Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 44
„ >1 52 MANUDAGUR 18. MAI 1998 nn Ummæli Leyfir bara virkjanir „Ég hef enga heimild til aö : fyrirskipa um- hverfismat. Ég gef Landsvirkj- , un bara leyfi til , að virkja." Finnur Ingólfs- son iðnaðarráð- herra, í Degi. Rumpulýður „Helftin af fjölmiðlamönn- um er menningarsnauður rumpulýður. Ekki nóg með það að þeir séu óskrifandi, heldur leggja þeir sig í líma við að afílytja og ófrægja hvaöeina, sem þeir skriftól- um við koma.“ Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri, í Morgunblað- inu. Þjóðargjöfin Kvótinn er eina þjóðargjöf- in sem vitað er um að gefin sé á , móti einlægum vilja gefand- ans.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrv. þingmaöur, í Morgunblað- inu. Andlátstilkynning „Kvikmynd verður sýnd vegna andláts Frank Sinatra á morgun." Erla Friðgeirsdóttir, á Bylgj- unni. Hættulegt svæði „Liðbönd slitna eða menn fótbrotna... Það gefur ekkert eft- ir og allur lík- aminn fer úr skorðum, hryggsúlan skekkist, öll liðamót, nári, bak, hné. Þrátt fyrir að menn sleppi við meiðsli eru þeir marga daga að jafna sig eftir leik.“ Atli Eðvaldsson knatt- spyrnuþjálfari, í lýsingu á gervigrasvellinum í Laugar- dal, í DV. Hlaupa í felur „Ráðamenn hafa hugrekki til að taka erlend lán upp á milljaröa vegna ýmissa stór- framkvæmda, svo sem borana gegnum fjöll og jarðganga undir firði, en þegar kemur að menningunni hlaupa þeir 1 felur." Bragi Ásgeirsson myndlist- armaður, í Morgunblaðinu. Fjöruganga á Garðskaga Ein besta og skemmtilegasta fjörugangan á Reykjanesskaga er frá Garðskaga til Sandgerðis, hvort heldur öll leiðin er gengin í einum áfanga eða komið er oftar og hluti af leiðinni genginn í hvert sinn. Þetta svæði er þekkt fyrir fuglalíf. Eink- um er vor og haust góður tími til fuglaskoðunar þegar margir farfugl- ar eru á leið til eða frá norðlægari slóðum. Mælt er með fuglaskoðun- arferðum Náttúrufræðifélagsins, Ferðafélagsins og Útivistar sem skipulagðar eru á hverju vori. Umhverfi A leiðinni milli Garðskaga og Sandgerðis er farið hjá Kirkjubóli en þar gerðust afdrifaríkir atburðir á miðöldum. Árið 1433 brenndu sveinar Jóns Gerrekssonar bæinn í hefnadarskyni fyrir hryggbrot og 155 gerðu stuðningsmenn Jóns Ara- sonar aðfór að Kristjáni skrifara er hann var staddur að Kirkjubóli og drápu hann og menn hans en Krist- ján hafði ákveðið að Jón Arason skyldi hálshöggvinn. Leiðin frá Garðskaga til Sand- gerðis er um 5 km löng og þarf að fara hægt yfir og hafa 2-3 tíma til ráðstöfunar. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Kristinn Helgi Guðbrandsson, fyrirliði Keflavíkur: Iílbúinn að taka við fleiri bikurum DV, Suðurnesjum: „Það er skemmtilegt að byrja tíma- bilið vel. Ég held að þetta sé það sem koma skal hjá okkur í sumar,“ sagði Kristinn Helgi Guðbrandsson, varn- arjaxlinn sterki og fyrirliði Bikar- meistara Keílavíkur. Keflvíkingar sigruöu íslandsmeist- ara Eyjamanna, 3-1, í meistara- keppni KSÍ 9. maí sl. og urðu því meistarar meistaranna. Kristinn tók við glæsilegum bikar í leikslok. „Það var góð tilfinning að taka við bikarn- um og ég er alveg meira en tilbúinn tU þess aftur í sumar." Kristni hefur verið falið það hlutverk að vera fyrir- liði síns liðs í sumar og í fyrsta sinn sem hann er skipaður slíkur fyrir mót. „Ég er alveg sáttur við það og treysti mér alveg til þess.“ Knattspyrnan er að hefjast en hvernig verður Landssimadeildin í sumar? „Ég held að hún verði jafn- ari en áður. Það verða 4-5 lið sem munu berjast um titilinn og við verðum eitt þeirra. Við erum tilbún- ir í slaginn og svakaleg tilhlökkun í mannskapnum að byrja að spUa.“ Kristinn segir að styrkur Keflvík- inga sé gott varnarskipulag, dugnað- ur, kraftur og samviskusemi. Krist- inn er fæddur og uppalinn í Kefla- vík. Hann spilaði upp alla yngri flokkana með Keflavík. Hins vegar æfði hann ekki á sumrin en þá fór hann í sveit tU ömmu sinnar og afa í Miðengi í Grímsnesi. Kristinn hef- ur fengið styrk sinn í sveitinni enda geysisterkur leikmaður sem erfitt er að hagga. Það var ekki fyrr en á síð- asta árinu í 3. flokki sem hann fór að æfa á sumrin, þá 16 ára. En Kristinn æfði Kristinn knattspyrnu á veturna og vorin. Hann byrjaði að æfa sem framlínu- maður og síðan var hann á miðjunni en í dag er hann aftasti maður í vöm. „Maður færist alltaf aftar á völlinn eftir því sem árin færast yfir mann.“ Kristinn, sem er 28 ára, hefur spU- að 79 leiki í 1. deild og aldrei náð að skora í leik. Hins vegar hefur hann gert 2 mörk í bikarkeppninni. Annað þeirra var afar þýðingarmikið en hann gerði úrslitamarkið sem tryggði Keflvíkingum sigur í bikar- keppninni í fyrra. „Ég hef trú á því að fyrsta markið mitt í 1. deUd eigi Maður dagsins eftir að koma bráðlega. Það eru aUtaf einhver skot í gangi frá leik- mönnum um að ég eigi eftir að skora mark í deildinni. Þeir hafa gaman af því. Þetta hvetur mann bara tU dáða. En þegar það kemur verður það þýðingar- “ mikið mark.“ Kristinn heldur mikið upp á Arse- nal í ensku knattspym- unni. Svo skemmti- lega vildi tU að báðir varnar- jaxlarnir og fyrirliðar síns liðs, Tony Adams og Kristinn, tóku við Helgi Guðbrandsson, bikar á dögunum. Það mátti sjá sömu takta þegar þeir lyftu bikamum. „Ég byrjaði að halda með Arsenal þegar ég var smágutti. Við Bjarki Guð- mundsson markvörður fórum til London þegar liðið varð enskur meistari eftir sigur á Everton fyrir stuttu og var bikarinn afhentur þá. Það var ótrúleg stemning á Higbury. Ég hef aldrei upplifað áður slika stemningu. Við fórum í dagsferð en ég hefði viljað vera eina nótt í Lon- don tU að gleðjast yfir sigrinum með stuðningsmönnum Arsenal.“ Kristinn er smiður að mennt og hefur unnið hjá Hjalta Guðmunds- syni síðan 1990. Hann á sér nokkur áhugamál. „Það eru íþróttir almennt, skemmt- anir og bíómyndir. Þá eru ferðalög erlendis ofarlega og sérstaklega að fara og sjá Sf Arsenal spila.“ -ÆMK Listaklúbbur Listahátíðar Fjölbreytt menningardag- skrá er á hverjum degi í Iðnó á vegum Klúbbs Lista- hátíðar sem verður starf- ræktur tU 7. júní. Klúbbur- inn er opnaður kl. 17 dag- lega og er aðgangur ókeypis, nema annað sé auglýst. Mat- seðill Klúbbs Listahátíðar mun bera keim af þeim við- burðum sem verða í húsinu hverju sinni. Aþena Fundur verður haldinn í Aþenu, hagsmunafélagi kvenna í Félagi háskóla- kennara, í kvöld kl. 19 á Sól- oni íslandus (efri hæð). Gest- ir fundarins verða Kristín Halldórsdóttir og Guöný Guðbjörnsdóttir sem munu greina frá fyrsta íslenska lagafrumvarpðinu um sam- þættingu. Námskeið í líföndun Guðrún Arnalds verður með kvöldnámskeið í lífónd- un 20., 21., 27. og 28. maí kl. 19-23 að Bolholti 4. Allar nánari upplýsingar í síma 5519447 og 8959447. Lífóndun er leið til að tengjast tilfinn- ingum og finna fyrir andar- takinu sem er að líða. Samkomur Lyfjahagfræði Fræðslufundur um lyfja- hagfræði verður á vegum lyfjahóps Samtaka verslun- arinnar í Gullteigi, B-sal, Grand Hótel við Sigtún. Fundurinn hefst kl. 12.00. Reiddur veröur fram léttur málsverður. Útspýtt hundsskinn Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Þróttarar fögnuðu sigri í 1. deild- inni í fyrra. Þeir fá meiri mót- spyrnu í ár en í fyrra. Nýliðar gegn íslands- meisturum íslandsmótið í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld og er þá aðeins einn leikur á dagskrá. Ný- liðamir í Þrótti, Reykjavik taka á móti íslandsmeisturunum frá Vestmannaeyjum á aðalleikvangi Laugardalsvallar. Fyrir helgi voru þjálfarar fengnir til að spá um lokaröðina í íslandsmótinu. Þar urðu Vestmannaeyingar efstir á blaði og þykja líklegir til að verja titil sinn. Þrótturam var hins vegar spáð fallsæti eða næstneðsta sætinu og víst er að þeir stefna hærra og þótt róður- inn veröi erfiður í kvöld er víst að hart verður barist enda hvert stig dýrmætt. Leikurinn hefst kl. 20. Iþróttir Annað kvöld verða svo fjórir leikir. Á Akranesi leika ÍA-Kefla- vík, í Grindavík Grindavík-ÍR, á KR-velli KR-Valur og á Ólafsfirði Leiftur- Fram. Allir leikimir ann- að kvöld hefjast kl. 20. Bridge Hér fyrr á árum vom Júgóslavar meðal sterkustu bridgeþjóða í Evr- ópu. Þeir enduðu í 2. sæti á EM árið 1935, en þá var skærasta stjama þeirra Geza Klein. Hér er eitt spil úr mótinu þar sem Klein fór á kostum sem sagnhafi í 4 spöðum dobluðum. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: * ÁDG V D73 •f 1064 f K954 * 104 * G1094 * 982 * Á762 4 862 * 5 * AKG73 * DG103 N V A S 4 K9753 V ÁK862 f D5 4 8 Suður 1 * 3« 4 f Vestur Norður Austur 2 f 2 4 pass pass 4 w dobl p/h Vestur hóf vörnina á því að leggja niður tígulkóng og austur frávísaði í litnum. Laufdrottning átti næsta slag og austur kallaði í litnum. Næst kom laufgosi, kóngur í blind- um, ás hjá austri og Klein trompaði heima. Hann spil- aði nú trompi á gosa, spilaði laufníu og henti tíguldrottningu heima! Vestur átti slaginn, reyndi að spila tígulkóng, en Klein trompaði. Hann spilaði trompi á drottningu og trompaði síðasta tígulinn í blindum. Staðan var þessi: f Á »D73 f - * 5 f 8 *5 ♦ G7 f 3 N V A S * - V G1094 - * 6 > ÁK862 •f ■ f ■ Hjarta var nú spilað á drottningu, spaðaásinn lagður niöur og austur var þvingaður í laufi og hjarta. Lauffimman í blindum var orðin að stórveldi! ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.