Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Daðrað við kjarna málsins Bezta ráðið til að bæta lífskjörin til langs tíma er að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Því minna, sem kosta þarf til framleiðslu á vöru og þjónustu, að beinum launum starfsmanna frátöldum, þeim mun meiri hluti andvirðisins er til ráðstöfunar í lífskjörin. í fróðlegu riti, sem var að koma út á vegum Vinnuveit- endasambandsins, Samtaka iðnaðarins og samtaka evr- ópsks iðnaðar, er borin saman samkeppnishæfni at- vinnulífs íslendinga og helztu auðþjóða heims. Þar kem- ur fram, að við stöndum að mörgu leyti vel að vígi. Af neikvæðum atriðum sker helzt í augu, að vextir eru tveimur prósentustigum hærri en þeir eru í samkeppn- islöndunum. Þetta eykur Qármagnskostnað atvinnulífs- ins, einkum þeirra fyrirtækja, sem eru að auka rekstiu- sinn og leggja út á nýjar og spennandi brautir. Vaxtamunur íslands og Evrópu mun aukast, þegar evran kemur til sögunnar um næstu áramót. Margvís- legt hagræði af völdum hennar mun lækka vexti í sam- keppnislöndum okkar um hálft prósentustig, en ekki hér á landi. Munurinn fer því í hálft þriðja stig. Veigamesta ástæða hárra vaxta er illa rekið banka- kerfi með hrikalegum afskriftum útlána vegna óráðsíu bankastjóra og bankaráða í vali gæludýra sinna. Þessar- ar ástæðu er ekki getið í ritinu, þótt hún valdi óeðlilega miklum mun á innláns- og útlánsvöxtum. Ekki þýðir að lækka vexti með handafli, því að þeir þurfa að fylgja framboði og eftirspurn íjármagns. Unnt er að hafa áhrif á jafnvægið með því að halda niðri þorsta ríkisins í lánsfé, efla sparnaðarhvata í reglum um sparifé og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Einnig sker í augu, að útgjöld þjóðfélagsins til rann- sókna og þróunarstarfs eru mun lægri hér á landi en í samkeppnislöndunum. Þetta heftir útþenslu hátækni- greina, sem borga mönnum hátt kaup, og varðveitir lág- tekjugreinar á borð við landbúnað. í ritinu er ekki fjallað um óhagræðið, sem stafar af stuðningi ríkisins við lágtekjugreinar. Með beinum styrkjum, innflutningsbanni og tollum ver þjóðfélagið einum til tveimur tugum milljarða króna á hverju ári til að hindra þróun úr landbúnaði til hátekjugreina. Bent er á, að ríkið þurfi að gæta hófs í mannahaldi, út- gjöldum og skattlagningu. Ekki er samt nefnd bezta leið- in til þess. Hún er sú að lækka venjulega skatta á fólk og fyrirtæki með því að láta auðlindaskattinn renna til rík- isins, en ekki milli fyrirtækja í sjávarútvegi. Margt er í betra horfi hér en hjá helztu auðþjóðum heims. Lífeyrissjóðakerfið er komið í góðan farveg, sem ekki ýtir vandanum inn í framtíðina. Launatengdur kostnaður er samt tiltölulega hóflegur hér á landi. At- vinnuleysi er lítið og atvinnuþátttaka mikil. Skýrsluhöfundar telja réttilega, að sveigjanleiki sé að ýmsu leyti meiri í hagkerfi okkar en annarra þjóða. Fólk telur ekki eftir sér að flytja búferlum í átt til tækifær- anna. Hlutastörf eru tiltölulega algeng. Takmarkanir á sveigjanleika á vinnumarkaði eru tiltölulega vægar. Ritið daðrar víða við kjarna málsins, en segir ekki fullum fetum, að stórtækustu aðferðirnar við að auka samkeppnishæfni íslands felist í hreinsun bankakerfis- ins, alþjóðlegmn uppboðum veiðileyfa í sjávarútvegi og afnámi sértækra afskipta ríkisins af atvinnuvegum. Sameiginlegt einkenni ýmissa beztu leiðanna er, að þær fela í sér, að ríkið dragi sig í hlé sem skömmtunar- stjóri verðmæta og verndari gæludýra í atvinnulífinu. Jónas Kristjánsson Vopnin Friðarsamkomulagið á Norður-írlandi hefur vakið mikla athygli enda um heimssögulegan atburð að ræða. Á síðustu mánuðum virtist ekkert benda til þess að unnt yrði að binda enda á þá skálmöld sem ríkt hefur á Norður-írlandi í þrjátíu ár og kostað rúmlega þijú þúsund manns lífið. Öfgahópar úr röð- um kaþólikka og mótmælenda stóðu að morðum og ofbeldi allt fram á síðustu stundu. Eitt vakti þó vonir þegar samninga- lotan hófst í september 1997: Það hafði aldrei áður gerst að samninga- viðræður færu fram meðan yfirlýst vopnahlé andstæðra fylkinga væri i gildi. Vitaskuld kom hér meira til. Stjómarskiptin í Bretlandi í fyrra urðu til þess að glæða samningavið- ræðurnar nýju lífi enda beitti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sér í málinu frá upphafi. David Trimble, formaður stærsta flokks sambandssinna, sýndi einnig mikið pólitískt áræði þegar hann hélt þeim áfram þótt hann ætti mun erf- iðara með að kyngja samningsdrög- um George Mitchells, milligöngu- manns Bandaríkjastjórnar, en Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hins pólitíska arms írska lýðveldis- hersins (IRA). Það leikur heldur enginn vafi á því að það flýtti fyrir samningsgerðinni að deilan á Norður-írlandi hafði fengið aukið vægi í alþjóðamálum. Það varð ekki síst vegna afskipta Bills Clintons Bandaríkjaforseta af deilunni en fram að því hafði Bandaríkjastjórn sýnt henni takmarkaðan áhuga. Forsagan: Þáttur Clintons Þegar Clinton lýsti yflr því i kosningabaráttunni árið 1992 að hann hygðist gera allt sem í hans valdi stæði til að hrinda af stað samningaviðræðum um framtíð Norður- írlands tóku fáir þau orð bókstaflega. Gengið var út frá því visu að Clinton væri á atkvæða- veiðum meðal hinna þrjátíu milljóna Bandaríkja- manna af írskum ættum. En það kom í Ijós að Clinton var full al- vara. Sú ákvörðun hans árið 1994 að veita Gerry Adams vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna varð mjög umdeild, innan sem utan Bandaríkjanna. En hún sýndi að Bandaríkjastjórn vildi höggva á hnút deilunnar með því að nota Sinn Fein til að fá IRA til að lýsa yfir vopnahléi. í fyrstu leit út fyr- ir að Clinton tækist ætlunarverk sitt. í ágúst 1994 boðaði IRA vopnahlé sem stóð í 18 mánuði, eða fram í febrúar 1996. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að ekki tókst að nýta þennan tíma til samningaviðræðna því að bresk stjórnvöld gerðu það ekki aðeins að skilyrði að írski lýðveldisher- inn legði niður vopn, heldur léti þau einnig af hendi. í upphafi árs 1996 lagði George Mitchell fram skýrslu með tillög- um mn hvernig staðið skyldi að afhendingu vopna og sprengi- efna. Þessi skýrsla hafði mikil áhrif á samningaviðræðurnar enda þótt það væri ekki ljóst í upphafi. Mitchell mæltist til þess að afvopnunarviðræðurnar yrðu skildar frá viðræðum um fram- tíðarskipan mála á Norður-ír- landi. Þegar IRA rauf vopnahléið í febrúar 1996 og hóf ofbeldisher- kvödd ferð sína á nýjan leik voru margir sem töldu að stefna Clintons í málefnum írlands hefði beðið algert skip- brot. I kjölfarið sigldi hryðjuverkahrina sem stefndi öllum friðarumleitunum í uppnám. Skemmst er að minnast sprengjutilræðisins í miðborg Manchester í júní 1996 sem vakti mikinn óhug en 200 manns særð- ust í því. Blair tekur af skarið Það var ekki fyrr en með sigri Tony Blairs í kosningunum í maí 1997 að samningaviðræðurnar hófust að nýju. Eftir að Blair hafði fallist á til- lögu Mitchells um aðskilnað stjórn- arfars- og afvopnunarviðræðna á Norður-írlandi lýsti IRA yfir vopna- hléi. Þarð með var grundvöllur lagð- ur að samningaviðræðunum sem hófust sl. haust. Enginn vafi er á því að Blair átti mikinn þátt í þeim ár- angri sem náðist í viðræðunum fyr- ir páska. Hann sýndi mikla pólitíska dirfsku með því að taka upp beinar formlegar viðræður við Sinn Fein um skipan mála á Norður-írlandi, en það höfðu bresk stjórnvöld ekki gert síðan árið 1921. Það sama má segja um þá ákvörðun hans að hitta Gerry Adams og aðra leiðtoga lýð- veldissinna að máli til að liðka fyrir samningaviðræðunum. Vitaskuld er of snemmt að spá fyrir um það hvort friðarsamkomulagið haldist. Kosningarnar fara fram í báðum hlutum írlands 22. maí. Þótt flestir búist við því að samkomulagið verði samþykkt á eftir að reyna á þær víðtæku stjómlaga- breytingar sem það kveður á um. Hér ber vitaskuld hæst ákvæðin um heimastjórn og ráðherraráð Norð- ur-írlands og írlands. En það þarf einnig að semja um hvernig afvopnun hinna stríðandi fylkinga verður háttað. Friðarsamkomulagið er því aðeins fyrsta skrefið af mörgum í áttina til varanlegs friðar á Norð- ur-írlandi - en tvímælalaust það mikilvægasta sem stigið hefur verið á þessu átakasvæði í þrjá áratugi. Forsætisráðherrar írlands og Bretlands, Bertie Ahern og Tony Blair, takast í hendur eftir að friðarsamkomulagið á Norður-írlandi var gert í Belfast á dögunum. Sfmamynd Reuter Erlend tíðindi Valur Ingimundarson ($koðanir annarra (ilundroði hjá repúblikönum „í þá daga þegar repúblikanar á þingi höfðu ekki mikil völd voru þeir sammála um fjárlög ríkisins af því að þeir trúðu á heim þar sem hið illa birtist í einfóldum myndum: íjárlagahallanum, ríkisútgjöld- um, sköttum, demókrötum. En nú, þegar þeir ráða yfir þinginu og ríkissjóður er rekinn með hagnaöi en ekki halla, er flokkurinn klofnari en nokkru sinni í fjárlagastefhu sinni. Glundroði ríkir um hvaða skattalækkanir eigi að styðja, ef styðja á ein- hverjar." Úr forystugrein New York Times 15. apríl. Hvað er hvað? „Fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu tókust í hend- ur og brostu framan í myndavélarnar fyrir síöustu helgi. í gær voru brosin horfm og sömu fulltrúar skiptust á ásökunum eftir að fyrstu beinu samn- ingaviðræður kóresku ríkjanna í fjögur ár runnu út í sandinn. Andstæðurnar virðast óyfirstíganlegar. Norður-Kóreumenn, sem búa við sult og seyru, vilja JOV fá skilyrðislausa aðstoð frá óvininum í suöri í formi 500 þúsund tonna af tilbúnum áburði. Suður-Kóreumenn setja það skilyrði fyrir aðstoð- inni að fjölskyldur sem sundruöust í Kóreustríðinu fái að sameinast á ný. Samningaviðræðumar hafa strandað á skilgreiningu um hvað séu mannúðar- mál og hvað pólitík. Bros framan í myndavélar er ekki nóg. Skilgreiningar er hægt að finna. Vegna þeirra hungruðu og þeirra sem bíða.“ Úr forystugrein Aftenposten 15. apríl. Þrjú þúsund á þrjátíu árum „Rúmlega þrjú þúsund dauðsfóUum og þrjátíu ár- um eftir að deilur íra mögnuðust upp í blóðug átök hafa stjómmálaflokkar á Noröur-írlandi undirritað friðarsamkomulag. Samkomulagið, sem sameinar pólitískt hugrekki, þrautseigju og gæfu, mun ekki binda enda á aðskilnað mótmælenda og kaþólskra. En það mun taka á sögulegu misrétti og krefjast pólitískra lausna í stað ofbeldis. Úr forystugrein New York Times 13. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.