Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 JjV 56 ★ k k %éttir ★ * Gagnagrunnurinn á forsíöu Le Monde: Hoffmann vill sem minnst af gagnagrunninum vita - lyQarisinn óttast aö veröa fyrir baröinu á evrópsku almenningsáliti *• Gagnagrunnsmálið er á forsíðu franska stórblaðsins Le Monde í fyrradag. Fréttaritari blaðsins í Reykjavík, Gérard Lemarquis, skrif- ar itarlega yfirlitsgrein inni í blað- inu um gagnagrunnsmálið þar sem hann rekur andstöðu sem komið hefur upp gegn einkaleyfinu til Kára Stefánssonar og íslenskrar erfðagreiningar. Myndskreyting með fréttaskýringum er af jóla- sveini sem beinir smásjá sinni nið- ur um skorstein þar sem hann grannskoðar íslending (?) sem omar sér við arineldinn. Saga málsins er rakin og greint frá skráningu heilsufarsupplýsinga um 600 þús- und íslendinga, lífs og liðna, sem fyrir dyrum stendur. Lemarquis tal- ar meðal annars við Eirík Stefáns- son, vísindamann við Háskólann, sem segir að fréttir um að DeCode hafi fundið erfðamengi þriggja sjúk- dóma hreina fjarstæðu. Enn fremur greinir frá þátttöku Hoffman LaRoche sem veitti 200 milljónum dollara til gagnagrunnsins. Lyfjarisinn óttasleginn Fyrirtækinu Hoffman LaRoche em gerð góð skil í grein Jean-Yve Nau. Forstjóri fyrirtækisins segir að fyrirtækið óttist illt umtal í vís- indaheiminum vegna þátttöku þess í íslenska gagnagrunninum. Hann segist hafa verið búinn að tryggja að allt yrði lýðræðislegt á íslandi og réttur einstaklingsins yrði ekki fyr- ir borð borinn. Er ekki annað á for- stjóranum að skiija en að fyrirtækið vilji ekki hafa nein tengsl við hinn miðlæga gagnagrunn til að tryggja sig gagnvart almenningsálitinu í Evrópu. Vísindafréttamaður Le Monde skrifar grein á siðuna sem er aðal- lega gagnrýnin á miðlæga gagna- grunninn. Þó er vitnað í háskóla- kennara í Genf sem fullyrðir að í þessu máli virðist viðskiptahliðin mikilvægari en hin vísindalega, sem sé miður, vegna þess að áætlun- in lofi í raun góðu fyrir læknisfræð- ina og baráttu gegn sjúkdómum. Höfundurinn ber saman Quebeck og ísland. í hinni frönsku nýlendu í Kanada séu afkomendur 70 þúsund Frakka sem þangað komu á 17. öld, og vom barnmargir. Vestra er til gagnagrunnur Frakkanna sem er 15 ára gamall og nýttur til almennra rannsókna. Þar er hátt hlutfall sjaldgæfra sjúkdóma en erfðafræði- legar og læknisfræðilegar upplýs- ingar eru aldrei lagðar saman í einn grunn. Nafnleynd þar sé ömgg. Á ís- landi muni hins vegar allar upplýs- ingar verða í höndum eins aðila. -JBP Lyfi Hlutur s in hækka utur sjúklinga í lyfjakostnaði hækkar um aUt að 20 prósent um áramót. Að mati lyfsala má nær full- víst telja að hækkunin fari beint út í verðlagið. „Mér skilst að yfirvöld treysti því að lyfsalar taki þessa hækkun á sig eins og síðast, en það er af og frá,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bón- usi en hann rekur fimm lyfjaversl- anir. Jóhannes bætti því við að slag- urinn á lyfsölumarkaðnum hefði verið það harður upp á síðkastiö að ekki væri hægt að teygja sig lengra. -7Lyfsalar væm ekki aflögufærir. Áfengisvarnaráö: Þorgerður ráðin Fjórtán sóttu um stööu fram- kvæmdastjóra hins nýja Áfengis- og vímuvamaráðs en einn dró umsókn sina til baka. Þriggja manna nefnd var falið að fara yfir og leggja mat á umsóknir um starfið. Hefur hún lagt til að Þorgerður Ragnarsdóttir hjúkmnarfræðingur verði ráðin og hefur Ingibjörg Pálmadóttir fallist á tillögu nefndarinnar. Auk Þorgerðar sóttu um stöðuna Magnea Ingibjörg Eyvinds, Sigfús E. Amþórsson, Skúli Thoroddsen lög- fræðingur, Bergljót Davíðsdóttir, Benedikt Sigurður Kristjánsson, Guðni Gíslason, Geir Rögnvaldsson, Henrý Þór Granz, Ingibjörg Strand- berg, 211145-4719, Jón K. Guðbergs- son, fyrrv. deildarstjóri hjá Áfengis- vamaráði, Kristinn Stefán Einars- son og Leifur Eiríksson. -SÁ Meira vöruúr- val á Vísi.is ^ Netverslun Vísis.is og Hagkaups hefur nú verið starfrækt í einn mánuð og hafa viðskiptin verið blómleg. í gær bættust við tveir nýir vöruflokkar í netverslunina, fýrir vom bækur, geisladiskar og myndbönd, en nú fást einnig spil og tölvuleikir. Verðlag á Hag- kaup@Vísi.is helst í hendur við verð í öðmm Hagkaupsbúðum og vörar em sendar heim af íslandspósti á innan við sólarhring. Söfnun á erlendri smámynt til styrktar langveikum börnum: Gengur töluvert betur en búist var við Þorsteinn Þorsteinsson, starfs- maður á markaðssviði Lands- bankans, segir að komið hafi inn meira af erlendri smámynt en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona í söfnun bankans og Um- hyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum. Allur ágóði af söfnuninni mun renna óskiptur í Styrktarsjóð Umhyggju en í hann geta sótt um styrk fjölskyld- ur allra langveikra bama sem lenda í fjárhagserfiðleikum vegna veikinda barnanna. Söfnunin stendur til 6. janúar. Fólk getur sett smámynt í kassa hjá Benjamín besta bangsa sem stendur þolinmóður í aðalbankan- um í Austurstræti og í útibúi bankans á Akureyri. Bangsinn, sem er hvítur og með rauða slaufu, er 1,60 m á hæð. í minni útibúum bankans taka litlir ker- amikbangsar við myntinni. Sumir kjósa þó að skilja eftir poka og kmkkur fullar af erlendri mynt. Þó nokkuð hefur verið um að leik- skólaböm hafa komið með klink Þorsteinn Þorsteinsson og Benjamfn besti bangsi sem tekur á móti erlendri smómynt. og segir Þorsteinn að þau hafi dundað sér við að setja það í bauk- ana. Þorsteinn segir að þar sem ekki sé enn farið að telja smámyntina sé ekki vitað hve mikil upphæð hefur safnast. „Þetta er alls konar mynt; bæði gömul og úr sér geng- in og jafnvel frá fjarlægum lönd- um sem er kannski ekki verð- mæt.“ Þegar söfnuninni lýkur 6. janú- ar verður ráðist í að telja það sem safnast hefur og býst Þorsteinn við að það verði gert fram eftir janúarmánuði. Smámyntin verður flokkuð og hefur Eimskipafélagið boðist til að flytja hana endur- gjaldslaust til útlanda þar sem er- lendur banki kaupir hana. í kjöl- fariö verður Umhyggju afhent það sem hefur safnast. Það er gjaldgeng mynt sem send verður út. „Það hefur ekkert upp á sig að vera að senda hitt sem er úr sér gengið og verðlaust. Það er hins vegar ekki ákveðið hvað gert verður við þá smámynt. Það ræðst eftir magni og aðstæðum." -SJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.