Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Page 10
10
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Daðrað við kjarna málsins
Bezta ráðið til að bæta lífskjörin til langs tíma er að
auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Því minna, sem
kosta þarf til framleiðslu á vöru og þjónustu, að beinum
launum starfsmanna frátöldum, þeim mun meiri hluti
andvirðisins er til ráðstöfunar í lífskjörin.
í fróðlegu riti, sem var að koma út á vegum Vinnuveit-
endasambandsins, Samtaka iðnaðarins og samtaka evr-
ópsks iðnaðar, er borin saman samkeppnishæfni at-
vinnulífs íslendinga og helztu auðþjóða heims. Þar kem-
ur fram, að við stöndum að mörgu leyti vel að vígi.
Af neikvæðum atriðum sker helzt í augu, að vextir eru
tveimur prósentustigum hærri en þeir eru í samkeppn-
islöndunum. Þetta eykur Qármagnskostnað atvinnulífs-
ins, einkum þeirra fyrirtækja, sem eru að auka rekstiu-
sinn og leggja út á nýjar og spennandi brautir.
Vaxtamunur íslands og Evrópu mun aukast, þegar
evran kemur til sögunnar um næstu áramót. Margvís-
legt hagræði af völdum hennar mun lækka vexti í sam-
keppnislöndum okkar um hálft prósentustig, en ekki hér
á landi. Munurinn fer því í hálft þriðja stig.
Veigamesta ástæða hárra vaxta er illa rekið banka-
kerfi með hrikalegum afskriftum útlána vegna óráðsíu
bankastjóra og bankaráða í vali gæludýra sinna. Þessar-
ar ástæðu er ekki getið í ritinu, þótt hún valdi óeðlilega
miklum mun á innláns- og útlánsvöxtum.
Ekki þýðir að lækka vexti með handafli, því að þeir
þurfa að fylgja framboði og eftirspurn íjármagns. Unnt
er að hafa áhrif á jafnvægið með því að halda niðri
þorsta ríkisins í lánsfé, efla sparnaðarhvata í reglum um
sparifé og taka upp evruna sem gjaldmiðil.
Einnig sker í augu, að útgjöld þjóðfélagsins til rann-
sókna og þróunarstarfs eru mun lægri hér á landi en í
samkeppnislöndunum. Þetta heftir útþenslu hátækni-
greina, sem borga mönnum hátt kaup, og varðveitir lág-
tekjugreinar á borð við landbúnað.
í ritinu er ekki fjallað um óhagræðið, sem stafar af
stuðningi ríkisins við lágtekjugreinar. Með beinum
styrkjum, innflutningsbanni og tollum ver þjóðfélagið
einum til tveimur tugum milljarða króna á hverju ári til
að hindra þróun úr landbúnaði til hátekjugreina.
Bent er á, að ríkið þurfi að gæta hófs í mannahaldi, út-
gjöldum og skattlagningu. Ekki er samt nefnd bezta leið-
in til þess. Hún er sú að lækka venjulega skatta á fólk og
fyrirtæki með því að láta auðlindaskattinn renna til rík-
isins, en ekki milli fyrirtækja í sjávarútvegi.
Margt er í betra horfi hér en hjá helztu auðþjóðum
heims. Lífeyrissjóðakerfið er komið í góðan farveg, sem
ekki ýtir vandanum inn í framtíðina. Launatengdur
kostnaður er samt tiltölulega hóflegur hér á landi. At-
vinnuleysi er lítið og atvinnuþátttaka mikil.
Skýrsluhöfundar telja réttilega, að sveigjanleiki sé að
ýmsu leyti meiri í hagkerfi okkar en annarra þjóða. Fólk
telur ekki eftir sér að flytja búferlum í átt til tækifær-
anna. Hlutastörf eru tiltölulega algeng. Takmarkanir á
sveigjanleika á vinnumarkaði eru tiltölulega vægar.
Ritið daðrar víða við kjarna málsins, en segir ekki
fullum fetum, að stórtækustu aðferðirnar við að auka
samkeppnishæfni íslands felist í hreinsun bankakerfis-
ins, alþjóðlegmn uppboðum veiðileyfa í sjávarútvegi og
afnámi sértækra afskipta ríkisins af atvinnuvegum.
Sameiginlegt einkenni ýmissa beztu leiðanna er, að
þær fela í sér, að ríkið dragi sig í hlé sem skömmtunar-
stjóri verðmæta og verndari gæludýra í atvinnulífinu.
Jónas Kristjánsson
Vopnin
Friðarsamkomulagið á Norður-írlandi hefur vakið
mikla athygli enda um heimssögulegan atburð að
ræða. Á síðustu mánuðum virtist ekkert benda til
þess að unnt yrði að binda enda á þá skálmöld sem
ríkt hefur á Norður-írlandi í þrjátíu ár og kostað
rúmlega þijú þúsund manns lífið. Öfgahópar úr röð-
um kaþólikka og mótmælenda stóðu að morðum og
ofbeldi allt fram á síðustu stundu.
Eitt vakti þó vonir þegar samninga-
lotan hófst í september 1997: Það
hafði aldrei áður gerst að samninga-
viðræður færu fram meðan yfirlýst
vopnahlé andstæðra fylkinga væri i
gildi. Vitaskuld kom hér meira til.
Stjómarskiptin í Bretlandi í fyrra
urðu til þess að glæða samningavið-
ræðurnar nýju lífi enda beitti Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
sér í málinu frá upphafi. David
Trimble, formaður stærsta flokks
sambandssinna, sýndi einnig mikið
pólitískt áræði þegar hann hélt
þeim áfram þótt hann ætti mun erf-
iðara með að kyngja samningsdrög-
um George Mitchells, milligöngu-
manns Bandaríkjastjórnar, en
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein,
hins pólitíska arms írska lýðveldis-
hersins (IRA). Það leikur heldur
enginn vafi á því að það flýtti fyrir
samningsgerðinni að deilan á Norður-írlandi hafði
fengið aukið vægi í alþjóðamálum. Það varð ekki síst
vegna afskipta Bills Clintons Bandaríkjaforseta af
deilunni en fram að því hafði Bandaríkjastjórn sýnt
henni takmarkaðan áhuga.
Forsagan: Þáttur Clintons
Þegar Clinton lýsti yflr því i kosningabaráttunni
árið 1992 að hann hygðist gera allt sem í hans valdi
stæði til að hrinda af stað samningaviðræðum um
framtíð Norður- írlands tóku fáir þau orð bókstaflega.
Gengið var út frá því visu að Clinton væri á atkvæða-
veiðum meðal hinna þrjátíu milljóna Bandaríkja-
manna af írskum ættum. En það
kom í Ijós að Clinton var full al-
vara. Sú ákvörðun hans árið 1994
að veita Gerry Adams vegabréfs-
áritun til Bandaríkjanna varð
mjög umdeild, innan sem utan
Bandaríkjanna. En hún sýndi að
Bandaríkjastjórn vildi höggva á
hnút deilunnar með því að nota
Sinn Fein til að fá IRA til að lýsa
yfir vopnahléi. í fyrstu leit út fyr-
ir að Clinton tækist ætlunarverk
sitt. í ágúst 1994 boðaði IRA
vopnahlé sem stóð í 18 mánuði,
eða fram í febrúar 1996. Sá galli
var þó á gjöf Njarðar að ekki
tókst að nýta þennan tíma til
samningaviðræðna því að bresk
stjórnvöld gerðu það ekki aðeins
að skilyrði að írski lýðveldisher-
inn legði niður vopn, heldur léti
þau einnig af hendi.
í upphafi árs 1996 lagði George
Mitchell fram skýrslu með tillög-
um mn hvernig staðið skyldi að
afhendingu vopna og sprengi-
efna. Þessi skýrsla hafði mikil
áhrif á samningaviðræðurnar
enda þótt það væri ekki ljóst í
upphafi. Mitchell mæltist til þess
að afvopnunarviðræðurnar yrðu
skildar frá viðræðum um fram-
tíðarskipan mála á Norður-ír-
landi. Þegar IRA rauf vopnahléið
í febrúar 1996 og hóf ofbeldisher-
kvödd
ferð sína á nýjan leik voru margir sem töldu að stefna
Clintons í málefnum írlands hefði beðið algert skip-
brot. I kjölfarið sigldi hryðjuverkahrina sem stefndi
öllum friðarumleitunum í uppnám. Skemmst er að
minnast sprengjutilræðisins í miðborg Manchester í
júní 1996 sem vakti mikinn óhug en 200 manns særð-
ust í því.
Blair tekur af skarið
Það var ekki fyrr en með sigri Tony
Blairs í kosningunum í maí 1997 að
samningaviðræðurnar hófust að
nýju. Eftir að Blair hafði fallist á til-
lögu Mitchells um aðskilnað stjórn-
arfars- og afvopnunarviðræðna á
Norður-írlandi lýsti IRA yfir vopna-
hléi. Þarð með var grundvöllur lagð-
ur að samningaviðræðunum sem
hófust sl. haust. Enginn vafi er á því
að Blair átti mikinn þátt í þeim ár-
angri sem náðist í viðræðunum fyr-
ir páska. Hann sýndi mikla pólitíska
dirfsku með því að taka upp beinar
formlegar viðræður við Sinn Fein
um skipan mála á Norður-írlandi,
en það höfðu bresk stjórnvöld ekki
gert síðan árið 1921. Það sama má
segja um þá ákvörðun hans að hitta
Gerry Adams og aðra leiðtoga lýð-
veldissinna að máli til að liðka fyrir
samningaviðræðunum. Vitaskuld er of snemmt að
spá fyrir um það hvort friðarsamkomulagið haldist.
Kosningarnar fara fram í báðum hlutum írlands 22.
maí. Þótt flestir búist við því að samkomulagið verði
samþykkt á eftir að reyna á þær víðtæku stjómlaga-
breytingar sem það kveður á um. Hér ber vitaskuld
hæst ákvæðin um heimastjórn og ráðherraráð Norð-
ur-írlands og írlands. En það þarf einnig að semja um
hvernig afvopnun hinna stríðandi fylkinga verður
háttað. Friðarsamkomulagið er því aðeins fyrsta
skrefið af mörgum í áttina til varanlegs friðar á Norð-
ur-írlandi - en tvímælalaust það mikilvægasta sem
stigið hefur verið á þessu átakasvæði í þrjá áratugi.
Forsætisráðherrar írlands og Bretlands, Bertie Ahern og Tony Blair, takast í
hendur eftir að friðarsamkomulagið á Norður-írlandi var gert í Belfast á
dögunum. Sfmamynd Reuter
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
($koðanir annarra
(ilundroði hjá repúblikönum
„í þá daga þegar repúblikanar á þingi höfðu ekki
mikil völd voru þeir sammála um fjárlög ríkisins af
því að þeir trúðu á heim þar sem hið illa birtist í
einfóldum myndum: íjárlagahallanum, ríkisútgjöld-
um, sköttum, demókrötum. En nú, þegar þeir ráða
yfir þinginu og ríkissjóður er rekinn með hagnaöi
en ekki halla, er flokkurinn klofnari en nokkru
sinni í fjárlagastefhu sinni. Glundroði ríkir um
hvaða skattalækkanir eigi að styðja, ef styðja á ein-
hverjar."
Úr forystugrein New York Times 15. apríl.
Hvað er hvað?
„Fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu tókust í hend-
ur og brostu framan í myndavélarnar fyrir síöustu
helgi. í gær voru brosin horfm og sömu fulltrúar
skiptust á ásökunum eftir að fyrstu beinu samn-
ingaviðræður kóresku ríkjanna í fjögur ár runnu út
í sandinn. Andstæðurnar virðast óyfirstíganlegar.
Norður-Kóreumenn, sem búa við sult og seyru, vilja
JOV
fá skilyrðislausa aðstoð frá óvininum í
suöri í formi 500 þúsund tonna af tilbúnum áburði.
Suður-Kóreumenn setja það skilyrði fyrir aðstoð-
inni að fjölskyldur sem sundruöust í Kóreustríðinu
fái að sameinast á ný. Samningaviðræðumar hafa
strandað á skilgreiningu um hvað séu mannúðar-
mál og hvað pólitík. Bros framan í myndavélar er
ekki nóg. Skilgreiningar er hægt að finna. Vegna
þeirra hungruðu og þeirra sem bíða.“
Úr forystugrein Aftenposten 15. apríl.
Þrjú þúsund á þrjátíu árum
„Rúmlega þrjú þúsund dauðsfóUum og þrjátíu ár-
um eftir að deilur íra mögnuðust upp í blóðug átök
hafa stjómmálaflokkar á Noröur-írlandi undirritað
friðarsamkomulag. Samkomulagið, sem sameinar
pólitískt hugrekki, þrautseigju og gæfu, mun ekki
binda enda á aðskilnað mótmælenda og kaþólskra.
En það mun taka á sögulegu misrétti og krefjast
pólitískra lausna í stað ofbeldis.
Úr forystugrein New York Times 13. apríl