Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 '46 *%ðtal Yves Angelo kvikmyndagerðarmaður um Tímaþjófinn: Raunverulegt ofbeldi er án orða Leikstjóri Tímaþjófsins, Yves Angelo, með aðalleikkonunum Sandrine Bonnaire og Emmanuelle Béart. DVParis:____________________________ Nafn Yves Angelos varð þekkt á ís- landi fyrir um þremur árum þegar hann fékk þá hugmynd að gera kvik- myndahandrit eftir Tímaþjófnum, skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur. Núna er myndin komin til íslands, rúmum þremur mánuðum eftir frum- sýningu í heimalandinu, sem verður að teljast skammur tími þegar um ffanska mynd er að ræöa. Gagn- rýnendur í Frakklandi fóru ekki mjúkum höndum um myndina í haust og aðsókn var fremur dræm en ekki alslæm því enn er verið að sýna myndina í einu kvikmyndahúsi höf- uðborgarinnar. Angelo kann hins veg- ar skýringar á móttökunum. „Ég hugsa að ef myndin hefði kom- ið frá Norðurlöndum hefðu gagn- rýnendur litið hana aðeins öðnnn augum,“ segir Angelo. Hefóiröu ekki átt aö taka myndina á íslandi? „Ég vildi upphaflega taka myndina á íslandi en það reyndist ekki gerlegt. Við Steinunn fórrnn í ökuferð með fram allri vesturströnd íslands, ffá Reykjavík norður til Akureyrar,' í leit að gömlu prestssetri og kirkju en fundum ekkert sem hentaði. Við byggðum því leikmynd á Ouissante- eyju, sem er úti fyrir strönd Bretagne- skagans, og tókum þar allar útisen- umar. Þama vom einfaldlega bestu aðstæðurnar, sjór allt í kring og klettótt strandlengja. Það eina sem vantaði var snjórinn, því ég sá strönd- ina og húsið fyrir mér þakin snjó. Ég hlýt að hafa lesið bókina illa, þvi ég ímyndaði mér alltaf að kirkjugarð- urinn væri alveg upp við hús systr- anna, rétt eins og ég hélt að kirkjan og menntaskólinn væra alveg við húsið. Ég varð þvi undrandi þegar ég upp- götvaði að svo var ekki, en það breytti í engu hugmyndum mínum um um- hverfið sem ég vildi hafa í myndinni. Ég hélt mig því við þá mynd sem ég sá fyrir mér við lestur bókarinnar og reyndi á engan hátt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum í Reykja- vík.“ Kvikmyndin er ekki nákvœm end- urgerö á skáldsögunni, ekki frekar en umhverfiö. Þú notar heldur ekki nema hluta af bókinni í myndina. Þaó vœri því nœr aö tala um inn- blástur að sögu um systurnar Olgu og Öldu en „leikgerö". Hvaö var þaó í bókinni sem geröi þaö aö verkum aó þú vildir nota hana sem útgangs- punkt í kvikmynd? „Það tengist því hvemig bókin barst mér í hendur. En það er rétt, kvikmyndin er þó nokkuð ólík skáld- sögunni. Það sem heillaði mig við Tíma- þjófmn var andrúmsloftiö og það hve tímalaus sagan er. Það að sagan skuli gerast á íslandi skipti líka máli." Skáldsagan Tímaþjófurinn er aö mestu innri rœða Öldu, frjálslyndrar nútímakonu, sem lendir í ástarsorg og tekur upp á því aö hrörna á besta aldri. Þaö er frekar erfitt að sjá fyrir sér hvemig hcegt vœri aö sýna þessa andlegu og líkamlegu hnignun í kvik- mynd. Er þaö ástœöan fyrir því aö þú heldur þig viö fyrri hluta bókarinnar? „Nei. Ástæðan er sú að fyrstu 40 til 50 blaðsíður bókarinnar vöktu mestan áhuga minn. Þær opnuðu mér sýn inn í sérstakan heim, sem mig langaði til að kanna nánar. Ég hafði heldur engan áhuga á að segja ástarsögu karls og konu. Ég vildi leggja áherslu á ástir systranna. - Það er frekar sjaldgæft að fjallað sé um ást milli systkina, hvort sem það em tveir bræður eða tvær systur. í þessu tilfelii era konumar reyndar þrjár, því dóttir Olgu kemur líka við sögu. j Það skiptir lika máli að þessi ást er aldrei tjáð i orðum. Það ríkir mikil hógværð í samskiptum systranna og þær hvorki orða né sýna tilfinningar sínar í garð hvor annarrar, ekki fyrr en Olga liggur fyrir dauðanum. Hvomg systranna elskar karlmenn, því jafnvel þótt Alda eigi í kynferðs- legum samböndum við karlmenn þá er hún ófær um að elska þá. Sannköll- uð ást er því ekki til staðar. Olga, sú þeirra sem gæti elskað karlmann, leyfir sér aldrei að ganga alla leið; hún heldur alltaf aftur af sér.“ Þú gefur Olgu miklu meira vœgi en hún hefur í bókinni. Þaö má segja aö þú hafir dregiö hana fram í dagsljós- iö oggefiö henni jafnmikiö, ef ekki meira vœgi en Öldu. „Ég hef satt að segja meiri áhuga á Olgu. Það er sjaldgæft að rekast á konu eins og hana. Frjálslyndar kon- ur, eins og Alda, sem bindast aldrei tilfinningaböndum, þó líkami þeirra standi til boða, verða mun oftar á vegi manns. Olga er ekki ailra og það er ekki fyrr en hún er dauðvona, sem hún virðist til- búin til að gefa sig karlmanni á ný. En hún endar með að ganga alla leið í þvi sem hún hefur ein- sett sér. Hún eignast bam mjög xmg, að öllum líkindum með manni sem hefur aldrei skipt hana neinu máli og þó það sé aldrei sagt berum orðum þá hefúr hún ákveðið að neita sér fram- vegis um holdleg samskipti við karl- menn. Og hún reynist ekki tilbúin til að breyta þeirri ákvörðun þó að hún hitti mann sem hún þráir og verður ástfangin af. En hún hittir hann á sama tíma og hún uppgötvar að hún er dauðvona; það er því ekki fyrr en líkaminn er að deyja sem hún verður móttækileg fyrir lifmu. Systumar eiga það sameiginlegt að ganga alla leið, þær fylgja sannfær- ingu sinni til enda, hvor á sinn hátt. Á vissan hátt era þær eins og sín hvor hliðin á sömu manneskjunni; Olga heldur aftur af sér, en Alda gefur sig ástríðunum á vald. Myndin íjallar því ekki um brjálsemi ástfanginnar konu eins og bókin. Jafnvel elskhuginn fremur ekki sjálfsmorð í myndinni, hann lætur sig deyja með því að leggj- ast aðgerðalaus á ströndina." Skipti þaö miklu máli aö láta myndina gerast á eyju.fyrst ekki var hœgt að taka hana upp á íslandi? „Já, það var mikilvægt til að koma því til skila að systumar lifa aðskild- ar frá umheiminum og frá lífmu. Hús- ið þeirra stendur fyrir utan þéttbýli og eins og bamið í móðurkviði, era þær umkringdar vatni. Ég vildi koma sögunni til skila á táknrænan hátt því ég hef engan áhuga á að endurgera raunveruleikann. Ég vil heldur nota kvikmyndatæknina til að túlka til- finningar á sjónrænan hátt, með myndhverfingum. Sjórinn og kirkju- garðurinn, sem húsið stendur við, tengja saman hringrás lífs og dauða, hringrás sem konan stendur líka fyr- ir, því hún gefur lif og er því fær um að viðhalda hringrásinni. Það er hlut- verk Siggu í myndinni, sem verður ófrísk eftir að mamma hennar deyr. Systumar búa í húsi sem hefúr ver- ið í eigu ættar þeirra í margar kyn- slóðir og hinir látnu eiga þar vissan stað. Ég vil lýsa á sjónrænan hátt því sem gerist í undirmeðvitundinni, hinu óáþreifanlega, sem ekki er hægt að segja með orðum. Hið táknræna er því alls staðar nálægt, jafnvel i hvers- dagslegustu athöfnum systranna. Satt að segja hefur raimsæi í kvik- myndum aldrei vakið áhuga minn. Það er þvert á móti sannfæring mín að listin eigi að hafa það að markmiði að hega sig yfir raunveruleikann." Hvar á sagan aö gerast? „Hún gerist hvergi. Eða það er alla- vega ekki tekið fram í myndinni hvar. En ef ég hefði getað tekið myndina upp á einhverju Norðurlandanna og á einhverju Norðurlandamálanna, þá hefði ég gert það. Það reyndist hins vegar ekki gerlegt og þess vegna var hún tekin á frönsku. Líklega spillir það fyrir myndinni, af því að heimur persónanna er ekki franskur." Helduröu aö þaö sé ástœöan fyrir því hversu slæmar móttökur myndin fékk í Frakklandi? „Það er eflaust hluti ástæðunnar. Gagnrýnendur em ekki mjög opnir fyrir þessari gerð kvikmynda, allra síst ef þær era franskar. Þeir styðja frekar myndir sem segja frá samfé- lagslegum raunveruleika á raunsæjan hátt. Og þá þykir ekki verra ef kvik- myndatakan er sem líkust raunvera- leikanum, helst svolítið óhrein. Það þykir nefhilega fínt í dag að fara út meö kvikmyndatökuvél og mynda það sem fyrir augu ber. Kvikmyndatakan í Tímaþjófnum er fullkomin andstæða þessa, því hún er vönduð og hvert myndskeið er þrungið merkingu. Sú kvikmyndataka sem ég hrífst af og notast við er því alls ekki í takt við tíðarandann. Ég er hins vegar nokkuð viss um að ef myndin hefði komið frá Norður- löndunum hefði henni verið betur tekið. Fjarlægðin og ólíkur menning- arheimur myndi gera það að verkum að gagnrýnendur ættu auðveldara með að samþykkja þennan mun. Ég býst líka við að það hafi líka skipt máli hversu þekktar leikkonur eru í aðalhlutverkunum." Hvaö áttu vió meó því? „Ég held að ein af ástæðunum fýrir því hversu slæma dóma myndin fékk sé sú hversu þekktar leikkonur Emmanuelle Béart og Sandrine Bonnaire eru í Frakklandi. Þær hafa hvor um sig mjög sterka ímynd, sem gerir það að verk- um að bæði gagn- rýnendur og áhorf- endur einblina frek- ar á sjálfar leikkon- umar heldur en að velta fyrir sér per- sónum myndarinn- ar. Ef ég hefði feng- ið erlendar eða óþekktar franskar leikkonm- í hlut- verkin, hugsa ég að gagnrýnendur hefðu eytt meiri tíma í að ráða í per- sónumar á tjaldinu. Þetta er undarlegt, ég veit það, en þannig er það samt.“ Nú vildir þú fá einmitt þessar leikkonur í hlut- verkin. Séróu eftir því aó hafa valiö Bé- art og Bonnaire? „Það er rétt að ég vildi einmitt þessar leikkonur í hlut- verk Öldu og Olgu. En líklega þjóna þær ekki myndinni sem skyldi, þótt báðar standi sig óaðfinnanlega vel.“ Hverju svararðu þeim gagnrýnend- um sem ásökuöu þig um aö stœla Bergman og Dreyer? „Ég held að þeir sem vitna í Berg- man við ólíklegustu tækifæri hafi sjaldnast séð myndimar hans eða þekki .þær í það minnsta illa. En það er rétt að ég finn til mun meiri skyld- leika við norræna kvikmyndagerðar- Yves leiðbeinir Emmanuelle Béart, sem leikur Öldu, við upptökur myndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.