Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 gsonn 73 Sigrún Hjálmtýs- dóttir syngur ein- söng meö Sin- fóníuhljómsveit íslands. Jólatónleikar Arlegir tónleikar Sinioníuhljóm- sveitar íslands verða haldnir í Há- skólabíói í dag kl. 15. Hljómsveitar stjóri er Bemharður Wilkinson. Á efnisskránni er Jólaforleikur og Sleðaferðin eftir Leroy Anderson, í dag er glatt í döprum hjörtum eftir Mozart og lög og verk eftir Johann Strauss, Andrew Lloyd Webber, J.S. Bach, Rimsky Korsakov, Tchaikov- sky og Róbert A. Ottósson. Með Sin- fóníuhljómsveit íslands koma fram einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Níels Bjamason, Rúnar Pét- ursson, Steinn Einar Jónsson og Þor- kell Gunnar Sigurbjörnsson. Einleik- arar eru fiðlunemendur Lilju Hjalta- dóttur og einnig koma fram Drengja- kór Laugameskirkju og Skólakór Garðabæjar. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir og les hún jólaguðspjallið. Kammersveit Reykjavíkur Seinni tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur þar sem fluttir eru allir Brandenburgarkonsertar Bachs verða í Áskirkju á morgun kl. 17. í dag verða fluttir konsertar númer 4, 5 og 6. Stjómandi kammersveitarinn- arinnar er Jaap Schröder. Einleikar- ar í dag eru Rut Ingólfsdóttir fiðla, Martial Nardeau flauta, Guðrún S. Birgisdóttir flauta, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðla, Bemharður Wilkin- son flauta, Helga Ingólfsdóttir semb- al, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Guðrún Hrund Harðardóttir víóla. Gítarleikur í 12 tónum Gítarleikarinn Einar Kristján Ein- arsson mun í dag spila í hljómplötu- versluninni 12 tónum á homi Baróns- stigs og Grettisgötu. Leikur hann lög af nýútkominni geislaplötu sinni. Tónleikamir hefjast kl. 15. Hinn súrsæti og rammíslenski dúett Súkkat heldur útgáfutónleika sína á nýjum diski, Ull, í Iðnó í kvöld. Piltarnir Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson hafa á undanfomu skek- ið íslenskt tónlist- arlif með sinni ný- stárlegu tónlist sem er þó í bland við húmorinn svo einlæg og umfram allt íslensk. Frum- leikinn einkennir lög Súkkat og þeir félagar virðast geta nálgast bera kviku þjóðarinnar í háði sínu sem er einkennandi fyrir textasmíð þeirra félaga. Lagið um rafmagnstækin í geymslunni sem öll eiga sér draum um straum er ljósasta dæmi þessa. Súkkat skemmt- ir í Iðnó í kvöld. Tónleikar í Iðnó mun Súkkat fá til liðs við sig valinkunna hljóðfæraleikara sem prýtt hafa plötu þeirra, Ull. Ber þar helst að nefna Rúnar Marvinsson, yf- irkokk í Iðnó, Birgi Bragason, Gunn- ar Erlingsson, Komma, Guðlaug Ótt- arsson, Láms Grímsson, Hörð Braga- son, Gísla Víkingsson, Eyjólf Alfreðs- son, Einar Pálsson og Jens Hansson. Aðventustund Skátakórsins Skátakórinn heldur aðventustund á morgun kl. 18 í Friðrikskapellu við íþróttasvæði Vals. Skátakórinn flytur lög af ýmsum toga ásamt hljómsveit. Einsöngvaramir Örn Amarson og Kristín Ema Blöndal flytja jólalög við undirleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Þá mun Guðmundur Pálsson segja frá óvenjulegum skátajólum. Allir skátar, ungir sem gamlir, em velkomnir á aðventustund þessa. Aðventu- og jólasöngvar Aðventu- og jólasöngvar verða í Kópavogskirkju á morgun kl. 21. Skólakór Kársness, strengjasveit ásamt söngnemum úr Tónlistarskóla Kópavogs og kór Kópavogskirkju flyfja aðventu- og jólasöngva ffá ýms- um tímum. Stutt helgistund í lokin. Kalt inn til landsins Austur af Færeyjum er 978 mb lægð sem fer austur en víðáttumikil 965 mb lægð er yfír N-Noregi. Yfir NA-Grænlandi er heldur vaxandi 1015 mb hæð. Veðríð í dag f dag verður norðlæg átt, gola eða kaldi, og él norðan- og norðaustan- lands og einnig allra syðst í fyrstu, annars víða bjart veður sunnan til. Frost verður 1 til 10 stig en 10 til 15 stig inn til landsins á morgun. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola eða kaldi og létt- skýjað, 3 til 8 stiga frost. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.21 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.53 Árdegisflóð á morgim: 07.12, stórstreymi (4 m) Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavíit Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Oslo Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Nuuk Orlando París Róm snjóél -4 léttskýjaö -3 skýjaö -5 snjóél á síð. kls. -5 -4 skýjaö -1 skýjaö -2 snjóél -4 skýjað -4 snjóél -1 úrkoma í grennd 6 alskýjaö súld hálfskýjaö skúr á síö. kls. skýjaö þokumóöa 17 þokumóða 8 mistur 12 léttskýjaó 9 heiðskírt 2 rigning 8 rigning 4 þokumóöa 2 skýjaö 7 rigning 5 snjóél -7 skýjaö 10 súld á síö. kls. 3 þokumóöa 13 heiöskírt -9 alskýjaö -6 skýjaö 2 -3 heiöskirt 6 rigning og súld 8 skýjaö 13 Loftkastalinn: Gefðu mér rokk í skóinn í kvöld verður sannkölluð uppskemhátíð íslenskra rokkara í Loftkastalanum. Þá ætla sex hJjómsveitir að spila efni af nýjum plötum. Þetta eru Botnleðja (kynnir efni af plötunni Magnyl), Bellatrix (kynnir plötuna g), Unun (Ótta), Súrefni (Wide Noise), 200.000 naglbítar (Ne- ondýrin) og Magga Stína (An album). Auk þessara fram- varðasveita í íslenska rokkinu munu Hallgrímur Helga- son og Mikael Torfason lesa úr nýjum bókum. Þessi risauppákoma, sem ber nafnið Gefðu mér rokk í skóinn, hefst kl. 21 og stendur ffam eftir nóttu. Stuðmenn á Hótel íslandi Stuðmenn standa fyrir stórhátíðardagskrá á Broadway í kvöld þar sem fram kemur mikill fjöldi listamanna. Dagskráin hefst með fjölskrúðugu borðhaldi, þá tekur við Skemmtanir vegleg dagskrá og kvöldinu lýkur meö villtum limaburði gesta við æsandi hrynjandi Stuðmanna. Meðal þeirra sem koma ffam ásamt Stuðmönnum eru Hallgrímur Helgason, gitarleikarinn Kristján Eldjárn, Karlakórinn Fóstbræður, Ólafur Elíasson píanóleikari, hljómsveitin Real Havaz, Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og Einar Bene- diktsson sendiherra. Uppistand á Glaumbar Annað kvöld verður skemmtikvöld á Glaumbar þar Unun er ein þeirra hljómsveita sem skemmta í Loft- sem uppistandsgrínarar og tónlist eru í fyrirrúmi. kastalanum í kvöld. Jonathan Taylor Thomas leikur unglinginn sem vill heim á jólun- um. Heima á jólunum Sam-bíóin sýna splunkunýja jólamynd, I’U Be home for Christmas, þar sem aðalhlutverk- ið er i höndum Jonathans Taylor Thomas, sem margir þekkja úr sjónvarpsseríunni Handlaginn heimilisfaðir. Leikur hann Jake Wilkinson, sem vaknar nokkrum dögum fyrir jól úti í miðri eyði- mörk klæddur jólasveinabúningi og með hvítt skegg sem hefur ver- ið límt á hann. Þetta er verk skólafélaga sem þykjast eiga harma að hefna gagnvart honum. Eina hugsunin sem kemst að hjá Jake er að komast heim fyrir jól- in svo hann fái nýjan Porsche sem faðir hans lofaði honum ef hann kæmi heim á jólunum og að hitta kærustuna '//////// Kvikmyndir sem er á leiðinni í fangið á öðrum strák.Til að kom- ast heim þarf hann að fara á putt- anum þvert yflr Bandaríkin og eins og gefur að skilja lendir hann í mörgum skrýtnum uppákomum á þessari ævintýraferð sinni í jólasveinabúningnum. Nýjar myndir í kvilanyndahúsum: Bíóhöllin: Ég kem heim um jólin Bíóborgin: Soldier Háskólabíó: Hvaöa draumar okk- ar vitja Kringlubíó: Mulan Laugarásbíó: Odd Couple II Regnboginn: There's Something about Mary Stjörnubíó: Sögusagnir Gítartónlist í Nönnukoti Pétur Jónasson gítarleikari spilar þekkt spænsk lög fyrir kaffigesti í Nönnukoti í Hafnar- firði á morgun kl. 16.30-18. Pétur gaf nýverið út geisladiskinn Máradans - gítarperlur frá gull- aldartíma spænskrar tónlistar og mun hann einkum leika lög af plötunni. Á liðnum árum hafa Tónleikar —.— - f verið ýmsar skemmtilegar uppá- komur í NÖnnukoti svo sem Ást- arljóðakvöld, djasstónleikar o.fl. en nú er stefnt að því að slíkar uppákomur verði í hverjum mán- uði. Nönnukot var á sínum tima fyrsta reyklausa kafflhúsið á ís- landi. Gengið Almennt gengi LÍ18. 12. 1998 kl. 9.15 Gyrðir tunnu EyþoR-A— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Einina Kaup Sala Tollqenqi Oollar 69,110 69,470 70,800 Pund 116,360 116,960 116,970 Kan. dollar 44,800 45,080 46,120 Dönsk kr. 10,9540 11,0120 10,9120 Norsk kr 9,0430 9,0930 9,4210 Sænsk kr. 8,6610 8,7090 8,6910 Fi. mark 13,7010 13,7820 13,6450 Fra. franki 12,4220 12,4930 12,3750 Belg. franki 2,0181 2,0303 2,0118 y Sviss. franki 51,3800 51,6600 50,3300 Holl. gyllini 36,9500 37,1700 36,8100 Þýskt mark 41,6500 41,8700 41,4800 (t. líra 0,042030 0,04229 0,041930 Aust. sch. 5,9200 5,9560 5,8980 Port. escudo 0,4060 0,4086 0,4047 Spá. peseti 0,4894 0,4924 0,4880 Jap. yen 0,600500 0,60410 0,574000 irskt pund 103,360 104,000 103,160 SDR 97,420000 98,00000 97,690000 ECU 81,7900 82,2900 81,5900 jf Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.