Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 60
FR ETTAS KOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað t DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 18. APRIL 1998
Neskaupstaður:
Handtökur og
húsleit vegna
fíkniefna
Frá síðustu áramótum hefur lög-
reglan í Neskaupstað staðið í
ströngu vegna eftirlits og rann-
sókna á margvíslegum upplýsingum
sem borist hafa um fikniefnaneyslu
fólks í bænum.
Lögreglan í Neskaupstað hefur í
kjölfar þessa handtekið 12, farið í
Sórar húsleitir og leitað hefur verið
í þremur bifreiðum. í þessum að-
gerðum hcifa fúndist 37 grömm af
hassi og 9,5 grömm af amfetamíni,
auk tækja og tóla til fíkniefna-
neyslu.
„Ég er mjög ánægður með þennan
árangur. í fyrra kom ekkert fikni-
,, efnamál upp í bænum þó að við upp-
lýstum eitt mál sem gerðist í
Reykjavík. Lögreglan hér hefur í að-
gerðum þessum notið aðstoðar
nýráðins rannsóknarlögreglumanns
í fíkniefnum sem hefur aðsetur á
Eskifirði. Ég vil biðja fólk um að til-
kynna strax til lögreglu ef það verð-
ur vart við misnotkun á fíkniefnum
í bænum,“ segir Bjami Stefánsson,
sýslumaður í Neskaupstað, aðspurð-
ur um málið. -RR
Unglingar teknir
fýrir fíkniefna-
misferli
Lögreglan á ísafirði hefúr upplýst
fíkniefnamisferli fímm pilta á aldr-
inum 13-15 ára.
Fjórir piltanna, þar af tveir 13 ára,
búa á ísafirði. Sá fimmti er búsettur
í Reykjavík. Hann kom í heimsókn
til ísafjarðar fyrir stuttu. í fartesk-
inu hafði hann nokkur grömm af
hassi sem hann seldi fjórmenningun-
um. Piltarnir hafa allir viðurkennt
að hafa neytt hassins. -RR
NISSAN
30%
Verölækku n
á Nissan
varahlutum
incivar
g g-jg Helgason hf.
= = = Sævarhöfða 2
MA EKKI SENDA
SVERRI TIL
HÓLMAVÍKUR?
Guðmundur Árni:
Ríkisendur-
skoðun fyrir
forsætisnefnd
Þegar vorið gengur í garð rennur upp sá tími þegar kátir krakkar streyma út á göturnar á reiðhjólum. Vorið er því
miður líka sá tími þegar umferðarhraði eykst og því er mikilvægt fyrir krakkana að vera með hjólreiðahjálma eins og
þessar hressu stelpur sem brunuðu um borgina í gær. DV-mynd E.ÓI.
„Ekki síst í ljósi þessara nýju
upplýsinga um að Ríkisendurskoð-
un hafi vitað frá því
í ársbyrjun 1996 um
viðskipti Lands-
bankans við fjöl-
skyldufyrirtæki
Sverris Hermanns-
sonar tel ég brýnt að
Sigurður Þórðarson
ríkisendurskoðandi Guðmundur
komi fyrir forsætis- Arni.
nefnd Alþingis og skýri afskipti
embættisins af endurskoðun þessa
ríkisbanka."
Þetta sagði Guðmundur Árni
Stefánsson, einn af varaforsetum
Alþingis, í kjölfar þess að Sigurður
Þórðarson staðfesti vitneskju sína
um viðskiptin frá þessum tíma.
Stofnunin heyrir undir Alþingi og
þar með forsætisnefnd þingsins.
„Ég tel líka að ríkisendur-
skoðandi verði að skýra hvar í
skýrslu embættisins er að finna
upplýsingar sem staðfesta þá
yfirlýsingu hans að skýrslan sýni að
bankaráð Landsbankans hafi sinnt
eftirlitsskyldu sinni með eðlilegum
hætti." -rt
Ríkissaksóknari undirbýr
afskipti af bankamálinu
Ríkissaksóknaraembættið er,
samkvæmt heimildum DV, að und-
irbúa að senda bréf til Ríkisendur-
skoðunar þar sem þess verður ósk-
að að fá gögn um Landsbankamálið.
Þetta þýðir að viss þáttaskil eru
fram undan í Landsbankamálinu -
afstaða verði tekin til þess hvort op-
inber rannsókn, lögreglurannsókn,
fari fram eða ekki.
„Það eru viss atriði í skýrslunni
sem hægt er að óska eftir skýring-
um á,“ sagði Bogi Nilsson ríkissak-
sóknari við DV í gær. Hann átti við
skýrslu Ríkisendurskoðunar. í
henni eru eins og fram hefur komið
ýmis atriði sem hafa vakið grun-
semdir landsmanna um að háttsemi
fyrrum bcmkastjóranna á síðustu
árum kunni að varða við lög.
Framgangur meðferðar ríkissak-
sóknara mun væntanlega verða á þá
leið að gagna verður aflað. Þeir sem
DV hefur rætt við telja m.a. að í því
ljósi sé síðan ekki óeðlilegt að biða
þess að einn hinna þriggja banka-
stjóra sem sögðu af sér á mánudag,
Björgvin Vilmundarson, sem hefur
verið sjúkur, fái svigrúm til að
skýra sinn hlut áður en lengra verði
haldið.
Þegar ríkissaksóknari hefur feng-
ið þau gögn í hendur og þær skýr-
ingar sem hægt verður að fá, með
Bogi Nilsson.
eða án skýringa
Björgvins, mun
hann væntanlega
taka afstöðu til þess
hvort efni séu til að
láta framkvæma op-
inbera rannsókn.
Taki hann ákvörðun
um rannsókn verður
Landsbankamálið sent ríkislög-
reglustjóra. Embætti hans fer með
rannsóknir opinberra stofnana,
meintra efnahagsbrotamála, brota í
opinberu starfi og svo framvegis.
Eins og fram kom í DV í gær telja
ýmsir lögmenn sem blaðið ræddi
við í vikunni að ýmsar þegar fram
komnar staðreyndir úr skýrslu Rík-
isendurskoðunar séu til þess faiinar
að flest rök hnígi að því að opinber
rannsókn fari fram - það verði því
til lykta leitt hvort lög hafi verið
brotin með þvi að gefa rangar upp-
lýsingar til bankaráðs, ráðherra og
alþingis, risna hafi verið oftekin og
óreiða vegna skráningar risnu.
Lögmenn sem DV hefur rætt við
telja nær allir að á það verði látið
reyna hvort háttsemi bankastjór-
anna varði við 139. grein hegningar-
laganna. Einnig hefur háttsemin
verið talin varða við lög um hlutafé-
lög og banka auk bókhaldsákvæðis í
hegningarlögunum. -Ótt
Veðrið á morgun:
Hvassl og rigning fyrir sunnan
Veðrið á mánudag:
Lægir á mánudag
A sunnudag býst Veðurstofan við alihvassri suðaustan- eða austan-
átt með rigningu við suðurströndina en hægari vindi og úrkomu ann-
ars staðar.
Veðurstofan spáir því að austanáttin, sem spáð er að verði ríkjandi
á sunnudag, gangi niður á mánudag en þá verði áfram væta við suð-
austurströndina.
Veðrið í dag er á bls. 65.
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4