Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 39
'k LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 X3 'iL> ,/ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 * ★ - ★ viðtal r* * 43 Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hofs, er maður ársins í íslensku viðskiptalífi: iguröur Gísli Pálmason, stjómarformaður Hofs, hefur verið valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af DV, Stöð 2 og Viðskiptablaðinu. Ástæður valsins eru margar og þeir sem eitthvað hafa fylgst með íslensku viðskiptalífi hljóta að vera sammála um að stjómarformaður Hofs hafi óneitanlega verið umsvifa- mikill á árinu sem er nær liðið. Ber þar helst aö nefha söluna á Hagkaupi, upp- byggingu Kringlunnar, stofnun fast- eignafélags og þátttöku hans í öðrum fyrirtækjum innanlands og erlendis. Sigurður Gísli er fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1954, sonur hjónanna Jónínu Sigríðar Gísladóttur húsmóður og Pálma Jónssonar, verslunarmanns í Hagkaupi. Systkini hans eru Jón, Ingi- björg Stefanía og Lilja Sigurlína. Sig- urður lauk stúdentsprófi frá MR árið 1974 og stundaði nám í verslunarfræði við Polytechnic of Central London 1975-1976. Hann var innkaupamaður hjá Hagkaupi 1976-1979, innkaupastjóri sérvöm 1979-1981, framkvæmdastjóri 1981-1984 og stjómarformaður 1984-1998. Sigurður Gísli er kvæntur Guð- mundu Helen Þórisdóttur klæðskera og eiga þau tvo syni, þá Jón Felix, tólf ára, og Gísla Pálma, sjö ára. Mikilvægtað halda í hefðir í ræðu sinni sagðist Sigurður Gísh vera undrandi á viðurkenningunni en jafnframt þakklátur. Hlyti hann þvi að horfa til margra samferðamanna og samstarfsmanna sem gert hefðu margt af því að veruleika sem hann hefur ver- ið að fást við í viðskiptum í gegnum tíð- ina. Vildi hann fremsta nefha fjöl- skyldu sína og einkum og sér í lagi bróður sinn, Jón Pálmason, og sagði að þar sannaðist bókstaflega máltækið Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Sigurður sagði enn fremur að ís- lenskt viðskiptalíf væri í mjög örri þró- un og hefði þroskast hratt á undanfóm- um árum. Landamæri væra að hverfa og íslenskt viðskiptalif að taka á sig svipmót sem þekkt væri úr öðrum lönd- um. Mikilvægt telur Sigurður þó að við íslendingar gætum að okkur og vörumst að láta erlendar fyrirmyndir þurrka út okkar sérstöku menningu sem íslensk viðskipti eiga rætur í. Að hans mati þurfa hefðir og venjur, sem lengi hafa búið með þjóðinni, að hald- ast. Sala Hagkaups Hagkaup var allt fram á þetta ár rót- gróið fjölskyldufyrirtæki. Faðir Sigurð- ar Gísla, Pálmi Jónsson, stofhaði það árið 1959, fyrst sem póstverslun, en við söluna var sú verslun orðin að stærstu matvöraverslanakeðju landsins með ár- lega veltu upp á um það bil 11 milljarða. Undir forystu Pálma inn- leiddi Hagkaup nýja verslunar- hætti hérlendis, meðal annars með rekstri stórmark- aða. Framsýni Pálma kom glöggt í ljós þegar hann réðst í að byggja Kringluna, stærstu verslana- miðstöð landsins, sem fyrir tilstilli Sigurðar Gísla er enn í örum vexti. í áliti nefhdarinnar, sem veitti viður- kenninguna, segir að saga Hagkaups sé hreint ævintýri þar sem uppbygging hafi verið grundvölluð á skýrri hugsjón er tryggði neytendum vörur á lágu verði. Sala Hagkaups sýni sömu fram- sýni og stofhun fyrirtækisins mótaðist 'wvn Siguröur Gísli Pálmason tekur viö verölaununum úr hendi Finns ingólfssonar viöskiptaráöherra. DV-myndir PÖK af á sínum tíma og með henni hafi ver- ið stigið fyrsta skrefið í átt að því að koma Hagkaupi í eigu almennings og stofnanafjárfesta. Þar með sé framtíð fyrirtækisins og uppbygging þess tryggð enn betur. Sjálfúr hefur Sigurður Gísli sagt að salan á Hagkaupi hafi verið eindreginn vilji föður síns, en hann féU frá árið 1991. Hugsun hans hafi verið sú að eign- araðUd af þessu tagi myndi styrkja fé- lagið mjög. Margir smáir hluthafar, sem jafnframt væru viðskiptavinir Hagkaups, yrðu kjölfesta sem félaginu væri nauðsynleg tU þess að vaxa og dafna. Hann hefði taliö, eins og öU fjöl- skyldan, að eðlUegt væri og sanngjamt að almenningur í landinu nyti góðs af góðri afkomu fyrirtækisins. í júní síðastliðnum gengu svo böm Pálma og ekkja hans, Jónína Gísladótt- ir, frá sölu á Hagkaupi hf. Verðbréfafyr- irtækið Kaupþing og Fjárfestingar- banki atvinnulífsins keyptu hvor um sig 37,5% í fyrirtækinu. Hin 25% keyptu Bónusfeðgar og af því leiðir að Bónus og Hagkaup eru orðin eitt versl- unarfélag. Ýmis jám í eldinum Salan á Hagkaupi er ekki eina verk- efiii Sigurðar Gísla Pálmasonar á líð- andi ári. í júlí var gengið frá fjármögn- un tU Eignarhaldsfélagsins Kringlunn- ar hf. vegna framkvæmda við stækkun Kringlunnar upp á 1.800 mUljónir króna. Nú nýlega var enn brotið blað í atvinnusögu landsmanna undir forystu Sigurðar Gísla þegar undirritaður var samningur milli Hamla hf., dótturfyrir- tækis Landsbankans, og Þyrpingar hf. um stofhun fasteignafélags. Landsbanki íslands, íslenskir aðalverktakar og hluthafar Þyrpingar hafa jafnframt ákveðið að kanna möguleikana á að sameina krafta sína og annarra í sam- starfi um eignarhald og rekstur öflugs hlutafélags sem hefði það að megin- markmiði að eiga og reka stærri fast- eignir. Sigurður Gísli hefur víða komið við sögu í íslensku viðskiptalífi þó að nú hafi hann og fjölskylda hans fyrst og fremst haslað sér vöU á sviði fasteigna, uppbyggingar þeirra og reksturs. Hagkaupsmenn hafa byggt upp keðju Domino’s pitsu á íslandi en einnig fært út kvíamar og komið keðjunni á fót í Danmörku. Þeir hafa sérleyfi fyrir Ikea á íslandi og síðast en ekki sist má nefha vatnsútflutningsfyrirtækið Þórsbrunn, undir stjómarformennsku Sigurðar Gísla, sem hefur náð umtalsverðum ár- angri í útflutningi á vatni tU Bandaríkj- anna, þrátt fyrir harða samkeppni.. -þhs Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs: Herkænn í viðskiptum en slakur bassaleikari „Ég held að mesti styrkleiki Sigurðar Gísla felist í framsýni hans og yfirsýn. Hann hefur gjaman lag á að horfa fram hjá hversdagslegum smáatriðum og fram á veginn. Hann er herkænn maður," segir Óskar Magnússon, stjómarformað- ur Baugs hf„ eiganda Hagkaups, Nýkaups og Bón- uss. „Hann hefur lagt sig mjög eftir þekkingu í stjórnun og viðskiptum. Hann hikar ekki við að kaUa tU færustu menn á hverju sviði, hvaðanæva að úr heiminum, svo vera kann að sumum þyki nóg um. Þar gætir engrar minnimáttarkenndar. Sigurður Gísli er gamaldags á ýmsan hátt, vUl sýna ýmsum hlutum úr fortíðinni viröingu og orð hans standa sem væru þau klöppuð í stein,“ segir Óskar. „Meira lof treysti ég mér nú ekki í að sinni og eitthvað verð ég aö eiga eftir fyrir annað tUefni ef á það reynir, sem auðvitað er ekki víst. Lestimir eru að sjálfsögðu ýmsir en hann veit um þá flesta. Auk þess kann ég ekki við að nefha þá hér undir ftUlu nafni. Þó verður að geta þess að hann er slakur bassaleikari og hávaðasamur en telur að hávaðinn vinni hitt upp. Svo er hann úr hófi hrekkjóttur en á því ber ekki mikið vegna þess að Jón bróðir hans er áberandi verri á því sviði. Þar feUur Gísli algjörlega í skuggann. í þessu felst að það er yfirleitt gaman að umgangast Sigurð Gísla hvort sem er í leik eða stcufi. Viðreyndum meira að segja að hafa alvarlega fundi skemmtUega. Flest áhugamál Sigurðar Gísla þekkja menn. Hann hefur tU dæmis áhuga á bóklestri, myndlist og menningu bæði hér heima og erlendis, tónlist og ferðalögum. Þetta hljómar nú eins og maður- inn sé nýkjörinn fegurðardrottning. Það sem kannski færri vita um er óbUandi garðyrkjuá- hugi hans. Það kemur fyrir að maður finni hann úti í garði á miðjum vinnudegi ef þannig stendur á,“ segir Óskcir Magnússon. „Hann virðist algjör- lega geta gleymt sér í því.“ -þhs Páll H. Dungal, kaupmaður í Pennanum: Hefur þroskað sinn innri mann „Ég kynntist Sigurði Gísla í kringum stúd- entspróf þegar við fórum i tveggja vikna ferða- lag um landið. Það var einkennUegt því þá var skyndilega eins og við hefðum aUtaf þekkst," segir PáU Dungal, kaupmaður í Pennanum. „Eiginkonur okkar hafa þekkst frá því að þær voru sex ára og við höfum verið miklir vinir og öU haldið góðu sambandi í gegnum tíðina. Ég þekki bisnessmanninn Sigurð ekki vel því við höfum tekið þann pól í hæðina að vera nær ein- göngu á persónulegum og tilfinningalegum nót- um þegar við hittumst. Sigga finnst það óskap- lega leiðinlegt þegar fólk getur ekki hætt að tala um bisness. Hann er mjög skemmtUegur maður og hefur mikinn írónískan húmor - ekki hvaö síst sjálfírónískan - og segir oft feiknaskemmtUegar sögur af eigin klaufaskap og vandræðum. Siggi hefur margar sögurnar sagt af sér þar sem hann er á ferð sem stjómarformaður og samskipti fólks eru á fremur stífum nótum og virðulegum en honum tekst að klúðra því meö því að gera eða segja eitthvað algjörlega vitlaust og fattar það ekki fyrr en aUt frýs í kringum hann. Jafnvel get- ur komið fyrir að hann stuði fólk, sem ekki þekk- ir hann vel, með íronískum húmor sínum. Sigurður lendir í því ungur að þurfa að axla mikla ábyrgð og hregst við henni með því að vera stöðugt að endurskoða sjálfan sig. Hann gætir þess að vera aUtaf í framþróun en staðna ekki einhvers staðar þar sem hann getur sagt: „Hér hef ég það fmt.“ Hann er mjög vel gefinn en það lýsir sér ekki hvað síst í því hvað hann er hógvær. Hann gerir sér vel grein fyrir að enginn getur aUt og hikar af þeim sökum ekki við að leita ráða hjá öðrum. Hann býr líka yfir skemmtUegri blöndu af íhaldssemi og nýjunga- gimi. Sigurður er sér mjög vel meðvitandi um eigin ófuUkomleika og hefur lagt gífurlegt starf í að kanna og þroska sinn innri mann. Hann er sér líka ákaflega vel meðvitandi um að pening- ar skapa ekki hamingju heldur verður hún að koma annars staðar frá. Fáir hafa hæfileika Sigga tU að hlusta á aðra og setja sig inn í hlut- skipti þeirra. Engan mann veit ég því betri til að tala við og trúa fyrir hlutum sem ég segi ekki nokkrum öðrum frá. Sigurður Gísli er fjölskyldumaður og þau Guðmunda, kona hans, eiga tvo syni. Sigurður er, stöðu sinnar vegna, gífurlega önnum kafinn maður og þaö sem plagar hann mest er þegar hann hefur ekki tíma tU þess að sinna fjölskyld- unni sem skyldi. Hann er þó duglegur að nota þær stundir sem hann hefur til þess að fara eitt- hvað með strákana eða slappa af heima. Hann elskar Guðmundu út af lífrnu og á fjórða bour- bon dettur hann sftmdum í óskalagagírinn, spU- ar væmna ástarsöngva tU hennar og syngur hátt með. Þar kemur Skagfirðingurinn upp í honum.“ -þhs Vinir og samstarfsmenn. Sigurður Gísli Pálmason og Óskar Magnússon. Ragnar Atli Guðmundsson: Ætlaði í sálfræði „Ég þekki Sigurð mjög vel og það má segja að við höfum unnið saman aUa okkar starfsævi," segir Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélagsins Kringl- unnar. „í gegnum árin höfum við fylgst að og tengst í gegnum Kringl- una. Þegar hún var byggð voram við ungir menn, tæplega þrítugir og satt að segja man ég ekki betur en að sam- starfið hafi aUtaf gengið stóráfaUa- laust fyrir sig. Sigurður er fæddur og uppalinn í Hagkaupi. Hann byrjaði þar sem pokadýr en ætlaði sér upphaflega að fara í sálfræði. Pálmi talaöi þá við hann og taldi hann á að koma og vinna með sér í fyrirtækinu. Við fráfaU Pálma varð Siguröur höfúð fjölskyldunnar og þurfti að taka að sér þetta stóra fyrirtæki. Hann tók mið af miklum erlendum spekingum í stjómun og endurskipu- lagði fyrirtækið á þann hátt sem nú er orðið ljóst með stofnun Hofs. Ef reynt er að spá í framhaldið þá sýnist mér að Sigurður og Jón bróðir hans ætii að fara sér hægt i náinni framtíö og vinna heimavinnuna sína áður en þeir taka stórar ákvarðanir. Þeir hafa þó nefnt að aUar líkur séu á að þeir horfi sérstaklega til fasteignavið- skipta og frekari möguleika á við- skiptum í útlöndum. Sigurður er nákvæmur og fylginn sér og ef hann tekur ákvörðun þá heldur hann sig við hana. Hann heftir einnig mikla yfirsýn yfir viðskipti sín og ómetanlega hæfileika tU þess að horfa fram á veginn. Sigurður er andans maður og hefur brennandi áhuga á Ustum. Það kom líka að góðum notum í Kringlubygg- ingunni hversu mikiU fagurkeri hann er og næmur fyrir formum. Svo má auðvitað ekki gleyma bassaleUmum og blístrinu." -þhs Leiðtogi frumkvöðuls ársins í íslensku viðskiptalífi: Tryggja verður samkeppni f ég ætti einn að dæma um það þá held ég að mönnum þætti ekki mikið tU um svarið þar sem ég teldist hlutdrægur. En þessir þrír aðilar sem verðlaunin veittu hafa nú ekki endUega verið að klappa ríkis- stjóminni alla daga, sem þeim er svo sem ekki skylt, þeir virðast telja að við eigum þetta skiUð. Verðum við ekki að taka mark á því?“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra í samtaU við DV í gær. DV, Stöð 2 og Viðskiptablaðið sæmdu í vikunni ríkisstjóm íslands viðurkenningunni frumkvöðuU ársins í íslensku viðskiptalífi og DV spurði forsætisráðherra fyrst hvemig honum þætti viðurkenningin og hvort hann teldi ríkisstjómina vel að henni komna. í forsendum nefhdarinnar sem veitti Viðskiptaverðlaunin 1998 segir að viðurkenningin frumkvöðuU ársins í íslensku viðskiptalífi sé rUíisstjómin fyrir sölu á hlutafé ríkisbankanna á al- mennum markaði. Útboðið, ekki sist á 10% hlutafjár í Búnaðarbankanum, hlaut mjög góðar undirtektir almenn- ings. Forsætisráðherra var spurður hvort hann hefði búist við þeim og hverjar hann teldi vera helstu ástæður þeirra. „Ég tel að Búnaðarbankasalan sem menn hafa haft svoUtið í flimtingum vegna kennitölusafhana og slíks sé stórkostiegur atburður, þegar 90 þús- und manns ákveður að taka þátt í þessari söluaðgerð. Þar af era 60 þús- und manns, sem svarar til 60 miUjóna Bandaríkjamanna, sem ákveða að eiga áfram bréf í bankanum. Það hefur því tekist að ganga svo frá þessari sölu að sú stefna rikisstjómarinnar um að koma hlutafénu í sem dreUðasta eign- araðUd hefúr heldur betur heppnast." - Stjómarandstaðan gagnrýndi kennitölusöfinm og -sölu. Var í raun og veru eitthvað við það að at- huga? „Kennitölusöftiun er í raun og vera bara aðferð einstaklinga, sem hafa rétt á að kaupa, tU þess að taka þátt í við- skiptalífmu og ákveða að láta bréfin standa stutt við hjá sér. En það er mik- Uvægt þegar 60 þúsund manns ákveða að láta bréfm standa við hjá sér lengur og ætia að taka þátt í rekstri bankans með þeim hætti." Aðspurður um hvað sé fram undan hjá ríkisstjóminni í einkavæðingu bendir Davíð á að verið sé að ljúka afgreiðslu framvarps í þinginu sem lýtur að því að selja meirihluta Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. „Miðað við þessar viðtök- ur þá ættum við að geta haldið því tU streitu að tryggja dreifða eignaraðUd að hlutafé bankans, þess meirUUuta hans sem enn er í eigu ríkisins. Að vísu hefúr orðið nokkur samsöfiiun, en við getum út af fyrir sig ekki stjóm- að þvi nema að htiu leyti. Við gætum að visu bundið eignarhald á bréfúm, en það hefur annmarka, eins og allar skorður sem reistar era við frjálsum viðskiptum." -Ríkisstjómin hefúr verið ötul við að setja í sölu eignir og rekstur á vegum rfldsins... „Mínir ungu felagar í Sjálfstæðis- flokknum gagnrýna mína samstarfs- menn í flokknum fyrir það hversu hægt við fórum í þessum efnum, hversu varfæmir við erum, þannig að ekki era ailir sammála því að við séum duglegir. Ég held þó að við séum á réttri millileið í þessum efiium." - Telurðu vera hættu á ofmettun á hlutafjármarkaði ef of geyst er far- ið? „Það gæti orðið ofmettun en þá myndi hún bara gerast en markaður- inn mun síðan jafiia sig. Við teljum að vegna þenslunnar sem lítillega hefúr borið á í þjóðfélaginu en þó furðulítið miðað við mikinn hagvöxt og 10% kaupmáttaraukningu á árinu - þá mestu nokkra sinni - þá er þess háttar sala sem nær jafn vel til almennings, til þess fallin að draga fjármuni út úr hringiðunni sem við teljum mjög já- kvæða aðferð til þess að slá á þensl- una. Við munum því halda áfram, enda þótt hætta sé á að markaðurinn fyrr eða síðar mettist vegna þess.“ - Enn er þriðjungur íslensks fjár- magnsmarkaðar á höndum opin- berra aöila. Hversu stór má eða á þessi hlutur hins opinbera að vera? „Það er ekki hægt að gefa út neina eina formúlu um það en mér finnst æskilegast að sá rekstur sem getur tahst samkeppnisrekstur verði sem fyrst úr höndum ríkisins og fari beint til almennings." -Sjónarmið vinstri- og hægri- manna i þessum efnum eru mis- munandi, og ekki síst um hvað á að vera í höndum ríkisins og hvað ekki. Er eitthvað sem skilyrðislaust ætti að vera í höndum rfkisins? „Það er reyndar þannig að þessi meiningarmunur heftir farið minnk- andi. Bara fyrir fáeinum árum mátti maður ekki nefna orð eins og einka- væðingu eða markað án þess að vera talinn vera forstokkaðasti hægrisegg- ur. En nú era þessi orð töm í munni margra vinstrimanna og R-listinn í Reykjavík hefúr farið út í að einka- væða hluti sem ég hefði kannski ekki gert í minni borgarstjóratíð. Ég hef verið hikandi við það að samþykkja að rétt sé að einkavæða fyrirtæki sem búa við einokun. Ég er ekki viss um að einkarekstur á einokunarfyrirtækjum sé betri en opinber rekstur. Ég vh draga mörkin við það að hægt sé að tryggja samkeppni. Ef fyrirtæki situr að einokun er hætt við að kostir mark- aðarins fái ekki að njóta sín og eigand- inn, sem ekki er opinber aöili, standist ekki þá ffeistingu að ætla sér stóran hlut.“ - Það er oft talað um sjúkrahús og heilbrigðiskerfið í heild sem dæmi mn starfsemi sem óhollt sé að einkavæða. Hver er þin skoðun? „Ég tel út af fyrir sig að hægt sé að finna ákveðna þætti þar sem megi einkavæða og kostir einkavæðingar nýtast vel. Það má t.d. gera margs kon- ar þjónustusamninga með útboðum og það hefúr verið reynt með ágætum ár- angri. Ég nefiii þjónustuþætti eins og þvotta, matarþjónustu og þess háttar sem er einkavædd annars staðar. Á hinn bóginn verður að gera slíkt með þeim hætti að fólk missi ekki trú á þeim þjónustustofnunum sem það hef- ur haft og vill hafa traust á. Það verð- ur því að stíga varlega til jarðar en ekki má útiloka fyrirffam möguleika á þessum sviðum. Við sjáum t.d. einka- væddar heilsugæslustöðvar viö hlið annarra og það virðist gefa góða raun og nauðsynlegur samanburður fæst. Við breytingamar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem nú eru að verða, þá hef ég lagt áherslu á það að haldið verði í samkeppnisþáttinn þótt stóra sjúkrahúsin verði í eigu sama aðilans. Það má segja að okkar hugmyndir um að hafa einn forstjóra yfir tveimur að- skildum stofnunum séu fyrst og fremst til þess að draga úr sóun og viðhalda samkeppni milli spítalanna. Ætiunin með þessu er að nýta kosti hvors tveggja." -Telurðu að áframhaldandi einka- væðing opinbers rekstrar muni breyta lífskjörum og aðstöðu al- mennings í ff amtíðinni? „Ég held að lífskjör muni batna vegna þess að um er að ræða einingar sem reknar verða með hagkvæmari hætti og munu þess vegna skila meiri samanlögðum arði sem síðan mun skila sér út í þjóðfélagið eins og arður gerir yfirleitt. Ég tel því að þegar ffam í sækir muni lífskjör almennings batna. Hluti af dæminu er sá að arður- inn af opinberum rekstri skilar sér fyr- ir meðalgöngu rikisins. í einkarekstri skilar hann sér í gegnum arðsemi fyr- irtækisins beint til fjölmargra hluta- fiáreigenda, t.d. til 60 þúsund eigenda Búnaðarbankans." -Nú er stutt orðið eftir af kjör- tímabilinu. Hyggurðu á stjómar- samstarf með Framsóknarflokki eftir kosningar, fái flokkamir brautargengi í samræmi við undan- famar kannanir? „Ég legg auðvitað ekki mikið upp úr skoðanakönnunum og þykist þvi mið- ur sjá að við sjálfstæðismenn séum of hátt mældir eins og stundum endranær. Ég býst við því að miðað við venju munum við lækka töluvert þótt það muni ekki valda mér sérstök- um vonbrigðum vegna þess að ég hef aldrei tekið mark á þessum toppum sem af og til birtast þótt auðvitað sé gaman að halda upp á slíkt einn og einn dag. Varðandi ríkisstjómarsam- starfið aö öðra leyti þá hefur það geng- ið afskaplega vel og mikill trúnaður ríkt miili manna eins og kom best fram hjá utanríkisráðherra þegar við tókum á móti ffumkvöðulsverðlaunun- um. Þar lagði hann sérstaka áherslu á það hversu mikill drengskapur og trúnaður ríkti í þessu samstarfi. Þrátt fyrir það ganga flokkamir óbundnir til kosninga en auðvitað mundu þeir horfa á þau sjónarmið sem hafa komið ffam m.a. í könnunum þar sem 70-80% þjóðarinnar ætiast til að þessi ríkis- stjóm sitji áfram. Á það munum við horfa.“ - Fari það svo að þessir flokkar myndi stjóm eftir kosningar, muntu leiða hana? „Það er eins og annað háð sam- komulagi milli flokkanna og ekkert hægt að segja um það á þessari stundu." - Hver ættu markmið næstu rflds- stjómar að vera? „Nú skulum við ekki búa til stjóm- ’ arsáttmála hér, en þó má segja í fáum orðum að meginmarkmiðið hljóti að vera það að varðveita þann árangur sem við höfúm náð og byggja á honum. Ég tel að við höfúm náð ákveðnum áfanga tti að byggja framhaldið á.“ -Þú ert kominn í hóp vestrænna þjóðarleiðtoga sem hvað lengst hafa verið í framvarðarsveit á öldinni. Ertu farinn að huga að nýjum vett- vangi? „Ég hef verið rúm sjö ár i þessu starfi og fmnst það ekki svo mjög lang- ur tími í sama starfinu. Ef þú spyrðir ritstjóra þinn hvort hann sé farinn eft- ir 30 ár að hugsa um annað starf, þá myndi maður kannski sktija það. Ég tel mig vera rétt að byrja í stjómmál- um. Einhvem tímann sagði ég við sjálfan mig að ég vildi ekki vera í stjómmálum lengur en tti sextugs en eiga þá eftir tíma fyrir mig og mína ef almættið og hetisan leyfa og geta þá gert það sem ég hef áhuga á, eins og að m skrifa." -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.