Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 3D"V %ig!ingar 1 Menntaskólinn á Egilsstöðum frumsýnir Hárið annað Þá riðu hippar um Hérað Söngur og snerting. Hér sjáum viö Vígþór Sjafnar Zophaníasson en hann er einn af aöalleikurum í sýningunni. DV-mynd Sigrún Litrík og blómleg klæöi einkenna sýninguna í stíl viö hugsunarhátt hippatímabilsins og ekki má gleyma hárinu. DV-mynd Sigrún Leikfélag Menntaskólans á Egils- stöðum frumsýnir annað kvöld í fé- lagsheimilinu Valaskjálf hinn vin- sæla söngleik Hárið í leikgerð Baltasars Kormáks og Davíðs Þórs Jónssonar. Leikstjóri er leikarinn Gunnar Gunnsteinsson en um söng- stjórnina hefur séð Margrét Péturs- dóttir, söng- og leikkona. Alls taka um 30 manns þátt í uppfærslunni og þar af eru 15 leikarar og fjögurra manna hljómsveit. Allir þátttakend- ur eru nemendur í skólanum. Mikil uppsveifla hefur verið hjá leikfélagi skólans, ekki síst vegna góðs gengis í fyrra þegar félagið setti upp frumsamið verk, Þetta snýst ekki um ykkur, í samvinnu við Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Stjórn skólans hefur einnig staðið þétt við bakið á leikstarfseminni. Stífar æfingar hafa farið fram í Valaskjálf síðustu vikurnar en nú er komið að stóru stundinni. Svo best sé vitað þá hefur Hárið ekki verið sett upp áður utan borgar- markanna eftir hina geysivinsælu uppfærslu í íslensku óperunni um árið. I aðalhlutverkum í sýningunni eru Magni Ásgeirsson, Halldóra Malin Pétursdóttir, Vígþór Sjafnar Zophaníasson, Einar Ás Pétursson, Sólveig Guðgeirsdóttir, Sindri Þor- kelsson og Berta Björg Sæmunds- dóttir. Hljómsveitarstjóri er Svanur Vilbergsson og framkvæmdastjóri Unnar Geir Unnarsson. Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri sagði í samtali við DV í gær að æf- ingar hefðu gengið ótrúlega vel en verkið hefur verið æft síðastliðnar 3-4 vikur. Gunnar sagði að engin bölvun fylgdi þessari sýningu eins og t.d. MacBeth. Einu erfiðleikarnir hefðu verið að erfitt hefði verið að finna trommara en það hefði bjarg- ast. Hann sagði að unga fólkið væri ótrúlega hæfileikaríkt og hann væri mjög bjartsýnn. „Þessir krakkar eru algjörar hetjur, leggja allt á sig.“ Gunnar sagði að það væri aldrei að vita nema einhverjir þessara krakka fetuðu braut leiklistarinnar áfram, „það er alla vega nóg af hæfi- leikunum, það er bara spurning um hvort þau vilja nýta þá í þetta eða eitthvað annað“. Gunnar segir að unglingar á Austurlandi séu hippar inn við beinið og til merkis um það sé að þegar er uppselt á þrjár sýningar af sjö. „Ég held að það sé mikill spenn- ingur og áhugi fyrir þessari sýn- ingu. Ég held líka að fólk haldi að okkur takist þetta ekki þannig að ég held að það komi fólki svolítið á óvart að við erum að fara að frum- sýna núna á morgun. Ég vona að það komi skemmtilega á óvart,“ seg- ir Gunnar. Gunnar er of ungur til að vera hippi en í honum eru einhver hippagen þar sem hann var búinn til á hippatímabilinu og vonar hann að þau skili sér í uppfærsluna. -bjb/-sm hin hliðin Margrét Rós Gunnarsdóttír. ný þuia í Sjónvarpinu: Solin heillar Undanfarið hefur nýtt andlit kom- ið inn á heimili landsmanna gegnum sjónvarpið. Það er ung stúlka að nafni Margrét Rós Gunnarsdóttir sem hóf störf sem þula þann 24. mars. Hún er ekki ókunn sjónvarp- inu en hún starfaði í ár sem skrifta á fréttastofu Sjónvarps. Hún kann mjög vel við sig á skjánum og segir aö það trufli hana ekki þótt það hafi verið dálítið skrýtið fyrst. Fullt nafn: Margrét Rós Gunnars- dóttir. Fæðingardagur og ár: 28. apríl 1976. Kærasti: Óskar ðm Þóroddsson. Böm: Séra, fjögurra mánaða kettl- ingur. Bifreið: Því miður engin, er að leita. Starf: Vinn sem þula hjá Sjónvarp- inu og hjá Flugleiöum. Laun: Trúnaðarmál. Hefurðu unnið í happdrætti eða lottói? Ég vann einu sinni sólar- landaferð en þegar ég ætlaði að inn- heimta vinninginn var ferðaskrif- stofan farin á hausinn! Ég er frekar mikil ólukka. Hvað flnnst þér skemmtilegast að gera? Skemmta mér með vinum mínum og slaka á í sól í útlöndum. Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera? Að bíða, líka að hanga og gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Cheerios, kjúkl- ingurinn hennar ömmu og taco. Uppáhaldsdrykkur: Malt. Hvaða íþróttamaður stendxu- fremstur í dag? Margrét Rannveig Ólafsdóttir. Uppáhaldstímarit: Les lítið af þeim. Hver er fallegasti karl sem þú hef- ur séð, fyrir utan kærastann? Æ, ég veit það ekki. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjóminni? Hef enga skoðun á því. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jim Morrison eða Díönu prinsessu. Uppáhaldsleikari: Gary Oldman, Jack Nicholson ásamt fleirum, get ekki valið neinn sérstakan. Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: Jim Morrison og Skin. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Box. Uppáhaldsmatsölustaður: Amigos. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Falskan fugl eftir Mikael Torfason. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Ég hlusta mest á X-ið og Eff- Emm. Uppáhaldsútvarpsmaöur: Enginn sérstakur á X-inu. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Það er nokkuö jafnt, annars hef ég lítinn tíma til að horfa á sjón- varp. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Frétta- mennimir hjá Sjónvarpinu. Uppáhaldsskemmtistaður: Það stendur enginn sérstaklega upp úr. Uppáhaldsfélag í fþróttum: Alls ekki neitt. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að hafa það gott og njóta lífsins. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ef ég ætti sumarfrí þá myndi ég örugglega skella mér til útlanda - í sóL -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.