Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Fréttir Stuttar fréttir Halldór Blöndal samgöngurá&herra var kampakátur vi& vígslu Hvalfjar&arganganna enda ástæ&a til. DV-mynd Hilmar Þór Hvalfjarðargöngin opnuð á laugardaginn: Nyr kafli hafinn Á laugardaginn voru mikil hátíöahöld beggja vegna Hval- fjarðar í tilefhi af opnun Hval- fjarðarganganna. Tónlistar- menn komu fram og Qutt voru ávörp og það var Davíð Odds- son forsætisráðherra sem opn- aöi svo göngin. Um 1700 manns tóku þátt í Hvalfjaröarganga- hlaupi en það var fyrsta og eina hlaupið undir Hvalfjörð. Þátt- takendur gengu, hlupu, voru á hjólum eða á linuskautum. „Þetta var mikill gleðidagur fyrir okkur sem höfum unnið að þessu. Þaö er miklum áfanga náð," segir Stefán Reynir Krist- insson, framkvæmdastjóri Spalar. „í fyrradag breyttist ís- lensk landafræöi." Stefán hefur nokkrum sinn- um farið í gegnum gögnin. „Mér finnst þetta ósköp þægi- leg tufinning. Þetta er gjörólíkt því sem við þekkjum frá göng- um á Vestfjörðum eða Ólafs- fjarðarmúla. Þetta er í raun- inni allt önnur tegund mann- virkis. Helsti munurinn er að þetta er miklu stærra og bjart- ara. Þarna er allt þurrt; hvergi nokkur raki." Göngin voru opnuð átta mánuð- um fyrr en upphafiega var gert ráð fyrir. Stefán Reynir segir að aö- stæöur hafi reynst betri en menn höföu þorað aö vona og nefhir í því sambandi aö bergiö hafl verið gott til að vinna í . „Og verktakinn, Fossvirki, hefur staðið sig mjög vel. Gísli Gíslason, stjómarformaöur Spalar, Halldór Blöndal samgöngurá&herra og Davfb Oddsson forsætisráöherra vi& opnun Hvalfjar&arganganna. Þeir breyttu sinni verkáætlun lítil- lega; settu á fleiri vaktir og flýttu þannig verkiuu." Brunaæflng var haldin í Hval- fjarðargöngunum aðfaranótt föstu- dags en göngin fylltust af reyk. Þau voru opnuð í fyrradag þrátt fyrir að skort hefði á fjarskipti á milli slökkviliðsins í Reykjavík og á Akranesi og aö slökkviliðsmenn heföu haft áhyggjur af reykköfunar- búnaði símun sem dugar í 20 mín- útur en á að duga 1 klukkustund ef slys verður neðst í göngunum. „Viö erum búnir að .óska eftir að fá skýrslu frá slökkviliðinu um það sem þarna gerðist. Það hefur ekki séð nauösyn á því ennþá. Við vitum í rauninni ekkert hvað þarna gerðist." Stefán Reynir segir að ef eldur kæmi upp í göngunum væri hægt að stjórna aðstæð- um. „Það er búið aö gera við- bragösáætlun sem slökkviðliðs- stjórarnir í Reykjavík og á Akranesi hafa unnið ásamt fleirum. Ef farið hefði veriö eft- ir henni hefði þetta mál ekki komið upp. Og þetta mun ekki koma aftur fyrir ef þeir nota sínar eigin vinnureglur." Vegna eftirlits, stillingar á búnaði og þjálfunar starfsfólk verða göngin lokuð næstu fjór- ar vikurnar í miðri viku frá miðnætti til kl. 6 á morgnana. „Þetta er samkvæmt upphafleg- um áætlunum og samningum. Verktakinn hefur þennan tíma til að yfirfara og stilla búnað- inn, sem er mikill og flókinn, til að tryggja að allt sé ná- kvæmlega eins og það á að vera." í gær var umferð mjög mikil um Hvalfjarðargöng. Starfs- maöur ganganna segir að rúm- lega 1.600 bílar hafi farið í gegn á klukkutíma. Það er meira en búist hafði verið við. Hann segir að á laugardaginn hafi starfsmenn tek- ið eftir bllum sem fóru fram og til baka. Hámarkshraði var virtur og aö sögn lét lögreglan vel af umferð- inni. Með þessum vegarkafla undir Hvalfjörð hefst nýr kafli í sam- göngumálum á íslandi. S.J. Siglufjörður 80 ára: Afmælisveisla í sól og blíðu Um helgina fór meirihluti Sigl- flrðinga, sem eru um 1.630, út á götu til að sýna sig og sjá aöra í tilefni 80 ára kaupstaðarafmælis bæjarins auk þess sem 180 ár eru síöan stað- urinn fékk löggilt verslunarleyfi. Brottfluttir Siglfirðingar komu líka til aö berja afmælisbarnið augum „Við tókum líka eftir því aö ferða- fólk á svæðinu leit viö hjá okkur og kíkti á hin ýmsu atriði," segir Guð mundur Guölaugsson bæjarstjóri sem var í afmælisnefhdinni. Afmæl isveislan fór fram í blíðskaparveðri hiti var um 20 stig og sólin skein í heiði. Á fimmtudagskvöldiö héldu Stuð- menn fjölskylduskemmtun sem vakti mikla lukku. Á föstudaginn var opnuð safharasýning og þá um daginn og á laugardaginn var tívolí í bænum sem vakti kátínu hjá yngri kynslóðinni. Síldarball var á fóstu- dagskvöldið og þá um kvöldið skemmtu Fílapenslar. Á laugardag- inn var sérleg hátíðardagská á Ráð- hústorginu. Hátíðarræðu dagsins hélt Jón Sæmundur Sigurjónsson sem er formaður Siglfirðingafélags- ins í Reykjavík og nágrenni. Páll Pétursson félagsmálaráöherra flutti svo ávarp. „Fyrirhugað var að for- setahjónin kæmu í heimsókn á laug- ardaginn en það gat ekki örðið af óviðráðanlegum ástæðum eins og allir vita. Á meðan á hátíðardag- skránni stóö var flutt mjög falleg kveðja frá forsetahjónunum sem þau sendu frá Seattle. Á laugardagskvöldið var hagyrð- ingakvöld sem tókst frábærlega vel. Það var troðfullt hús og gríðarleg stemning. Meðal þeirra sem létu gamminn geisa og gerðu mikla lukku undir stjórn Ólafs G. Einars- sonar, forseta Alþingis, voru Páll Pétursson, Sighvatur Björgvinsson, Jón Kristjánsson, Hjálmar Jónsson og Steingrímur J. Sigfússon." í gærmorgun var hátíðarguðsþjón- usta í kirkjunni og úrvalsdeildarlið Akraness í knattspyrnu keppti við KS. Bæjarstjórn og afmælisnefhdin buðu síðan öllum í pylsur og kók. Þetta hefur verið með skemmtilegri afmælisveislum. -S.J. Vatnslekí á Amsterdam Vatnsleka varð vart um fimm- leytið í gærmorgun á veitinga- staðnum Kaffi Amsterdam í Reykjavík. Þrátt fyrir erfiðleika við að veita vatnihu út var hægt að halda lekanum í skefjum og koma í veg fyrir miklar skemmdir. Yfirgefa Alþýöubandalagiö Varaformaður Verðandi, félags ungs alþýðu- bandalagsfólks og óháðra, sagði sig úr fé- laginu eftir landsfundinn ásamt fieiri forystumönn- um ungliða. Verðandi, eða þaö sem eftir er af því, lýsti síðan yfir stuðningi við stefnu Margrét- ar Frímannsdóttur, formanns fiokksins. Fylgir ungmennum heim Föstudags- og laugardagskvöld var lögreglan í Reykjavík upptek- in við að færa ungmenni undir lögaldri í athvarf og láta foreldra þeirra sækja þau. Um 3.500 manns voru í miðbænum aðfara- nótt sunnudags og voru þá 30 ungmenni færð í athvarf. Börn yngri en sextán ára mega ekki vera á ferli eftir miönætti án fylgdar foreldra. Fullur bill af þýfl Lögreglan á Selfossi handtók þrjú ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Ungmennin ferðuðust um á stolnum bíl og geymdu m.a. í honum tölvur úr þremur innbrot- um. Bílvelta í gær kL 16 valt bíll á Bjarna- fjarðarhálsi með þeim afleiðing- um aö farþegarnir, hjón og barn, voru flutt með sjúkrabil til Hólmavíkur. Þar gengust þau undir læknisskoðun. Æskulýösráöstefna í gærmorgun hófst æskulýðs- ráðstefha vestnorræna félagsins. Dag- skrá ráðstefn- unnar er fjöl- breytt og fer fram víða um höfuðborgina. Meðal ræðu- manná við opnun ráðstefnunnar var Vigdls Finnbogadóttir. Hraðakstur hestamanna Gestir á Landsmðti hesta- manna gera ýmislegt annað en að sitja hesta. Lögreglan á Akureyri hefur þurft að stöðva um 200 öku- menn fyrir of hraðan akstur á svæðunum í kringum mótið. Engin slys uröu þó og telur lög- reglan ástæðuna vera lækkaðan hámarkshraða og aukið eftirlit á meðan á mótinu stðð. Ógild okuleyfissvipting Héraösdómur Reykjavikur dæmdi á föstudag ökuleyfissvipt- ingu lögreglunnar í Reykjavík á manni nokkrum ógilda. Maður- inn hafði ekið á 64 km hraða þar sem hámarkshraði var 30. Dóm- ari sagði reglugerðina sem lög- reglan vann eftir ekki standast lög. Þá samræmdist sviptingin ekki réttarvenju. Sverrir fundar f kvöld Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri, hefur boðað til fundar i kvöld um stjórnmálavið- horfið og fisk- veiðimálið. Fundurinn, sem hefst klukkan 20.30, veröur haldinn í Stjórnsýsluhusinu. Sæbjörg Akraborgin hefur fengiö nýtt nafn og nefhist nú Sæbjörg. Verð- ur skipið notað tíl að kenna sjó- mennsku. -HÞH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.