Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Page 18
•^r 18 * ilteygarðshornið '* *' LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 JLlV Má eigi sköpum renna? „Enginn fær flokkað, skráð ör- lög í rit/ að upp megi fletta í sér að færa i nyt“ orti Megas við lok hins mikla bálks síns um Hvell-Geira, geimhetjuna fræknu sem daglega stóð í stórræðum á síðum bænda- blaðsins sáluga, Tímans, „þreytti kapp drembinn við óræðið" eins og Megas kvað, og kinkuðu hlust- endur mjög kolli yfir þessari snjöllu mynd af tæknihyggju nú- tímans. Svipuð hugsun býr að baki hins innblásna og spámann- lega niðurlags bókarinnar Hundrað ára einsemd eftir Gabríel García Marquez þar sem hinsti niðji Buendia-ættarinnar flettir bók þar sem skráð eru örlög allra í ættinni, og þar á meðal hans - og ferst svo. Svipuð hugsun býr að baki sögnum af Fást og Galdra- Lofti og ótal öðrum sögnum af eyð- ingareðli hinnar hreinu þekkingar sem styðst ekki jafnframt við siða- speki - þegar maðurinn fer í viss- um skilningi fram úr sjálfum sér, aflar sér meiri upplýsinga en hann er tilbúinn að vinna úr. Að vera vandaður vísindamað- ur snýst ekki einungis um að fá hugljómanir, vera röskur í reikn- ingi eða vandvirkur við til- raunaglösin. Lærdómur okkar ald- ar ætti að vera sá að hvort sem vísindamönnum er það ljúft eða leitt þá verður siðferðileg undir- staða allra þeirra verka að vera traust, og ekki nógu gott svar að ef ég geri þetta ekki þá gerir þetta einhver annar mildu óvandaðri maður en ég, eins og viðkvæðið hefur jafhan verið hjá kjamorku- styrjaldarhönnuðunum. ****** „Enginn fær flokkað, skráð ör- lög i rit“ orti Megas undir lok átt- unda áratugsins og þótti mælast vel að vanda, jafnvel þótt bók- menntapáfar Morgunblaðsins séu enn að klóra sér í hausnum yfir því hvort hann geti talist skáld. Þegar kvæðið var flutt hvarflaði ekki að neinum sem á hlýddu að tuttugu árum síðar yrðu komin að m minnsta kosti tvö fyrirtæki sem hefðu þetta beinlínis að markmiði - að flokka og skrá örlög í rit. Og dregur annað þeirra meira að segja nafn sitt af sjálfum örlaga- nomunum, Urði, Verðandi og Skuld. Nú á dögum er að visu áreiðan lega ofmetið hversu skaphöfii okk- ar og atferli ræðst af erfðum. „Fjórðungi bregður til fósturs" var sagt í gamla daga og er vísast rétt. Þessu ofmati á erfðaþættinum fylgir líka annað og verra, sem er mjög vélræn sýn á manneskjum- ar. Vísindamennimir sjá okkur fyrir sér sem við værum forrituð og jafnvel þá dæmd til að hegða okkur á tiltekinn máta, því þannig séum við gerð. Þessi nýja ættarhyggja vegur að gmndvallarsýn okkar á einstaklinginn, einkum á þessu fámenna landi, þar sem hver ein- staklingur er einstæður, og nokkurs konar heims- álfa. Á endanum er þetta sú hugsun að hver ein- staklingur sé frjáls. Sem sé að hægt sé að segja við mann: Jú, jú, forfeður þínir supu mikið, en þú ert ekki dæmdur til að drekka samt - það er á endanum þín ákvörðun hvort og hvemig þú drekkur. Það lýsir oflæti að kalla fyrirtæki eftir ör- laganornunum, oftrú á möguleika til að kort- leggja algjörlega hvem einstakling þegar hann kemur í heiminn: Þessi mun verða gjaldkeri í banka, hafa dálæti á brúnum fotum, kjúklingaréttum og fótbolta. Ein- staklingurinn er aldrei endanleg- ur; við munum aldrei fá endanleg svör við því hvers vegna sérhver hagar sér á tiltekinn máta. Það undursamlega samspil ótal erfða- þátta úr ólíkum áttum, umhverfis, uppeldis og jafhvel innrætis sem gerir hvem einstakling að því sem hann er - er það ekki í rauninni það sem gamla fólkið kailaði Guð? Og taldi okkur æðri. ****** Hjá vísindamönnum skiptir það máli hvemig þeir hugsa um menn- ina og heiminn, hvemig þeir sjá fyrir sér æskilega skipan hlut- anna, hverju þeir vilja berjast gegn - hvaða mannleg mein það era sem þeir vilja rannsaka. I einu orði: hugsunarháttur. í viðtali í Morgunblaðinu um síðustu helgi við Bemhard Pálsson, sem er for- sprakki örlaganomanna, gægðist fram hugsunarháttur sem ekki var að öllu leyti viðunandi hjá vís- indamanni. Það er þegar hann er í viðtalinu að vara við því að hvers kyns upplýsingar um einstakling séu samkeyrðar, þar á meðal svo- kallaðar viðkvæmar upplýsingar um lesti og skapgerðarbresti. Þar nefnir hann þrennt: kynvillu, áfengissýki og ofbeldi. Langt síðan maður hefúr séð þetta orð: kynvilla. Hvað merkir það? Þann sem hefur villst af leið í kynlífi sínu, þann sem stundar rangt kynlíf. Flest ennn við hætt að hafa áhyggjur af kynhegðun ná- ungans, svo fremi sem hann skaði engan, en þegar maður verður var við að læknir notar það hljóta að renna á mann tvær grímur. Að vísu er að því að hyggja að hann hefur dvalið langdvölum erlendis og þekkir kannski ekki hvað telst við hæfi í opinberri umræðu hér og hvað ekki, en það breytir því hins vegar ekki að hann tilgreinir samkynhneigð með áfengissýki og ofbeldishneigð. Skyldi enn vera lif- andi sá gamli draumur innan læknavísindanna að hægt sé að „lækna“ samkynhneigð? Að æski- legt sé að „lækna" samkynhneigð? Að brýnt sé að útrýma hommum? WÉ Mlpk Guðmundur Andri Thorsson ** *. gur í lífi Bikardagur í lífi Sigrúnar Óttarsdóttur, fyrirliða Breiðabliksstúlkna: Frábær endir á knattspyrnusumri 8.30. Bikardagur mnninn upp. Ég er vöknuð mjög snemma mið- að við að þáð er laugardagur og það er smáifiðringur í maganum. Við Breiðabliksstelpumar eig- um að mæta í morgunmat í Kópavoginn kl. 9.00. Ég verð að vakna snemma því að ég bý vest- ur í bæ, nánar tiltekið við hlið- ana á KR-vellinum. Spólu stungið í tækið Við borðum saman og rúm- lega tíu fórum við á létta æfíngu. Það er ágætt að koma sér í gang með því að skokka létt og fara í reit. Eftir æfínguna lítum við inn á uppskeruhátíð Breiðabliks í Smáranum. Um hálftólf er ég svo loksins komin heim. Það er mæting á Kópavogsvöllinn kl. 13.30 og nú er gott að hvíla sig aðeins. Ég er farin að finna fyrir smástressi en það veit bara á gott. Ég leggst upp í sófa og sting vídeóspólu í tækið. Ég undirbý mig ekkert sérstaklega fyrir leiki en finnst gott að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Leikurinn er hálfljögur svo að ég borða inn hálfeittleytið. I stuði með Sálinni Loks er kominn tími til að fara á stað. Magga Óla sækir mig á kagganum og við förum á völlinn. Breiðablik og HK eru að spila og við sjáum 5 mörk áður en við höldum af stað niður í Laugardal. Glæsilegur leikur. Það er létt yfir hópnum, strák- amir eru komnir upp í úrvals- deild og við erum staðráðnar í að vinna KR og fagna rækilega á uppskeruhátíð félagsins i kvöld. Á meðan við klæðum okkur hlustum við á Sálina, hún kem- ur okkur í keppnisstuð. Alvara leiksins Þegar leikurinn hefst er allt stress horfið og nú er bara að standa sig. Allt er þegar þrennt er og þar með hljótum við að vinna í dag. 2-0. Það er kominn hálfleikur og allt gengur vel. Við ætlum að klára þetta og hampa bikamum. Eftir slaka byrjirn í seinni hálf- leik er staðán allt í einu orðin 2-2 og allt á byijunarreit aftur. En við gefumst ekki upp og náum að sigra. Það flæðir kók út um allt og við erum í sigur- vímu. Það er varla hægt að lýsa þeirri tilfinningu að vinna bik- arinn eftir svona spennandi leik. Hún er hreint út sagt frá- bær. Þetta er tilfinning sem að maður venst aldrei, hversu oft sem maður vinnur, og maður verður sannarlega aldrei leiöur á henni. „Þetta er tilfinning sem maður venst aldrei, hversu oft sem maður vinnur, og maður verður sannarlega aldrei leiður á henni.“ DV-mynd Pjetur Sturta og partí Nú er bara að drífa sig í sturtu og svo í partí til Jöra þjálfara. Þar er að sjálfsögðu horft á mörkin og haft mikið gaman af. Loksins er haldið í Smárann og haldið áfram að fagna fram á rauðanótt með öflum þeim sem styðja við bakið á okkur. Frábær endir á sumri sem lof- aði ekki góðu til að byija með en með því að hafa trú á sjálfum sér er allt hægt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.