Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 31
30 Qelgarviðtalið ,+ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 H>‘\T JJl"V LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 %elgarviðtalið * Halldór Jón Kristjánsson, nýr bankastjóri Landsbankans, segir formbreytingu bankanna hafa átt að fara fram fyrr - nú eigi að snúa vörn í sókn: mér upp ur endurskipulagningu ríkisfyrirtækja. Hann átti þess kost að starfa með nokkrum ráðherrum. Viö Hjörleifi tók Sverrir Hermannsson, einn for- vera Halldórs í bankastjórastólnum. Hann segist eiga mjög góðar minn- ingar frá samstarfinu við Sverri. Næstir komu Friðrik Sophusson, Al- bert Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Sighvatur Björgvinsson og loks Finn- ur Ingólfsson. Fjármál og fótbolti íLondon Við stofnun Evrópubankans í Lundúnum árið 1991 átti ísland aðild að stjóm bankans ásamt Svíum. Hall- dór var þama ráðinn aðstoðarbanka- stjóri um vorið 1991 og starfaði þar til haustsins 1994. „Ég fór i þetta starf að tilhlutan Jóns Sigurðssonar sem ég held reyndar alltaf mjög góðum tengslum við,“ segir Halldór. Til London flutti hann ásamt fjöl- skyldu sinni, eiginkonunni Karolínu F. Söebech stjómmálafræðingi og dóttur þeirra, Hönnu Guðrúnu, sem þá var tæplega 2 ára. Sonur þeirra, Kristján Guðmundur, fæddist síðan í London í september 1991. En svo skemmtilega vill til að Halldór og Karolína giftu sig í september 1988, Hanna Guðrún kom í heiminn í sept- ember 1989 og Kristján í sama mán- uði ’91. „Það virðist allt gerast í sept- ember í einkalífi okkar nema þegar ég skipti um starf,“ segir Halldór. Hann segir dvölina í London hafa verið ákaflega lærdómsríka og skemmtilega. Fjölskyldan bjó í Wimbledon og segist Halldór hafa fengið góð tækifæri til að sinna tveimur mikilvægum hugðarefnum sínum, annars vegar að kynnast al- þjóðlegum bankamálum og hins veg- ar að fylgjast náið með ensku knatt- spyrnunni. Wimbledon var hins veg- ar ekki lið Halldórs til að byrja með heldur Tottenham Hotspur þar sem Guðni Bergsson lék þá með liðinu. „Guðni og Ella, konan hans, eru góð- ir vinir okkéu- hjónanna og því lá beint við að styðja Tottenham," segir bankastjórinn sem frá bamæsku hef- ur haft mikinn áhuga á knattspymu. Kynntist fótbolta fyrst í Danmörku „en sú iðkun hefur lagst niður eins og vaxtarlagið ber með sér,“ segir Halldór. Þegar Guðni fór frá Totten- ham hallaði Halldór sér að Wimbledon og er í dag frekar heitur aðdáandi liðsins. „Að sjálfsögðu fylg- ist ég náið með Guðna hjá Bolton í dag,“ bætir Halldór við. „Ég var ekki bara á fótboltaleikjum heldur ferðaðist fjölskyldan töluvert um sveitir Englands. Þótt London hefði verið heillandi þá heiiluðumst við smátt og smátt meira af sveitun- um,“ segir Halldór en fjölskyldan á sínar uppáhaldsborgir í Englandi eins og Bath og Stratford-on-Avon. Halldór var ráðinn tímabundið við Evrópubankann og aðspurður segir hann það ekki hafa staðið til að dvelj- ast lengur í Englandi. I bankaheim- inum eignaðist Hcdldór ýmsa góða vini. Heim á ný Halldór kom til starfa á ný í iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu sem skrifstofustjóri til ársins 1996 að hann varð ráðuneytisstjóri. Eftir að heim kom frá London seg- ist Halldór vera ánægður yfir því að hafa ásamt fleirum komið að og unn- ið að lyktum stórra verkefna eins og stækkun álversins í Straumsvík, stækkun jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og nýju álveri Colum- bia á Grundartanga. Einnig hefur Halldór unnið að endurskipulagn- ingu fjármálakerfísins og þeirri „Eftir þennan stutta tíma get ég sagt að starfið leggst vel í mig og það hefur verið tekið vel á móti mér hérna, “ segir Halldór Jón Kristjánsson, nýráðinn bankastjóri Landsbankans, í upp- hafi spjalls sem helgarblaðið átti við hann í vikunni í höfuð- stöðvum bankans. Hann var þá nýbúinn aó koma sér fyrir á skrifstofunni og farinn að setja sig inn í helstu málin. Ekki voru nema rúmir tveir sólarhringar liðnir síöan hann var ráð- inn til bankans eftir að þrír bankastjórar sögðu upp störfum sem kunnugt er. Halldór hafði í nærri tvö ár verið ráðuneytis- stjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu og í tvö ár þar áður sem skrifstofustjóri sama ráðuneytis. Áður en lengra er haldið skulum við forvitnast um uppvöxt nýja bankastjórans. Halldór er fæddur í Reykjavík 13. janúar árið 1955, sonur Kristjáns G. Friðbergssonar og Hönnu Guðrúnar Halldórsdóttur, sem nú er látin. Albróðir hans er Guðni Geir sem hefur tekið við af fóður sínum sem forstöðumaður hjúkrunar- og dvalarheimilisins að Kumbaravogi á Stokkseyri en það heimili stofnuðu foreldrar þeirra upphaflega fyrir böm sem ekki áttu í önnur hús að venda. Reifst á dönsku Foreldrar Halldórs fluttu til Vest- mannaeyja er hann var 2 ára en móð- ir hans heitin var ættuð þaðan. Er hann var 6 ára flutti fjölskyldan til Danmerkur þar sem faðir hans sótti námskeið í félagsaðstoð í tvö og hálft ár í Kaupmannahöfn. Þar hóf Halldór skólagöngu sína. Þannig æxlaðist það að hann lærði að lesa og skrifa á dönsku. „Bróðir minn er einu og hálfu ári eldri en ég og við rifumst auðvitað talsvert sem strákar. Til marks um hvað danskan var rík í okkur að þeg- ar við komum heim til íslands árið 1963 þá gripum við alltaf til dönsk- unnar fyrsta hálfa árið eftir að heim kom þegar til rifrildis kom,“ segir Halldór og brosir þegar hann rifjar þetta upp. Fljótlega eftir heimkomuna stofn- uðu foreldrar hans áðurnefnt heimili að Kumbaravogi sem með áranum hefur þróast í það að vera dvalar- heimili fyrir aldraöa. Áður höfðu for- eldrar hans starfað talsvert að barna- verndarmálum í Reykjavík. Á upp- vaxtaráranum ólust þeir bræður, Halldór og Guðni, upp að Kumbara- vogi á Stokkseyri með stórum hópi af krökkum sem þeir, sem og fjölskylda þeirra, hafa ætíð litið á sem fóstur- systkini sín og haldið góðu sambandi við þau æ síðan. Um er að ræða hátt í 15 fóstursystkini sem öU eru yngri en HaUdór. Frá Stokkseyri til Noregs Á Stokkseyri gekk HaUdór í barna- skóla og á meðal bekkjarsystkina hans var Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. „Þetta var afar skemmtilegur tími þarna á Stokkseyri. Við voram í nán- um tengslum við náttúruna; sveitina og sjóinn, en á þessum tíma lögðu bátamir upp á Stokkseyri. Ég man hvað við strákamir voram oft að fylgjast með bátunum koma að í gegnum brimgarðinn á vetrarvertíð- inni. Sjómennimir á Stokkseyri voru og eru harðduglegir menn,“ segir HaUdór um uppvaxtarárin. Aö loknu skyldunámi hér heima fór HaUdór til Noregs i framhalds- skóla skammt norður af Ósló og tók þar stúdentspróf áriðl973, aðeins 18 ára að aldri. Er heim kom innritaðist HaUdór í lögfræði við Háskóla ís- lands. Var þar fyrst í eitt ár en fór síðan til Bandaríkjanna að læra líf- efncifræði og efnafræði við Loma Linda University í Kaliforníu. Aftur í lögfræðina „Eftir eitt og hálft ár í þessu námi fannst mér það ekki eiga nægjanlega vel við mig þannig að ég fór til Is- lands í lögfræðina á ný,“ segir Hall- dór sem tók cand. juris próf frá Há- skólanum i júní 1979. Hann minnist margra ágætra félaga í lögfræðinni, meðal þeirra voru nokkrir félagar sem stofnuðu skákklúbb eins og Við- ar Már Matthíasson lagaprófessor, Pétur Thorsteinsson sendifuUtrúi og lögmennimir Rúnar Mogensen, Guðni Haraldsson og Sigmundur Haraldsson. „Þessi skákklúbbur hefur því mið- ur ekki verið nægilega „aktífur" sið- ari árin,“ segir HaUdór. Meðal lög- fræðinga sem voru með HaUdóri í námi voru einnig Helga Jónsdóttir borgarritari og RagnhUdur Hjalta- dóttir, skrifstofustjóri í samgöngu- ráðuneytinu. „Með þeim tveimur hef ég starfað mjög mikið síðan.“ HaUdór ákvað að bæta við lög- fræðimenntun sína og fór í fram- haldsnám tU Bandaríkjanna haustið 1979. Sérhæfði sig í alþjóðalögfræði og viðskiptarétti við New York Uni- versity, School of Law, stærsta einka- háskóla sem rekinn er þar vestra. Þaðan kom hann heim á ný með mastersgráðu vorið 1981. Fyrst í stað starfaði HaUdór sem fuUtrúi hjá sýslumannsembættinu á Selfossi, hjá Páli HaUgrímssyni sýslu- manni, síðasta konungsskipaða emb- ættismanninum á íslandi. Þar störf- uðu einnig sem fulltrúar þeir Ólafur Helgi Kjartansson, nú sýslumaður á ísafirði, og AUan V. Magnússon, hér- aðsdómari í Reykjavik, sem Halldór hefur æ síðan haldið sambandi við. Starfaði með sjö ráðherrum Um haustið 1981 fékk HaUdór starf sem lögfræðingur í iðnaðarráðuneyt- inu, í tíð Hjörleifs Guttormssonar sem iðnaðarráðherra. Fljótlega fór hann að starfa að alþjóðlegum við- skiptamálum, m.a. endursamningum við ísal og síðar í gerðardómsmáli sem upp kom á miUi ríkisstjómar- innar og Alusuisse. „Þar fékk ég mína fyrstu eldskím í alþjóðlegum viðskiptum," segir HaUdór sem þá var aðeins 26 ára. Næsta áratuginn, eða tU ársins 1991, var HaUdór í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, fyrst sem fulltrúi, síöan deUdarstjóri og loks skrifstofu- stjóri. Hann kom m.a. að stóriðjuvið- ræðum og tók þátt í fjárhagslegri Bankastjórinn í faömi fjölskyldunnar. Halldór er meö Hönnu Guörúnu, 8 ára, og Kristján Guömund, 6 ára, sér viö hliö og fyrir aftan þau er Karolína F. Söebech, eiginkona Halldórs. DV-myndir Pjetur „Viö Finnur erum nánast jafnaldrar og vinnum og hugsum mjög líkt. Petta hefur veriö mjög ánægjulegur og viöburða- ríkur tími. Ég mun sakna samstarfsins viö Finn og annað starfsfólk ráðuneytisins," segir Halldór m.a. í viötalinu. sögðu hefur fylgst vel með hremm- ingum Clintons að undanfórnu. Hann telur Clinton vera vanmetinn. Hon- um hafi tekist vel að blanda saman grunnhugmyndum repúblikana og demókrata en hann hafi verið fórnar- lamb öfgakenndrar umræðu í fjöl- miðlum um einkamál hans. Um íslenska pólitík segir Halldór að hún sé á réttri leið. Það hafi sýnt sig á þessu uppbyggingarskeiði hversu mikilvægt það sé að hafa sterka og samhenta ríkisstjóm. Hann hafi haft það verkefni á liðnum árum að kynna erlendum fjárfestum árang- ursríka stjómarstefnu og tiltrú er- lendra aðila á henni hafi komið fram í þeirri atvinnuuppbyggingu sem átt hafi sér stað. „Það sem hefur gerst er að bilið milli flokkanna hefur minnkað. Menn verða einhuga um fleiri mál en áður og áherslurnar verða oft svipað- ar.“ Rót vandans kom í Ijós Um afskipti Alþingis af lands- bankamálinu segir Halldór að þá hafi rót vandans í ríkisbönkunum komið í ljós, sjálft rekstrarformið. Þar hafi átt að breyta bönkunum í hlutafélög mun fyrr. „Ef stjórnmálamenn vilja vera vitr- ir eftir á þá held ég að menn geti ver- ið sammála um þetta, að formbreyt- ingin hefði átt að fara fram fyrr. Rekstrarumhverfið breytist um leið og kynslóðaskipti eru að að verða í bönkunum. Aðhaldið verður allt ann- að og meira þegair bankamir verða árangursmældir á grundvelli verð- lagningar á bréfum á Verðbréfaþingi. Meiri kröfur verða gerðar til stjórn- enda fyrirtækjanna. Menn verða að koma og fara frá þessum fyrirtækjum eftir því hvernig þeir ná árangri. Það verða engir æviráðnir," segir Halldór og bætir við að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna fyrirrennara sína. Nú sé umhverfið orðið allt ann- að. „Menn verða að sætta sig við að í senn eiga sér stað formbreytingar og kynslóðaskipti og einbeita sér að framtíðinni. Vera ekki að rekja sig endalaust aftur í fortíðina. Ég velti mér ekki upp úr henni,“ segir Hall- dór sem aðspurður viðurkennir að sú umræða sem fram hefur farið um Landsbankann aö undanfórnu hafi skaðað bankann og ímynd hans. Það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá bankastjóranum að segja upp og gefa eiganda bankans tækifæri til að end- urskipuleggja yfirstjórnina. Menn eigi að snúa vöm í sókn. Erfið ákvörðun Hann segir ráðningu sína til bank- ans hafa vissulega borið skjótt að. Hann hafi þó fengið umhugsunar- frest, nýtt hann vel og eftir ráðlegg- ingar við fjölskyldu og nokkra aðila ákveðið að taka starfinu. „Þetta var erfið ákvörðun. Ég var ánægður i mínu starfi sem ráðuneyt- isstjóri og þurfti því að hugsa mig vandlega um,“ segir Halldór. „Starfið breytir mínum persónu- legu högum ekki svo mikið ef undan er skilin fjölmiðlaathyglin. Ég átta mig á því að bankastjórastarfið er meira áberandi en að vera ráðuneyt- isstjóri - þótt störfin séu að mörgu leyti hliðstæð;“ segir Halldór. Ætlaði að keyra strætó En skyldi hann hafa gengið með þann draum í maganum sem krakki á Stokkseyri að verða bankastjóri þegar hann yrði stór? Halldór hlær segir Halldór fjölskylduna hafa mikla ánægju af að ferðast. Eftir að hafa kynnst sveitahéraðum Englands mjög náið kviknaði áhugi á ferðalög- um innanlands þegar heim kom. F'jöl- skyldan hafi farið víða og tekið flesta landshluta fyrir með skipulegum hætti. í sumar standi til að ferðast um Norðausturland og Austfirðina. Á ferðalögunum hafa Halldór og fjölskylda verið iðin við annað áhugamál; sundið. Hvert tækifæri er notað til að fara í sund og Halldór segir þá sundlaug varla vera til á ís- landi sem þau hafi ekki komiö í, ekki síst á suðvesturhominu. „í helgarferðum okkar sigtum við alltaf út nýjar sundlaugar. Ég taldi mig hafa farið í allar laugar á Vestur- landi og Vestfjörðum þegar við fóram í sund á Norðurfirði á Ströndum. Þar er stórskemmtileg sundlaug,“ segir Halldór og telur að hann yrði ekki í vandræðum í sínum frítíma og semja „býsna góða“ handbók um sundlaug- ar á Islandi! Sund í stað laxveiða? Vegna laxveiðiumræðunnar hefur Halldór upplýst að hann sé enginn laxveiðimaður og lítil hætta sé á að hann fari í lax á vegum bankans. I ljósi mikils sundáhuga bankastjórans nýja er því ekki ólíklegt að hann taki helstu viðskiptaaðila bankans, er- lenda sem innlenda, frekar með sér í sund en laxveiði. Halldór segir að endingu að þetta sé alls ekki svo slæm hugmynd. Það hafi t.d. virkað vel á sínum tíma að taka útlenda ál- forstjóra eins og Ken Peterson hjá Columbia með sér í sund. „Það er nú ekki amalegt að taka menn með sér í Árbæjarlaugina þar sem við nýtum jarðvarmann með áhugaverðum hætti.“ -bjb breytingu á ríkisbönkunum í hlutafé- lög sem orðin er að veruleika. I þeirri vinnu hefur Halldór starfað náið með Finni Ingólfssyni. Hann ber honum afar vel söguna og segir þá hafa náð vel saman. „Við eram nánast jafnaldrar og vinnum og hugsum mjög líkt. Þetta hefur verið mjög ánægjulegur og við- burðaríkur tími. Ég mun sakna sam- starfsins við Finn og annað starfsfólk ráðuneytisins," segir Halldór um ár- in i ráðuneytinu. Hann segist aldrei hafa haft áhuga á að gerast stjómmálamaður, meira verið sem áhorfandi. Hins vegar hafi hann ætíð haft áhuga á þjóðmálum, efnahagsmálum og sagnfræði auk lögfræðinnar. „Ég hef líka mikinn áhuga á sagnfræði, eink- um á sögu Bandaríkj- anna og forsetanna sem þar hafa ver- ið. Ég hef safnað ævisögum um alla helstu for- setana,“ segir Halldór sem að sjálf- við spumingunni og segir það af og frá. Sem gutti hafi hann hins vegar ákveðið að verða strætóstjóri. Kynnt sér strætóleiðirnar ítarlega og búið sig undir það starf. „Eftir því sem ég varð eldri fór hugurinn að leita til lögfræðinnar. Mér fannst það líta út fyrir að vera fjölbreytt og skemmtilegt starf án þess að gera mér nánari grein fyrir því sem unglingur.“ Aðspurður um fleiri áhuga- mál ekk vet Hrannar B. Arnarson, frambjóöandi R.-listans í Reykavík. I w Kristín Ólafsdóttir, söngkona og fyrrv. borgarfulltrúi. Ólafur Guömundsson, 1 húsgagnasmiöur 1 í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.