Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 16
16 ílagjafir LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 Þú gefur stúlkunni sem þú kynntist í desember ekki nœrföt í jólagjöf Það er bannaö. Athugaöu að hún opnar pakkann heima hjá pabba og mömmu. Og gjöfin má hvorki vera of dýr, þá er eins og þú sért aö kaupa ástina, né ódýr, þá er eins og þú tímir ekki aö gefa neitt almennilegt. Já. Þetta er flókiö mál. En hér kemur DV öllum elskendum til bjargar og bendir á nokkrar vandlega ígrundaöar jólagjafir sem henta eftir mismunandi löng sambönd. Gefðu elskunni þinni réttu jólagjöfina Handa glænýju ástinni Eftir þrjá góða mánuði Ekki gera þig gjaldþrota á ein- hverri rándýrri gjöf. Þið eruð bara búin að þekkjast í nokkra daga eða vikur/ og eftir svo stutt kynni er best að hugsa smátt, vera fyndin og kaupa eitthvað sem þú veist að verður notað. Mundu að þú ert enn að tæla. Gefðu honum: Gefðu henni: Nú er rétti tíminn til að heilla al- veg upp á nýtt. Á þessu stigi sam- bands er óhætt að fara að sýna rómantísku hliðamar og þinn per- sónulega smekk. Gefðu honum: - Gott og fínt vín. Karlmenn eru alltaf hrifnir af viskíi og kon- íaki. Ekki kaupa það ódýrasta og heldur ekki það dýrasta. Bann- aö að gefa honum bjórkippu, fvodkaflösku, gin eða eitthvað hann drekkur alltaf Sivort sem er. Flottan upptakara. Ódýrt og sniðugt og þú gef- ■ í skyn að þér sé ekkert IjUa við að hann hitti vini pína og drekki með þeim bjór. Stuttermabol. Ekki þunnan eða hvitan með nynd framan á, heldur binhvem smart sem hæfir vexti hans. - Vasahníf. Strákar hafa alltaf gaman að einhverju svona dóti til að handfjatla í jólafríinu. - Bók. Einhverja svona frekar hlutlausa, þú mátt hvorki að gefa neitt í skyn né vera með einhver sjónarmið. Ferðasagan Góðir ís- lendingar eftir Huldar Breiðijörð er fín í þetta og líka Vargatal eftir Sigfús Bjartmarsson en hún inni- heldur magnaðar lýsingar á veiði- eðli dýra, þar á meðal mannsins. - Kerti. Kauptu fallegt og soldið óvenju-legt kerti. Ferkantað eða sívalning og hafðu það helst stórt. Með kerti gefur þú í skyn að þér finnist rómantískt að kveikja á kerti og það bræðir hana alveg. - Bangsi. Lítill sætur bangsi með rauða slaufu um háls- inn gleður þá sem er skotin í þér. Henni finnst slík gjöf svo sæt og krúttleg. Fer svo að sofa, tekur bangsann með sér og hugsar um þig þangað til hún sofnar. - Lyklakippa. Þá er ekki verið að tala um svona drasl sem fæst á bensínstöðvum heldur fallega og vandaða lyklakippu. Ekki verra ef hún er hjartalaga eða með blómi. Til að fullkomna gjöfína ætti að vera hengdur á kippuna lykill að íbúðinni þinni. - Bók. Nýja bókin hennar Vig- dísar Grímsdóttur, Nætursöngvar, hentar vel. Það er konubók fyrir konur eftir konu. Svo er líka alltaf gaman að fá bók til að lesa um jól- in. - Mynd af þér. Hún vill hana pottþétt. Hafðu hana ekki stóra og settu hana í nettan ramma. Þú get- ur bókað að hún verður með hana á náttborðinu. - íþróttaskór. Þið eruð búin að njóta ásta stanslaust í þrjá mán- uði og nú er kominn tími til að hann sinni öðrum líkamlegum áhugamálum sínum. Það er pott- þétt að hann verður ofsa- lega hrif- inn af íþrótta- skóm __________ og hugsar um þig í hvert sinn sem hann fer í þá. Þú gefur líka í skyn að þú viljir hafa hann i fínu formi. - Kokkteilhristari og tvö glös. Það er alltaf gott að eiga kokkteil- hristara og svo er líka gaman að blanda sér góðan drykk fyrir svefninn á aðfangadagskvöld. Gæti meira að segja verið mjög rómantiskur forleikur. - Minnisbók úr leðri. Lítið, sætt og gagnlegt og hann er með gjöfina þina á sér allt næsta árið. - Skyrtu. Honum fínnst frá- bært að þú sért farin að gefa hon- um fot. Vertu bara viss um hvaða smekk hann hefur á skyrtum og hvaða stærð hann notar. Það dreg- ur úr ljómanum að þurfa að fara út í búð og skipta eftir jólin. Best er að hafa skyrtuna einfalda og klassiska. - Sápu og krem. Karlmenn þurfa ekki síður en konur að hugsa um húðina. Og þeir eru meira að segja margir famir að átta sig á því. Með þessari gjöf ertu líka að segja að þú viljir að hann geri sig sætan fyrir þig. jólagjöf. Hún vill láta koma sér á óvart. - Sæludagur. Til dæmis i Baðhúsinu hjá Lindu Pé. tóa Gjöf sem klikkar ekki og Ifjr henni fínnst þú æðislega ' ' hugulsamur og góður að dekra svona við hana. Þú vilt jú að henni líði vel, er það ekki? Skartgrip. Farðu rólega í flott-' heitin. Gefðu henni fallegt en ekki of dýrt armband eða kannski gull- keðju um hálsinn. Konur em glys- gjamar og þeim finnst æðislegt að fá gull. Athugaðu samt að kannski er kærastan þín meira fyrir silfur. Þetta verður þú að vita áður en þú kaupir gjöfina. Mundu samt að spyrja ekki, vertu lúmskur, hún vill láta koma sér á óvart. Hálft ár saman Þið hafið náð saman á flestum sviðum og tengst hvort öðru til- finningalegum böndum. Þetta stefnir allt í að verða alvarlegt hjá ykkur og þess vegna má dekra ást- ina sína með hverju sem er. Gefðu honum: Gefðu henni: - Föt. Reyndu bara að vera smekklegur. Ekki kaupa eitthvað sem er voða „sérstakt". Kauptu bara eitthvað klassískt og klæðilegt sem rímar við það sem hún gengur yfirleitt í. Kauptu það í verslun sem þú veist að henni finnst flott. - Tösku. Nú verður þú að vanda þig. Konur hafa ákveðinn smekk á töskum. Ef þú veist að hana vantar handtösku skaltu hugsa málið vandlega og kaupa svo einfalda, klassíska tösku. Hún verður æðis- lega hrifin af því. Ef þú fríkar út í töskubúðinni skaltu bara kaupa svarta leðurhanska með kanínu- fóðri. - Hmvatn. Frekar áhættu- samt en þú færð mörg prik hjá henni ef þú hittir á réttu tegundina. Reyndu að komast að því hvort henni líkar þung lykt, blómalykt, krydduð lykt eða eitt- hvað annað. Ekki spyrja hana um þetta rétt fyrir jól þannig að hún fatti að þú ætlir að gefa henni þetta i ar. Þetta segir honum líka að þú vilt vera með honum áfram og hlakkar til að vera með honum í sumar. Gefðu henni: - Belti. Þá erum við ekki að tala um ódýrt belti sem hangir á slá í Hagkaupi. Þú kaupir \ fallegt og vandað leöurbelti sem hann notar alla ævi ef þvi ■ er að skipta. - Peysa. Það er desember og kuldahrollur í okkur öflum. Þú sendir honum heitar kveðj- ur með hlýrri og góðri peysu. Honum hlýnar líka um hjarta- rætumar og hugsar fallega til þín í hvert sinn sem hann smeygir sér í peysuna til að hlýja sér. Flís er í tísku. - Rakspíri. Nú ert þú búin að kynnast honum það vel að þú átt að vita hvaða lykt honum finnst góð. Ekki gefa honum það sem hann hefur alltaf notað. Finndu eitthvað nýtt sem þú veist að honum likar og þér finnst gott. Það ert jú þú sem þefar mest af honum. - Myndavél. Með filmu í. Sam- bandið er komið á það stig að það er óhætt að fara að festa ýmis augnablik á filmu. Fyrstu myndina tekur hann af þér, ofsafínni og puntaðri í jólakjólnum. Ef þetta gengur upp hjá ykkur og þið skoð- ið myndaalbúmin saman eftir nokkra áratugi verður gaman að rifja upp þessa stund: „Oooo. Manstu. Þetta er fyrsta myndin sem þú tókst af mér.“ Línuskautar. pa5 er svo 0fsa. lega gaman að renna sér á skautum. Ef þú átt ekki skauta sjálf kaupirðu þá bara þegar vorar og þið árið saman út að leika í sum- - Gönguskór. Það er frábært að eignast gönguskó. Maður á þá jafnvel alla ævi. Svo farið þið saman í gönguferð milli jóla og nýárs og aftur í sumar og allt. Með svona skóm bendir þú líka á að þú vilt gera eitthvað skemmtilegt með henni. - Axlanuddtæki. Hún verður alltaf hrifin þegar þú gefur henni eitthvað sem á að láta henni líða vel. Einhverra hluta vegna eru konur iðulega með vöðvabólgu og þær njóta þess að láta nudda sig. Þú kannski sleppur í einhver skipti við að nudda ef þú gefur henni þetta. - Undirföt. Já. Nú er liðinn nógu langur tími til að gefa henni nærklæði. Ef þú veist ekki enn þá hvaða stærð hún notar er eitthvað að þér. Reyndu þá að minnsta kosti að komast að því og farðu í bæinn og kauptu falleg, einfóld og klassísk undirfot. Ekki vera með neina óra, ekkert kinkí, það eru nú einu sinni jólin - og hún gæti opnað pakkann fyrir framan alla fjölskylduna. - Klukka. Kauptu nú fallegt armbandsúr handa henni. Jafnvel þó hún eigi annað fyrir. Konur vilja geta átt til skiptana og þar að auki mun hún alltaf halda mest upp á úrið frá þér. - Náttföt. Hafðu þau úr silki. Rauð eru voða jólaleg en annars koma líka dökkblá til greina eða beinhvít. Lífsförunauturinn Þið eruð eitt og það er ljóst að þið munuð vera saman fram í rauð- an dauðann. Þess vegna má gjöfin vera dýr og helst lífstíðareign. Gefðu honum: Ummmm... - Mynd í ramma. Alltaf gaman að fá fallega mynd til að setja upp á vegg. Best væri að hún væri eftir uppáhalds myndlistarmanninn hans. - Armbandsúr. Það er nú bara þannig að ástin í lífi hans á að gefa honum úr. Fallegt og vandað sem hann getur borið alla ævi. - Vínrekki. Fallegir rekkar með góðu víni í eru prýði sérhverju heimili. Ef eiginmaður- inn fær einn slíkan að gjöf mun hann nær örugglega sjá um að í honum séu 'ævinlega góð vin Psem hægt er að draga upp þegar gesti ber óvænt að ’-garði eða þegar ykkur langar að gera ykkur glaðan dag og eiga notalega stund. Gefðu henni: - Helgarferð innanlands. Það er frábært að fara tvö saman í ferðalag í sumar. Skoða landið og rækta föðurlandsástina. Búa svo til barn í einhverri laut og blússandi hamingju. - Skartgripur. Þú ert viss um að þú ætlir að vera með henni til ei- lífðamóns. Fjárfestu nú í einhverju glæsilegu. Demantur kemur vel til greina. Það er alveg sama hvað kona á marga skartgripi, henni finnst alltaf gaman að fá meira glingur og demantur toppar allt. - Ferðatölva. Frábært að eiga svoleiðis. Sérstaklega ef hún er bis- nesskona, í skóla eða á ekki heimilis- tölvu. Hún fær gæsa- húð af hrifn- ingu og þú verður - Myndbandsupptökutæki. Ef bömin ykkar hafa ekki litið dags- ins ljós þá em þau mjög líklega á leiðinni og það er yndislega hug- ljúft að taka fyrstu afrek þeirra upp á myndband. Auk þess er þetta tæki og karlmönnum finnst ekkert venjulega gaman að öllu sem er með tökkum. - Sloppur. Alvöra karlmaður sem orðinn er ráðsettur heimilis- faðir á að eiga fallegan slopp (ekki frotté). Sjáðu hann fyrir þér í sloppnum á sunnudagsmorgni að finna til handa þér morgunmat. ánægður sjálfur, átt ef til vill eftir að fá að nota hana með henni. - Fjallahjól. Eða skíði eða ann- að útivistartæki sem hún getur brúkað þegar hún er með þér. Það er svo gott og gaman að eiga sam- eiginlegt áhugamál og útiveran er holl heilsunni og konur hugsa um heilsuna. Henni finnst líka gaman að fá stundum stóran pakka. - GSM-sími. Þú vilt geta náð í hana hvar sem er og hvenær sem er og að sama skapi vilt þú að hún geti alltaf hringt í þig þegar hún þarf á þér að halda. Haföu símann nettan og kvenlegan og kauptu ekki eitthvert ódýrt tilboðsdrasl. Þetta á að vera flott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.