Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 30
3» sakamál LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 DV 011 bömin dóu nema eitt „Þegar hún talar um bömin sín verður furðuleg breyting á henni. Augun taka að ljóma, rétt eins og hún hafi séð sólargreisla. Röddin breytist. Lágt hvisl sem heyrist næstum ekki verður skyndilega áheyrilegt og blítt tal.“ Þannig var hinni tuttugu og átta ára gömlu Marlies Homann eitt sinn lýst en þeir sem sátu á bekkjum dómhúss- ins í Lúbeck í Þýskalandi þegar hún tók sér þar sæti á sakamannabekkn- um beindu huga sínum að öðru. Láti lítils barns og ákæru um dráp þess. Marlies var ákærð af því yfirvöld töldu fullvíst að hún hefði drepið þriggja ára gamlan son sinn, Stefan. Hún hristi höfuöið þegar ákæran var lesin upp. Tárin streymdu niður kinnamar en loks leit hún upp og bjó sig undir að svara spurningum sem hún vissi að yrðu lagðar fyrir hana. Cindy. Skýring hennar Marlies virtist mikið í mun að skýra þaö sem gerðist kvöldið sem Stefan dó en hún komst ekki vel frá því. „Hann var búinn að vera lengi með svo skrítinn hósta. Ég setti hann í rúmið um sjöleytið. En hann svaf bara í tvo tíma eða svo því þá byrjaði hóstinn hræðilegi aftur. Þá fór ég inn til hans, tók hann upp úr rúminu og lagði hann að brjóstinu á mér. Höfuðið var á vinstri öxlinni. Hann sofnaði fljótlega aftur. Þá lagði ég hann í rúmið á ný og fór fram til þess að sjá það sem eftir var af sakamálaþættinum „Quincy". Eftir þessa frásögn var faðir Stef- ans og þáverandi sambýlismaður og kærasti Marlies beðinn að lýsa at- burðum þessa kvölds. Hans frásögn var að hluta til á þessa leið: „Við sátum frammi í stofu. Skyndilega lagði Marlies til að við færam sam- an inn til Stefans til þess að líta á hann. Það hafði hún aldrei gert áður. Ég fór með henni. Drengurinn okkar lá þá á maganum en þegar ég lagði hönd á hann fann ég að hann var kaldur." Stefan. Eignaðist fjögur börn Læknir sem kom á heimilið lýsti litla drenginn látinn og krufning sýndi að hann hafði verið kæfður. Dómarinn ræddi sérstaklega við Marlies um látið og sagði: „Þú tókst drenginn upp þegar hann fékk hóstann. Þrýstirðu hon- um svo fast að þér að hann gat ekki andað? Kafnaði hann þannig? Er það ekki þannig sem það gerðist?" Marlies tók báðum höndum fyrir andlitið á sér og fór að skjálfa. Svo sagði hún svo lágt að vart heyrðist: „Ég myrti ekki drenginn minn. Hann var óskabam." En unga móðirinn hafði eignast óskaböm áður, alls fjögur. Aðeins eitt þeirra er á lífi í dag. Hvað varð um hin? Hvernig dóu þau? Dauði Stefans varð umfjöllunarefni dóm- stóls, en hvað um litlu stúlkumar tvær, Nadine og Cindy? Þrátt fyrir tilraunir til þess að upplýsa með hverjum hætti dauða þeirra bar að hafði það ekki tekist fyrir réttar- höldin. Sú þeirra sem fæddist á undan, Nadine, var aðeins eins árs 1992 þegar móðii' hennar fann hana látna í rúminu. Dánarorsökin var aldrei staðfest. Árið eftir að hún dó fæddist Stef- an. Hann varð aðeins þriggja ára. Árið 1994 fæddist Cindy. Hún lifði í tvo mánuði. Dánarorsökin fékkst heldur ekki staðfest. „Var umönnunin þér of- viða?" Marlies eignaðist Homann Jan árið 1995, eina bam hennar sem enn er á lífi. Það má ef til vill þakka því að barnaverndamefnd greip í taumana og tók drenginn eftir að Marlies var handtekin og ásökuð um að hafa kæft Stefan. Homann Jan er nú hjá fósturforeldrum og dafnar vel. Gat það verið eðlilegt að ein og sama konan eignaðist svona mörg börn og öll dæju mjög ung nema eitt? Fáir vora þeirrar skoðunar. „Var umönnunin þér ofviða?" spurði dómarinn Marlies. „Það þurfti alltaf að þvo svo mik- ið tau,“ svaraði hún. En það var ekki aðeins þvottur sem íþyngdi Marlies Homann. Áheyrendur í réttarsalnum voru fljótir að komast að raun um það þegar hún fór að lýsa æsku sinni og uppeldi. Móðir hennar skammaði hana næstum daglega, oftast að ástæðulausu. Móðirin var áfengis- sjúklingur. „Þegar hún var full fannst henni hún þurfa að refsa mér,“ sagði Mar- lies. „Hún tók þá kúst og barði mig með skaftinu. Einu sinni gekk hún svo hart að mér að ég meiddist í baki.“ Kona í sálarkreppu Er leið á réttarhöldin kom æ bet- ur í ljós að Marlies hafði aldrei fengiö það uppeldi sem telja verður forsendu þess að bam vaxi úr grasi til þess að verða fuOgildur þegn sem tekist getur á við verkefni sín á lífs- leiðinni svo vel sé. Hún kom fyrir sem kona í sálarkreppu sem vildi að mörgu leyti vel en skorti getuna til að standa undir því sem gera þurfti. Og meðferðin sem hún fékk frá móður sinni þegar hún var drukkin var ekki það eina sem haföi sett merki sín á hana á unga aldri. Marlies skýrði frá því að þegar hún var tíu ára hefði bróðir hennar neytt hana til samfara og i raun nauðgað henni. í sárum eftir að hann hafði bragðist trausti hennar á þennan hátt sneri hún sér til móð- urinnar með vandann. En viðbrögð hennar voru sem salt i sárið. Móðir- in hló hrossahlátri að sögunni um nauðgunina. Og þar með var málið afgreitt af hennar hálfú. Marlies kom fyrir sem vanhæf kona, kona sem var skemmd í æsku og var í raun ófær tO þess að gera það sem flestar konur stefna að, að verða móðir og ala upp börnin sín. VOjann til að eignast þau skorti ekki en getan til að annast þau var ekki fyrir hendi. Erfitt samband við karl- menn Marlies mun hafa reynt að bæta sér upp þann kærleiksskort sem einkenndi bemsku hennar með því að leita eftir stuðningi og skilningi karlmanna sem henni leist vel á eða hún feOdi hug tO. Hún eignaðist tvo sambýlismenn en það segir ef tO viO sína sögu að annar þeirra var sext- án árum eldri en hún og hinn tutt- ugu og einu ári eldri. Þeir sáu henni fyrir húsnæði, fæði og fötum en þeir gerðu hana líka ólétta hvað eftir annað. Marlies tók því ekki ida að verða ólétt. í raun varð hún afar glöð í hvert sinn sem það gerðist. „Það var svo indælt aó vera ólétt og að bíða eftir því að koma mann- eskju í heiminn," sagði hún í réttin- um. En Marlies ól ekki aðeins böm. Hún tók líf. Málið vakti mikla athygli allra sem fylgdust með flutningi þess. Sumir vora þeirrar skoðunar að það væri svo sérstætt að það gæti vart átt sér hliðstæðu. Flestum þótti hafið yfir aflan efa að Marlies hefði banað að minnsta kosti einu barna sinna, Stefan, með því að þrýsta honum svo fast að sér og svo lengi að brjóstkassi hans brotnaði. Og sú varð niðurstaða réttarins sem dæmdi hana í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Uppgjör Marlies sat sem steinrunnin þeg- ar dómurinn var kveðinn upp. Er hún hreyfði sig loks sagði hún ekki neitt, heldur grét í hljóöi. Þegar hún var leidd úr réttarsaln- um leit hún örvæntingarfudum aug- um á dómarann en hann leit undan, rétt eins og hann treysti sér ekki tO að horfast í augu við hana. Engum sögum fer af dvöl Marlies i fangelsinu fyrstu fjóra mánuðina. En einn daginn féd hún saman og þegar að henni var komið bað hún um fangavörð því hún þyrfti að tala við hann. Er maðurinn kom sagðist hún þurfa að gera játningu. Hún hefði svipt dætur sínar tvær, Nadine og Cindy, lífi en hún gæti ekki munað hvernig hún gerði það. „Þær voru mikið veikar,“ sagði hún. „Nadine var með lungnabólgu og mér fannst að þær ættu bágt.“ Nadine. Viðbrögð yfirvalda Játningin sem Marlies Homann gaf í fangelsinu var sett á blað og málið sent saksóknara. Þó sjálf játningin kæmi að vísu á óvart kom það ekki á óvart að börnin höfðu verið svipt lífi, því líkurnar á að þrjú böm af fjórum deyi á allra fyrstu mánuðum eða árum ævinnar í vestrænu þjóðfélagi era ekki miklar. Spumingin sem vaknaði nú var hvort höfða ætti nýtt mál. Niður- staða þeirra hugleiðinga kom sum- um á óvart en öðrum ekki. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að saksóknaraembættið sýndi mfldi. Niðurstaða þess var sú að öU ævi Marlies Homann hefði verið með þeim ömurlega hætti að ekki væri meira á hana leggjandi. Því yrði nýtt mál ekki höfðað á hendur henni. Saksókn- arinn Gúnter MiOler talaði fyrir þessari ákvörðun og sagði meðal annars: „Þessi móðir hefur þjáðst nóg.“ Síðari sambýlismaður Marlies, Hans Siegfried, sem var faðir stúlknanna tveggja og Jans, sem er á lífi, hefur snúið baki við henni. „Hún drap dætur mínar," sagði hann. „Ég óska ekki eftir að eyða ævinni með svona konu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.