Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 32
44
mgongur
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 UV
DV, Akranesi:____________________
Nú eru aðeins þrír mánuðir þang-
að til Hvalfjarðargöng verða form-
lega opnuð. Nú skulum við ímynda
okkur að við séum á ferðinni frá
Reykjavík til Akraness. Það er ný-
búið að opna Hvalfjarðargöng og við
ætlum aö fara um þau. Við munum
skoða göngin að innan, öryggismál-
in, hvaða útvarpsrásir náist, hver
hafi lögsögu yfir göngunum og
hvemig innheimtu verði háttað.
Þegar komið er að Hvalfjarðar-
göngum að sunnanverðu, við Saur-
bæ á Kjalarnesi, geta vegfarendur
ekið viðstöðulaust inn í göngin ef
ekki logar rautt stöðvunarljós við
gangamunnann. Þaö sama gildir
þegar komið er að göngunum að
norðanverðu. Þar sem nokkurn
tíma tekur fyrir augun að aðlagast
breyttu birtustigi eru vegfarendur
beðnir að virða hraðatakmarkanir.
Göngin skoðuð að innan
Hvalfjarðargöng eru 5.770 metra
löng og liggja niður á mest 165 m
dýpi undir sjó. Að sunnanverðu er
veghallinn frá 4 upp í 7% og þar er
ein akrein í hvora átt. Að norðan-
verðu er veghallinn 8% og þar er
ein akrein niður (til suðurs) en 2
Framkvæmdir í Hvalfjarðargöngum
hafa gengið mjög vel og farið vel á
undan öllum áætlunum.
Myndir: Hreinn Magnússon
í þeim verður skynjari sem les á
kortið og er þá ferðin skráð og dreg-
ið af kortinu fyrir veggjaldinu.
Skynjarinn „svarar“ með mismun-
andi ljósum. Þau ökutæki hins veg-
ar sem ekki hafa rafrænt greiðslu-
kort og fara um ytri akreinamar án
þess að greiða veggjald verða mynd-
uð og eigendur þeirra krafðir
greiðslu eftir á.
Þeir sem ekki hafa rafrænt
greiðslukort verða að aka um innri
akreinar næst aðalinnheimtustöð-
inni og stöðva við rautt ljós til að
greiða veggjald. Þegar greitt hefur
verið skal ekki ekið af stað fyrr en
grænt ljós kviknar. Sé ekið gegn um
tollstöðina á móti rauðu ljósi verða
þau ökutæki sjálfkrafa mynduð og
eigendur slíkra ökutækja krafðir
um greiðslu eftir á. Á tíma mestu
umferðar er gert ráð fyrir að þeir
sem ekki hafa rafræn greiðslukort
geti einnig ekið um ytri akreinar og
greitt þar veggjald með peningum
eða greiðslukorti.
Aðeins þrír mánuðir þar til Hvalfjarðargöng verða opnuð fyrir umferð:
akreinar upp (til norðurs). Við
gangamunnana eru umferðarljós
sem hægt er að stýra frá tollstöðinni
við norðurenda ganganna. í göngun-
um eru 11 útskot með um 500 metra
millibili. 8 þessara útskota eru ein-
ungis ætluð fyrir minni bifreiðar til
að leggja og/eða snúa við en 3 eru
mun stærri og ætluð fyrir áætlunar-
bifreiðir og bifreiðir með tengi-
vagna.
í yflrborð vegarins er blandað
ljósum steinefnum sem eykur áhrif
birtu frá ljósum i loftinu. Auk þess
eru endurskinsplötur milli akreina
og endurskinsstikur með fram veg-
kantinum. Neðst í göngunum er
umferðargreinir sem nemur hraða,
þunga, fjölda og sitthvað fleira sem
tengist umferðinni. Þessar upplýs-
ingar koma fram á skjá í tollstöð-
inni auk þess að sendast til Vega-
gerðarinnar. Yst í báðum endum er
einangrun til frostvamar. Þegar inn
fyrir frosthættu kemur eru vatns-
hlífar sem beina vatni inn i göngin,
út til hliðanna í safnrör sem flytja
vatnið niður í lægsta punkt gang-
anna þar sem þvi er safnað í dælu-
þró. Þessi þró tekur við sem svarar
Öflugir borar voru notaðir við fram-
kvæmdina.
3-4 sólarhringa innrennsli á vatni
þótt engu sé dælt út. Af þessum sök-
um veröur yfirborð vegarins ávallt
laust við bleytu sem leki gæti orsak-
að.
Yst á 200 m kafla báðum megin í
göngunum er ljósabúnaður sem
stýrt er eftir birtu utan ganganna til
Góður öryggisbúnaður
Öryggisbúnaður í Hvalfjarðar-
göngum verður eins og best er á
kosið. Neyðarsímar eru með um 500
metra millibili í rykþéttum kössum
á vegg ganganna. Þessir símar eru
beintengdir í tollstöð, ef ekki er
svarað þar innan stutts tíma færist
hringingin yfir á Neyðarlínu 112. Á
skjá í tollstöðinni kemur fram úr
hvaða síma er hringt. Slökkvitæki
eru á vegg ganganna með 250 metra
millibili.
í göngimum er náttúrlegur trekk-
ur frá norðri til suðurs. Auk þess
eru 32 viftur sem komið er fyrir í 4
klösum í lofti ganganna. Þessar vift-
ur stjórnast af skynjurum sem
nema magn kolsýrings og köfnunar-
efnis í andrúmslofti ganganna. Vift-
urnar fara sjálfkrafa
af stað eftir þvi sem
magn óæskilegra efna
verður meira þar til
allar viftur eru komn-
ar í gang ef kolsýr-
ingsmagnið er orðið
100 ppm.
Þrjár útvarps-
rásir
Þrjár útvarpsstöðv-
ar munu heyrast í
Hvalfjarðargöngum,
þ. e. rás 1 á FM 93,5,
rás 2 á FM 90,1 og
Bylgjan á FM 98,9.
Frá tollstöðinni verð-
ur hægt að koma inn
á þessar útvarpsrásir
með upplýsingar til
vegfarenda ef eitthvað
sérstakt ástand skap-
ast eða þörf er á að
koma upplýsingum til
Tollstöð er risin við norðurenda ganganna. Þar veröa allir að greiða sinn vegartoll auk þess þeirra sem i göngun-
sem eftirlit er haft með ýmsum mælum og skynjurum í göngunum. um eru u hverjum
þess að gefa ökumönnum tækifæri
til að aðlagast annars vegar dags-
birtu þegar komið er út úr göngun-
um og hins vegar rökkrinu í göng-
unum þegar komið er inn í dags-
birtu. Þegar inn er komið eru ljós
með 18 metra millibili í gegnum
göngin.
Frá lagningu bundins slitlags í göngunum. í yfirborö vegarins er blandað
Ijósum steinefnum sem eykur áhrif birtu frá Ijosum í loftinu.
tíma. Þessar tilkynningar heyrast
ekki utan ganganna. Farsímaloftnet
verður í göngunum og mun Land-
síminn hf. ráðgera að þar náist sam-
band bæði á GSM og NMT farsíma-
kerflnu frá upphafi og síðan bætist
við ný kerfi eftir því sem þau koma
á markaðinn. Neyðartíðni almanna-
varna verður aðgengileg fyrir lög-
reglu, slökkvilið og aðrar björgun-
arsveitir sem hugsanlega koma til
aðstoðar i göngunum.
Nú höfum við keyrt í gegnum
göngin og komum að tollstöð að
norðanverðu.
Tollstöð opin allan sól-
arhringinn
ToUstöð er 330 metra utan við
norðurenda ganganna. Þar verður
vakt aUan sólarhringinn og inn-
heimtur vegtoUur í báðar áttir. Það-
an verður einnig hægt að fylgjast
með búnaði ganganna og aUar við-
varanir frá öryggis- og eftirlitsbún-
aði koma þar fram. Hvort heldur
komið er að toUstöðinni frá göngun-
um eða utan frá skal þar greitt veg-
gjald. Þau ökutæki sem hafa raf-
rænt greiðslukort á framrúðu skulu
aka viðstöðulaust um ytri akreinar.
Verðskráin verður miðuð við
stærð ökutækja. Veittur er afsláttur
fyrir þá sem nota göngin mikið og
verður miðað við 20 ferðir fyrirfram
eða 40 ferðir fyrirfram. Því fleiri
ferðir því meiri afsláttur. Nú erum
við búin að greiða fyrir ferðina í
gegnum Hvalfjarðargöng en hvað ef
slys verður í göngunum?
Ef slys ber að höndum
Samkvæmt ákvörðun ríkislög-
reglustjóra hefur lögreglustjóranum
í Reykjavík verið falin lögsaga yfir
Hvalfjarðargöngunum. Allar til-
kynningar um slys eða áföll skal til-
kynna í neyðarsíma í göngunum
sem tengist stjómstöð og Neyðar-
línu eða í almenna farsíma til Neyð-
arlínunnar i síma 112. Neyðarlínan
mun framsenda tilkynninguna til
fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar í
Reykjavík til frekari ákvörðunar
um viðbrögð. Ekki verður leyfð um-
ferð gangandi vegfarenda, hjólreiða-
manna né hestamanna. Leyfilegur
hámarkshraði ökutækja verður 70
km/klst., leyfilegur öxulþungi verð-
ur 11,5 t og leyfileg hámarkshæð á
ökutæki verður 4,2 m. -DVÓ
Heimild: Ekið um Hvalfjarðargöng/Guð-