Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 40
Vinningstölur laugardagir Vlnnlngar FJðldi vinninga Vlnnings-upphæö 1.5af 5 0 3.607.050 2. 4 af 5+<áSS 3 114.930 3. 4 af 5 84 7.080 4. 3 af 5 2.261 610 j& snr: 51 5' 2 :ia FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö T DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 13. JULI 1998 Fögnuðurinn leyndi sér ekki hjá stuðningsmönnum franska knattspymulandsliðsins í gærkvöldi þegar heimsmeistaratitillinn var í höfn. Úrslitaleikurinn var sýndur á stóru tjaldi í Háskólabíói. DV-mynd Hilmar Þór Selfoss: - Hraðakstur og bílvelta Margir voru teknir fyrir hraðakstur í lögsagnarumdæmi lög- reglunnar á Selfossi um helgina. Mikið var um ferðamenn í sýslunni og umferð því mikil. Einnig valt jeppi á Gaulverjabæjarvegi nálægt Selfossi síðdegis á laugardag. Fjórar stúlkur voru í bílnum og slösuðust þær allar, þrjár þeirra minni háttar ¦ Æf en sú fjórða liggur enn á Sjúkrahúsi Suðurlands. -GLM Hvolsvöllur: Innbrotafaraldur Lögreglan á Hvolsvelli handtók á föstudaginn þrjú ungmenni, þrettán ára stúlku og tvo átján ára pilta, fyr- ir innbrot í ýmis fyrirtæki og sum- arbústaði í grennd við Hvolsvöll. Að sögn lögreglunnar höfðu ungmenn- in talsvert magn þýfis undir hönd- um, aðallega tölvubúnað og áfengi. Einnig fandust á ungmennunum tæki til eiturlyfjaneyslu. Játning liggur fyrir og hefur unglingunum yerið sleppt. Talsvert hefur verið "*um innbrot í sumarbústaði í grennd við Hvolsvöll og sagði lögreglan það vera orðinn árvissan viðburð að brotist væri inn 1 einhverja bústaði. -GLM Hvalfjarðargöng: Stöðugur straumur Stöðugur straumur bíla lá að hin- um nýopnuðu Hvalfjarðargöngum í gær og fyrradag. Talið er að allt að tvö þúsund bílar hafi farið í gegnum göngin á klukkustund þegar mest lét. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík gekk umferðin klakklaust fyrir sig utan það að bíll bilaði í göngun- um síðdegis í gær og tafði umferð i' "^um tíma. -GLM SKIPTA FRAKKARNIR EKKI UM ÞJÓÐHÁTÍPARDAG? Tólf ára dreng bjargað frá köfnun á Kentucky Fried: Sú eina sem kunni réttu handtökin - segir móðir hans, Guðlaug Brynjarsdóttir Aroni Daníel Arnarsyni var að vonum brugðið þegar kjúklingabein festist í hálsi hans en móðir hans, Guðlaug Brynjarsdóttir, sýndi snör handtök og losaði um beinið. DV-mynd S Veöriö á morgun: Hlýjast suð- austanlands Á morgun er búist við hægri breytilegri eða norðlægri átt. Skýjað verður með köflum um norðan- og vestanvert landið en annars víðast léttskýjað. Hætt er við síðdegisskúrum, einkum sunnanlands. Hiti verður 6 til 18 stig, hlýjast suðaustanlands. Veðriö í dag er á bls. 45 Tólf ára gamall drengur, Aron Daní- el Arnarson, var hætt kominn i gær- dag er stórt kjúklingabein stóð í hálsi hans á veitingastaðnum Kentucky Fried á Selfossi. „Það kom maður og greip í hann en svo vissi hann ekki al- veg hvað hann átti að gera og því tók ég við og beitti hann Heimlich-taki. Auðvitað var ég ofsalega hrædd en ég hef farið á þrjú skyndihjálparnámskeið og það hefur vafalaust haft sitt að segja," sagði Guðlaug Brynjarsdóttir, móðir drengsins. Guðlaug sagðist undrandi á því að starfsfólk staðarins hafi ekki hringt á sjúkrabíl né komið til þeirra fyrr en drengurinn var úr hættu, taldi hún ljóst að starfsfólkið hefði ekki fengið leiðsögn. í skyndhjálp. „Auðvitað von- ast maður til þess að þurfa aldrei að beita skyndihjálp, sérstaklega á sín eigin börn en það ættu allar að kunna hana, sérstaklega allir foreldrar." Ætla að senda starfsfólkið á námskeið Að sögn Ingunnar Helgadóttur, vakt- srjóra á Kentucky Fried á Selfossi, hafa ekki verið haldin skipulögð skyndi- hjálpamámskeið fyrir starfsfólk stað- arins og hefur það því verið upp og ofan hvort það hefur kunnað skyndi- hjálp. „Sem betur fer man ég bara eft- ir einu öðru svipuðu tilfelli á þeim átján árum sem Kentucky Fried hefur starfað á íslandi. Auðvitað urðu allir mjög hræddir þegar stóð í drengnum en að mínu mati er það alltaf spurning hvort maður á að grípa fram fyrir hendur foreldranna þegar svona kem- ur upp á. Kjúklingabein eru lika mjög beitt og geta skemmt vélindað ef mað- ur reynir að losa þau en kann ekki réttu handtökin. Við erum nýbúin að senda starfs- fólkið á brunavarnanámskeið og það er alveg ljóst að næsta skref verður að senda það á skyndihjálparnámskeið," sagði Ingunn. -GLM Kjósin: Tveir árekstrar Tveir árekstrar urðu á sjötta tím- anum í gærdag í Kjósinni. Sá fyrri var talinn minni háttar. í honum urðu engin meiðsli á fólki. Seinni áreksturinn var hörð aftanákeyrsla og voru tveir fluttir á slysadeild. Meiðsli þeirra reyndust minni hátt- ar. -GLM PinWnarsimi S2S2SC0 ^^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.