Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 3D"V
%ig!ingar
1
Menntaskólinn á Egilsstöðum frumsýnir Hárið annað
Þá riðu
hippar
um Hérað
Söngur og snerting. Hér sjáum viö Vígþór Sjafnar Zophaníasson en hann er
einn af aöalleikurum í sýningunni. DV-mynd Sigrún
Litrík og blómleg klæöi einkenna sýninguna í stíl viö hugsunarhátt hippatímabilsins og ekki má gleyma hárinu.
DV-mynd Sigrún
Leikfélag Menntaskólans á Egils-
stöðum frumsýnir annað kvöld í fé-
lagsheimilinu Valaskjálf hinn vin-
sæla söngleik Hárið í leikgerð
Baltasars Kormáks og Davíðs Þórs
Jónssonar. Leikstjóri er leikarinn
Gunnar Gunnsteinsson en um söng-
stjórnina hefur séð Margrét Péturs-
dóttir, söng- og leikkona. Alls taka
um 30 manns þátt í uppfærslunni og
þar af eru 15 leikarar og fjögurra
manna hljómsveit. Allir þátttakend-
ur eru nemendur í skólanum.
Mikil uppsveifla hefur verið hjá
leikfélagi skólans, ekki síst vegna
góðs gengis í fyrra þegar félagið
setti upp frumsamið verk, Þetta
snýst ekki um ykkur, í samvinnu
við Leikfélag Fljótsdalshéraðs.
Stjórn skólans hefur einnig staðið
þétt við bakið á leikstarfseminni.
Stífar æfingar hafa farið fram í
Valaskjálf síðustu vikurnar en nú
er komið að stóru stundinni. Svo
best sé vitað þá hefur Hárið ekki
verið sett upp áður utan borgar-
markanna eftir hina geysivinsælu
uppfærslu í íslensku óperunni um
árið.
I aðalhlutverkum í sýningunni
eru Magni Ásgeirsson, Halldóra
Malin Pétursdóttir, Vígþór Sjafnar
Zophaníasson, Einar Ás Pétursson,
Sólveig Guðgeirsdóttir, Sindri Þor-
kelsson og Berta Björg Sæmunds-
dóttir. Hljómsveitarstjóri er Svanur
Vilbergsson og framkvæmdastjóri
Unnar Geir Unnarsson.
Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri
sagði í samtali við DV í gær að æf-
ingar hefðu gengið ótrúlega vel en
verkið hefur verið æft síðastliðnar
3-4 vikur. Gunnar sagði að engin
bölvun fylgdi þessari sýningu eins
og t.d. MacBeth. Einu erfiðleikarnir
hefðu verið að erfitt hefði verið að
finna trommara en það hefði bjarg-
ast.
Hann sagði að unga fólkið væri
ótrúlega hæfileikaríkt og hann væri
mjög bjartsýnn. „Þessir krakkar eru
algjörar hetjur, leggja allt á sig.“
Gunnar sagði að það væri aldrei að
vita nema einhverjir þessara
krakka fetuðu braut leiklistarinnar
áfram, „það er alla vega nóg af hæfi-
leikunum, það er bara spurning um
hvort þau vilja nýta þá í þetta eða
eitthvað annað“.
Gunnar segir að unglingar á
Austurlandi séu hippar inn við
beinið og til merkis um það sé að
þegar er uppselt á þrjár sýningar af
sjö. „Ég held að það sé mikill spenn-
ingur og áhugi fyrir þessari sýn-
ingu. Ég held líka að fólk haldi að
okkur takist þetta ekki þannig að ég
held að það komi fólki svolítið á
óvart að við erum að fara að frum-
sýna núna á morgun. Ég vona að
það komi skemmtilega á óvart,“ seg-
ir Gunnar.
Gunnar er of ungur til að vera
hippi en í honum eru einhver
hippagen þar sem hann var búinn
til á hippatímabilinu og vonar hann
að þau skili sér í uppfærsluna.
-bjb/-sm
hin hliðin
Margrét Rós Gunnarsdóttír. ný þuia í Sjónvarpinu:
Solin heillar
Undanfarið hefur nýtt andlit kom-
ið inn á heimili landsmanna gegnum
sjónvarpið. Það er ung stúlka að
nafni Margrét Rós Gunnarsdóttir
sem hóf störf sem þula þann 24.
mars. Hún er ekki ókunn sjónvarp-
inu en hún starfaði í ár sem skrifta á
fréttastofu Sjónvarps. Hún kann
mjög vel við sig á skjánum og segir
aö það trufli hana ekki þótt það hafi
verið dálítið skrýtið fyrst.
Fullt nafn: Margrét Rós Gunnars-
dóttir.
Fæðingardagur og ár: 28. apríl
1976.
Kærasti: Óskar ðm Þóroddsson.
Böm: Séra, fjögurra mánaða kettl-
ingur.
Bifreið: Því miður engin, er að leita.
Starf: Vinn sem þula hjá Sjónvarp-
inu og hjá Flugleiöum.
Laun: Trúnaðarmál.
Hefurðu unnið í happdrætti eða
lottói? Ég vann einu sinni sólar-
landaferð en þegar ég ætlaði að inn-
heimta vinninginn var ferðaskrif-
stofan farin á hausinn! Ég er frekar
mikil ólukka.
Hvað flnnst þér skemmtilegast að
gera? Skemmta mér með vinum
mínum og slaka á í sól í útlöndum.
Hvað flnnst þér leiðinlegast að
gera? Að bíða, líka að hanga og gera
ekki neitt.
Uppáhaldsmatur: Cheerios, kjúkl-
ingurinn hennar ömmu og taco.
Uppáhaldsdrykkur: Malt.
Hvaða íþróttamaður stendxu-
fremstur í dag? Margrét Rannveig
Ólafsdóttir.
Uppáhaldstímarit: Les lítið af þeim.
Hver er fallegasti karl sem þú hef-
ur séð, fyrir utan kærastann? Æ,
ég veit það ekki.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkis-
stjóminni? Hef enga skoðun á því.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Jim Morrison eða Díönu
prinsessu.
Uppáhaldsleikari: Gary Oldman,
Jack Nicholson ásamt fleirum, get
ekki valið neinn sérstakan.
Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan.
Uppáhaldssöngvari: Jim Morrison
og Skin.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Grettir.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Box.
Uppáhaldsmatsölustaður: Amigos.
Hvaða bók langar þig mest til að
lesa? Falskan fugl eftir Mikael
Torfason.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? Ég hlusta mest á X-ið og Eff-
Emm.
Uppáhaldsútvarpsmaöur: Enginn
sérstakur á X-inu.
Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú
mest á? Það er nokkuö jafnt, annars
hef ég lítinn tíma til að horfa á sjón-
varp.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Frétta-
mennimir hjá Sjónvarpinu.
Uppáhaldsskemmtistaður: Það
stendur enginn sérstaklega upp úr.
Uppáhaldsfélag í fþróttum: Alls
ekki neitt.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að hafa það gott og
njóta lífsins.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ef ég ætti sumarfrí þá myndi ég
örugglega skella mér til útlanda - í
sóL
-sm