Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 18. APRIL 1998 27 Pol Pot leiðtogi Rauðu kmeranna og helsti þjóðarmorðingi sögunnar, er allur: hef hreina samvisku voru hinstu orð mannsins sem leiddi ógnarstjórn yfir Kambódíu og bar ábyrgð á dauða tveggja milljóna manna „Allt sem ég hef gert hefur fyrst og fremst verið í þágu kambódísku þjóðarinnar. Hreyfing okkar gerði mistök líkt og allar aðrar hreyflng- ar í heiminum. Við vorum ungir. En án baráttu okkar væri engin Kambódía í dag,“ sagði Pol Pot, hin illræmdi leiðtogi Rauðu kmeranna, sem sakaður er um hroðalegustu fjöldamorö sögunnar, í viðtali sem tekið var við hann nú í janúar. Þetta var síðasta viðtal hans ef að að koma upp við alþjóöleg réttar- höld. Fjögurra ára ógnarstjórn Nákvæmlega 23 ár eru síðan Pol Pot og félagar hans í Rauðu kmer- unum steyptu öfgasinnaðri hægri- stjórn af stóli, sem nokkrum árum áður hafði hrifsað til sin völdin frá Norodom Shihanouk prins. líkum lætur, því liðsmenn Þó að Pol Pot Rauðu kmeranna fullyrða að hafi einungis Pol Pot hafi látist á miðviku- rikt í þrjú ár og dag. X N átta mánuði „Hann hlaut hægan dauð- náði hann að daga í svefni." Þannig hljóð- skapa helvíti á uðu skilaboðin um lát Pols jörðu fyrir Pots, sem talinn er eiga • ' ’ . landa sína. sök á dauða allt að 2 Rauðu kmer- milljóna Kambó- ^ X • ’ j Pol Pot vildi heldur ræða hnignandi heilsufar sitt en meint þjóðarmorö í síðasta viötalinu sem viö hann var tekiö. Símamynd Reuter díumanna, eða fjórðungi bódísku þjóðarinnar. Vilja sjá líkið fyrst Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík yfirlýsing kemur frá hryðju- verkahreyfingunni sem var að baki fjögurra ára ógnarstjóm í Kambó- díu á áttunda áratugnum. Stjórn- völd í Kambódíu og nágrannaríkinu Taílandi neita að taka mark á henni nema að lík leiðtog- ans illræmda fylgi meö dánartilkynn- ingunni. Aðeins eru nokkrir dagar síðan æðstu ráðamenn Rauðu kmeranna lýstu sig tilbúna að ræða við Banda- ríkjastjóm um að framselja Pol Pot svo hægt væri að dæma hann fyrir alþjóðadómstólum fyrir mannrétt- indabrot og þjóðarmorð. Fregnir af dauða hans þykja því að mörgu leyti of heppilegar fyrir félaga hans til að reynast vera sannar. Gmn- semdir hafa jafnvel vaknað um að hann hafi verið veginn af mönnum úr eigin röðum, því ýmsar upplýs- ingar um voðaverk samtakanna sem ekki þyldu dagsins ljós kynnu kam- arnir lýstu því yflr að nýtt tímabil í sögu Kambódíu væri að hefjast, með ártalinu 0. Þeir sniðu byltingu sína að byltingu Mao Zedong, en gengu þó mun lengra í útfærslu sinni. Borgarbúum var hreinlega öllum smalað út í dreifbýlið í vinnubúðir, peningaviðskipti vom lögð niður, skólum og hofum lokað, og börn voru hvött til að njósna um foreldra sína. Útlendingum var vísað úr landi, og allir þeir sem verið höfðu í tengslum við fyrri stjórn, \ v eða vom grun- ----------------- aðir um að til- heyra mennta- eða millistétt voru teknir höndum, pynt- aðir, og oftar en ekki teknir af lífi. Engu .að síður rotnaði Erlent fréttaljós uppskeran á ökmnum og hung- ursneyð var landlæg. Talið er að allt að 2 milljónir manna hafi látist á þessu tímabili, og þeir sem eftir lifðu bera enn merki ógnarstjómar- innar. Pol Pot hvarf að mestu af sjónar- sviðinu eftir að Víetnamar sölsuðu undir sig völdin og komu upp lepp- stjórn í Phnom Penh árið 1979. Engu að síður hefur áhrifa hans gætt fram á þennan dag, og þó fæst- ir hafi barið hann augum hræðist öll kambódíska þjóðin hann. Biturt gamalmenni Pol Pot var beygður og bitur gam- all maður í síðasta viðtalinu sem birtist við hann á þessu ári. Hann mátti þola svik félaga sinna í Rauðu kmerunum í fyrra þegar þeir settu á svið sýndarréttarhöld yfir honum og dæmdu hann í ævilangt stofu- fangelsi. Þessi illræmdi hryðju- verkaleiðtogi vildi heldur ræða hnignandi heilsufar sitt en meint voðaverk á lífsleiðinni. Þá var hann ósáttur við þann dóm mennta- manna um hann væri ekkert sér- lega greindur. „Ég var ekki slakur námsmaður, heldur vel í meðallagi. Ég stóð mig nógu vel í skóla til að halda náms- styrknum sem ég fékk í Frakk- landi,“ sagði Pol Pot. Með hreina samvisku Hann vísaði á bug öllum fullyrð- ingum um að þjóðarmorð hefðu átt sér stað á meðan á valdatíð hans stóð. „Við höfðum enga ástæðu til að drepa okkar fólk. En auðvitað gerð- ist ýmislegt sem olli þjáningu fólks,“ sagði Pol Pot. Hann fullyrti jafnvel að Víetnam- ar hefðu sett á svið útrýmingarbúð- ir Rauðu kmeranna á þeim ill- ræmda stað Tuol Sleng, þar sem 16.000 manns eru sögð hafa verið pyntuð og svo tekin af lífi. Tuol Sleng er nú safn hauskúpna og beinagrinda þar sem illvirki Rauðu kmeranna eru höfð til sýnis al- mennmgi. „Ef hauskúpumar em skoðaðar vandlega sést að þær eru minni en hauskúpur Kambódíumanna," sagði Pol Pot. Hann er ekki í nokkrum vafa um að hann hafi bjargað Kambódíu frá því að vera þurrkuð út af landakort- inu. Hefði hann og hryðjuverkasam- tök hans ekki tekið völdin í sínar hendur og haldið baráttu sinni áfram fram á þennan dag hefðu Ví- etnamar lagt Kambódíu undir sig árið 1975. „Mín hinsta ósk er að Kambódía tilheyri vestrænu þjóðfélagi. Komm- únisminn er dauður og einræðis- stjórnir tíðkast ekki hjá vesturveld- unum,“ sagði Pol Pot. Og hans hinstu orð vom: „Ég hef hreina samvisku." Byggt á Reuter, Washington Post og CNN. Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö 1998. Umsóknir á þar til gerðum eyðublööum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 1. hæð, í síðasta lagi föstu- daginn 24. apríl 1998. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stööum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Auk húsanna eru tjaldvagnar leigöir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 29. maí til 11. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.500,00 kr. 7.500,00 kr. 15.000,00 11.000,00 á viku í orlofshúsi í tjaldvagni í 6 daga í tjaldvagni í 13daga Sérstök athygli er vakin á því aö umsóknir þurfa aö berast skrifstofu V.R. í síöasta lagi 24. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 4. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 1. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 510 1727. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.