Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 76
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 Barn féll þrjá metra Tveggja ára drengur slapp ótrú- tega vel eftir að hafa fallið þrjá metra o’g lent á gólfi verslunarinnar Nettó í Mjódd í fyrradag. Drengurinn hafði farið upp stiga, sem tiiheyrir sameign hússins, og liggur upp á aðra hæð. Handrið er með fram hæð- inni en á einum stað hafði plata losn- að og þar féll drengurinn niður. „Drengurinn kom fljúgandi á fúliri ferð og skall með miklum hávaða á hörðu gólfinu. Ég hélt hann væri dá- inn en sem betur fer fór hann að gráta skömmu seinna. Hann reyndi að rísa upp og þá tók ég hann í fang- ið þangað til móðir hans kom á vett- vang skömmu seinna," segir Unnur Hervarsdóttir sem var sjónarvottur að slysinu í gær. Drengurinn var fluttur á slysa- ■■deifd og að sögn vakthafandi læknis fékk hann heilahristing. Hann fékk að fara heim að rannsókn lokinni í gærkvöld en verður undir eftirliti næstu vikur. Handriðið var lagfært eftir atvik- ið í gær. -aþ 5 dagar til jóla ZEKIWA □úkkuvagnar Heildversíunin Bjarkey Ingvar Hetgason Eldgosið við rætur Grímsíjalls aðeins rúma tvo kílómetra frá þremur skálum: Gríðarlegt sjónarspil Eldgosið í Grimsvötnum var gríð- arlegt sjónarspil þegar DV flaug yfir eldstöðvamar á bjartasta tíma dags- ins í gær. Upptökin eru við rætur Grímsfjalls að vestanverðu, syðst í vötnunum, aðeins rúmlega tvo kOó- metra frá þremur skálum Jöklarann- sóknafélagsins sem standa uppi á há- bungu fjallsins í 1722 metra hæð. Gos- upptökin eru í um 1500 metra hæð. Svarthvítur strókm-, nokkur hundruö metra breiður, gaus með ógnarkrafti upp úr hjaminu, þaðan upp með snarbröttu fjallinu, breiddist út þegar hærra dró og náði síðan hátt í tíu kílómetra hæð þar sem risastór „diskur" myndaðist efst á svepplaga risabólstri. Ofan á fjallinu að sunnan- verðu var komin kolsvört aska sem breiddist að því er virtist rólega yfir nokkurra ferkílómetra svæði. Skilyrðin tii að skoða gosið úr lofti vom eins og best varð á kosið upp úr hádeginu í gær. Bæði norðan og sunn- an Grímsvatna var jökullinn baðaður í sól. Tignarlegt og í senn hrikalegt Grímsfjallið skartaði sínu fegursta á meðan náttúraöflm ólmuðust í vest- urenda þess. Eldglæringar sáust við og við uppi í stróknum. Flugvélar sveimuðu yfir við gos- stöðvamar í gær. Hæg norðanáttin gerði að verkum að vélamar gátu flogið áhættulítið í varla meira en 100 metra fjarlægð frá sjálfum gjósku- stróknum að norðanverðu. Um 15 stiga frost var við eldstöðvamar þannig að þeir sem opnuðu gluggana á flugvélum þegar ljósmyndir vora teknar á um 200 kílómetra hraða urðu ískaldir á svipstundu svo ekki sé meira sagt. Fjöldi fólks sem hefúr vanið komur sínar á Grímsfjall, starfs síns vegna eða sem unnendur útivistar, velti því fyrir sér í gær hvort öskufallið næði að skálum Jöklarannsóknafélagsins uppi á Grímsfjalli. Þegar DV flaug yfir í gær virtist engin gjóska hafa sest þar og ekki var útlit fyrir að slfkt gerðist í bráð - þar var alhvítt að sjá í kring þrátt fyrir nálægð mannvirkj- anna við eldgosið. „Þetta er gott túristagos," sagði veðurfræðingur í samtali við DV. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að skilyrði til að skoða gosstöðvamar úr lofti í dag verði hagstæð. -Ótt Nánar á bls. 2 og 4 Veðrið á morgun: Veðrið á mánudag: Vaxandi suðaustanátt Á morgun, sunnudag, verður vaxandi suðaustanátt á landinu. Sunnan- og vestanlands verður snjókoma en síðan slydda eða rigning. Rigning eða slydda Á mánudag verður suðlæg átt á landinu og víða rigning eða slydda. Hiti verður á bilinu 0 tii 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 73.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.