Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 DV Landsbankamótið í sveitakeppni: Eins og kunnugt er af fréttum sigraði sveit Samvinnuferða/Land- sýnar á íslandsmótinu í bridge sem haldið var um bænadagana i Bridgehöllinni við Þönglabakka. Sveitina skipuðu landskunnir bridgemeistarar sem allir hafa unn- ið titilinn áður. Þeir eru Guðmund- ur Páll Arnarson, Guðmundur Sveinn Hermannsson, Helgi Jó- hannsson, Karl Sigurhjartarson og Þorlákur Jónsson. Spilamennska sveitarinnar var jöfn og góð, sveitin vann átta leiki og jafnaði einn. Þeg- ar ein umferð var eftir dugði henni að ná 11 vinningsstigum til þess að tryggja sér sigurinn. Ástæða er til þess að minna sér- staklega á frammistöðu Siglufjarð- arfjöldskyldunnar sem náði öðru sæti. Eftir áralanga góða frammi- stöðu eldri kynslóðarinnar á Siglu- firði virðist hún engar áhyggjur þurfa að hafa af framtíðinni því yngri kynslóðin kemur sterk til leiks. Eins og áður sagði gerðu íslands- meistararnir aðeins eitt jafntefli og unnu reyndar annan leik með minnsta mun. Það var gegn fomum fjendum, sveit Landsbréfa. Bridgeblaðamenn geta gengið að því sem vísu, þegar ákveðnir menn setjast að spilum, að eitthvað frétt- næmt gerist. Svo er um tvo litríka mák fyrrverandi heimsmeistara, Jón Baldursson og Guðmund Pál Amar- son. í gegnum árin hafa þeir yfir- leitt verið samherjar og ávallt í landsliðum seinni ára. En undanfar- in tvö ár hafa þeir verið sinn í hvorri sveitinni. S/N-S 4 K842 « DG7 ♦ D5 * KD83 * G9753 *A10 * 3 * G9542 * AD « K86543 * AG64 * 6 * 106 «92 ♦ K109872 * A107 Það bar því vel í veiði, þegar þeir vom andstæðingar í spilinu í dag. Strax í þriðja spili kom sveifla. í opna salnum sátu n-s Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll en a-v Jón og Magnús E. Magnússon. Þrátt fyrir óhagstæðar hættur ákvað Guð- mundur að draga fram „fjöldjöful- inn", þ. e. tvíræða tveggja laufa opn- un : Suður Vestur Norður Austur 2 * 2 ♦* pass 6 « pass pass pass * úttekt í hina litina Opnun Guðmundar er áskorun á Jón að nú skuli draga til tíðinda og íslandsmeistarar í sveitakeppni 1998, talið frá vinstr: Guðmundur Sv. Hermannsson, Karl Sigurhjartarson, Helgi Jóhannsson fyrirliði, Þorlákur Jonsson og Guðmundur P. Arnarsson. hann er feginn að taka áskoruninni og stekkur í sex. Guðmundur telur að hefðbundnar aðferðir dugi lítt í stöðunni og ákveður að spila undan laufásnum. Jón horfir í forundran á áslausan blindan, biður um laufkóng og á slaginn. Skyndilega hefur núllslemma orðið að 50% slemmu, Umsjón Stefán Guðjohnsen ------—----- eða þannig. 1 fyllingu tímans verður hann að svína tígli, einn niður. Á hinu borðinu vora spiluð leið- inleg fjögur hjörtu, slétt unnin, en 10 impar græddir. Keppni í áskorendaflokki á Skákþingi Islands um páskana: Stefán Kristjánsson, 15 ára gam- all, og Bragi Þorfinnsson, 17 ára, urðu í tveimur efstu sætunum í áskorendaflokki á Skákþingi ís- lands um páskana og unnu sér þar með þátttökurétt í landsliðsflokki í haust. Þetta er glæsileg frammi- staða þessara ungu skákmanna. Al- mennt var unga kynslóðin aðsóps- mikil á mótinu og máttu þeir eldri og reyndari í hópnum sín lítils. Bragi hlaut eldskím sina í lands- liðsflokki í fyrra og sýndi þá að hann átti þangað fullt erindi. Nú hefur honum enn farið fram og ef- laust mætir hann tvíefldur til leiks í haust. Stefán hefur einnig sýnt miklar framfarir að undanfórnu og meðal annars fengið góða reynslu á alþjóðamóti Hellis og alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu. Gaman verður að fylgjast með þeim félög- um í glímunni við meistarana. í næstu sætum á eftir þeim Stef- áni og Braga komu einnig ungir og efnilegir skákmenn. Stigahæsti keppandinn, Sævar Bjarnason, varð að sætta sig við deilt 8. sætið. Hann hefur jafnan fyrr treyst landsliðs- setu með árangri sínum í áskor- endaflokki og því kemur þetta vera- lega á óvart. Þessi varð staða efstu manna: 1. Stefán Kristjánsson 7,5 v. 2. Bragi Þorflnnsson 7 v. 3. Amar E. Gunnarsson 6,5 v. 4. -7. Einar Hjalti Jensson, Hrann- ar Baldursson, Sigurbjöm Bjöms- son og Þorvarður F. Ólafsson 6 v. 8.-9. Jón Árni Halldórsson og Sævar Bjamason 5,5 v. 10.-12. Björn Þorfinnsson, Hjalti Rúnar Ómarsson og Jóhann H. Ragnarsson 5 v. O.s.frv. Keppendur vora 30 talsins. í opnum flokki gerði Sveinn Þór Wilhelmsson sér lítið fyrir og vann alla níu andstæðinga sína! Sveinn er aðeins 15 ára gamall, eins og sigurvegarinn í áskorenda- flokki, og hefur með frammistöðu DAGSBRÚN OG FRAMSÓKN - STÉTTARFÉLAG ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR Ákveðið hefur verið að hafa atkvæðagreiðslu utan kjörfundar við kosningar til stjórnar Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt- arfélags, stjórnar Sjúkrasjóðs og skoðunarmanna reikninga. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram í húsnæði félagsins að Skipholti 50d á 2. hæð og stendur yfir frá 20. til 23. þ.m. kl. 09.00-17.00 alla dagana. DAGSBRÚN OG FRAMSÓKN STÉTTARFÉLAG Reykjavík, 17. apríl 1998 Kjörstjórn Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags sinni unnið sér þátttökurétt i áskor- endaflokki að ári. Staða efstu manna varð þessi: 1. Sveinn Þór Wilhelmsson 9 v. 2. -A. Guðmundur Sverrir Jóns- son, Lárus H. Bjarnason og Ólafur Kjartansson 6,5 v. 5.-6. Dagur Arngrímsson og Guðni Stefán Pétursson 6 v. O.s.frv. Skák í hreinu lofti Forseti Islands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setur stórmót yngstu kynslóðarinnar „Skák í hreinu lofti“ í Hellisheimilinu í Mjóddinni í dag. Á mótinu tefla 300 krakkar á aldrinum 10-16 ára í sex verðlauna- flokkum, pOta og stúlkna. Sigurveg- aramir í yngri flokkunum flóram fá að launum ferð í Disneyland í París og þátttöku í heimsmeistaramótinu þar. í eldri flokkunum hreppa sigur- vegararnir farseðla á skákmót er- lendis á leiðum Flugleiða. Auk þess verða veitt aukaverðlaun, bækur frá Vöku-Helgafelli og bíómiðar frá Sambióunum. Enn fremur verður efnt til happdrættis og allir kepppendur fá áprentaða boli. Mótið hefst kl. 12.45 í dag, laugar- dag, og er í boði Tóbaksvamaráðs og Skákskóla íslands. Teflt er í Hell- isheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd- inni (gengið inn hjá Bridgesam- bandinu). Kynnir mótsins verður Hermann Gunnarsson. Curt Hansen sigraði af öryggi Danski stórmeistarinn Curt Han- sen varð öruggur sigurvegari á danska meistaramótinu sem lauk um páskana í Taastrup, utan við Kaupmannahöfn. Curt hlaut 7,5 vinninga úr 9 skákum - vann 6 skákir en gerði 3 jafntefli. í 2. sæti varð Sune Berg Hansen með 6 v., Peter Heine Nielsen og Lars Schandorff komu næstir með 5,5 v., Nikolaj Borge fékk 5 v., Erling Mortensen 4, Bjarke Kristensen 3,5, Bent Larsen og Allan Holst 3 og Carsten Höi rak lestina með 2 v. Slæleg frammistaða Bents Larsens kemur auðvitað á óvart en hann tapaði þremur skákum, gerði sex jafntefli en náði engum sigri. Þessi frægasti stórmeistari Dana fékk þó nokkra uppreisn æru þar sem hann var gerður að heiðursfé- laga í danska skáksambandinu. Curt Hansen fór létt með marga mótherja sína, eins og hinn gamal- reynda Carsten Höi, sem lenti í mestu ógöngum snemma tafls. Umsjón S-SS w ; |---- Jon L. Arnason --------:--- Hvítt: Curt Hansen Svart. Carsten Höi Pirc-vöm. I. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 Rf6 5. Rf3 0-0 6. Bd3 Rbd7 7. e5 Re8 8. Rg5 dxe5 9. fxe5 Rb6 10. Be3 c6? Svartur ætti að ráðast að mið- borðinu með 10. - c5 í stað þess að sætta sig við þrengri stöðu. II. 0-0 Rc7 Rökrétt framhald af síðasta leik en nú lumar hvítur á trompi. 12. Rxh7! Rbd5 Eftir 12. - Kxh7 héldi hvítur áfram með 13. Hxf7! Hxf7 14. Dh5+ Kg8 15. Bxg6 og nú á svartur úr vöndu að ráða. Ef 15. - Be6 (hvítur svarar 15. - Hf4!? vel með 16. Re2) 16. Dh7+ Kf8 17. Bh6 Ke8 18. Dxg7 Dxd4+ 19. Khl með sterkri sókn. 13. Rxd5 Rxd5 14. Bg5 Kxh7 15. Hxf7! Hxf7 16. Dh5+ Kg8 17. Bxg6 Rf4 Eina vonin. Hvítur á vinnings- stöðu eftir 17. - Be6 18. Dh7+ Kf8 19. Bh6 o.s.frv. 18. Bxf7+ Kf8 19. Dh7 Dxd4+ 20. Khl Kxf7 21. Hfl Dxe5 22. Hxf4+ Ke8 23. Dg6+ Kd8 24. He4 Dd5 Svartur er varnarlaus. Ef 24. - Bf5 25. Hxe5 Bxg6 26. Hxe7 Bh6 27. Hg7+ Bxg5 28. Hxg6 og vinnur. 25. Hxe7! - og svartur gafst upp því að ef hann freistar þess að máta með 25. - Ddl+ er svarið 26. Hel með fráskák og drottningin fellur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.