Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Fréttir Margir nýir félagar gengnir til liðs við Alþýðubandalagið: Ríflega 150 inn - tæplega 70 hafa skráð sig úr Samkvæmt heimildum DV hafa a.m.k. um 150 manns gengið til liðs við Alþýðubandalagið eftir að um- deildum aukalandsfundi lauk. Á fostudag höfðu skv. heimildum blaðsins tæplega 70 sagt sig form- lega úr flokknum. í Degi á fostudag er hins vegar haft eftir Steingrími J. Sigfússyni alþingismanni að hundruð manna hafl sagt sig úr Al- þýðubandalaginu. Jóhann Geirdal, varaformaður Alþýðubandalagsins, segir það lík- lega ekki liggja fyrir fyrr en með haustinu hve margir skrá sig í og úr flokknum. Hann sagði að það væri hans sterka tilfinning að tals- vert fleiri hafl gengið til liðs við flokkinn en yfirgefið hann. „En það er auðvitað erfitt að segja til um það núna hversu margir hafa sagt sig í og úr flokknum, við vitum t.d. ekki hvað margir hafa skráð sig í flokksfélögin á landsbyggð- inni, það á allt saman eftir að koma í ljós.“ Jóhann sagði að þær stóru tölur, sem nefndar hafa verið á báða bóga, væru ágiskanir og óskhyggja. Að sögn Þorvarðar Tjörva Ólafs- sonar, formanns Verðandi, ungliða- hreyfingar Alþýðubandalagsins, hefur ekki orðið mikil hreyfmg á fé- lagatali samtakanna. „Við höfum ekki fundið fyrir neinum úrsögnum að ráði,“ sagði Þorvaröur Tjörvi. Úrsagnirnar gengnar yfir Úrsagnir úr Alþýðubandalaginu virðast einkum bundnar við kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, sem sagði sig úr flokknum vegna óánægju með ákvörðun aukalandsfund- ar um að stefna að sameigin- legu framboði með öðrum vinstriflokkum. En eins og kunnugt er sögðu tvær flokksdeildir af heimaslóðum Steingríms sig úr flokknum með honum. Að auki fylgdu nokkrir félagar á Austurlandi þingmanni sínum, Hjörleifi Guttormssyni, er hann kvaddi Alþýðubandalagið eins og Steingrímur á landsfundinum. Enn er ekki vitað um neinar úrsagnir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður- landi vestra, Suðurlandi eða Reykjaneskjördæmi. Nokkrir hafa sagt sig úr flokkn- um í Reykjavík, einnig á Akureyri. Að öðru leyti virðist sem úrsagn- irnar séu að mestu gengnar yfir skv. samtölum DV við forystumenn í kjördæmunum. Töluvert margir hafa gengið í flokkinn í kjördæmi Margrétar Frí- mannsdóttur sem nýtur þar mikils persónufylgis. Skv. heimildum DV er talsverður hluti af nýjum félög- _um ungt fólk en meðal vinstrisinn- aðs ungs fólks virðist vera mikill hljómgrunnur fyrir sameiginlegu framboði vinstriflokkanna. Búist er við því að Alþýðubanda- lagið muni birta tölur um fjölda úr- sagna og nýrra félaga í flokknum núna einhvern næstu daga. -HB Húsbruni við Berg- staðastræti Slökkviliðiö I Reykjavík var kall- að að húsi við Berstaðastræti á tíunda tímanum f gærkvöld. Talsverður eldur logaöi þá á efri hæð og f rfsl hússins. íbúar f húsinu komust sjálfir út og varö ekki meint af. Talsveröan tfma tók aö slökkva eldinn. Eldsupp- tök eru enn ókunnug. DV-mynd S „Við erum nágrönnum okkar óendanlega þakklát fyrir björgunina," segja þau Hafni M. Rafnsson og Helena S. Brynj- ólfsdóttir sem björgðust naumlega, ásamt tveimur yngstu börnum sínum, úr eldsvoða um helgina. Vopnaö rán var framiö f söluturninum Herjólfi f Skipholti f gærkvöld. Er DV fór f prentun voru rænlngjarnir ófundnir og málið þvf f rannsókn. DV-mynd S Kvöddu Akraborgina Á annað þúsund manns voru mættir niður á bryggju á Akra- nesi á föstudagskvöld þegar Akra- borg var kvödd og var ekki laust við að tár kæmu í augu margra enda hefur Akraborgin veriö mik- ið aðdráttarafl á Akranesi og margir eiga örugglega eftir aö sakna þess aö geta ekki siglt yfir fjörðinn og komið í miöbæ Reykjavíkur. I þessari síöustu ferð Akraborgar var margt manna, meöal annars bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason, Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra og færeyski samgöngumálaráð- herrann sem er hér í boði Hall- dórs og var hann við opnun Hval- fjarðaganga en Færeyingar eru mjög áhugasamir um gangagerð- ina og fjármögnun hennar. Við sérstaka athöfn á Akraborgar- bryggju fluttu ávörp þeir Benedikt Jónmundsson, formaður stjómar Skallagrims, Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjómar Akraness, Halldór Blöndal samgöngumála- ráðherra og Skagaleikflokkurinn flutti leikþátt sem kallaður er Akraborgarblúsinn. Halldór Blön- dal samgöngumálaráðherra mis- mælti sig enn einu sinni þegar hann sagði að það væri gott að búa í Akureyrarbyggðarlagi og sagði svo að þetta væm nú fyrir- gefanleg mismæli. -DVÓ Eldsvoði í Reyrengi: Hetjuleg björgun - hjónum og tveimur börnum naumlega bjargað Hjónrnn og tveimur ungum böm- um þeirra var bjargað úr logandi íbúð að Reyrengi 1 í Grafarvogi að- faramótt síðastliðins laugardags. Eldur kom upp i sófa í íbúðinni. Tveir nágrannar fólksins, þau Helga Guðrún Eiríksdóttir og Baldur Heiðar Magnússon björguðu fólk- inu, þeim Hafna M. Rafhssyni og Helenu S. Brynjólfsdóttur, hetjulega með því að æða inn í brennandi íbúðina. Baldur Helgi sem býr fyrir ofan hjónin kom heim til sín um fjögurleytið um nóttina og varð þá var við brunalykt. Hann bankaði upp á hjá Helgu og eiginmanni hennar, Ólafi ísleifssyni, sem búa á móti íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Baldri tókst að komast inn um svaladyr á íbúðinni og opna fyrir Helgu framdyramegin. „Þegar ég kom inn æpti ég á hjónin og reyndi að vekja þau en tókst ekki. Ég greip því annað barnið og hljóp með það yfir í mína íbúð, hringdi á neyðarjínuna og náði síðan í hitt bamiö. Ég var ekki hrædd meöan á þessu stóð, ég hugsaði bara um að bjarga fólkinu en áfallið kom eftir á,“ sagði Helga i samtali við DV. Baldri tókst síðan að vekja hjónin og koma þeim út. Allir íbúar húss- ins, tíu talsins, vom fluttir til að- hlynningar á sjúkrahús en hafa alll- ir verið útskrifaðir. Hafni og Helena eiga sex ung börn en fjögur elstu bömin voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Ofsalega þakklát „Við erum svona smátt og smátt að jafna okkur en krakkarnir eiga svolítið erfitt þar sem allar eigur þeirra eru ónýtar eins og annað í íbúðinni. En dauðum hlutum er hægt að safna smátt og smátt aftur þótt við séum ótryggð og því er ég fyrst og fremst þakklát fólkinu sem bjargaði lífi okkar, það er það dýr- mætasta," sagði Helena í samtali viö DV. Helena, Hafni og börnin þeirra sex búa sem stendur hjá foreldrum Helenu þar sem talsvert þröngt er um þau. Þau vantar því samastað og er því bent til lesenda að ef einhver á stóra íbúð sem hann gæti lánað þeim tímabundið er það mjög vel þegiö. -GLM Stuttar fréttir i>v Heimsókninni lokið Sophia Hansen hélt í gær til Istanbul frá Qallaþorp- inu Divrigi eftir að hafa dvalið þar um skeið hjá dætmm sínum. Sophia sagði kveðju- stundina hafa verið erfiða því stúlkumar hafi notið samvistanna við móður sína. Engin úrslitaleikur í Mosfellsbæ var sjónvarps- laust um sjöleytið í gærkvöldi. Á þeim tima fór úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar fram. íbúar Mosfellsbæjar voru því ekki hluti af þeim þremur millj- örðum manna sem fylgdust með leiknum. Heppnuð nauðlending Nauðlenda þurfti lítilli eins hreyfils vél á fostudagskvöldið. Lendingin átti sér stað á flug- vellinum á Stykkishólmi eftir vélarbilun. Flugleiðir undir áætlun Tekjur Flugleiða af farmiöasölu í vor eru undir rekstraráætl- un fyrirtækis- ins. Tölur fyr- ir mai benda til að frávik frá áætlun verði tæplega 7%. Siglufjörður Áætlað er að eftir fjögur ár verði framkvæmdum við stækkun Síldarminjasafnsins á Siglufirði lokið. Þá verða 100 ár liðin síðan síldarævintýrið mikla hófst. Göngugarpur Erik Rautersward er kominn til Reykjavíkur. Kappinn lagði af stað frá Seyðisfirði og ætlar að ganga meðfram strandlengju íslands. Það er vænn göngutúr, eða um 3000 km. Hentifánar óvinsæiir Skipið Global Mariner siglir nú um jöröina með sýningu á vegum Alþjóðasambands flutn- ingaverkamanna. Sýningin er ætluð til kynningar á herferð þeirra gegn notkun hentifána. Ríkir bæjarfulltrúar Bæjarstjórn Hafnafjarðar hefur ákveðið að hækka laun bæjarfulltrúa um 47%. Allir flokkar voru fylgjandi ákvörð- uninni. Áki oröinn veiðistjóri Áki Ármann Jónsson, sem starfað hefur hjá veiðistjóra- embættinu frá 1. mars '95, hef- iir verið skipaður veiðistjóri. Álagningarskrár Garðar Valdimarsson ríkis- skattstjóri segir að álagningar- skrámar muni liggja frammi á skattstofum þann 31. júlí næstkomandi. Búnaðarbankinn semur Útboði tæplega 16 milljarða lántöku hjá 23 erlendum bönk- mn er lokið hjá Búnaðarbank- anum. Lánið verður notað til að greiða erlend lán bankans. -HÞH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.