Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. APRIL 1998 Dau&aslys varö á Vesturlandsvegi I mars sl. Alls hafa 7 dauöaslys oröiö þaö sem af er árinu. DV-mynd S Sjö dauöaslys í umferðinni það sem af er árinu: Uggvænlegar staðreyndir - í tveimur tilvikum ollu ölvaðir ökumenn dauðaslysum Það sem af er árinu hafa sjö manns látist í innferðarslysum. Þetta eru uggvænlegar staðreyndir. Síðan 1988 hafa aldrei fleiri látist á fyrstu þremur og hálfum mánuði ársins. í tveimur tilvikum voru öku- menn bifreiöa ölvaðir við akstur. í einu slysinu fauk bifreið út af veg- inum. í tveimur atvikum var hálka á veginum ástæða slyss. í einu slysi var framúrakstur orsökin og í eitt skiptið var ekiö á gangandi vegfar- anda. „Við höfum þungar áhyggjur vegna þessara uggvænlegu stað- reynda. Ég hlýt að beina þeim ein- dregnu tflmælum til ökmnanna að þeir geri sig ekki seka um það stór- vítaverða athæfi að setjast fullir undir stýri. Tilmælunum beini ég jafnframt til allra þeirra sem komið geta í veg fyrir ölvunarakstur og ég á þá einkum við farþega í bíl ölvaðs ökumanns, aðstandendur hans og vini. Oft á tíöum hafa þessir aðilar vitneskju um hvaö fyrir dyrum stendur þegar drukkinn ökumaður sest upp í bíl sinn. Kjörorð okkar „eftir einn ei aki neinn“ á alltaf við. Þaö er óviðunandi aö geta átt von á því, hvar sem er og hvenær sem er, að verða á vegi drukkins öku- manns. Þessu veröur að linna og lögreglan er nú, m.a. með nýjum tækjum sem við höfum verið að fjárfesta í, að herða mjög eftirlit með þessum alvarlegu umferðar- lagabrotum," segir Óli H. Þórðar- son, framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs, aðspurður um málið. Afturhvarf til fortíöar „Við biðjum jafnframt vegfarend- ur aö staldra við og hugsa sinn gang. Það er afturhvarf til fortíðar Dauðaslys frá áramótum Dauöaslys í umféröinnl frá 1. janúar tll 16. april 1998 20. jan. 16 ára karl bllvelta 6. febr. 3 ára barn árekstur 26. febr. 17 ára kona árekstur 7. mars 22 ára kona árekstur 14. mars 66 ára karl árekstur 1. apríl 81 árs kona fyrir bíl 13. apríl 32 ára karl bílvelta . Vesturlandsvegur viö Utkot.Kjalarnesi Suöurlandsvegur N viö ðlfusárbrú, Selfossi Grindarvíkurvegur, Ójibæö Vesturlandsvegur viö Keldnaholt Vesturlandsvegur skammt frá Félagsgaröi í Kjós Háaleitisbraut/Safamýri/Ármúli, Reykjavík Undir Ólafsvíkurenni aö tveir láti lífið í umferðarslysum að jafnaði á mánuði, en sú er einmitt raunin það sem af er árinu. Fram undan er tími aukinnar um- ferðar á þjóðveginn og því miður er reynslan sú að á sumrin verða mannskæðustu slysin. Mér finnst því full ástæða til að hvetja sér- hvem vegfaranda til þess að sýna ýtrustu varkámi," segir Óli H. Áfengi tengist oft slysum Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, fjallar sérstaklega irni hinn mikla og hættulega vanda, sem ölvunarakst- ur er, í ritstjómargrein sinni í nýjasta hefti Læknablaðsins. Jón segir m.a. í grein sinni: „Reynsla lækna hér á landi af með- ferð slasaöra bendir til að áfengis- neysla tengist oft umferðarslysum. Læknafélag íslands hefur nú sýnt frumkvæði í umræðu um þetta mál og er það vel. í Bandaríkjunum dró um fjóröung úr tíðni dauðaslysa þar sem áfengi kom við sögu á tímabil- inu 1983-1993. Þakka menn það ýmsu, m.a. þyngingu refsinga vegna ölvunaraksturs, breyttu viðhorfi lögreglu og dómstóla og síðast en ekki síst baráttu samtaka almenn- ings gegn vandanum. Hér á landi virðist einmitt þetta vera vænlegast til árangurs, að sækja fram á sem flestum vígstöðvum og virkja bæði almenning, yfirvöld og heilbrigðis- starfsfólk. Mikilvægt er aö við séum einnig tilbúin að meta árangurinn með vísingalegum hætti eins og þarf raunar að gera við slysavamir af öllu tagi.“ -RR Framkvæmdum miðar vel viö tónlistarhús Kópavogs Framkvæmdum við glæsilegt tónlistarhús í Kópavogi miðar vel. Ráð- gert er að taka húsiö form- lega í notkun síðar á árinu. Áætlaður kostnaður við húsið er 300 milljónir króna. Húsið er þrjár hæð- ir og verður aðalbygging þess klædd rauðbrúnum steinplötum en tónleikasal- ur forveöruðum kopar. Á vesturhlið hússins verður komiö fyrir allsérstæðri klæðningu úr rekavið sem Tónlistarhús Kópavogs er glæsileg bygging. Framkvæmdum viö húslö miöar vel og er ráögert aö taka þaö f notkun sföar á árinu. meðal annars hefur það hlutverk að draga úr sólar- hita á jarðhæð hússins. Tónlistarhúsið er við hlið Gerðarsafns. Tónlistarsalur hússins mun rúma 300 manns í sæti. Salurinn ris upp úr aðalbyggingu hússins þar sem lofthæö verður um 14 metrar. Áhersla er lögð á að tryggja sem bestan hljómburð og hefur verið leitað til færustu sérfræð- inga á því sviði. -RR Gullmolinn Stöð 2 situr nú á „guilmola" þar sem er einn þáttm- í þáttaröðinni Sporðaköst, en í þeim þáttum eru ýmsar veiöiár heimsóttar og veitt með mönnum sem oft- ar en ekki eru þjóð- kunnir. Mitt í allri „Laxabankaumræð- unni“ er nefoilega tilbúinn til útsend- ingar þáttur sem tekinn var upp sl. sumar þegar þeir bleyttu flugur í hinni landskunnu Hrútafjaröará, Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, Jóhannes Nordal, fyrr- verandi bankastjóri, konur þeirra og gestir. Haft er fýrir satt að hart hafi verið lagt að þeim á Stöð 2 að sýna þáttinn sem fyrst en hann mun verða á dagskrá eftir rúma viku. Fullvíst má telja að margan kann að langa til að sjá hvemig vanir veiðimenn bera sig að á árbökkunum og í veiöihús- inu... Bleik brugðið Orslitakeppni karla á íslands- mótinu í körfuknattleik stendur nú sem hæst og er aö sjáifsögðu mikil barátta miili KR og Njarðvíkur í þeim viðureignum. Fyrsti úrslitaleikur- inn var leikinn á heimavelli KR á Seltjarnamesi og þar var margt áhorfenda. í þeim hópi var KR-ing- urinn Einar Bollason sem baðst undan því að lýsa leiknum í útsendingu á Sýn. Þegar Njarðvíkingar höfðu náð um 20 stiga forustu í leiknum þoldi Ein- ar hins vegar ekki lengur viö og fór heim (eins gott að hann var ekki að lýsa). Einar ætlaði heldur ekki að sjá annan leik liðanna sem fram fór í Njarövík og óvíst hvort hann fer á þriðja leikinn á Seltjamamesinu á morgun. Er nú Bleik bragðið þegar gamli, jámkallinn" þolir ekki leng- ur aö horfa á körfúboltaleiki. Gleym mér ei Einu frægasta ástarsambandi ís- landssögunnar lauk á dögunum þeg- ar kryddstúlkan Mel B. og hnefa- leikakappinn Fjölnir Þorgeirsson slitu sambandi sínu. Þau segjast hafa skil- ið í góðu en munu bera merki ástar- sambandsins til ævi- loka, sé það satt hjá Fjölni aö þau hafi látið „tattóera" nöfo hvort annars á rasskinnar sín- ar. Það er ekki hægt að afmá en þó mætti plástra yfir þannig að ekki sjáist það sem á kinnamar var skráö í upphafi. En slíkt skilur eftir ör sem ekki hverfa, hversu mikið sem setið er ... Nauðrétt stél Landsbankamálið á hug þjóðar- innar eftir aö banka- stjóramir þrír yfir- gáfo stóla sína við mismunandi orðstír. Skáld hafa i jafnt og aðrir ver- ið hugsi yfir þessu máli og Sandkomi barst í hendur ein slík í hugrenning, mótuð í orð: Ég vorkenni vesalings Sverri og von er að kallgreyið sperri sitt nauðrétt stél i og njóti þess vel að helvítin hin era verri. ÍEn afleitust er þó hún Jóa. Sú organdi snuðrandi tóa að saklausum sest og Sverri finnst verst að svikarar undir því róa. Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn ®ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.