarna og Ragn- ar Reykás. Síöan er einhver sem skrifar: Já, Hamlet... Þá fer hann niöur í þaö hlutverk. “ Á sumardaginn fyrstá, þann 23. apríl, verður leikritið Gamansami harmleikurinn eftir Eve Bonfanti og Yves Hunstad frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins. Þetta leikrit er að mörgu leyti mjög sérstakt, ekki síst fyrir það að það er aðeins einn leik- ari sem fer með mörg hlutverk. Þetta er ekki farsi, eins og nafnið gefur kannski tilefni til að halda, heldur er þetta gamansamt verk með heimspekilegu ívafi. Leikstjóri verksins er Sigurður Sigurjónsson en leikarinn er Örn Árnason. íslendingar eru ekki ókunnugir þessum tveimur sem hafa, ásamt þeim persónum sem þeir hafa skapað, verið með elskuð- ustu mönnum þjóðarinnar. Leikstjórn og leikur Þegar þjóðleikhússtjóri fól þeim verkefnið var hann ekki búinn að ákveða hvor myndi leikstýra og hvor leika. Þeir félagar réðu fram úr þvi í sameiningu. „Þetta þróaðist svona óvart og viljandi og ég held að við séum báðir mjög sáttir við það,“ segir Sigurður. „Sigurður er nú búinn að vera mun lengur í leik- húsinu en ég. Maður leyfir nú nestomum að leikstýra," segir Örn. Sigurður stefnir að því að snúa sér meira að leikstjóm. „Því er ekk- ert að leyna hjá mér. Ég er búinn að vera þetta mörg ár í leikhúsi og seinni árin hef ég hugsað til þess að fara að leikstýra mun meira. Ég held það gerist með flesta leikara þegar þeir em búnir að leika í ákveðinn árafjölda aö þeir segi „ah, nú verð ég að leikstýra" og þá verð- ur leikarinn að láta reyna á það. Kannski hentar það honum ekki, kannski finnst honum það leiðin- legt, kannski getur hann það ekki en ég held hann verði ekki sæll fyrr en hann hefur reynt það. Ég held að það sé vont aö þurfa að segja það þegar maður er kannski á síðustu metrunum, „ah, maður hefði þurft að reyna að leikstýra“. Maður þyk- ist hafa safnað saman einhverri reynslu og vill ekki brenna inni með hana. Það em ekki allir sem fá þetta tækifæri þannig að ég er mjög þakklátur fyrir það. Þetta á vel við mig og ég vil reyna áfram. Ekki það að ég sé að hætta að leika en ég get séð fyrir mér að draga aðeins í land þar í bili. Þessi uppsetning hefur veriö mjög þakklát glíma og sérstak- lega að vera með Erni, manni sem ég þekki vel og treysti." Örn segir að þetta hafi veriö mjög fint, „hann er efnilegur og kominn tími til að hann fengi að leikstýra". Skemmtilegt og marg- slungið verk Þeir félagar eru mjög hriftiir af verkinu, það henti þeim mjög vel og sé skemmtilegt. „Þetta er mjög flókið verk þó að það virðist einfalt við fyrstu sýn. Það kemur á daginn að það er margslungið. Við höfum reynt að kafa eins djúpt í verkið og við get- um og reynt að finna sem mest út úr því. Ég segi núna að ég er mjög ánægður með útkomuna," segir leik- stjórinn. „Við höfum báöir mjög gaman af leikhúsi imyndunaraflsins og ef eitthvað kemst nálægt því þá er það þetta verk, þetta er leikhús í sinni tærustu rnynd," segir Örn. Þeir félagar segja að erfitt sé að sétja fmgurinn á viðfangsefni Gam- ansama harmleiksins. Sigurður seg- ist sjá nýjar hliðar á hverri æfingu. „Það er ekki létt að segja um hvað leikritið er í einni setningu. Það gæti fjallað um ástina; það að lifa lífinu lifandi; það að varðveita barnið í sjálfum sér og ímyndunaraflið; það að láta drauma sína rætast og svo framvegis og svo framvegis. Það gæti líka fjallað um leikhúsheiminn, glímu leikarans við hlutverkið og er að mörgu leyti skrifað sem slíkt en merkingin er víð og opin. Það má skilja og á að skilja verkið á ólíka vegu. En fyrst og síðast er þetta skrifað og sett fram á gamansaman hátt og i léttum dúr, án þess að þaö séu nein skrípalæti. Þótt menn haldi það náttúrlega og eðlilega þegar við eigum í hlut. Þetta er ekki Spaug- stofudrama í þeim skilningi." Sigurður segir að þögn, nálægð og notalegheit sé stór hluti af sýning- unni. „Þetta á að vera notaleg sýn- ing, ekki sýning sem slær mann utan undir. Maður á að fara heim eins og maður hafi farið í gott bað. Það væru góð áhrif fyrir minn smekk. Að fólk færi með bros út í annað og héldi áfram að hugsa um það sem því þyk- ir leikritið fjalla um.“ Erffitt hlutverk Það er ekki létt verk að 6tanda einn á sviði í einn og hálfan klukku- tíma og í gífurlegri nálægð við áhorfendur. Það er verkefni Arnar Ámasonar í þessari sýningu en hann leikur einn fjölmörg hlutverk verksins. „Það er fullt af fólki sem kemur við sögu í leikritinu. Það er bara leikið líka. Það leikur," segir Örn og þegar blaðamaöur spyr hvort hann fari létt með það þá svarar hann: „Ég veit það ekki en persónurnar birtast á sviðinu." Hann segir að sýningin sé mjög erf- ið líkamlega. „Þetta er eins og fimmtíu kílómetra maraþonhlaup. Ég er ekki mjög góður í því,“ segir Öm hlæjandi og bætir við, „þetta tekur vissulega á, maður svitnar duglega. Þetta er fin líkamsrækt. Það hefúr tekið tíma að læra verkið og koma þessu þannig að það mynd- ist einhver heild í hnakkanum á manni. Þetta er að smella saman.“ Traust vinabönd „Það var orðið tímabært að við Örn færum að vinna saman í ná- vígi,“ segir Sigurður og Örn bætir hlæjandi við „við höfum nánast ekkert unnið saman.“ Þeir hafa síð- ustu ellefu árin unnið í miklu ná- vígi og verið í símasambandi, nán- ast á hverjum degi. Þeir eru vinir utan vinnunnar og fara saman í golf, keilu og þess háttar. Sigurður segir glottandi að slíkt skili sér mjög vel í glímu við verkefni eins og það sem þeir vinna nú við. Sigurður segir að vinnan við sýn- inguna hafi vissulega reynt á sam- Starfið en það hafi verið mjög gleði- legt hvað þetta hafi verið ljúft og hvað þeir treystu hvor öðmm vel í þessu. „Þegar það er hara einn leik- ari og í miklu návígi verður traust- ið að vera algert," segir Sigurður. Þeir eru sammála um það að vinátta þeirra hafi frekar styrkst en veikst viðþetta verkefni. „Við höfum alltaf náð að aðskilja vinnuna og vinskap- inn. Við getum farið í bíó án þess að tala um Gamansama harmleikinn. Ef við gætum það ekki þá væri þetta handónýtt," segir Sigurður, „þá værum við orðnir vitlau iir.“ „Fyrir mörgum árum fór vinátta okkar í ákveðnar skorður og hún hefur ekk- ert farið úr þeim skorðum síðan og kemur ekkert til meö að breytast held ég, ekki úr þessu,“ segir Örn. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.