Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 67 F J ) I I I Ij I I I i i I ! Í I I 3 ! ! ! : ftal Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen er jólafrumsýning LA. þetta væri maður sem ég þekkti, bæði af ýmsum í kringum mig og svo af sjálfum mér eitthvað, hann væri mjög skemmtilegur og kraft- mikill, á stundum eins og ólgandi eldfjall innra með sér. Hann væri þó jafnframt í grunninn mjög góð- ur maður þó að honum færist ekki alltaf vel við þá sem næstir honum stæðu. Hann er sérstakur á ýmsan hátt, þótt hann eigi einnig marga sína líka víða í kringum okkur í samtímanum. Ég þekki marga hans líka.“ Jakob Þór segist fljótlega hafa fengið þá tilfinningu fyrir leikrit- inu að það væri öðruvísi en hann hafði gert sér í hugarlund. „Það er miklu léttara og einfaldara heldur en við fyrstu sýn þegar maður tekur allan þennan texta og les hann. Þetta virkar á stund- um nokkuð háfleygt og torskilið, en þegar það er komið upp á svið og farið að leika það eins og önn- ur leikrit þá virkar það skemmti- legt og langt frá því að vera eitt- hvað þungt eða flókið. Ég myndi segja að fyrst og fremst sé þetta skemmtilegt." Þótt það komi e.t.v. á óvart seg- ist Jakob Þór aldrei hafa séð Pét- ur Gaut á leiksviði. „Eins og títt er með leikara ætlaði ég að fara á síðustu sýningu þegar leikritið var síðast sýnt hjá Þjóðleikhús- inu. Þá var hins vegar uppselt og það var ekki einu sinni hægt að fá að sitja í tröppunum. Ég hef því aldrei séð þetta verk.“ - Er það betra eða verra? „Ég hefði viljað hafa séð það, það hefði örugglega ekki skaðað. Hins vegar lít ég svo á að þetta sé eins og þegar maður leikur í nýju leikriti, að maður kemur að því nokkuð ómótaður. Ég er hins veg- ar með leikstjóra sem gjörþekkir leikritið, Sveinn hefur sennilega séð 30-40 uppfærslur af Pétri Gaut. Ég hef þá tilfinningu að þetta verði fersk sýning og hressi- leg, en annars er ekki gott fyrir mig að vera að dæma um slíkt, það verður bara að koma í ljós.“ Þetta eru forréttindi Þetta er í fyrsta skipti sem Jak- ob Þór leikur í gamla Samkomu- húsinu á Akureyri, og hann segir húsið að sumu leyti minna sig á gamla Iðnó. „Að sumu leyti gerir það það, þrengslin eru þau sömu og jafnvel enn meiri hér baka til en þau voru í Iðnó. En þetta er mjög gott hús og það er afskaplega gaman að vera hér. Það eru for- réttindi fyrir leikara að sunnan sem þar hleypur frá einni vinnu til annarrar að geta einbeitt sér aö einu verkefni og gera ekkert ann- að og það skilar sér vonandi í því að einbeitingin sé meiri. Ég kom norður til Akureyrar 11. október og þetta er því orðin rúmlega tveggja mánaða vinna.“ - Hvernig er fyrir leikara úr höf- uðborginni að koma svona út á land og setjast þar að um tíma? „Það er hollt og gott. Að vísu sakna ég fjölskyldunnar en hef skroppið heim um helgar. Ég á hins vegar nokkrar rætur hérna fyrir norðan, móðir mín er fædd í Öxnadal og hér á Akureyri á ég flest mitt móðurfólk." Geysilega góður tími Jakob Þór er 41 árs og segir að- spurður að það sé ágætur aldur til að leika Pétur Gaut. „Það er rétti aldurinn að mínu mati. Það er eins gott að vera í góðu líkamlegu ástandi. Stundum er hlutverkið leikið af tveimur eða jafnvel þrem- ur, og ég held að það sé skilyrði að sá sem fæst við þetta sé vel á sig kominn líkamlega.“ - Nú er frumsýning eftir rúma viku, ert þú farinn að velta fyrir þér hver útkoman verður og hvernig veröur fjallað um þína frammistöðu í þessu stóra hlut- verki, m.a. í dómum gagnrýnenda eins og ávallt er þegar þetta leikrit er sett upp? „Það er farið að hvarfla að mér af og til, en ég reyni að ýta því frá mér jafnóðum og vil sem minnst um það hugsa. Ég reyni að njóta þess sem við erum að gera, þetta er búinn að vera geysilega skemmtilegur og góður tími hér á Akureyri," segir Jakob Þór. -gk Skauta joltt ball - í skautahöllinni íLaugardal Bjarnarins sunnudag 20. desember kl. 18.30-20.00. Aðgangseyrir kr. 400 fyrir börn og fullorðna. (Skautaleiga kr. 200.) Allir stuðningsmenn og velunnarar Bjarnarins eru sérstaklega velkomnir. Listskautasýning o.fl. skemmtilegt. Jólasveinar koma í heimsókn og dansað í kringumjólatré. Bffl DOMINO'S Allir fá pitsu- HPIZZA sneið og pepsí. Björninn Með jólakveðju, Foreldrafélagið Íshokkí Björninn Listskautar vwwwsIr is Vísir.is og Hagkaup bjóða gestum Vísis.is upp á skemmtilegan jólabóka- og geisladiskaleik Síðustu dagana fyrir jól fá tugir gesta á Vísi.is geisladisk eða bók að gjöf fyrir það eitt að taka þátt í léttum og skemmtilegum leik. Þátttakendur fara inn á slóðina vísir.is og skoða netverslun Hagkaups@Vísir. is og svara laufléttum spurningum. Aðalvinningurinn verður svo dreginn út á Þoriáksmessu en hann er matarkarfa frá Hagkaupi að verðmæti 15.000 kr. Úrslit verða kynnt á Þorláksmessu á Vísi.is og vinningar sendir heim með fyrirtækjaþjónustu Póstsins. Laugardagur Ég heiti Biíðfinnur en þmnátt kaíla mig BÓbó Fáar íslenskar barnabækur hafa hlotið jafnhlýjar móttökur og Skilaboðaskjóða Þorvalds Þorsteinssonar sem kom út fyrir hartnær15 árum. Nú kemur Þorvaldur með aðra bamabóksína og er óhætt að segja að hún hafi hlotið afar lofsamlegar viðtökur jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sunnudagur Söknuður Lög Vilhjálms Vilhjálmssonar í flutningi ýmissa listamanna. Viihjálmur átti mörg lög ósungin þegar hann lést langt fyrir aldur fram á áttunda áratugnum. Á stuttum æviferli náði hann að gera fleiri íslensk sönglög ódauðleg en flestir aðrir íslenskir söngvarar. Vísir.is óskar gestum sínum gieðilegra jóla og þakkar frábærar viðtökur á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.