Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 57
DV LAUGARDAGUR 19. DESEMBER „Nytsamleg notkun á gervigreind væri aðstoðargreind sem hægt væri að tala við eins og hverja aðra per- sónu. Þá þyrfti ekki að fletta upp í handbókum eða hringja í hjálparlín- una. Þá er hjálparlínan á staðnum um leið og allt annað.“ Hjá LEGO hefur Kristinn unnið við þróun grundvallartækni fyrir leiki og Netið. „Þetta er vinna sem kemur aldrei upp á yfirborðið en er undirliggj- andi. í henni felst tækni sem gerir manni kleift að gera ýmislegt sem ekki var unnt áður. Ég er oft spurður hvort ekki sé að koma út einhver leikur eftir mig. Tengingin við leikina og hugmynd- imar er mjög óbein. Sérstakir hug- myndasmiðir þróa leikina. LEGO er mjög merkiiegt fyrir- tæki en það gengur í gegnum mikið breytingaskeið núna. Stjóm fyrir- tækisins hefur breyst og það hefur færst meira úr því að búa til plast- kubba yfir í það að búa til sögur. Sú breyting er ekki sársaukalaus." Kubbarnir era þó ekki að víkja heldur em þeir að blandast við hug- búnað. Sem dæmi um það nefnir Kristinn Mindstorms sem er lítill kubbur með örgjörva og minni sem hægt er að forrita af einkatölvu. András önd og vísindin Áhugi Kristins á vísindum vakn- aði þegar hann var mjög ungur. „Eins og vísindi voru kynnt í fjöl- miðlum þá vora það vísindamenn sem sköpuðu og ákváðu ffamtíðina. Ég vildi taka virkan þátt í að móta framtíðina. Það má segja að þannig hafi áhugi minn á vísindum vakn- að. Ég las mikið af Andrési önd og þá sérstaklega sögumar af Georg gír- lausa. Það era til teikningar eftir "5 viðtal ** * mig frá því ég var 10 ára þar sem ég merkti allar teikningamar patent og númer." Um 15 ára aldur rann nokkuð upp fyrir Kristni. „Ef heiiinn væri vél þá hlyti að vera hægt að búa til vél sem gerði nákvæmlega sama og heilinn. í rauninni er þessi áhugi á hugsun og huga eins og rauður þráður í gegn- um allan minn vísindaáhuga. Það tengist tölvunni beint því að hún er eina tækið sem er eitthvað nálægt því að herma eftir hugarferlum.“ Gervigreindir kennarar Kristinn telur að gervigreind kæmi að mjög góðum notum í skóla- kerfinu. „Gervigreind gæti orðið mjög öfl- ugt kennslutæki. Þær rannsóknir sem ég hef fengist við hjá MIT og LEGO hafa snúist um gervigreind sem hægt er að hafa samskipti við á sama hátt og annað fólk. Það gefur auga leið að um leið og við búum yfir slíkri tækni á viðráðanlegu verði er komið öflugt námstæki. Hægt er að hugsa sér vélkennara sem þreytist aldrei á spumingum, er alltaf með nýjan brandara og get- ur stillt þyngd efnisins nákvæmlega eftir frammistöðu nemandans; þannig að aldrei reyni of mikið eða of lítið á nemandann. En áður en þetta verður að veruleika þarf allt að 100 ára rannsóknir til viðbótar því sem nú er. En það er hiklaust þess virði.“ Kristinn telur að í framtiðinni verði hægt að gera sjálfstætt hugs- andi tölvu og hún verði ékki mjög ólík því sem er í dag. „Ég tel að þetta sé spuming um hugbúnað en ekki vélbúnað. Vél- búnaður með reiknigetu á við mannsheilann verður að öllum lík- indum til upp úr 2030 en ég er sann- færður um að þá verður ekki til tölva sem er jafngreind og mann- eskja. Ástæðan fyrir þvi er að við höfum hreinlega ekki skilið hug- búnaðinn - það er að segja manns- hugann - nógu vel. Það þarf að rannsaka hugsanaferlið i heild. En það kæmi mér ekki óvart að innan aldar gætum við búið til tölvur sem væra jafngreindar og menn. Þá er spumingin, gætu þær ekki alveg eins orðið greindari mönnum? Þetta era allt mikilvægar spumingar og ein af ástæðum þess að við skrifum DIGITUS SAPIENS. Aflar þessar spurningar varðandi erfðaverk- fræði og gervigreind munu koma bakdyramegin inn í þjóðfélagiö og við þurfum að byrja strax að spá í afleiöingamar." -sm / 6ÍK Þelr ílska sem róa Þelr ílska sem róa Þelr ílska sem róa Þelrl www visir is FYRSTUR MCO rRfTÍJRNAR VPS/PDC Panasonic -----------NV-HD630 Fullkomið Nicam HiFi Stereo myndbandstæki Tryggðu þér nýja Panasonic Nicam HiFi Stereo myndbandstækið fyrir jól.Tækið er með N.T.S.C. afspilun,4 hausa Long Play og fjöldanum öllum af frábærum eiginleikum sem myndbandstæki af bestu gerð prýða. sup&v miw MÚt 11 INTmiGl.Nl CONTROl >1 Wl. • AU.ro T.ÚNtrl j PBeStt *:AUro CLOCK StT • 'ON-OCBD.N UISPLAY Nicam HiFi Stereo Hönnun: Qunnar Steinþóraaon / FlT / BO-12.1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.