Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 13. JULI 199b 15 Vinstrimenn sam- an í einum flokki - ísland þarfnast þess Það hefur verið nokkuð sérkennilegt að fylgjast með því uppgjöri sem einstakir þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa ver- ið að gera við sinn gamla flokk eftir auka- landsfundinn nú á dögunum. Tveir hafa sagt sig úr flokknum en ætla samt að vera áfram í þingflokknum og fleiri þingmenn eru að hugsa sinn gang. Það er með öðrum orð- um ekkert mark tak- andi á meirihlutasam- þykktinni á landsfund- inum því af því hún var ekki í anda þeirra Hjörleifs og Stein- grims þá kvöddu þeir sinn gamla flokk og eru nú þessa dagana að ræða við sitt fólk heima í héraði um framhaldið. Svona virða menn meirihlutann á þessum bæjum. Hvað var veriö aö samþykkja? Sú samþykkt sem gerð var á landsfundinum var um að hefja nú þegar undirbúning að sameigin- legu framboði á grundvelli jafnað- arstefnu, félagshyggju og kven- frelsis í öllum kjördæmum lands- ins fyrir næstu kosningar til Al- þingis 1 samvinnu við Alþýðu- flokk, Samtök um kvennalista og fl. Er hér eitthvað nýtt að gerast? Er þetta ekki nákvæmlega það sem gert var 1 síðustu sveitar- stjórnarkosningum úti um allt land? Hvar voru þessir þingmenn þá? Hafa þeir ekkert fylgst með þeirri þróun sem verið hefur hér í hinu pólitiska landslagi? Það getur auðvitað verið að bæði Hjörleifur og Steingrímur kunni best við sig í einhverjum smáflokki þar sem þeir geta ráðið öllu? Ef menn vilja í raun og veru að vinstrisinnað fólk komist til einhverra áhrifa Kjallarinn Guömundur Oddsson skólastjóri í Kópavogi við landsstjórnina þá verður það að vinna saman i einum stór- um stjórnmálaflokki. Sveitarstjórnar- menn hafa rutt brautina Þeir sem voru 1 framboði fyrir þessa flokka fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar munu að sjálf- sögðu ekki hrökkva til baka í fyrri skot- grafir og fara að berjast innbyrðis aft- ur. Ég trúi því a.m.k. ekki að slíkt gerist í Kópavogi, þar sem ég þekki best til, og af samtölum við fólk byggðarlögum, sem í baráttunni í Þegar fjöldinn hefur tekið ákvörðun verður ekki aftur snúið. Sjálfsagt munu einhverjir fylgja þeim þingmönnum sem ekki þola „Mín vegna mega Alþýðuflokkur- inn, Alþýðubandalagið og Sam- tök ifm kvennalista vera nöfn í sögunni en ab halda þessum samtökum áfram með einhverju smálífsmarki er tímaskekkja og heimska." úr öðrum einnig stóð saman vor, dreg ég þá ályktun að ekki verði aftur snúið. að vera í fjöldahreyfingu, en verð- ur þá ekki svo að vera? Það á að stofna flokk Mér finnst það bara hræsni þeg- ar því er haldið fram að ekki sé meiningin að leggja niður gömlu flokkana. Vitaskuld verður að gera það með formlegum hætti en það er með öllu óásættanlegt ann- að en stofna nýjan flokk sem að sjálfsögðu hefur bæöi sitt nafn og heimilisfang. Það er að minu mati ógjörning- ur að reka ein- hverjar eftir- stöðvar af góml- um stjórnmála- flokkum þar sem fólkið er að mestu farið í nýjan flokk. Mín vegna mega Alþýðuflokkur- inn, Alþýðu- bandalagið og Samtök um kvenna- lista vera nöfn í sögunni en að halda þessum samtökum áfram með einhverju smálífsmarki er tímaskekkja og heimska. ísland þarfhast þess að vinstrimenn standi saman. Guðmundur Oddsson ALÞYÐUBANDALAGID KVENNAUSTINN KVENNALISTINN ALÞYÐUFLOKKURINN Það er ógjörningur aö reka einhverjar eftirstöövar af gömlum stjórnmálaf lokkum, segir Guðmundur m.a. í grein- inni. Eg er 5% maður Mannkindin er skrýtin skepna og kratarnir líka. Eftir bæjarsrjórnarkosningarn- ar í vor reiknaði Sighvatur Björg- vinsson það út að enda þótt A- flokkaframboðin hefðu þar tapað tíunda hluta fylgis síns frá síð- ustu kosningum væru þau ótví- ræðir sigurvegarar þeirra. Eftir landsfund Alþýðubandalagsins á dögunum fann hann út með pró- sentureikningi að kratar, alþýðu- bandalagsmenn og kvennalista- konur væru sammála 1 95% til- vika. bandalagi og Kvennalista og þar er spurningin hvort á að vega þyngra, þessi 95% sem eru sam- mála eða 5% sem eru ósammála." Þetta er mikil stærðfræði og nálgast það sem Sighvatur hefur best gert áður i þessum fræðum um ævina. Prósentin 5 Innan þeirra fimm prósenta sem ekki er samstaða um rúmast eftirfarandi mál og málaflokkar: Evrópusambandsmálin, þar sem kratar vilja til inngöngu, 5% -----------------, fólkið ekki. „Eitt sinn reiknaði 95% maðurinn, Sighvatur, út að það mætti spara reiðinnar býsn í heilbrigðiskerfinu og efía það jafnframt með því að hætta að þvo ianglegusjúklingum í tíma og ótíma." Sighvatur tilkynnti þjóðinni þessa útreikninga í fjöhniðlum og sagði: „Við skulum hins vegar gera okkur grein fyrir því að í 95% til- vika erum við sammála í Alþýðu- flokknum, Þjóðvaka, Alþýðu- Nató, þar sem kratar líta á þetta hernaðar- bandalag sem friðarsveit, 5% menn ekki. Hermálin, þar sem kratar vilja alls ekki stugga við bandaríska hernum í Mið- nesheiðinni, en fimm prósentin vilja senda til síns heima sem fyrst. Fiskveiðistjórnarmál, þar sem kratar eru sammála sjáJfum sér í öllum meginatriðum um að þykj- ast ætla að leysa vanda fiskveið- anna með því að leggja á veiðileyfagjald, 5% menn teh'a þetta mála- myndaaðgerð sem baki enn meiri vand- ræði en nú eru. Stóriðjumál, þar sem kratar ætla að ana áfram sömu braut og þeir mörkuðu i síð- ustu ríkisstjóm, fimm prósent fólkið vill láta vistræn sjónarmið leysa skammsýna pen- ingahyggju af hólmi. Velferðarmál, þar sem sameinaðir kratar eru samþykkir því að halda fram gjöreyðing- arstefnu Sighvats í heilbrigðismálum, meðal annars með því að halda áfram að innheimta komugjöld af sjúkum og sorg- mæddum. Og ekki nándar nærri allt upp talið og ekkert skýrt til hlitar. Eitt er þó af þessu ljóst: Ég er fimm prósent maður! Komugjald Alþýðubanda- lagsins Eitt sinn reiknaði 95% maður- inn Sighvatur út að það mætti Kjallarinn Ulfar Þormóðsson rithöfundur spara reiðinnar býsn í heilbrigðis- kerfinu og efla það jafnframt með þvi að hætta að þvo langlegusjúklingum í tíma og ótíma. í sama skyni fann hann upp komu- gjaldið sem 95% mennirnir eru nú sammála um hversu ágætt er - reyndar allir nema fátækt fólk og fimm prósent menn og konur. - Og það er innheimt úti um allt. Komugjaldið. Alþýðubandalagið þarf meira að segja að greiða komu- gjald til útfarar sinnar svo það geti stigið niður i hreinsunareld- inn og megi þaðan rísa upp á nýj- um degi og setjast sameinað við hægri hönd Alþýðuflokksins að dæma milii sigra og stórsigra og reikna út prósentur og brot. Komugjaldið fyrir Alþýðu- bandalagið er 52 miljónir króna. - Sighvatur Björgvinsson, 95% maðurinn, sér um innheimtuna. Úlfar Þormóðsson Með og á móti Mun untfjöllun Playboy um íslenskar konur hafa neikvæö áhrif? Elisabet Þorgoirs- dóttir, ritstýra Eigum betra skiliö „í greininni kemur fram viðhorf til kvenna sem femínistar hafa barist gegn í áratugi. Það á ekkert skylt við mat á fegurð því vissu- lega eru íslensk- ar konur falleg- ar. Með því að markaðssetja ís- lenskar konur í tímariti eins og Playboy leggjast ferðamálaspek- úlantar ótrúlega lágt. Þeir virð- ast helteknir af íslenskri minni- máttarkennd og gera ekki greinarmun á fjalla- lömbum, sem vissulega væri gott að geta selt útlendingum, J3g ung- um konum. Það fylgir þvl ábyrgð að gefa þá mynd af íslenskum kon- um að þær byrji að stunda kynlíf 14 ára, séu drykkfelldar og reiðu- búnar til kynllfe hvenær sem er. Ætla þeir að vera í miðbænum um helgar þegar lesendur tímaritsins skreppa hingað i helgarferð til að kanna dýrðina? Það er sorglfigt að ungar stulkur skuli sjá drauminn um peninga og betra líf rætast með því að fyllá uþp í goðsögnina um íslenska fegurð. Myndir í Play- boy eru ætlaðar fyrir karla sem vilja horfa á konur 1 því skyni að fá kynferðislega örvun. íslenskar stúlkur eiga betra skilið." Heiður fyrir ísienskar konur Baldvin Jónsson, markaossórfræo- Ingur hjá Bænda- samtökunum. „Ég býst ekki við því að Play- boy-greintn muni hafa neikvæð áhrif hérlendis. Konur hafa verið að lýsa yfir áhyggjum sínum af því að banda- rískir karlmenn muni streyma til landsins í leit að kyn- lífsparadís. Mér finnst að þessar konur lítilsvirði kynsystur sínar og sýni þeim dónaskap ef þær halda því fram að þær muni stökkva í bólið með næsta útlendingi. Það getur vel verið að einhverjir bandarískir karlmenn láti glepjast af þessari grein og komi hingað í leit að konu en af hverju ættu karbnejaa.sem ekki geta náðsér í konu í Denver í Colorado að geta náð sér i konu á íslandi? Ég ber meiri viröingu en svo fyrir ís- lenskum konum að halda sííku fram. Ég get ekki litið ððruvísi á en að það sé heiður við íslenskar konur ef pær þykja fallegar, gáfað- ar og frjálslynáar. Þegar minnst er á lífræna rækt- un eitjs og gert er í greininni tengja margir það sjálfkrafa við lífrænt ræktað kjöt. Bandarikja- menn lita öðruvísi á málið. Þeir hafa miklar áhyggjur af þeim af- leiðingum sem hormónabætt kjöt þarlendis hefur haft á fólk og velta því þess vegna fyrir sér hvort íslenskar konur, og karlar reyndar líka, lifi lengur og séu fal- leg vegna þess að þau borða holl- an, lífrænt ræktaðan mat. Því líta Bandaríkjamenn fyrst og fremst á þessa lífrænu ræktun sem heil- brigðismál. Ég hef í raun engar áhyggjur af áhrifum þessarar greinar því ég ber mikla virðingu fyrir íslensk- um konum og veit að við erum ekki að reka neitt vændishús hér." -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.