Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Side 18
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 JL>V » M»gur i lifi Laugardagurinn fyrir páska í lífi Finns Ingólfssonar ráðherra: Ymis teikn voru á lofti Finnur Ingólfsson, iönaöar- og viöskiptaráöherra, lýsir fyrir okkur einum degi um páskana í lífi sínu en hér er páska- fríi lokiö og alvaran tekin viö. Fyrsta morgunverk aö aka dótturinni í skólann. DV-mynd S „Það er laugardagurinn 11. apríl síðastliðinn, laugardagur í páskum. Fjölskyldan hafði farið vestur á Snæfellsnes til að eyða þar pásk- unum á Kóngsbakka, jörð sem við eigum þar í félagi við vinafólki okk- ar. Ætlunin var að slaka þar á alla hátíðina en atburðimir i Lands- bankanum gerðu það verkum að óhjákvæmiiegt yrði fyrir mig að eyða laugardeginum í Reykjavík. Fullkomið frelsi Þó ég kunni vel við mig í Grafar- voginum, þar sem við búum, er það alltaf einstök upplifun að vakna vestur á Nesi, rölta með tebollann út á pall og fylgjast með náttúrunni vakna til lífsins, ekki síst á vorin. Æöarfuglinn að byrja að para sig og vinna okkar við varpið framundan, dúntekjan með tilheyrandi stemmn- ingu þar á eftir. Við þessar aðstæð- ur upplifír maður á einhvern hátt hið fullkomna frelsi, fyrir augum himinn og haf, eyjamar á Breiða- firði í forgrunni. Boðað til fundar Eftir að hafa raðað í mig krásum morgunsins, og meðtekið langan lista frá Kristínu konu minni yfir allt það sem gleymst hafði að taka með á miðvikudeginum og ég skyldi hafa meðferðis um kvöldið, er kom- inn tími til að fara úr drullugallan- um og tilheyrandi, setja upp bindið og renna í bæinn. Vegna atburð- anna í Landsbankanum og umræð- unnar sem út frá þeim spannst var ljóst að draga hlyti til tíðinda fyrr en síðar og því hafði ég beðið ráðu- neytisstjórann og aðstoðarmann minn, ásamt fleiri lykiklmönnum ráöuneytisins, að koma til fundar við mig upp úr hádegi. Mér var því ekki til setunnar boðið öllu lengur í kyrrðinni vestra. Ferðin suður var notaleg, ágætt að geta látið hugann reika og gera tilraun til að átta sig á því sem framundan væri, án nokkurrar vissu um hverjar lyktir máls yrðu. Ég get ekki neitað því að ég gjóaði augunum í átt að Grundartanga þegar ég fór þar hjá, álver þeirra Norðurálsmanna er að taka á sig fullskapaða mynd, utanfrá séð, en ekki síður freistuðu göngin mín, sem brátt stytta leiðina vestur um nærri 50 kílómetra. Reyndar var það engin frágagnssök að fara Hval- fjörðinn þennan dag, í logni og sól- skini, ólíkt því sem oft er um páska. Tíðindi fram undan Þegar í ráðuneytið kom átti ég nokkur símtöl meðal annars við nokkra ráðherra í ríkisstjóminni. Að því loknu settist ég niður með samstarfsmönnum mínum og við reyndum að átta okkur á hvað við tæki eftir helgi. Mitt mat á þessum tíma var að til tíðinda drægi strax eftir páska. Síðari hluta þessa dags voru reyndar þegar ýmis teikn á lofti um að hverju gæti dregið og því var orðið nauðsynlegt að reyna að átta sig á hver eða hverjir gætu tekið að sér þaö erfiða starf að stýra bankanum út úr þeim ógöngum sem hann var kominn í og byggja hann upp til framtíðar. Skyndibitakvöld Það dróst heldur lengur en til stóð að ljúka störfum í ráðuneytinu, ekki í fyrsta sinn og ekki það síð- asta. Þetta var eitt margra „skyndi- bitakvölda" í ráðuneytinu undan- fama daga en eftir að hafa lokið löngum vinnudegi seint þetta kvöld hélt ég vestur í Helgafellssveit að nýju. Þegar ég kom vestur voru skyldmenni Kristínar horfm á braut en vinafólk okkar mætt á staðinn og urðu þar fagnaðarfundir. Um kvöld- ið tókum við í spil með vinafólki okkar, og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Ekki rólegur Slökunin þar vestra þetta kvöld var ágæt, ekki síst í ljósi þess sem síðan átti eftir að koma á daginn varðandi málefni Landsbankans. Ég viðurkenni að ég var ekki fullkom- lega rólegur þegar ég fór að sofa þetta kvöld enda mikilvægt að tæk- ist að koma á friði um bankann sem allra fyrst. Á hinn bóginn var málið ekki á mínu valdi, skýrsla Ríkisend- urskoðunar hafði verið boðuð á mánudagskvöld, sem síðar reyndar dróst. Hún myndi verða vendi- punktur í málinu, það taldi ég víst. Eins og fyrr sagði grunaði mig að skjótt drægi til tiðinda og eftir að ég lagðist til svefns braut ég áfram heilann um með hvaða hætti skyn- samlegast yrði að taka á málum. Um síðir hafði þó svefninn sigur þetta laugardagskvöld að loknum löngum degi.“ #imi breytingar Finnur þú fimm breytingar? 459 „Já, þiö hljótiö aö þekkja bílinn þegar þiö sjáiö hann. Hann er gulsanseraöur meö Ijósbrúnu áklæöi á sætunum!" Vinningshafar fyrír getraun nr. 457 eru: 1. verölaun: 2. verölaun: Nafn: Emma Gústafsdóttir, Kristján Franklínsson, Stórholti 18, Grýtubakka 16, Heimlli: 105 Reykjavík. 109 Reykjavík. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verömæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkid umslagid med lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 459 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.