Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 50
62 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 Qfmæli Hjörtur Magni Jóhannsson Hjörtur Magni Jóhannsson, nú sóknarprestur í Útskálaprestakalli en sem tekur við starfi safnaðar- prests Fríkirkjunnar í Reykjavík þann 1.5. nk., til heimlis að Garð- braut 88, Garði, er fertugur í dag. Starfsferill Hjörtur Magni fæddist í Keflavík og átti þar sín æsku og uppeldisár. Hann var viö nám í samkirkjuleg- um trúboðsskóla á Holmsted Manor í Suður-Englandi 1977-78, lauk stúd- entsprófi frá FS, félagsvísindabraut, 1979, lauk embættisprófi i guðfræði frá HÍ 1986, aðstoðaði við fermingar- störf í Fríkirkjunni í Reykjavík einn vetur með námi, hlaut samtím- is guðfræðinámi við HÍ námsstyrki frá sænsku þjóðkirkjunni til niu mánaða náms í gyðing-kristnum fræðum við Hebreska háskólann og síðan Sænsku guðfræðistofnunina, hvor tveggja í Jerúsalem, 1983-84, hlaut eins árs námsstyrk frá ísra- elska menntamálaráðuneytinu til náms í gyðing-kristnum fræðum og hebresku viö Hebreska háskólann í Jerúsalem, stundaði hlutanám í hagnýtri fjölmiðlun við félagsfræði- .deild HÍ með sóknarprestsstörfum 1993- 94, var í leyfi frá störfum 1994- 97 og lagði þá stund á doktors- nám við Edinborgarháskóla við samanburðarrannsóknir á ímynd og samfélagsstöðu íslensku og skosku þjóðkirknanna í fjölmiöla- samfélaginu. Hann hlaut ORS-náms- styrk 1995-97. Hjörtur Magni vígðist til Útskála- prestakalls á Suðumesjum að lokn- um almennum prestskosningum 1986 en mun taka við starfi sóknar- prests við Fríkirkjuna í Reykjavík þann 1.5. nk. Hjörtur Magni var formaður Bjarma, samtaka um sorg og sorgar- viðbrögð á Suðurnesjum, 1990-92 og var stundakennari við Grunnskól- ann i Garði 1986-91. Fjölskylda Hjörtur Magni kvæntist 7.9. 1991 Ebbu Margréti Magnúsdóttur, f. 13.12. 1967, deildarlækni á Kvenna- deild Landspítalans. Foreldrar hennar eru hjónin Magnús Lárus- son, markaðs- og þjónustufulltrúi hjá Hita- og Vatnsveitu Akureyrar, og Svanhildur Gunnarsdóttir, fúll- trúi hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins, búsett á Akureyri. Sonur Hjartar Magna frá fyrra hjónbandi og Guðlaugar Þráinsdótt- ur, er Aron Þór Hjartarson, f. 7.10. 1986. Dóttir Hjartar Magna og Ebbu Margrétar er Ágústa Ebba Hjartar- dóttir, f. 8.7. 1991. Systkini Hjartar Magna era Bjarnfríður, f. 16.2. 1946, sjúkraliði, búsett í Reykjavík, gift Emi Bárði Jónssyni; Jóhann G., f. 24.11. 1948, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Reykjavík, kvæntur Jónu Lúðvíks- dóttur; Málfríður, f. 16.9. 1956, fóstra í Keflavík, gift Ragnari Snæ Karlssyni. Foreldrar Hjartar Magna eru hjónin Jóhann Hjartarson, f. 30.1. 1921, fyrrv. trésmíðameistari í Keflavík, nú húsvörður i Kirkjuhús- inu í Reykjavík, og Sigríður Jóns- dóttir, f. 25.10. 1924, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Föðurforeldrar Hjartar Magna voru hjónin Magnea Guðrún Jens- dóttir, húsmóðir í Keflavík, og Hjörtur Þorkelsson, sjómaður í Hlíðarhúsum á Akranesi, síðar netagerðarmeistari í Keflavík. Hann var heiðraður fyrir þátt sinn i björg- unaraðgerðum vegna strands franska rannsóknarskipsins Pour- quoi Pas?. Foreldrar Magneu voru Málfríður Magnúsdóttir, starfaði í um það bil þrjá áratugi við Fríkirkj- una í Reykjavík, og Jens Johnson, f. í Danmörku. Foreldrar Hjartar voru Jórunn Helgadóttir, húsfreyja á Fellsenda í Miðdalahreppi í Dölum, síðar í Mýrasýslu, og Þorkell Sig- urðsson, er bjó vestanhafs til fjölda ára. Móðuramma Hjartar Magna er Ágústa Sigurjónsdóttir, fyrrum saumakona og húsmóðir í Keflavík, nú búsett á Garðvangi í Garði, en eiginmaður hennar var Jón Sig- urðsson, verkamaður í Keflavík, bróðir Bjarnfríðar, húsfrúar á Vatnsnesi. Foreldrar Ágústu voru Guðrún Jónsdóttir, var búsett í Keflavik, og Sigurjón Arnbjörnsson. Foreldrar Jóns voru Sigríður Bjarnadóttir og Sigurður Jónsson, sonur Jóns Sig- urðssonar, b. og alþm. í Blönduhlíð, síðar í Tandraseli, Borgarhreppi á Mýrum. Hjörtur Magni verður að heiman á afmælisdaginn. Pétur Kristinsson Pétur Kristinsson framkvæmda- stjóri, Blikanesi 31, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Pétur fæddist í Keflavík en ólst upp i Reykjavik frá fimm ára aldri. Hann lauk prófi frá VÍ 1967, stúd- entsprófi frá MH 1975 og prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari 1991. Á árunum 1975-78 stundaði hann nám við viðskiptadeild og lagadeild HÍ. Enn fremur hefur hann sótt ýmis námskeið varðandi verðbréfa- viðskipti hér heima og erlendis. Pétur var í sveit í samtals níu sumur, fyrst að Breiðavaði í Langa- dal og síðar að Urriðaá á Mýrum. Þar gekk hann til allra verka, úti sem inni, eftir því sem aldur og þroski kom til, en síðustu sumrin vann hann sem kaupamaður. í fimm vetur, samhliða barnaskóla- námi i Landakotsskólanum, starfaði hann sem sendill og innanbúðar- maður í Pétursbúð á Nesveginum. Á unglingsárunum, á sumrin og stundum samhliða námi starfaði Pétur við ýmis störf, s.s. skrifstofu- störf, á Eyrinni hjá Eimskip, bygg- ingarvinnu, þá aðallega við steypu- og múrframkvæmdir, og í jólaleyf- um við afgreiðslustörf í Bókabúð Keflavíkur, hjá fóður sínum. Árið 1967 hóf Pétur störf hjá Inn- kaupasambandi bóksala og starfaði þar sem sölumaður í tvö ár en þá réðst hann til Sláturfélags Suður- lands og starfaði þar sem launa- gjaldkeri og skrifstofumaður næstu tíu árin. Árið 1979 hóf Pétur störf sem verðbréfamiðlari hjá Verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélags íslands hf. og var forstöðumaður þess fram til ársins 1989 er hann réðst til rík- issjóðs til að setja á stofn verðbréfa- miðlun ríkisverðbréfa, en hann hef- ur síðan þá verið framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og siðar innlendra verðbréfavið- skipta hjá Lánasýslu ríkisins. Á þessum árum, upphafsárum is- lensks verðbréfamarkaðar, starfaði Pétur fyrstu árin einn á þessum markaði og hefur á þessu tímabili tekið mikinn þátt í að byggja upp þann blómlega verðbréfa- markað sem nú starfar hér á landi. Pétur er mikill áhuga- maður um að byggja upp reglulegan spamað ein- staklinga og hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um fjármál, verðbréfavið- skipti og reglulegan spamað. Hann var í safn- aðarstjórn Dómkirkjunn- ar, hefur setið í stjórn fé- lagasamtaka, starfað í nefndum varðandi ýmis málefni og ritstýrt nokkrum tima- ritum. Hann er áhugamaður um garðrækt, fjallgöngur, almennings- hlaup og alla almenna útivist. Fjölskylda Pétur kvæntist 3.12. 1977 Sonju Þórarinsdóttur, f. 11.2. 1957, tann- tækni. Hún er dóttir Þórarins Jóns- sonar bifreiðarstjóra og Sigríðar Magnúsdóttur húsfreyju. Dætur Péturs og Sonju eru Sigríður Pét- ursdóttir, f. 21.11. 1978, mennta- skólanemi; Margrét Jústa Pétursdóttir, f. 17.4. 1986, grunnskólanemi og nemi 1 Listdansskóla íslands. Fyrri kona Péturs var Guðrún Alfreðsdóttir, f. 17.1. 1949, leikari. Sonur þeirra er Krist- inn Pétursson, f. 12.10. 1969, nemi í heimspeki og kvikmyndaleikstjórn, en sambýliskona hans er Hildur Björnsdótti, BA og nemi í listasögu. Þau eru nú við nám i Róm. Systir Péturs er Edda Kristins- dóttir, f. 16.10. 1945, starfsmaður á leikskóla, en hennar maður er Hilmar ívarsson, f. 31.7.1946, versl- unarmaður. Foreldrar Péturs eru Kristinn Reyr, f. 30.12. 1914 í Grindavík, rit- höfundur og fyrrum bóksali i Kefla- vík, og Margrét Jústa Jónsdóttir, f. 24.7. 1918, d. 13.2. 1969, húsmóðir. Pétur Kristinsson. Sigríður Guðmundsdóttir Sigríður Guðmunds- v dóttir, bókari hjá Sjúkra- húsi Akraness, Espigrund 3, Akranesi er fertug á morgun. Starfsferill Sigríður fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Eftir gagnfræðipróf frá Gagnfræðiskóla Akra- ness 1974 vann hún við bókhald í fyrirtæki foður síns, Trésmiðju Guð- mundar Magnússonar. Auk þess hefur hún unnið við skrif- stofustörf, m.a. hjá Samvinnubank- anum á Akranesi, Hjá Dúdda í Reykjavík, Fasteigna- og lögfræði- stofu Vesturlands á Akranesi og verið með eigin atvinnurekstur. Sigríður stundaði nám við FVA á Akranesi og stundar nám í innan- hússhönnun. Hún hefur kennt ung- bamasund sl. sjö ár, var gjaldkeri Sundfélags Akraness í fimmtán ár, hefur verið formaður íþróttanefndar Akraneskaupstaðar, áður íþrótta- og æskulýðs- nefndar frá 1994 og verið varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins frá sama tíma. Hún var formaður starfskj arnanefndar 1994-95, er varamaður í félagsmála- og æskulýðs- nefnd Akraness frá 1994 og átt sæti í starfhóp um forvamir í fikniefnamál- um. Þá var hún í lands- liðsnefnd SSÍ og hefur verið sund- dómari frá 1982. Fjölskylda Sambýlismaður Sigríðar er Gunnar Sigurðsson, f. 19.5. 1946, framkvæmdastjóri Olís á Akranesi. Hann er sonur Sigurðar B. Sigurðs- sonar bifvélavirkja og Guðfinnu Svavarsdóttur, húsmóður á Akra- nesi. Sigríður var gift Páli Indriða Pálssyni, f. 4.2. 1956, vélfræðingi. Hann er sonur Páls Indriðasonar vélstjóra og Sigurlaugar Jónsdóttur, húsmóður á Akranesi. Börn Sigriðar eru Guðmundur Þór Pálsson, f. 15.3. 1977, vélvirkja- nemi; Páll Indriði Pálsson, f. 23.8. 1985; Maríanna Pálsdóttir, f. 13.8. 1986. Böm Gunnars eru Öm Gunnars- son, f. 18.11.1968, lögfræðingur; Ella María Gunnarsdóttir, f. 11.6. 1975, viðskiptafræðinemi. Systkini Sigríðar eru Emil Þór Guðmundsson, f. 28.4. 1956, bygg- ingatæknifræðingur í Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu Kristjánsdóttur flugfreyju og eiga þau fimm böm; Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 13.6. 1963, skrifstofumaður á Patreks- firði, gift Jóni B.G. Jónssyni yfir- lækni og eiga þau fimm börn; Þórey G. Guðmundsdóttir, f. 3.1. 1969, við- skiptafræðingur í Kópavogi, gift Leifi Eirikssyni stjórnmálafræði- nema og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Sigríðar eru Guðmund- ur Magnússon f. 3.3. 1927, bygginga- meistari og k.h., Ástríður Þórey Þórðardóttir, f. 8.3. 1929, húsmóðir, búsett á Akranesi. Ætt Móðurforeldrar: Þórður Þ. Þórð- arson, framkvæmdastjóri á Akra- nesi, hann lést 1989, og k.h., Sig- riður Guðmundsdóttir húsmóðir, Akranesi. Föðurforeldrar Magnús Ásbjöms- son, bifvélavirki í Reykjavík, og Ingibjörg Guðmundsdóttir Larsen, húsmóðir í Kaupmannahöfn, þau em bæði látin. Sigríður verður að heiman á af- mælisdaginn. Sigríður Guömundsdóttir. Til hamingju með afmælið 18. apríl 85 ára Anna B. Ögmundsdóttir, Gnoðarvogi 14, Reykjavík. 75 ára Hávarður Hálfdánarson, Jórufelli 4, Reykjavík. Jóhanna Veturliðadóttir, Kirkjufelli 11, Keflavík. Marfa Sigurðardóttir, Fögmkinn 15, Hafnarfirði. Rósa Guðmundsdóttir, Hamrabergi 17, Reykjavík. 70 ára Salbjörg H.G. Norðdahl, Hólmi við Suðurlandsbraut, Reykjavík. 60 ára Eyjólfur G. Jónsson, Flétturima 12, Reykjavík. Ólafur Ármannsson, Skarðshlíö 38 E, Akureyri. Sigurður Ólafsson, Vatnsdalsgerði, Vopnafirði. Þuríður Antonsdóttir, Grímsstöðum, Vestur-Landeyjum. 50 ára Alda Traustadóttir, Myrkárbakka, Skriðuhreppi. Guðfinna Jónsdóttir, Hvammabraut 4, Hafnarfirði. Helga Magnúsdóttir, Búhamri 36, Vestmannaeyjum. Katrin Albertsdóttir, Salthömrum 5, Reykjavík. Marta G. Sigurðardóttir, Blikastöðum III, Mosfellsbæ. Sólveig Stefánsdóttir, Sléttahrauni 19, Hafnarfirði. 40 ára Bryndís Bjarnadóttir, Laufengi 27, Re/kjavik. Hafliði Skúlason, Fifulind 9, Kópavogi. Hálfdán Siguiður Helgason, Háhóli, Borgamesi. Hjalti Njálsson, Reynigrund 39, Akranesi. Kevin Michael Williams, Salthömrum 10, Reykjavík. Óskar Tryggvi Gunnarsson, Krókamýri 54, Garðabæ. Páll Kári Pálsson, Austurströnd 4, Seltjarnamesi. Rúnar Antonsson, Hvammshlíð 5, Akureyri. Sigurjóna H. Guðmundsdóttir, Fi'óðengi 16, Reykjavík. Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir, Gnoðarvogi 56, Reykjavík. Þórarinn Ingólfsson, Víðivöllum 22, Selfossi. Þórarinn Már Þórarinsson, Vogum, Kópaskeri. ---7---------- jjrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.