Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 29
i H~\jr LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 29 Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor: r A löglegum aldri elliglapa Sveinn Skorri Hösk- uldsson hefur um langa tíö iðkað sín fræði í Árna- garði og þeir eru ófáir stúdentarnir sem hafa hlustað á fyrirlestra hans. Nú hefur Sveinn Skorri gefið út bókina Svipþing en í henni er að finna minningar hans af heima- slóðum í Skorradal. Ætlaði bara að gefa út pása „Ætli það sé ekki leit að sjálfum sér sem er ævafornt minni í bókmenntum. Þegar Tel- emakkus fer að leita föður síns þá leitar hann líka að sjálfum sér. Ég er ekki að segja að ég hafi fundið sjálfan mig enda var ég ekki í neinni sálarnauð." DV-mynd E.ÓI. Þegar Sveinn er spurð- ur af hverju hann hafi skrifað þessar endur- minningar segir hann fyrst að hann sé kominn á löglegan aldur elliglapa. Annað sem ýtti honum út í skrifin var að árið 1995 fékk hann í hendurnar tölvu. Fram til þess hafði hann skrifað allt með penna á blað en aldrei samið beint á ritvél. „Þegar ég fékk þessa ágætu ritvél, sem heitir tölva, sögðu allir að ekki þýddi annað en að semja beint inn á hana. Til þess að æfa mig ákvað ég að skrifa eitthvað annað en kallað er hátíðlegu nafni, fræði. Mér væri þá meira sama þó að ég eyðilegði allt saman með einhverj- um áslætti. Þá rifjaði ég upp minn- ingar mínar um gamlan vin minn í æsku, Eirík Þorsteinsson i Bakkakoti. Hann var miklu eldri en ég, aldurhniginn bóndi. Um hann setti ég saman þátt og ákvað að gefa hann út í pésa, gamla vini mínum til heiðurs. Hall- dór Guðmundsson hjá Máli og menningu sagði að þetta væri svo lítið að það myndi bara týnast í bókaflóðinu og hvort ég gæti ekki bætt einhveiju við. Þá varð til aðalhluti þessarar bókar sem eru minningarnar um afa mína og ömrnur." Afþreying höfundarins Sveinn Skorri segist hafa dundaö við að semja fræðirit en hann skrif- aði til dæmis mikið rit um Benedikt á Auðnum sem gefið var út fyrr á þessum áratug. Öll skrif eru að mati Sveins af sömu rót. „Helsta gildi þessarar bókar er eins og allra annarra bóka að vera höfundi sínum afþreying meðan hann er að semja hana. Tvísýnna er hvort þær hafa nokkurt gildi fyrir aðra. Ef svo er þá er það gott en obb- inn af jólabókunum er gleymdur á þrettándanum. Ef ekki á þrettánd- anum þá að minnsta kosti, hamingj- unni sé lof, á páskum." Hann vill ekki spá fyrir um líf- tíma Svipþings. „Ég veit það ekki og geri mér eng- ar áhyggjur af því. Ef einhver hefur gaman af að lesa hana er það ágætt.“ Ekki í neinni sálarnauð Hvað skyldi draga menn til skrifta um forfeður sína? „Ætli það sé ekki leit að sjálfum sér sem er ævafornt minni í bók- menntum. Þegar Telemakkus fer að leita fóður síns þá leitar hann líka að sjálfum sér. Ég er ekki að segja að ég hafi fundið sjálfan mig enda var ég ekki í neinni sálarnauð." Við samningu bókarinnar styðst Sveinn Skorri aðallega við sögur sem afar hans og ömmur sögðu hon- um og gríðarlegt bréfasafn sem hann á í fórum sínum. Kona Sveins átti líka bréf er snertu sögu þessa fólks en hún er af sömu slóðum. Auk þessa grúskaði Sveinn Skorri mikið í gömlum kirkjubókum. „Ég hef afskaplega gaman af að grúska í gömlum bókum og skjöl- um. Ef kirkjubækur eru vel færðar fyllist ég mikilli lotningu og þakk- læti til þeirra gömlu presta sem sátu vítt og breitt um landið og færðu bækur sínar eins og þeim bar að gera. Kirkjubækur eru stórkost- legar heimildir og það er óskaplega gaman að sjá mannlífið rísa upp af þessum stuttu bókarfærslum. Aftur á móti ef prestarnir voru siugsarar og óreiðupeyjar eða gleymdu að færa inn vegna þess að þeim dvald- ist við stútinn verða stundum sorg- legar eyður af þeim sökum.“ Rómeó og Júlía Sveinn Skorri segir að forfeður sínir hafi verið ósköp venjulegt bændafólk, flest fátækt en þó einn og einn betur efnum búinn. „Það verða engir óvenjulegir at- burðir í ævi þessa fólks. Engu að síður finnst mér þeir fullkomlega sögulegir. Sem eins konar þema í bókinni hef ég sögnina um Rómeó og Júlíu og átök ætta og ólíkra fjöl- skyldna. Þarna var þó ekkert hatur. Þetta er frekar sagan um hvernig hjúskapur Rómeós og Júlíu hefði geta orðið hefðu þau fengið að eig- ast. Það hefði kannski frekar verið efniviður fyrir Strindberg heldur en Shakespeare. í þessum fjölskyldum urðu vissulega nokkuð „strind- bergskir" atburðir. Það væri hægt að segja sögu þessa fólks á allt annan hátt er ég geri. En ég vona að frásögnin sé ylj- uð af þeirri væntumþykju sem ég ber til þessa fólks.“ -sm PELSINN Sími 552 0160 t íhiUir 'Mtfi/'/jelw/* í ú/HHili uuex/ur, ■ uJjrx ///(MSfAÁar Kirkjuhvoli - sími 552 0160 Hu' se/n uafii/fáJö* oej 's/tv f/áfáareitk/^f í a//t tiJ3(f nuífwÆ. C iLeisjo<Hir&- /áftur ocj ~ja/Áx//\ l///a/Áa /)U/í /lú f) (Áa/ (HJJU/l/U/J1 /ne/í /oiísÁu/m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.