Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 60
64 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 DV Falleg sett Chringur, men og lokkar) úr gulli og einnig silSri. Sett á mynd 14 k gull me'ö elcta perlu verð 28.8PO, Rr at <£?«// Laugavegi 49 S. 551 7742 Versl. Guðsteins Eyjólfssonar, Laugavegi 34, sími 551 4301 Ný sending Flís- jakkapeysur 2.300 ítölsk silkibindi 1.980 V- hálsmálsalullarpeysur 2.800 Jólagjöf herrans Frakkar, úlpur, axlabönd, buxur frá 2.800, alullarpeysur frá 2.800, náttföt frá 2.100, skyrtur frá 1.000, velúrsloppar 4.900, ullarflauelsbuxur 6.900, JBS bolir Ný sending þýskir stakir jakkar og jakkaföt {<§iðtal Heiðrún Anna á stórtónleikum í Liverpool: w Ospektir á almannafæri Heiðrún Anna Björnsdóttir gerir það gott í Englandi um þessar mundir. Fyrir tveimur árum fór hún utan til að stunda nám i The Institute for Performing Arts, skóla sem kenndur hefur verið við Paul McCartney. Eftir eitt ár bauðst henni samningur á annarri stærstu umboðsskrifstofunni í Liverpool, Hug Management, og ákvað hún þá að hætta námi og einbeita sér eingöngu að tónlistinni og framanum. í október síðastliðnum hélt hún tónleika til að kynna sig og efni sitt og þangað komu aðil- ar frá fimm stærstu plötufyrir- tækjum Englands. Hún fékk mjög góðar viðtökur og hafa henni borist mörg tilboð. Bak við rimlana Reyndar endaði tónleika- kvöldið ekki vel þar sem Heiðrúnu var hent í steininn fyrir óspektir á almannafæri. Fjöldi manns hafði vænst partís eftir tónleikana en ekki varð mikið úr því þar sem hún þurfti að dúsa fyrir innan rimla í fjórar klukkustundir. „Við vorum að koma út af tón- leikunum og ég var að leita að leigubíl ásamt fjölda fólks og meiningin var að fara í partí mér til heiðurs. Einhver læti höföu verið á götunni sem komu okkur ekki beinlínis við. Ég sá að kærastinn minn var að tala við tvær lögreglu- konur og fór til þeirra. Önnur konan sagði mér að skipta mér ekki af. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að lætin í götunni kæmu okkur ekkert við. Kon- an brást ekki betur við en svo að hún varð alveg brjáluð og það næsta sem ég vissi var að hún handtók mig og fleygði mér inn í lögreglubíl. Það liðu tvær mínútur frá því að ég kom gangandi þangað þar til ég var komin inn í bílinn. Lög- fræðingur umboðsskrifstof- unnar kom svo eftir fjóra tíma og leysti mig úr haldi. Kvöldið endaði ekki beint eins og ég hafði ætlað mér.“ Heiðrún var ákærð fyrir óspektir á al- mannafæri og kom fyrir rétt 9. nóvember. Þar lýsti hún yfír sakleysi sinu og þarf að mæta aftur 14. janúar og þá með vitnum. Öur á tónleikum \ Space Það þarf er mikið á döfinni hjá Heiðrúnu Önnu. Hún syngur á tónleikum með Space og að mæta fyrir rétt. Myndin er frá tónleikum í Tunglinu 1996. DV-mynd Hari Næstu helgi mun Heiðrún syngja á tónleikum með einni af vinsæl- ustu hljómsveitum Englands, Space. Hljómsveitin er reyndar ekki vel kunn íslendingum þótt nokkur laga hennar séu vel þekkt: Neighbour- hood, Avenging Angels, Tom Jones og Begin Again. Hún hefur selt mik- ið í Englandi og er löngu komin upp yfir tvær platinuplötur. Tónleikam- ir verða haldnir á laugardag, 19. desember, og mun Heiðrún hita upp fyrir þá og syngja eitt lag með hljómsveitinni, lag sem kemur út á næstu plötu hennar. Lagið syngur hún með gítarleikara hljómsveitar- innar. Uppselt var á þessa tónleika í október. „Þetta er heimastaður þeirra fé- laga og þeir hafa ekki spílað hér í rúmt ár svo Liverpoolbúar eru mjög spenntir fyrir tónleikunum. Ég hef verið að safna lögum á plötu sem kemur vonandi út seint á næsta ári. Ég hef lagt mikla vinnu í efnið og fengið góða tónlistarmenn mér til halds og traust í sumum lög- unum. Annars er ég að hugsa um að setja saman band en það er allt á frumstigi enn þá. Reyndar er ég svo- lítið hrædd við að tala um hlutina of snemma. Það eina sem ég get sagt er að um leið og ég er fullkomnlega ánægð með efnið þá kemur það út, ekki fyrr. Vinnubrögðin hér úti eru allt önnur en á íslandi. Hér er meira lagt upp úr að vanda til verka en ekki eins og heima á íslandi þar sem illa undirbúnu fólki er hent inn í stúdíó án nokkurs fyrirvara til þess eins að selja illa gerðar plötur," segir Heiðrún að lokum. íbk 10-33% afsláttur af öllum íslenskum bókumrlú&y^ /túderdfc. Hjá okkur finnur þú allar jólabækurnar. Þú getur nálgast þær í verslun okkar eða beint af heimasíðunni. Heimsendingarkostnaður er aóeins 200 kr. fyrir hverja sendingu. * ★ ★ * * Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími: 5700 777 ‘ www.boksala.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.