Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 22 jólamatur DV.Oslo:_________________________ Gömul, stæk angan af sauðakjöti er það sem mætir gestunum í dyr- unum. Þetta er jólalykt. Hún gæti auðvitað minnt á gamla og vota lopapeysu ef áhugi væri á að tala illa um útlendan matarsið sem er bjartasta vonin í íslenskum land- búnaði frá því Jónas frá Hriflu var á dögum. Norðmenn eru nú svo sólgnir í þurrkað lambakjöt að fyrir jólin þarf að ætla hálft kíló í hvern munn í landinu. Þurrar síður af sumar- gengnum lömbum kalla þeir pinna- kjöt. Og þar sem ekki færri en 4,3 milljónir manna búa í Noregi þarf allt að hálfu þriðja þúsundi tonna af þurrum lambasíðum til að metta alla munna í landinu einu sinni. Kjöt í þrjú skip Og það er hægt að halda áfram að reikna svona með vatnið í munnin- um. Kjötið er þurrkað og hefur þá tapað tveimur þriðju af þyngd sinni. Það þarf því sjö þúsund tonn - 7.000 - af fersku lamabakjöti til að Norð- menn geti haldið jól skammlaust. Þetta er farmur í þrjú sæmileg flutningaskip frá Eimskipafélaginu. Og enn birtir yfir í íslenskum sveitum. Á næsta ári gæti nefnilega þurft að flytja svona kjöt sjóveg frá íslandi til Noregs vegna þess að norskir sauðabændur anna ekki lengur eftirspuminni. Fjögur rif- bein þarf að ætla á hvern mann við pinnakjötsborðið. Það eru 17 milljón rifbein ef allir Norðmenn eiga að fá skammtinn sinn. Norskir bændur fá ekki lengur svo mörg rifbein af fjabi. Hangið hangikjöt Norska pinnakjötið er eins konar blanda af gamaldags íslensku sveitahangikjöti og færeysku skerpikjöti. Þó eru aðeins siðumar notaðar og hryggurinn klofinn að endilöngu. Kjötið er skorið upp milli rifjanna þannig að úr verður þurr, ilmandi kótiletta með löngu rifbeini. Kjötið er léttsaltað og svo látið hanga og vindþorna frá sláturtíð og fram til jóla. Þá eru síðurnar orðn- ar gegnþurrar. Þær era hvítar og í sumum tilvikum era þær reyktar til að bæta geymsluþolið og auka bragðið. Svo er að búa krásimar í pottinn, skera síðurnar upp og leggja þær í bleyti yfir nótt. Soðið á bjarkarpinnum Hvað svo er gert er smekksatriði en flestir sjóða kjötið á bjarkarpinn- um. Það eru stuttir spýtubútar úr björk. Af því heitir það pinnakjöt. Pinnarnir eru lagðir í botninn á pottinum, undir kjötið, og vatnið látið fljóta yfír pinnana en ekki kjöt- ið. Kjötið er svo gufusoðið í tvo til þrjá klukkutíma. Með þessu móti rennur hluti af fltunni burt. Aðrir steikja pinnakjötið í ofni. Yfirleitt er bara reykta kjötið steikt. Úr þessu verður kröftugri kostur en við suðuna og sannir pinnakjöts- blótendur segja að hægt sé að borða lífshættulega mikið af þessari steik. Það er nýtilkomið að Norðmenn borði almennt pinnakjöt. Áður fyrr var þurrkað kjöt af þessu tagi að- eins þekkt í afskekktum byggðum vestanlands. Utan þeirra héraða þótti kjötið ekki í húsum hafandi, hvað þá á borð berandi. Eldri mat- reiðslubækur norskar nefna ekki þetta kjöt og í nýrri bókum um jólasiði er lögð áhersla á að sæmi- lega dannað fólk hafl ekki borðað pinnakjöt. Sigurför rifbeinanna Síðustu 20 árin hefur pinnakjöt- ið hins vegar farið sigurför um Noreg. Þegar allir hafa alltaf meira en nóg að borða vaknar áhugi á sérkennilegum mat og gömlum matarsiðum. Á íslandi ráðast vinsældir þorrablótanna af þessu en í Noregi er gamli matur- inn að þrengja sér inn á jólaborð- ið. Enn er það svo að fólk, upprunn- ið vestanlands, hefur pinnakjöt á aðfangadagskvöld. Pinnakjöt er aðaljólamaturinn. Aðrir Norð- menn hafa þetta kjöt á borðum milli jóla og nýárs og sumir hafa það á nýársdag. Þeir hörðustu hafa bjúgu frá Voss með pinna- kjötinu en það er bara fyrir þá sem eru meira en meðalmatmenn. Rátta hráefnið frá ís- landi Vinsældir pinnakjötsins valda mestu um að nú er fyrirsjáanlegur skortur á því í Noregi. Kjötkaup- Allar verslanir í Noregi selja pinnakjöt fyrir jólin og í þeim ffnni er úrvalið mikið. Hér sýnir Trine Marie Gjertsen hjá Slakteren á Kampen í Ósló lesendum DV væna síðu. DV-mynd Gísli Kristjánsson menn segjast munu þakka fyrir ef birgðir ársins duga fyrir þessi jól. Nú bætist og við að sauðfjárbænd- um fækkar í Noregi. Samtök þeirra segja að um 1000 norskir bændur heltist úr lestinni í ár og á næsta ári. Þetta þýðir að markað- ur skapast fyrir islenskt lamba- kjöt. í Noregi eru flestar ær af evr- ópskum stofni og kjötið því öðru- vísi en það íslenska. Það er gróf- ara og stórgerðara en vestanlands í Noregi eru enn til um 10 þúsund ær af svokölluðu fornfé. Það er nánast eins og íslenskt og besta pinnakjötið er að fá af þessum stofni. Þegar kjötkötlunum er á botn- inn hvolft er reykta pinnakjötið ekkert annað en gamla íslenska hangikjötið. Þannig kjöt hefur ver- ið ófáanlegt á íslandi áratugum saman því nú borða íslendingar bara léttreykt lambakjöt sem varla hefur fengið að hanga daglangt. Ósvikið jólahangikjöt hefur hang- ið frá sláturtíð til jóla. Glsli Kristjánsson Tilboð! Sérhannaðu hnakkur fyrir íslenska hest- inn á mjöq góðu verði. Hnakkurinn seldur á tilb með sérlega vönduðum fylgihlutum: Tvöfaldri reimagjörð, tví- bognum ístöðum, ístaðsólum reiða. Verð aðeins 27.900 kr. reidliitðreidlisf.is Úli Jón Ólason, hótelstjóri íTyssedal: Pinnakjöt fyrir 15 milljónir um jólin „Jólahlaðboð með pinnaköti era stórútgerð hjá mér. Ég geri ráð fyr- ir að selja fyrir um 15 milljónir is- lenskra króna í ár og þar er pinna- kjötið uppistaðan," segir Óli Jón Ólason, hótelstjóri í Tyssedal í Harðangursfirði í Vestur-Noregi, við DV. Óli rekur hótel sitt einmitt þar sem pinnakjötshefðin er hvað sterkust 1 Noregi og þar er til- gangslaust að bjóða jólahlaðborð án þess að það svigni undan pinna- kjöti. „Yfirleitt koma 50 til 100 manns á dag í jólahlaðborð hér og mest hef ég verið með 150 gesti í einu,“ segir Óli. Hann er sjálfur sólginn i pinnakjöt og segist hafa verið það frá fyrstu smökkun fyrir 10 áram. „Hér er eingöngu borðað reykt pinnakjöt, gufusoðið á pinnum, þótt þurrkaða útgáfan sé vinsælli þegar litið er á landið í heild,“ seg- ir Óli. Hann sagði að yfirleitt þætti ís- ÓIi Jón Ólason, hótelstjóri í Tyssedal, selur pinnakjöt f tonnatali fyrir jólin. DV-mynd GK lendingum þetta kjöt gott en þó gæti verið vand- kvæðum bundið að verka það á ís- landi vegna rign- inga. Kjötið er vindþurrkað og minna saltað en íslenskt hangi- kjöt - er raunar ólíkt nútíma- hangikjöti á ís- landi. „Þetta er bragð- mikið kjöt sem ég held að myndi seljast vel á ís- landi ef verkunin heppnaðist. Það gæti þó verið of votviðrasamt á ís- landi til að vind- þurrka kjöt með þessum hætti," segir Óli. Glsli Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.