Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 '13"V ■fc * i8 heygarðshornið w ★ ★ Þegar Súfistinn hætti að vera reyklaus Síðastliðið miðvikudagskvöld varð eldur laus í Bókabúð Máls og menningar. Ég frétti af þessu: Sprenging varð í rafmagnstöflu og reykur stóð út úr henni. Þegar af- greiðslustúlka á Súfistanum, Bóka- kafEinu sem er á efri hæð búðar- innar, hringdi í Slökkviliðið sögðu þeir við hana: komdu öllum út. Talaðu rólega við fólkið, gættu þess að vekja ekki upp hysteríu og biddu fólkið um að yfirgefa svæðið skipulega, hratt og umfram allt fum- laust. Svo komum við. Hún lagði á, fum- laust, andaði nokkrum sinnum djúpt, skipulega, slökkti á tónlistinni, rólega, og ræskti sig hæversklega: hi- himm. Enginn leit upp. Hún ræskti sig aftur, ögn hærra í þetta sinn og sagði síðan hátt og snjall, en umfram allt ró- lega minnug fyrir- mæla slökkviliðsins: Það er víst kviknað í héma ... Ég verð víst að biðja alla um að fara út... rólega. Nokkrir litu upp og horfðu á hana með samblandi af ólund og forvitni, vorkunnsemi og fyrirlitn- ingu, litu siðan undan - ákváðu að leiða þessa manneskju hjá sér. Flestir létu sem þeir hefðu ekki heyrt þetta og grúfðu sig ofan í kaffibollana sína, laumuðust kannski til að glotta örlítið hver til annars: laglega rugluð þessi. Að engum virtist hvarfla að taka mark á aðvörunarorðum kaffiselj- unnar. Eða kannski öllu heldur: enginn virtist taka þau beinlínis til sín. Það var ekki fyrr en hún hvessti sig og tók að baða út öllum öngum að fólkið drattaöist lunta- lega á fætur og fór að koma sér út, með hægð, stóð hálfbogið yfir borðunum til að ná nú örugglega að klára úr kaffibollunum, sem það var búið að borga fyrir; leit svo illilega til afgreiðslustúlkunn- ar, eins og hún hefði kannski sjálf kveikt í til að hafa af þeim kaffið. Niðri í búð var sama sagan: kona með tvö böm krafðist þess að fá að ljúka bókakaupum sínum áður en þau legðu á flótta undan meintum eldi. Og þegar vesalings stúlkan leitaði skjóls hrakin og köld á veitingahúsinu Vegamótum var hún atyrt af nokkrum fyrrum kúnnum Súfistans fyrir að eyði- leggja fyrir þeim rólega og menn- ingarlega stund í þessu indæla kaffihúsi sem fram að þessu hafði verið það eina hér á landi sem með stolti gat auglýst að það væri „reyklaust". ****** Þetta er dálítið merkileg saga sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Ég hef ekki hugmynd um hvemig ég á að útleggja hana. Kannski svona: Hér höfum við rólega og frið- sæla stemmningu, djúpa þögn sem rétt er gætilega rofm af og til með settlegu kakósötri og varfæmis- legri flettingu tímarits; fólk er kannski komið um langan veg til að fá að bragða á húsblöndunni sem er svo rómuð og fletta snot- urri smábók með japönskum myndum af hvílubrögðum; fólki fmnst að svona Bókakaffi sé það lengsta sem komist verði í fágaðri borgarmenn- ingu og líður eins og það sé eiginlega í New York - „Þetta er bara eins og maður sé kom- inn til útlanda" - og allt í einu þetta voðalega stílrof. Allt í einu fer af- greiðslustúlkan að tala eins og úr allt annarri vídd, allt annarri bíó- mynd; allt öðru landi: fólk er harkalega hrif- ið hingað á ný, hingað til ís- lands. Fúlt. Við erum víst ekk- ert í New York - ekki í alvörunni. Best að koma sér. ****** Kannski svona: íslendingum er gersamlega fyr- irmunað að mynda múg sem hlýð- ir einni röddu. Þeir geta vissulega orðið mjög æstir, en aldrei allir saman í einu. Þeir eru gersneydd- ir hópsál. Einstaklingurinn tekur sjálfur þá ákvörðun á svona stundu hvort hann kýs að fara að tilmælum afgreiðslustúlkunnar eða afræður að hafa þau að engu. Hann hikar. Afgreiðslustúlkan er lent i hlutskipti kennarans sem er að biðja bekkinn um að gera eitt- hvað. Einstaklingurinn bíður átekta og sér til hvað hinir gera, það hvarflar ekki að honum að hlýða rödd sem berst að ofan, hann trúir ekki á yfírvald; hann fyllist sjálfkrafa mót- þróa þegar hann er beðinn um að gera eitthvað sem hann hefur sjálfur ekki tök á að ganga úr skugga um að standist. Eða kannski svona: Gagnvart ein- hvers konar yfir- vofandi vá hægir íslendingurinn á sér. Inngróið við- bragð býður hon- um að sjá til. Hann verður ró- legur og yfirveg- aður, skynsam- ur. Það síðasta sem hann myndi gera væri að panikera. Svona verður það þegar Suðurlandsskjálftinn kemur. Þeg- ar eldgosið varð í Heimaey var til þess tekið hversu rólega og skipu- lega allir fóru um borð í skipin sem fluttu fólkið burt frá voðan- um; aldalangt nábýlið við drepandi náttúru hefur skerpt þennan eigin- leika, þetta æðruleysi. Ekkert getur raskað ró íslend- ingsins eöa fengið hann til að haga sér eins og felmtrað hópdýr - nema eitt: útsala á rafmagnstækj- um. ****** Af eldinum er það að segja að fyrirtækið á þvi láni að fagna að sjálfur Bruce Willis starfar þar undir nafninu Eiríkur og réði nið- urlögum eldsins löngu áður en slökkviliðið kom. dagurílífi --------- Dagur í lífi Arnar Arnarsonar: Staðráðinn í að ná verðlaun i Hafnfirðingurinn Öm Amarson hefur aldeilis gert það gott í Evr- ópumótinu í sundi sem lauk í Sheffield á Englandi á sunnudag- inn. Öm varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi þegar hann kom í mark á nýju glæsilegu íslandsmeti. Árangur Amar er óneitanlega frábær, en hann er aðeins 17 ára gamall og var með yngstu keppend- um á mótinu. Frammistaða hans vakti mikla athygli ytra, enda reiknaði enginn með því að íslend- ingurinn ætti eftir að standa á verðlaunapalli með gullpening um hálsinn. Hvemig lýsir hann þess- um eftirminnilega degi í lífi sínu? „Þegar ég vaknaði þennan dag, 12. desember, var ég strax farinn að hlakka til að synda 200 metra baksund bæði um morguninn og svo aftur seinna um daginn. Ég var ekkert kvíðinn, því það hefur ekk- ert upp á sig og skemmir fyrir manni einbeitnina. Eftir morgun- matinn, eða um hálfátta, fórum við niður í laug til þess að hita upp fyrir átök dagsins. Ég þekkti flesta krakkana sem ég var að fara að keppa við og við tókum landupp- hitun saman á bakkanum og teygð- um svo vel á á eftir. Að þessu loknu fómm við að hita upp ofan í lauginni. Svo hófst mótið. Það gekk flest allt eins og það átti að ganga hjá okkur í íslenska liðinu og mörgum öðrum líka. Ég synti undanrásim- ar í 200 metra baksundi ekki alveg nógu vel og synti á tímanum 1.56.84. Ég sagði þá Brian, þjálfar- anum mínum, frá því hvað það var sem gekk illa í undanrásunum, viö ræddum það en hann kvartaði ekki þar sem ég hafði bætt mig í fyrra sundinu. Við fómm svo upp á hótel að borða og slappa af. Svo þegar afslöppun var lokið ræddum við Brian um möguleika mína á verðlaunum. Við kommnst að þeirri niðurstöðu að ég ætti góða möguleika á verðlaunum og ég var staðráðinn í að ná í ein slík. Svo þegar kom að sjálfu sundinu var ég alveg hundrað prósent klár í allt saman. Ég var búinn að laga það sem úrskeiðis hafði farið um morguninn og ætlaði ekki að klúðra neinu. Tíminn sem ég synti á var mun betri en um morguninn eða 1.55.16 og það þýddi fyrsta sæti. Evrópumeistaratitillinn var minn. Mér leið vel, en samt eins og eftir hvert annað sund, því ég er vanur að upplifa þessa sterku sælutilfinningu héma heima þó að ég sé að keppa á mun minni mótum. Fram eftir kvöldi var ég svo að tala við frétta- menn, hringdi að sjálfsögðu heim og fór síðan að hvíla mig eftir alla áreynslu dagsins." Örn Arnarson sund- kappi segir frá þeim degi þegar hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.