Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Síða 6
1 6 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 Fréttir Breta vísaö frá Noregi: Alræmdur flagari á leið til íslands - frá Noregi fyrir að fleka 230 konur DV, Ósló: „Nú fer ég til íslands. Kvenfólkið þar er fallegra en það norska og auðveldara að komast yfir það. Ég hef satt að segja orðið að hafa nokk- uð fyrir því að komast yfir konur hér í Noregi," sagði Bretinn David Coombs um leið og hann yfirgaf Noreg nú í vikunni. Honum var vís- að úr landi fyrir kvennafar, en sjálf- ur segist hann hafa sængað með 230 norskum konum og haft út úr þeim meira en 10 milljónir íslenskra króna. Coombs fór til Lundúna með flugi frá Ósló og sagði við Verdens Gang að hann myndi dvelja viku hjá for- eldrum sínum en halda síðan til ís- lands. Þekkingu sína um íslenskt kven- fólk sagðist hann hafa frá vini sín- um. Coombs er 34 ára og hefur ver- ið mjög umtalaður í Noregi síðasta árið vegna kvennafars. Hann segist ekki geta verið til langframa hjá foreldrum sínum enda sé móðir hans mjög ósátt við fjölþreifni sína. „Ég hef heyrt að 60% íbúanna á íslandi séu konur. Það er eitthvað fyrir mig. Ég hef líka heyrt að ís- lenskar konur falli fyrir okkur körlunum alveg fyrirhafnarlaust," segir Coombs. Þótt honum hafi verið vísað úr landi í Noregi verður hann að koma þangað aftur fyrir áramót því tvö dómsmál hafa verið höfðuð á hend- ur honum fyrir að hafa haft fé af norskum vinkonum sínum. Því reiknar hann með að vera í fórum milli íslands og Noregs næstu mán- uðina. -GK Kvikmyndaver tekið í notkun I október Landssamband hestamannafélaga: Formaður Léttis I framboð íslenska kvikmyndasamsteypan og Loftkastalinn hafa gengið til samstarfs um rekstur Kvikmynda- vers íslands og í því skyni keypt skemmu við Héðinshúsið. Skemm- an er um 1000 fermetrar og á kvik- myndaverið að komast í gagnið í október. Um er að ræða eina kvik- myndaverið á íslandi í þessari stærð. „Úti í heimi þykir það þokka- lega stórt,“ segir Friðrik Þór Frið- riksson, kvikmyndagerðarmaður og eigandi Kvikmyndasamsteypunnar. „Á næstu mánuðum verða fimm myndir teknar í kvikmyndaverinu," segir Friðrik Þór, „Englar alheims- ins, 101 Reykjavík, Fíaskó, 66" N og Öskur í spegli.“ Gerðar verða nauðsynlegar breyt- ingar á skemmunni áður en starf- semi hefst. „Framkvæmdir verða ekki dýrar miðað við hagkvæmnina sem verður af þessu í framtíðinni." Það er margt á döfinni hjá Frið- riki. Hann á í viðræðum við erlenda aðila um gerð myndar um síðasta ár tónskáldsins Chopin. „Viðræðurnar ganga vel.“ Leitað verður eftir samningum við leikarana Holly Hunter og Robert Carlyle sem lék í Full Monty. „Carlyle hefur sagt að honum líki handritið og að hann langi að vinna með mér.“ Friðrik er að fara að vinna mynd eftir handriti Dereks Jarmans sem var einn virtasti leikstjóri Breta og DV, Akureyri: Sigfús Ólafur Helgason, formað- ur Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til setu í aðalstjórn Lands- sambands hesta- mannafélaga en þing sambandsins verður haldið á Akureyri í lok október. í 50 ára sögu landssamtaka hestamanna hefur Léttir á Akureyri, sem verður 70 ára í nóvember, aldrei átt mann i aðalstjóm. Fjórir af sjö aðal- stjórnarmönnum LH gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni en það eru: Birgir Sigurjónsson for- maður, Halldór Gunnarsson, Sig- urgeir Bárðarson og Sigríður Sig- þórsdóttir. Það verður því veruleg uppstokkun á forustusveit hesta- manna en auk Sigfúsar Ólafs Helga- sonar, sem er vara- maður í stjóm, mun Haraldur Þórarins- son varastjórnar- maður gefa kost á sér í aðalstjórn og einnig er nefnt nafn Oddnýjar Jónsdótt- ur. Þá er ekki annað vitað en að Jón Al- bert Sigurjónsson, varaformaður lands- sambandsins, gefi kost á sér til for- mennsku. -gk Sigfús Ólafur Helgason. Ingþór Guðmundsson var vakandi þegar hann settist inn í bílinn sinn. DV-mynd GVA Tímaþjófur á vakt í gær lagði Ingþór Guðmundsson bíl sínum á bílastæði við Tollhúsið í Reykjavík. Þegar hann kom að bílnum eftir að hafa lokið erindum sínum í bænum sá hann að hann var búinn að fá stöðumælasekt sem skrifuð hafði verið kl. 14.53. Ingþór settist inn í bílinn og leit á klukk- una. Hún var 14.43. „Ég rölti niður á lögreglustöð og fékk uppástimplað að ég var þar fimm mínútum áður en sektin hefði átt að vera gefin út. Ég held að þeir ætli að láta þetta ganga niður. Mér finnst stöðumæla- verðir vera orðnir fullgrófir þegar þeir eru farnir að sekta mann fram í tímann.“ -SJ Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem standa að stofnun kvikmyndaversins. Fyrirhug- að er að það verði í húsi sem stendur vestast í vesturbænum. heitir hún Nautron. Sjón er núna að vinna að lokaútgáfu handritsins. „Það er líka verið að ræða um stór nöfn þar en myndin er heimsenda- mynd.“ Heyrst hefur að Friðrik Þór fari að vinna að enskri útgáfu af Böm- um náttúmnnar. „Þessar viðræður um endurgerð hafa alltaf verið til staðar. Sem stendur er leikarinn Richard Harris að vinna að því að endurgera myndina og hefur sjálfan sig í huga í hlutverki Gísla.“ Frið- lega leikstjóri myndarinnar. „Það rik segir að hann verði ekkert endi- gæti orðið einhver annar.“ -SJ Gallup-bræður Eins og kunnugt er voru hræði- leg mistök gerð við útreikning á fylgi stjómmálaflokka í síðustu skoðanakönnun Gallup. Fylgi við félagshyggjuflokk- ana var sagt rúmum sjö prösentustigum lægra en það var skv. könnuninni. Segja menn að hroðvirknisleg vinnubrögð við könnunina stafi m.a. af því að eig- endur og fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins, þeir Skúli Gunnsteinsson og Einar Einarsson, verji miklum tíma í annað en fyrirtækið. Þeir em báð- ir þjálfarar hjá fyrstu deildar lið- um í handknattleik. Skúli stýrir Aftureldingu í ár og Einar þjálfar Stjörnuna. Það verður því að öll- um líkindum beðið með næstu könnun þar til keppnistímabilinu í handknattleik er lokið ... Hvað næst? Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er kunnur af ýmsum skemmtilegheitum. Sögur fara af frækinni för hans í sumarvinnu við virkjanaframkvæmdir á há- lendinu á mennta- skólaaldri. Hannes var þá sem nú borg- arbarn af guðs náð. Hann fékk það hlutverk að setja olíu á bíl einn hjá vinnuflokknum sem átti eftir að reynast honum hið erfiðasta mál. Leiðbeiningar voru honum gefnar um hvemig ætti að opna „húddið", hvar olían væri i vélinni, hvemig hann ætti að mæla hvort olíu vant- aði o.s.frv. í vinnuflokknum höföu menn vart séð aðra eins vankunn- áttu á slíkum málum. Endaði leik- urinn, að sagan segir, reyndar á versta veg þegar hann tók olíu- brúsa og hellti úr honum yfir alla vélina. Þannig taldi hann sig hafa bætt olíu á bíiinn ... Finnur plottar Innan Framsóknarflokksins full- yrða menn að Finnur Ingólfsson sé ekki hættur við að bjóða sig fram til varaformanns þegar Guðmund- ur Bjarnason hættir í embættinu á flokksþinginu í nóv- ember. TO marks um það benda þeir á að Finni hafi tek- ist að fá Halldór Ásgrfmsson til að fela sér verkstjórn fyrir undirbúning flokksþingsins. Það þýðir að Finnur mun væntan- lega heimsækja öll kjördæmisþing flokksins sem em kjörinn vettvang- ur til að afla fylgis fyrir kosningar á þinginu ... Eftirmyndir Forvörður íslenskrar menning- ar, Ólafur Ingi Jónsson, kenndi íslensku þjóðinni nýtt orð, forvörð- ur, og bætti um betur og útskýrði merkingu þess. Ólafur ku vera „original", að sjálf- sögðu. Ólafur er þó ekki húmorslaus með öllu þvi að hann er nú ber- andi smágallerís sem nefnist GaD- erí Barmur og er hluti af gallerí- keðjunni Sýni- _____ rými. Það er myndlistarmaður- inn Gunnar Magnús Andrésson sem á listaverkið í Gallerí Barmi þennan mánuðinn og er það spjald sem á stendur Frummynd. Síðan era 10 einstaklingar víða um borg- ina sem bera svipað spjald sem á stendur Eftirmynd... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.